31.7.2024 | 22:55
Innsýn í hyldýpi myrkursins
Á stundum hefur ein og ein skömmin fokið af þessari síðu út í blaðamennsku Morgunblaðsins, og fundinn upp blóraböggull til að skamma, þessi svo kallaði Femínisti á Morgunblaðinu sem ég þori að veðja um að enginn þar innandyra kannast við.
Svo les maður svona viðtal sem afhjúpar, skilur viðmælenda eftir á berangri sinna eigin skoðana, ljótleiki þeirra svo augljós að viðmælandinn kýs sjálfur að kannast ekki við þær.
Enginn ofsi, engin ágengni, viðmælandanum ekki gerðar upp skoðanir, hann einfaldlega fær að tjá sig, og er svo kurteislega spurður hvort hann standi við fullyrðingu sína að góður maður hafi verið drepinn. Svona í ljósi þess hvernig viðkomandi meint góðmenni var i raun.
Sem Sveinn Rúnar Hauksson treysti sér ekki til, mátti þó eiga það.
Hvað getur maður sagt annað en tær snilld, blaðamennska þekkingar og heilbrigðar skynsemi er ekki útdauð eftir allt saman.
Það hefur alltaf sviðið að eiga samlanda sem réttlæta voðaverk Hamas með tilvísan í áratuga baráttu Palestínuaraba fyrir tilvist sinni eftir að þeir urðu undir í stríðinu við gyðinga 1948.
Að það sé til fólk, sem hefur fengið mannsæmandi uppeldi, átt ömmu sem hefur kennt þeim muninn á réttu og röngu, á sjálft allflest vini og ættingja, jafnvel maka og börn, telur það réttlætanlegt að í nafni einhvers málsstaðar eða meintrar kúgunar sé gerður út herleiðangur með það eina markmiði, að drepa, að nauðga, að limlesta, óbreytta borgara, ungmenni, konur og börn.
Hvað hefur misfarist á lífsleiðinni??, hvernig gat svona mannlegur viðbjóður grafið um sig hjá fólki sem fékk sömu guðsgjafir og við hin til að vera nokkurn veginn eðlilegt og heilbrigt??
Allt eðlilegt, heilbrigt fólk veit að það er meintur málstaður út um allt, margur slíkur telur sig kúgaðan eða órétti beittan.
Með því að réttlæta einn óréttlætanlegan viðbjóð með vísan í meintan málstað eða meinta kúgun, þá erum við réttlæta allan viðbjóð þessa heims því sínum augum lítur hver á silfrið. Við erum að réttlæta nýleg hnífamorð í Bretlandi eða þegar nýnasistar í Þýskalandi brenna inni konur og börn með vísan í að þetta eru innflytjendur, við réttlætum skotárásir ungmenna í skólum Bandaríkjanna, við réttlætum morð, nauðganir, við réttlætum allt.
Við réttlætum Anders Breivik
Og til að réttlæta það þarf eitthvað hyldýpi myrkurs sem ekki einu sinni tær illska getur útskýrt, hún er á vissan hátt skiljanleg, því hún er jú ill, en þeir sem réttlæta eða upphefja voðaverk Hamas, hafa ekki þá afsökun sem tær illska er, myrkur þeirra er allt annars eðlis og virðist ekki eiga sér nein takmörk.
Höfum þetta í huga þegar við lesum þetta snilldarviðtal við Svein Rúnar Hauksson, og munum líka að markmið voðverkanna 7. október var ekki drápin og viðbjóðurinn sem slíkur, heldur var markmiðið að vekja þau heiftarviðbrögð Ísraelsmanna sem heimurinn hefur síðan orðið vitni að á Gasa.
Hátt í 40 þúsund manns hafa fallið, margfalt fleiri særðir, byggðirnar í rúst, hið daglega líf horfið, kemur aldrei aftur.
"Sorg að þessi góði maður" hafi verið drepin", "þetta viðbjóðslega morð", þeir sem helsærðust við að reyna að vernda börnin gegn óða hnífamanninum voru heppin að hafa ekki drepið hann í þeirri vörn, raddir meðal Góða fólksins hefðu örugglega fordæmt viðkomandi sem viðbjóðslega morðingja, að drepa svona ungmenni. Og óða hunda má víst ekki aflífa lengur, réttur þeirra til að skaða og drepa fólk og skepnur er meiri en þeirra sem skaðast.
En það er ekkert heilbrigt við Góða fólkið.
Samt þegar á reyndi, ólíkt mörgum vinum Hamas á Íslandi, gat Sveinn Rúnar Hauksson ekki réttlætt voðaverkin, ekki ef hann ætlaði að standa við orð sín að hinn fallni leiðtogi voðasamtakanna Hamas væri góður maður.
Réttlætingin hélt vissulega ekki vatni eins og blaðamaðurinn benti honum kurteislega á, en réttlætingin sagði samt mikið um Svein Rúnar, voðaverkin og að þrátt fyrir allt, er ekki hægt að réttlæta allt.
".. ég held að það bendi nú í fyrsta lagi ekkert til þess að hann hafi leitt þessar aðgerðir sem voru 7. október".
Óþarfi að hafa fleiri orð um þetta, sumt segir sig bara sjálft.
Vil samt gefa Sveini Rúnari lokaorð þessa pistils; "Ég held að það sé Guðs að dæma ekki mín, hver sé góður og ekki góður. Það voru ekki mín orð að hann væri góður maður, segir Sveinn".
Guð dæmir og þann dóm getur enginn flúið.
Hvernig sem menn reyna að réttlæta illvirki sín.
Kveðja að austan.
Sorg að þessi góði maður hafi verið drepinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2024 | 07:57
Einu voðamenninu færra.
En það er bara svo með þetta skrímsli sem þrífst á morðum og drápum, að fyrir hvert höfuð sem er höggvið, spretta 10 upp.
Þó er ljóst að eitt viðbjóðslegasta ómennið í morðingja og hryðjuverkageiranum er fallinn frá, líkt og saklausu samborgara hans sem hann fórnaði miskunnarlaust fyrir draum sinn um útrýmingu ríkis gyðinga.
Eftir stendur arfleið átaka og ofbeldis sem engan enda ætlar að taka.
Og tekur engan endi á meðan Góða fólkið gengur í takt með voðamönnum og upphefur voðaverk þeirra.
Því Ismail Haniyeh var nútímamaður, hann áttaði sig á mikilvægi samfélagsmiðla og nútíma samskipta þar sem allt gerist í beinni, því hóf hann átökin 7. október með viðbjóðslegum drápum sem hann vissi að myndi knýja Ísraelsmenn til harkalegra aðgerða, aðgerða sem myndu kosta tugi þúsunda landa hans lífið.
Í öryggi sínu, sem reyndist víst ekki að vera mjög öruggt, taldi hann fórn samlanda sinna léttvæga ef drápin á þeim myndu færa Hamas sigur í áróðrinum, og þá skipti öllu máli að láta liðsmenn samtakanna vígvæða skóla og sjúkrahús, verjast innan um íbúa, skjóta eldflaugum frá íbúðablokkum, allt til að láta hernað Ísraela líta sem verst út á öldum ljósvaka og samfélagsmiðla.
Haniyeh er í raun höfundur að stríðinu; Dráp í beinni.
Og komst upp með það, tókst ætlunarverk sitt.
Hringavitleysa átakanna heldur áfram.
Menn óttast stigmögnun vegna drápsins á Haniyeh, en sú stigmögnun átti sér stað á upphafsdegi átakanna, eftir þann dag var eina spurningin hvort Góða fólkið gengi i takt með voðamennunum.
Því ef svo yrði þá myndi Hamas halda átökunum út í hið óendanlega, aldrei fallast á vopnahlé.
Og öfgamennirnir í ríkisstjórn Ísraels myndu ekki bregðast þeim.
Allt mat Haniyeh gekk eftir.
Dauðinn og drápin.
Meðvirkni Góða fólksins.
Skammsýni öfgagyðinga.
Allt ákaflega sorglegt, segir svo margt um vit mannskepnunnar.
Við Íslendingar eigum samt ekki að lúffa fyrir þessu skítapakki.
Það er komið inn fyrir landamæri okkar og herjar á stjórnkerfið.
Dularfulla saksóknaramálið er einn angi þess.
Mætum því.
Mætum Hamas.
Hamas á ekki heima hér.
Kveðja að austan.
Segja leiðtoga Hamas hafa verið drepinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2024 | 16:43
Aumar eru afsakanir aumra.
Svo aumar að viðkomandi átti aldrei að gegna embætti sínu.
Þá vísa ég í að til þess þurfti djúpstætt óeðli á pari við þekkt dæmi þegar lagafólk gengur erinda alræðis og ógnarstjórna, þó vissulega hafi ákæra Jóhönnu Sigurðardóttur gegn Geir Harde aðeins afhjúpað áður óþekktan sjúkleika á Íslandi, vissulega þekktur erlendis fyrr á árum, en líkt og flökkufiskar sem Hafró tilkynnir með auknu rennsli hlýsjávar til Íslands, þá nýlunda á Íslandsmiðum, sem og í okkar smáa samfélagi sem fram að því hafði aldrei upplifað óeðli mannaumingja í lögfræðistétt sem gengu erinda valds og alræðis.
Ekki að Jóhanna greyið hafi verið nokkuð annað en leppur innlendra og erlendra hrægamma vogunarsjóðanna, talið trú um að svik hennar gegn landi og þjóð hafi þjónað þeim æðri markmiðum að koma hjálendu útrásarvíkinganna í skjól Evrópusambandsins, þá þurfti eitthvað sem þjóðin hafði aldrei áður upplifað, til að ákæra Geir eina manna.
Þar var lægst að öllu Sigríður Friðjónsdóttir, sérstakur saksóknari Jóhönnu, sem gekk erinda hennar í fáráðum málflutningsins gegn Geir.
Og eins og áður hefur verið minnst á, fyrir það lægsta af því sem lægsta sem þjóðin hafði aldrei kynnst áður, fékk Sigríður þá vegsemd að vera skipuð ríkissaksóknari.
Og jú, jú, gleymum því ekki, hún er kona.
Og örugglega ekki illa gefin, ádeilan snýst um það sem innra er, en aum, svona út frá almennu forsendum, en hún þurfti samt ekki að staðfesta þau almennu sannindi sem ég benti á í fyrri pistli mínum um ofurítök óttastjórnar Hamas á Íslandi, atlögu samtakanna af íslenskri stjórnsýslu og æðstu ráðamönnum þjóðarinnar, í beinu samstarfi við kostuð útibú mannsals og flóttamanna glæpaiðnaðarins á Íslandi, með því senda frá sér svona yfirlýsingu.
Þó hún sé aum.
Og aðeins aumur, sem varla er hægt að hæðast að, sendir frá sér svona tilkynningu, sem ég ætla reyndar aðeins að stytta, vegna þess að fáviskan er endurtekin.
"Áminning, sem Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hlaut árið 2022, laut að fleiri tilvikum tjáningar hans en því sem beindist að hælisleitendum og samkynhneigðum karlmönnum. Þetta áréttar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í tilkynningu til fjölmiðla. Segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt. ..."Um nokkur tilvik var að ræða sem náðu aftur til ársins 2017. Ríkissaksóknari telur sér ekki heimilt að upplýsa nánar um þetta. Þá skal einnig tekið fram að kærur tiltekinna samtaka voru ekki ákvörðunarástæða fyrir framsendingu máls Helga Magnúsar til dómsmálaráðherra nú né heldur þegar ríkissaksóknari áminnti Helga Magnús" segir ríkissaksóknari enn fremur í tilkynningu sinni.".
Vá, það að vera aumur þýðir samt ekki það sama að viðkomandi sé greindarskertur, og vissulega má ætla að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sé það ekki. En það lýsir samt ekki miklu viti að ætla almenning greindarskertan, þó viss rök megi færa fyrir að vitsmunir ákveðinna blaðamanna Morgunblaðsins séu ekki miklir, og eiginlega þá hefur Fréttastjóri Rúv fyllt upp í fréttastofuna með fólki sem vægast sagt veður ekki í vitinu í fréttum og fréttaskýringu sínum. En ekki greindarskert engu að síður.
Sigríður, sem aldrei átti að vera skipuð ríkissaksóknari, og ég get rétt ímyndað mér þumalskrúfurnar sem Steingrímur Joð setti á Ögmund til að hann stæði við samkomulag Steingríms við Jóhönnu, virðist samt ganga út frá því að þjóðin sé greindarskert, að hún tengi ekki aðför hennar að Helga, við atburði nýliðinna vikna, þar sem Helgi gat loksins ekki þagað, og benti á augljós tengsl alþjóða glæpaiðnaðarins við innsta kjarna VinstriGrænna.
Þegar Sigríður fattaði að dómsmálaráðherra var ekki lengur Ögmundur Jónasson, að hún nyti ekki lengur skjóls helfararríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms, enda rúmur áratugur síðan að það skjól var til staðar, þá áttaði hún sig á, að aðför hennar að sannleikanum, var um leið aðför að restinni af trúverðugleik Sjálfstæðisflokksins.
Að þetta snérist ekki lengur um að hún gæti rægt Helga með þekktum Óráðum skriffinnskunnar, að gefa eitthvað í skyn en vísa í trúnað um einstök atriði, þekkt nálgun sækópata og stórlygara, því í á milli væri Sjálfstæðisflokkurinn undir.
Sjálfstæðisflokkurinn sem kyngdi beinni hryðjuverkaatlögu Svanhvítar Svavarsdóttur að lífsafkomu fjölda fólks, ef hann kyngdi líka atlögu örleifa ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að embættismanni sem hefur gengt störfum sínum af trúmennsku við lög og stjórnarskrá landsins (þú skalt ekki erlendu valdi lúta, þú skalt ekki vinna í þágu alþjóðlegra glæpasamtaka) og hans eini glæpur var að segja satt um óhefta innflytjenda stefnu stjórnvalda, þá væri engin Sjálfstæðisflokkur til staðar í næstu kosningum.
Sigríður lagði sem sagt höfuð sitt undir svo Guðrún Hafsteins gæti fórnað sínu eigin höfði, og höfði flokks hennar.
Vá!!, hvílíkt drama hjá fólki sem er ekki lengur í neinum tengslum við þjóð sína.
VinstriGrænir að þurrkast út, Sjálfstæðisflokkurinn í vafa hvort hann eigi að feta þau feigðarspor.
Fyrir þjóðina, það er þau okkar sem eru ennþá íslensk, er valið ekkert.
Það er ekki annað hvort Sigríður eða Sjálfstæðisflokkurinn.
Það er heldur ekkert val fyrir dúkkulísurnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verpt eins og gaukur í hreiður löggæslu þjóðarinnar.
Það gilda lög um hryðjuverk, um hryðjuverkastarfsemi, það vita allir þeir sem ætla að millifæra örfáar krónur til ættingja sinna utanlands, eða fá millifærslu frá þeim. Þar er veggur sem segir, þú ferð ekki yfir, því þú, til dæmis níræð móðir mín, gæti verið að fjármagna hryðjuverkastarfsemi.
Svo getur Hamas vegið að íslenskum stjórnvöldum, haldið úti símótmælum til stuðnings Glæpum gegn mannkyni, ógnað fólki, hótað að ríkissaksóknari gangi erinda samtakanna.
Það er ókei en millifærslu mömmu er það ekki.
Svo er það einhver deild þarna sem dúkkulýsur Sjálfstæðisflokksins hafa æðsta vald yfir, sem á að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, þá sérstaklega gegn alþjóðlegum glæpasamtökum.
Samt starfar mannsals og glæpaiðnaðurinn beint fyrir framan nefið á viðkomandi deild, aldrei sagt orð, en sérsveitin kannski send á einhvern ógæfumanninn sem hefur fengið sér of mikið í tána, og skýtur úr byssu sinni út í loftið í einhverju fyllerísröfli.
Mannsals og glæpaiðnaðurinn getur líka treyst á erindarekstur núverandi ríkissaksóknara.
Og við sem þjóð þegjum.
Kyngjum þessu.
Eins og sú auma hafi rétt fyrir sér þegar hún telur okkur greindarskert.
Samt ekki, Sigmundur Davíð upplýsti á feisbókarfærslu að hann væri ekki greindarskertur, einn stjórnmálamanna.
Þungir pennar hér á Moggablogginu mótmæltu þessari aðför Sigríðar Friðjónsdóttur að staðreyndum.
Orð þeirra hafa verið lesin.
Því stundum ofbýður fólki.
Segir hingað og ekki lengra.
Hvort dómsmálaráðherra fatti það er önnur saga.
Það eina sem ég veit að hún mun aldrei komast upp með sögufölsun.
Í þessu máli er tími lyganna liðinn.
Kveðja að austan.
Áminning Helga laut að fleiri tilvikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.7.2024 | 20:57
Ríkissaksóknari gengur erinda alþjóðlegra glæpasamtaka.
Það er leitun af aumari manneskju en Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara.
Vegsemd hennar byggist á að hún gekk erinda óhæfu Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnar hennar þegar Jóhanna lét Alþingi samþykkja að Landsdómur myndi ákæra Geir Haarde einan manna vegna meintrar ábyrgðar ríkisstjórnar hans á bankahruninu.
Þar gekk Sigríður beint í fótspor mannaumingja í lögfræðingastétt sem hafa látið nota sig í pólitískum ofsóknum alræðis og öfgastjórna gagnvart lög og rétti. Mannaumingja eins og þá saksóknara sem unnu fyrir Stalín í Moskvuréttarhöldunum eða sem nasistastjórn Hitlers notaði til að þagga niður í réttlætisrödd Hvítu Rósarinnar, svo þekktustu dæmin séu nefnd.
Svo er Sigríður kona, það er reyndar ekki aumt, á að teljast til tekna, nema þegar það að vera kona, telst forsenda meintrar hæfni.
Solaris eru sögð hjálparsamtök.
Margtuggið og margnotað orð, margnotað skálkaskjól glæpa og hryðjuverkasamtaka.
Þegar æðsti og öflugasti fjármagnari haturs og hryðjuverka Íslamista um allan heim, krónprins Saudi Arabíu og raunverulegur stjórnandi landsins, Mohammed bin Salman lét myrða bandaríska blaðamanninn Jamal Khashoggi, sem var af Saudi arabískum ættum og hafði afhjúpað leyndarþræði hryðjuverkastarfsemi Íslamista sem Salman skipulagði og fjármagnaði og Salman lét myrða í sendiráði Saudi Arabíu í Istanbúl, þá fékk Salman yfir sig kastljós sem hann hafði fram af þessu getað keypt sig frá.
Eitt af því sem kom fram að upphaf hryðjuverka úr hans ranni mátti rekja til hjálpar og góðgerðasamtaka sem hann fjármagnaði í Bosníu. Samtaka sem slógu jafnvel Serba út í grimmd og viðbjóði, og voru upphaf af voðaverkum sem Íslamistar Ríki Íslams og Hamas hafa síðan gert af kennimarki Íslamista.
Meint hjálpar og góðgerðarsamtök voru síðan megin fingraför fjármögnunar Sauda auk annarra miðaldaríkja Persaflóans við hatursútbreiðslu Íslamista, voðaverk þeirra og hryðjuverk.
En Salman fann ekki upp þessa misnotkun á orðinu hjálpar- og góðgerðarsamtök, allir unnendur James Bond muna að heróínsalinn í Live and Let Die myndinni dreifði eiturlyfjum sínum í gegnum eitthvað álíka fyrirbæri.
Bíómynd vissulega, en byggðist á grjóthörðum raunveruleik hinnar skipulögðu glæpastarfsemi eiturlyfjahringanna.
Raunveruleik sem virkar vel fyrir glæpa og hryðjuverkasamtök til að búa til skálkaskjól um starfsemi sína.
Í dag, á eftir eiturlyfjaiðnaðinum er mannsals og flóttamannaiðnaðurinn sá glæpaiðnaður sem skilar glæpafólki mestum tekjum og gróða.
Verkfæri hans eru margs konar en mikilvægust eru ýmiskonar hjálpar og góðgerðasamtök ásamt tibúnum þrýstihópum, sem auðvelda mannsalið og sístreymi flóttafólks til vestrænna landa.
Þessi verkfæri stjórnar umræðunni, láta eins og enginn sé morgundagurinn og að auðugri samfélög Vesturlanda geti endalaust tekið við afurðum glæpaiðnaðarins, fólki fátækra landa sem er að leita að betri lífskjörum, eða fólki í flóttamannabúðum sem borgar glæpaklíkum fyrir að koma sér þaðan eftir þekktum flóttamannaleiðum til Vesturlanda, og þá er tikkað í box samvisku og góðmennsku, því hver vill ekki hjálpa fólki í neyð?
Á Íslandi í dag tala þessi verkfæri þannig að okkar rúmlega 300 þúsund manna þjóð, geti léttilega orðið að 400 þúsund manna þjóð, svo 500 þúsund, og svo, og svo, það er jú bara aðeins 100 milljónir flóttamanna í heiminum, og svo kannski 500-800 milljónir í viðbót sem vilja flýja slæm lífskjör heimaslóða, og í raun ekkert mál fyrir 300 þúsund manna þjóð að taka við þeim öllum.
Sú síbylja dynur á þjóðinni dag eftir dag, að baki liggur ekki hin augljósa heimska fáráðarinnar að 300 þúsund manna þjóð geti leyst allan flótta og lífskjaravanda heimsins, það er ekkert fólk svona heimskt nema kannski einn og einn fréttamaður á Mogganum og á Rúv, heldur er þetta fólk í vinnunni.
Það brýtur niður viðspyrnu og heilbrigða skynsemi þjóðarinnar. Í samkrulli við einhver ógnaröfl glóbalvæðingarinnar sem fjármagna forheimsku rétttrúnaðarins á Íslandi.
Þjóð án viðspyrnu er auðveld bráð.
Sekt Helga felst í að benda á sannleikann.
Benda á hlutverk hinna meintu hjálparsamtaka, benda á hlutverk atvinnugóðmenna, sem nýtt hafa sér bágindi heimsins til að útbúa svikamyllu handa sér og sínum, mergsjúga úr kerfinu fjármuni sem annars gætu farið í að hjálpa flóttafólki, börnum þess, útvega þeim heilbrigðisþjónustu og menntun þar sem þau dvelja í flóttamannabúðum.
En ekki hvað síst þá ber Helgi líklegast ábyrgð á því að Góða fólkið innan lögreglunnar komst ekki upp með samsekt mútugreiðslna og hins meinta stuðnings hinna meintu hjálparsamtaka við voðamennin í Hamas og voðaverk þeirra.
Líklegast hans stærsti glæpur að hafa krafið Góða fólkið innan lögreglunnar skýringa á þeirri samsekt að rannsaka ekki augljós brot á lögum um mútugreiðslur og stuðning við hryðjuverkasamtök.
Það er tímanna tákn að sá einstaklingur sem mest æpir í þágu þessa glæpaiðnaðar, ítrekaður sekur um hatursorðræðu gegn þjóðinni sem hýsir hann, skuli geta pantað svona aðför að íslensku réttarkerfi.
Komist hann upp með það, komist ríkissaksóknari upp með að ganga erinda glæpaiðnaðarins og vega af þeim embættismanni sem þorir að benda á staðreyndir mála og þorir að snúast gegn rétttrúnaðinum þegar hann gengur svo langt að halda hlífiskildi yfir mútugreiðslum og augljósum stuðningi við hryðjuverkasamtök Hamas, þá er ljóst að núverandi dómsmálaráðherra er ekki starfi sínu vaxin.
Aðeins enn ein brúðan úr ranni Valhallar, þjónandi einhverjum annarlegum hagsmunum glóbalsins, með alls ófær um að standa ístaðið fyrir þjóðina sem þó veitir henni þann trúnað að vera æðsti yfirmaður dóms og réttarkerfis þjóðarinnar.
Þá er runnin upp Ögurstund þjóðarinnar.
Spurning um sjálft sjálfstæði hennar og tilveru.
Spurningar sem krefjast uppgjörs.
Um hver stjórni í raun Íslandi.
Kveðja að austan.
Helgi verði leystur frá störfum tímabundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.7.2024 | 16:56
Morgunblaðið bregst ekki.
Það skrifar frétt um bullið og vitleysuna sem vellur uppúr Donald Trump, eins og 4 ár hans í forsetastól hafi ekki kennt blaðinu að greina á milli þess sem kjósendur hans vilja heyra og þess sem Donald Trump stendur fyrir, eða framkvæmir.
Síðan ætti að vera einhver greind á ritstjórn blaðsins til að greina á milli hvernig Trump stjórnar umræðunni, og þess sem hann eða andstæðingar hans í Demókrataflokknum kjósa að halda á lofti í kosningabaráttu sinni.
Svo ég vitna í einn frasann sem demókratar láta hafa eftir sér og hinn ekki svo vel gefni blaðamaður Morgunblaðsins étur upp; "Í ár er lýðræðið okkar í hættu, og ef við ætlum að bjarga því verðum við að kjósa gegn valdaboðsstefnu".
Ókei, lýðræðið er kannski í hættu en hvaða flokkur, og hvaða frambjóðandi ógnar lýðræðinu vestra í dag????
Hinn ekki svo vel gefni blaðamaður Morgunblaðsins er með þetta á hreinu, að kosningabull Donald Trumps sé ógnin, sambærileg orð kosningateymis demókrata virðast hins vegar ekki ógna einu eða neinu, þó viðkomandi teymi hafi í síðustu kosningum logið upp afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2020 þar sem Biden var kosinn, eða staðfastlega notað þær fölsku ásakanir til að beita réttarstofnunum landsins til að rannsaka þær ásakanir, með þeirri einni niðurstöðu, að því sem er logið og búið til, er ekki hægt að rannsaka til sakfellingar.
Og látið er ógert að minnast á hvernig sambærilegt bull, sambærilegar samsæriskenningar um einhverja ógn af kosningu Trump ógni lýðræðinu þar vestra, sé meginstoð kosningamaskínu demókrata.
Svona fyrir utan að Tump sé dæmdur fellon af gjörspilltu saksóknarakerfinu vestra, þar sem saksóknarar skipaðir af demókrötum, af dómstólum þar sem demókratar skipa dómara, að þar með henti hann vel í baráttunni við Kamillu Harris, sálarlausrar manneskju sem hóf sinn feril með því að ofsækja fátækt fólk á jaðri samfélagsins.
Eins og vit blaðamannsins sé minna en ekkert, að heimskan sé meiri en algjör.
Það hefur blasað við öllum sem hugsa og hafa dómgreind sína í lagi, að atlaga demókrata að bandarísku lýðræði með leikfléttunni um útnefningu Kamillu Harris, er áður óþekkt leikflétta, að varla finnst dæmi hjá Pútín eða öðrum einræðisherrum þessa heims til að sjá og upplifa hvernig leikreglur lýðræðisins hafa verið vanvirtar.
Samt hefur blaðamaðurinn á Morgunblaðinu ekki skrifað eina frétt um þessa augljósu aðför demókrata að lýðræðinu vestra eða sett spurningar við af hverju Kamila með lof á vörum og tungu um Biden, var tilbúin með stuðning meirihluta kjörmanna demókrataflokksins, innan við sólarhring eftir að rýtingar voru stungnir í bak hans.
Leikflétta og atburðarrás sem jafnvel Shakespeare hefði verið stoltur af í dramaleikritum sínum.
En blasir við öllum með dómgreindina í lagi.
Það er nefnilega þannig í dag að Mogginn bregst ekki í ófréttamennsku hins pólitíska rétttrúnaðar.
Í mörgu er hann á pari við einkafréttastofu Góða fólksins á Rúv.
Þetta síðasta vígi borgarlegra blaðamennsku uppfyllir varla kröfu þjóðskáldsins um fornar búðir, þegar það sagði að núna væri Snorrabúð stekkur.
Og borgarlegir íhaldsmenn kyngja þessu, sækja í forn minni vinstri vitleysinga sem réðust á Kína og Maó með því að skamma Hoxha og kommúnistastjórn hans í Albaníu. Með því að ráðast á augljósa ófréttamennsku Rúv, til dæmis þegar frétt um forsetakosningar í Venúsaela var látin snúast um kröfu alþjóðlegra glæpasamtaka um Ísland án landamæra, en þegja um samskonar ófréttir, eða það sem verra er, þögn um ófréttir, hjá Morgunblaðinu.
Morgunblaðið bregst vissulega ekki.
En hægri menn bregðast, með því að kyngja ófréttamennskunni, með því að skamma Rúv fyrir það sem þeir vildu sagt hafa um Morgunblaðið.
Á meðan trónir Davíð á toppnum, tannlaus, áhrifalaus, þiggur laun fyrir blekkinguna að Morgunblaðið sé ennþá borgarlegt íhaldsblað.
Sem það reyndar er en aðeins á sárafáum köflum.
Köflum sem eru svona svipaðir og þjóðvegir landsins áður en rétttrúnaður loftslagstrúboðsins fór að blanda matarolíu sem bindiefni við klæðninguna.
Á meðan rennur allt að feigðarósi.
Alþjóðleg glæpasamtök flótta og mannsalsiðnaðarins stjórna opinberri umræðu, það besta sem má segja um núverandi ráðherra er að þeir eru vanhæfir, stjórnarandstaðan þjónar öllu öðru en almenningi og þjóð, glæpaiðnaðurinn er langt kominn með að skipta um þjóð í landinu, íslensk tunga og íslensk menning er komin á válista.
Þjóðin, almenningur og fyrirtæki hans eru mergsogin af vaxtabrjálæðingum Seðlabankans, brjálæðingum sem hafa þjónað auðmagninu síðan löngu fyrir Hrun.
Og síðasti borgaralegi fjölmiðill þjóðarinnar er í andaslitrum.
Að ekki sé minnst á að Samflokkurinn ætlar að skipta út Bjarna og börnum hans, fyrir Samfylkinguna og þó fullorðinni manneskju, Kristrúnu Frostadóttir, úr ranni auðmagnsins vissulega, en samt ekki heimsk.
Á því herrans ári 2024 þá má þjóðin allavega þakka fyrir þau grið að meint vonarstjarna þjóðarinnar er þó ekki heimsk, þó hún komi úr röðum Samfylkingarinnar.
Það er þó eitthvað gott í hinu versta.
Á meðan gráta samt þjóðvegirnir, Fjallkonan og Landvættirnir.
Íslensk tunga og íslensk menning.
Heilbrigð skynsemi og dómgreind hins venjulega fólks.
Fall Morgunblaðsins er birtingarmynd fall þjóðar, sem átti, en er að missa allt.
Sjálfstæðisþrá aldamótakynslóðarinnar skóp Morgunblaðið, og á þeirri þrá lifði blaðið lengi.
Lifði allt þar til borgarleg hugsjón og borgarleg gildi lutu í gras fyrir alþjóðavæðingu auðmagnsins og fávitavæðingunni sem auðmagnið kostar svo grimmt í samfélaginu.
Í dag er þjóðin án borgarlegs flokks og án borgaralegs fjölmiðils.
Og engar breytingar þar á í sjónmáli.
Það er bara svo.
Staðreynd sem ekki er hægt að rífast um.
Á Íslandi í dag þar sem alþjóðleg glæpasamtök mannsals og flóttamannaiðnaðarins eru í hásæti umræðunnar.
Innviðir grotna og þjóðinni er boðið fávitahátt umræðunnar til að afneita þeirri staðreynd
Þar bregst Morgunblaðið ekki.
Ekki þessum napra raunveruleik sem blasir við íslensku þjóðinni í dag.
Samt, fyrir ekki svo mörgum árum, þá hefði Morgunblaðið brugðist.
Ægivaldi Samflokksins, froðu umræðunnar, samkrulli auðmagnsins við glæpalýð um að skipta um þjóð í landinu.
Það hefði ekki þagað, það hefði sagt fréttir.
Það hefði sagt satt.
Allavega í minningunni.
Minningu sem tíminn er óðum að þurrka út.
En er samt minning um það sem var og á að vera.
Um Ísland sem var og á að vera.
Sú minning má ekki deyja.
Kveðja að austan.
Augljóst grín eða árás á lýðræðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.7.2024 | 16:51
Halla og húmorinn.
Halla Tómasdóttir er fín kona, hún getur verið alþýðleg enda unnið í fiski sumarpart í æsku í Fjarðabyggð, hún er greind, og hún er skörp.
Hún er líka gráðug og fégjörn, annars hefði hún aldrei tekið þátt í uppklappi útrásinnar, en staðfesting á greind hennar er að hún hafði vit á að kúpla sig út frá meinstrím græðgisvæðingunni korteri fyrir Hrun með því að þykjast vilja græða pening í nafni kvenna, kvenfrelsis, eða hvaða orð græðgifélagið Auður notaði til að réttlæta sérstöðu sína á hinu almenna fjármarkaði kauphallanna.
Hún kom inní forsetakosningarnar eins og stormsveipur með fullar hendur fjár, búin að vinna fyrir glóbalfjármagnið, klæddi sig niður í alþýðustelpu, og vann forsetakosningarnar vegna þess að Kristrúnarliðið í Samfylkingunni ákvað að fórna frambjóðanda sínum, þeim mæta manni, Baldri Þórhallssyni.
Halla gat samt ekki flúið fortíð sína, þó auðblekktur íslenskur almenningur, í skjóli ekki vel gefins fjölmiðlafólks, munum að Femínistinn á Morgunblaðinu er ekki vel gefinn, nema í samanburði við börnin og feitu strákana á Rúv, þá reka alþjóðlegir fjölmiðlar ennþá fréttastofur, en ekki Ekki-fréttastofur.
Fyrirsagnir þeirra voru allar á einn veginn, fjárúlfur með tengsl við alþjóðlega græðgisvæðinguna, auðkona, vann íslensku forsetakosningarnar.
Sleppt var að minnast á þátt Kristrúnar í því ferli, enda þótt Kristrún Frostadóttir sé meintur frelsari vinstri og félagshyggjufólks, þá veit enginn af tilvist hennar erlendis.
Halla er samt örugglega alveg ágætis stelpa, hún vann jú í fiski sumarpart.
Og hún kann á Tikk Tokk, svo er hún vel máli farin.
Reyndar flott ef hún hefði ekki boðið sig fram undir fölsku flaggi, og hefði ekki unnið forsetakosningarnar vegna Kristrúnar og hennar valdafíknar í Samfylkingunni.
Svo kemur þessi frétt, að meint alþýðuklæði hafi aðeins verið leikbúningur hjá gráðugri fjáraflakonu, enda þarf þá hæfileika til að verða kosin formaður Viðskiptaráðs.
Ráðið sem sko alltaf að ráðast að innviðum og þjóðarhag, sem telur allt til sölu, líka þjóð og land.
Frétt um að Halla gæti ekki hamið sig þó örfáar vikur færi til innsetningar hennar í forsetaembætti Íslands, fyrst þjóna hins alþjóða auðmagns.
Hún, sem er ofsarík á mælikvarða þeirra alþýðukvenna sem hún þóttist vera í kosningabaráttu sinni, þurfti samt að græða örfáa aura í viðbót.
Eða var gróðinn talin í milljónum??, hvað veit ég sem hef aldrei grætt nokkurn aur nema þá krónu sem ég hirti upp á bílastæði Olíssjoppunnar í bænum mínum fyrir svona 15 árum síðan.
Húmorinn er samt fyrirsögn Mbl.is að halla sé komin á einhvern meintan hálan ís.
Eins og nokkur maður hafi ekki vitað hvað hún er og fyrir hvað hún stendur.
Með þessum húmor bakkar Mbl.is upp atlögu auðmagnsins að restinni að íslensku sjálfstæði, það er ekki nóg að eiga Einflokkinn á Alþingi, það getur ekki heldur látið forsetaembætti okkar í friði.
Reyndar kann ég vel að meta góðan húmor, til dæmis þegar forstjóri Síldarvinnslunnar tilkynnir árlegasamfélagsstyrki félagsins í minni heimabyggð, og er stolltur af örlætinu, en mætti samt ekki frekar hrósa Höllu fyrir útsjónarsemi, þó gróðinn sé aðeins brotabrot af tekjum hennar og auð, þá er hún eins og Jóakim Aðalönd sem lætur ekkert gróðatækifæri, hversu lítið sem gróðinn er, framhjá sér fara.
Við hin sem grátum forsetaembættið, getum varla alveg haldið áfram að gráta, eða keypt okkur snýtuklúta.
Þjóðin kaus Höllu.
Eins og hún er, ekki eins og fólk héldi að hún væri.
Á milli er diff, en sá diff er ekki Höllu sök.
Græðgi og gróði er hennar ferski andblær á Bessastaði.
Og ekki grætur Viðskiptaráðið það.
Við sem kusum hana Ekki eigum heldur ekki að gráta.
Ég kaus hana ekki.
En ég er samt hluti af þjóðinni.
Sit uppi með niðurstöðuna.
Og ég hef húmor fyrir Höllu.
Kveðja að austan.
Halla komin á hálan ís í auglýsingu Brimborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2024 | 07:50
Seint í rass gripið.
Það má teljast mikið afrek að Joe Biden skuli hafa komist fyrir á sjónvarpsskjánum fyrir skottinu sem hann hafði milli fóta sér þegar hann tók á rás frá framboði sínu.
Aldrei í stormasamri stjórnmálasögu Bandaríkjanna hefur verið vegið eins hart að lýðræðinu með þessu sjónarspili um Joe Biden og Kamillu Harris.
Það er göfugt að afhenda yngri kynslóðum keflið en það er ekkert göfugt að gera það nokkrum vikum fyrir kosningar.
Og ef Kamila Harris er "bæði hörð af sér og mjög hæf", af hverju var hún ekki látin taka prófkjör flokksins og rúlla þeim upp??
Fáráð fréttarinnar er svo að styðja þessi orð Bidens um Kamillu með því að segja að hún hafi nú þegar "tryggt sér nægan stuðning til þess að fá útnefningu Demókrataflokksins á landsfundi hans í næsta mánuði".
Að aðför samsærisfólks að lýðræðinu lýsi einhverri hæfni í merkingunni hæfileika til að gagnast landi og þjóð en ekki sinni eigin metorðagirni og valdafíkn.
Kamilla Harris, varaforsetinn sem enginn tók eftir þó forsetinn væri bæði hrumur og með augljós elliglöp, er alltí einu orðin stjarna umræðunnar.
Bjargvætturinn sem forðaði þjóðinni að kjósa á milli tveggja frambjóðanda sem báðir virtust vera komnir fram yfir síðasta söludag, Biden þó sýnu verri.
Nema hún hefur ekki til þess lýðræðislegt umboð.
Leikflétta, sjónarspil, sýnd, allt orð sem lýsa góðri sápuóperu frá Suður Ameríku.
En eiga ekki að lýsa heljartökum örfárra flokkseiganda á bandarísku lýðræði.
Í því ljósi eru þessi orð Joe Bidens; "Að verja lýðræðið, sem er nú undir, er mikilvægara en nokkur vegtylla", örgustu öfugmæli, þau komu 6 mánuðum of seint.
Fyrir 6 mánuðum hefðu þau verið sönn og rétt, það var vissulega kominn tími á ferskar og nýjar raddir en þá fór bara sjónarspil leikfléttunnar af stað.
Það er kjarninn og þann kjarna á að ræða.
Ekki spila með, ekki kyngja þessari aðför að leifum lýðræðisins vestra.
Það er eins og að dansa með Pútín og hinu meinta lýðræði í Kreml.
Svo er alltaf kosið í Norður Kóreu og frambjóðandi alþýðunnar þar í landi, einhver Kim Jong vinnur alltaf með ríflega 110 prósent greiddra atkvæða, og þar er alltaf klappað fyrir hinum mikla stórsigri þessara hógværu alþýðuhetju.
Þar er reyndar byssukúlan undir ef ekki nógu vel er klappað, en hvað er undir hjá þeim fjölmiðlum og stjórnmálaskýrendum sem sjá ekki nekt keisarans þarna vestra??
Er þetta bara allt orðið eitt shóv, einn stór raunveruleikaþáttur þar sem mesti fáránleikinn fær alla athyglina og mesta klappið??
Er tilveru okkar í raunheimi lokið, hefur tómhyggja rétttrúnaðarins endanlega innlimað okkur í sýndarveruleikans??
Veit ekki.
Langaði bara að spyrja svona í morgunsárið.
Núna í rigningunni hér fyrir austan.
Kveðjan að austan engu að síður.
Afhendir yngri kynslóðum keflið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.7.2024 | 07:40
Komu landvættirnir þjóðvegunum til bjargar??
Þó það sé vissulega sorglegt að stjórnvöld geti ekki einu sinni sinnt innviðum þjóðarinnar og að Alþingi sé löngu komið úr tengslum við bæði þjóð og raunveruleikann, kristallast í að alla þessa öld hafa meint orkuskipti verið forgangsmál, á sama tíma ekkert verið gert í að afla rafmagns eða byggja upp innviði, að þá er það hrein gleðifrétt að lítið eða ekkert sé malbikað eða klætt þetta árið.
Slysagildrum ónýtra vega fjölgar ekki á meðan.
Við höfum ekkert við nýja vegi að gera á meðan stjórnendur Vegargerðarinnar eru glæpsamlega vanhæfir.
Núna nýlega afhjúpaði almennur borgari á samfélagsmiðlum að nýlagður vegur um Teigsskóg þyldi ekki einu sinni umferð gangandi vegfaranda, skósólarnir tóku með sér bikið.
Í fréttum Rúv í gær var sýnt frá reiðhjóli sem reif upp tiltölulega nýlagða klæðningu á Öxnadalsheiðinni, það sást ekki í munstur dekkjanna fyrir biki.
Það sér það hver viti borinn maður að það er tilgangslaust að leggja nýja vegi eða viðhalda þeim gömlu ef mesti þunginn sem þeir þola er þegar mýs skottast yfir veginn, annað telst of mikil umferðarþungi.
Hvernig þessi glæpsamlega vanhæfni hefur fengið að grafa um sig hjá vegagerðinni og komist upp með að í nafni umhverfistrúarbragða leggja ónýt efni á vegi landsins er spurning sem þarf að fá svar við sem fyrst.
Þjóðin í þessa stóra landi okkar á allt sitt undir samgöngum, að eyðileggja þær vísvitandi með bæði augu galopin, er glæpsamleg ósvinna, sem Alþingi og ríkisstjórn ber beina ábyrgð á.
Það hefur áður hitnað á Íslandi, það hefur áður komið 17-20 stiga hita. Og afsökunin um tíðar veðurbreytingar er hláleg, af hverju halda menn að íslensk tunga notar orð eins og umhleypingar, rysjótt tíð til að lýsa veðrinu, þessi orð voru ekki fundin upp á síðasta áratug, eða eftir að íblöndun matarolíu hófst í vegagerð.
Á meðan keyrir almenningur um og spænir upp nýlagða klæðningu, á slysagildrum sem aldrei hafa átt að leggjast.
Lækka hámarkshraðann, hið margítrekaða stef sem fréttafólk gleypir við, var kyrjað í frétt Rúv í gær. Eins og að of hröð hjólun hafi verið vandi hjólreiðamannsins sem sökk ofan í matarolíudrulluna á Öxnadalsheiðinni.
Síðan geta menn spurt sig til hvers er að hafa nýlagða vegi ef ekki er hægt að fara hraðar yfir en á hestagötunum í gamla daga, landið er stórt, vegalengdir til Reykjavíkur langar, fólk vill komast á skikkanlegum tíma en ekki eyða dögum og vikum í ferðalög vegna þess að þjóðvegir landsins eru hálfófærir vegna veðurs.
Landvættirnir hafa sannarlega vaktað þessa þjóð í 1100 ár, henni hefur alltat eitthvað orðið til bjargar á neyðartímum, af mörgu sem má taka er sú grilla í höfði hjá aldamótakynslóðinni 1900 að þessi bláfátæka þjóð kæmist til manns ef hún yrði sjálfstæð og réði sér sjálf.
Einnig má benda á neyðarviðbrögðin við hruni bankanna sem Seðlabankinn töfraði út úr handraða sínum á ögurstundu, án þeirra værum við ekki til sem þjóð í dag.
Og núna aularnir á þingi sem gátu ekki afgreitt samgönguáætlun, þeir voru víst of uppteknir að ræða þessi mannréttindi sem íslensk stjórnvöld er sífellt að brjóta á flóttafólki heimsins.
Það gerir Alþingi og ríkisstjórn svigrúm í sumar til að gera einu sinni það sem rétt er.
Að feisa raunveruleikann og takast á við hann.
Geri hún það ekki þá er þetta fólk eins og hver önnur óværa sem þjóðin þarf að losna við sem fyrst.
Þá mun reyna aftur á landvættina.
Kveðja að austan.
Mikill samdráttur í framkvæmdum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.7.2024 | 16:36
Lúserinn sem rak stóra rýtinginn í bak Biden.
Er sögð hafa þjófstartað til að tryggja sér útnefningu flokkseigandafélags Demókrata, en fréttin er að skynsemisfólk reynir að róa ástandið, biður fólk um að staldra við, að taka ekki stuðning við Brútus á þetta.
Víti hans er jú eitthvað sem ber að varast, og ennþá er til læst fólk í Demókrataflokknum sem veit hvernig Shakespeara afgreiddi Brútus og rýtinga hans.
Spurningin er hins vegar hvort viðkomandi, lúffi þegar þeir átta sig á að Brútus, það er Kamalia Harris er aðeins verkfæri, þó rýtingur hennar sé stuttur, og hafi aðeins dugað á lifandi lík, þá býr hið dulda vald flokksins yfir margfalt stærri rýtingum, eitthvað sem Clinton og frú hafa þegar skilið.
Hvernig hins vegar hið dulda vald ákvað að veðja á Harris, er dæmi um hið óskiljanlega sem hefur átt sér stað innan raða flokkseigandafélags Demókrata, nógu illskiljanlegt var að ætla sér að framlengja forsetatíð Bidens, en að vega hann til að koma Harris að, er eitthvað sem vart er hægt að skilja.
Harris er jú lúser, hefur tapað öllum kosningum nema þegar hún bauð sig fram til ríkissaksóknara Kaliforníuríkis, og lofaði meiri hörku, meiri ósveigjanleika gagnvart jaðarsettu ógæfufólki. Þá vann hún með 1,5 prósent atkvæða af heildarfjölda kjósenda, aðeins svín og þaðan af verri eintök mannlegrar flóru styðja slíka manneskju, aðrir kjósa ekki um svona embætti.
Er sem sagt, svo ég vitni í fornt líkingamál, Norn í mannsmynd.
Nema að nornir eru góðar, en Kamilla er það ekki.
En hún er kona, og hún er næstum því svört, hvaða máli skiptir það þó hún sé sálarlaus??
Góða fólkið hefur jú kyngt öðru eins.
Og hún hefur tötsið, ekki síður en Brútus.
Lúser sem hefur ekki unnið neinar kosningar, gæti jú alltaf unnið þær þegar ímyndunarsmiðir hins dulda valds leggjast á eitt.
Við Íslendingar kusum jú lepp hins alþjóða auðmagns sem forseta, hún var aðeins kona en ekki hálfsvört.
Reyndar með sál og karma, eitthvað sem Kamillu skortir, en má ekki ímyndavæða það í burt, þannig að á eftir verði hún stórasystir jólasveinsins.
Og hún er vopnfim, kann allavega að beita rýtingum.
Jæja, ég skal hætt þessu, hætta að hæða þennan skrípaleik Góða fólksins vestra.
Eftir stendur hjárænan um að Trump ógni lýðræðinu.
Sem má vel að hann geri í nánustu framtíð, þá reynir á stjórnarskrá og lýðræðislegar stofnanir Bandaríkjanna.
En fall Bidens og upphefð Kamillu er beint tilræði við lýðræði, jafnt Bandaríkjanna sem og hins vestræna heims, og það tilræðu á sér stað í dag, í beinni útsendingu.
Auður og völd Örfárra, í samvinnu við hið Djúpa vald, hefur svívirt bandarískt lýðræði með leikfléttunni um framboð Bidens sem átti að enda með framboði Kamillu Harris, þó hún hefði ekki til þess neitt umboð hins almenna kjósenda Demókrataflokksins.
Eitthvað sem jafnvel Pútín hefði verið stoltur af þegar leikflétta hans gerði hann að forsætisráðherra, og forsætisráðherrann að forseta, en valdaskipti fóru aldrei fram.
Eitthvað sem allir sáu í gegnum, en í dag virðast meginfjölmiðlar vestrænna ríkja ætla að kyngja þessari aðför að lýðræðinu þegjandi og hljóðalaust.
Það er spilað með eins og þessi gáfumannafrétt Femínistans á Morgunblaðinu gerir, en þó hann vaði ekki beint í vitinu, þá á þessi frétt of marga sína líka í meinstrím fjölmiðlum Evrópu og Bandaríkjanna.
Spilað með í stað þess að spurningar séu spurðar.
Og þeim sé svarað.
Af sem áður var.
Ég spái því samt að lúserinn tapi.
Hann er jú lúser.
Sumt blasir við.
Kveðja að austan.
Obama ekki enn lýst yfir stuðningi við Harris | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2024 | 18:08
Rýtingar í bakið felldu Biden.
Eftir stendur hið óskiljanlega, hvernig datt flokkseigendum Demókrataflokksins það í hug að bjóða hann fram í annað tímabil, þegar ljóst var að strax í upphaf þess fyrra að Biden var ekki heill sökum elli??
Hvernig datt mönnum þetta í hug, og að það skuli vera fyrst núna þegar allar skoðanakannanir sýndu að Biden átti ekki séns í Trump, að þá voru rýtingarnir teknir fram??
Sem er það ómerkilegast að öllu, að þegar áframhaldandi völd voru í húfi, þá var Biden fórnað.
En það þótti í góðu lagi að bjóða fram lifandi lík í æðsta valdaembætti hins vestræna heim, þegar menn töldu sig sigra kosningarnar.
Þetta er ekki lýðræði.
Þetta er eitthvað allt annað.
Kveðja að austan.
Biden dregur framboð sitt til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 112
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 5643
- Frá upphafi: 1388476
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 4822
- Gestir í dag: 81
- IP-tölur í dag: 78
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar