4.7.2025 | 16:21
Vegna vígaferla Ísraela á hendur Palestínumönnum
Segir blaðamaður Morgunblaðsins í viðtengdri frétt og ég gerði að fyrirsögn þessa pistils.
Tilefni þessa orða er sú ákvörðun EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, að meina ekki Ísraelum þátttöku í Eurovision, líkt og Ísland og fleiri meðlimaríki fóru framá.
Skýring þeirra kröfu er það sem blaðamaðurinn kallar "Vígaferli Ísraela á hendur Palestínumönnum".
Síðan er megnið af fréttinni eytt í rökstuðning Stefán Jóns Hafsteins, formanns stjórnar Rúv, fyrir þessari tillögu Íslands, og sérstaklega vísað í grein sem hann skrifar á Vísi þann 1. júlí síðastliðinn.
Ekkert af því en hlutlaust fréttablað, hvað þá borgaralegt fréttablað, sem segir fréttir en tekur ekki afstöðu til frétta, til þess eru ritstjórnargreinar blaðsins, hefði þá líka fjallað um röksemdir minnihlutans, en þessi ákvörðun var tekin með minnsta mögulega mun, 5 á móti 4, og gert þeim skil í viðkomandi frétt.
Það gerir blaðamaður Morgunblaðsins ekki, og meint hlutlaus afstaða hans kemur skýrt fram í þessu orðalagi sem ég vitna í.
"Vígaferli á hendur Palestínumönnum"!!
Bíddu við, voru það ekki Palestínumenn, eða yfirstjórn þeirra á Gasa sem réðst inní Ísrael, drap þar óbreytta borgara á sem viðbjóðslegan hátt, nauðgaði, limlesti, svívirti, og tók síðan með sér jafnt lifandi sem dáið fólk sem gísla til baka yfir landamærin??
Og eru sumir gíslar ekki ennþá í haldi, jafnt lifandi sem liðnir??
Eru það síðan ekki herir sem eru ennþá að berjast á Gasa, innrásarlið Ísraela við varnarlið Hamas??
Varla heldur einfeldningurinn sem skrifaði þessa frétt að Ísraelsmenn séu að berjast við sjálfa sig í þessum meintum vígaferlum sínum á Gasa??
Það er svona fréttamennska sem kemur óorði á fjölmiðla sem og blaðamenn.
Svona hlutdrægni sem segir aðeins hluta sannleikans, ef þá nokkurn.
Til dæmis voru það Rússar sem réðust yfir landamæri Úkraínu og herja þar því Úkraínumenn hafa ekki styrkinn til að hrekja þá úr landi.
Þess vegna ákvað EBU þá ákvörðun, hvort sem það var með réttu eða röngu, að vísa Rússlandi úr Eurovision.
Vegna þess að Rússland var árásarríkið
Það hefur aldrei staðið til að vísa Úkraínu úr keppninni þó Úkraínuher hafi gert fjölmargar gagnárásir yfir landamærin til Rússlands, hertekið land, skemmt innviði og svo framvegis.
Og þær árásir hefðu verið öflugri ef þeir hefðu til þess minnsta mátt.
Það voru Palestínumenn sem réðust yfir landamærin við Ísrael, og frömdu þar ólýsanleg voðaverk, og það eru Palestínumenn sem hafa beinan ásetning við að útrýma 9 milljóna manna nágrannaþjóð sinni.
Sem þeir myndu gera hefðu þeir til þess hernaðarstyrk.
Gagnárásir Ísraela yfir landamærin og hernaður þeirra á Gasa er vegna þessarar innrásar Palestínumanna, og þeir herja þar því þeir hafa hernaðarlega yfirburði, en það er stríð þar engu síður og ennþá hefur Hamas ekki gefist upp og skilað gíslunum sem þeir tóku.
Ef það er samkvæmni í þessum kröfum, þá eiga Úkraínumenn að víkja vegna gagnárása sinna og Rússar að fá afsökunarbeiðni fyrir að hafa verið reknir úr keppninni vegna þess að það er alltí góðu að gera innrásir í önnur ríki og fremja þar voðaverk.
En kannski ætluðu Úkraínumenn ekki að útrýma Úkraínumönnum, og því ekki jafn saklausir í þessum átökum og Palestínumenn eru samkvæmt þessari kröfu íslenskra stjórnvalda og Morgunblaðið réttlætir í þessari frétt.
Allavega fer ekki saman hljóð og mynd, eins og alltaf er þegar fjölmiðlar ástunda áróður, taka afstöðu, hætta að segja fréttir.
Eins og Morgunblaðið gerir í þessari frétt.
Og hefur gert í svo mörgum öðrum.
Styður voðamenni og þjóðarmorð.
Skömmin getur ekki verið meiri.
Kveðja að austan.
![]() |
Ísraelar ekki brottrækir úr Eurovision |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2025 | 16:26
Flöggum með þjóðarmorðingjum
Fáni Palestínu er allra góðra gjalda verður, sjálfar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu að hluti hernámssvæði Breta fyrir botni Miðjarðarhafs, svæði sem Bretar tóku af fallandi veldi Osmana eftir fyrra stríð, yrði sjálfstætt ríki arabískra íbúa hins gamla gyðingalands sem féll í hendur Rómar á undir lok fyrstu aldar núverandi tímatals.
Af því varð ekki vegna þess að nágrannaríki hins nýstofnaða gyðingaríkis, sem fékk hinn hluta hins gamla gyðingalands, réðust á hið nýstofnaða ríki, og þegar þau töpuðu þeirri styrjöld, þá annars vegar hertók Jórdanía, ríki sem var líka stofnað úr hernámssvæði Breta líkt og Írak og Sýrland, Vesturbakka Jórdan sem átti að vera kjarnasvæði hins nýja ríki Palestínuaraba.
Egyptar hertóku síðna Gasa ströndina, en hún átti líka að tilheyra hinu nýja ríki.
Það sem er kallað hernám Ísraela í dag yfir Palestínu er hernám Ísraela í sífelldum stríðum þeirra við arabísku nágrannríki sín, Ísrael hefur aldrei lagt undur sig hið meinta sjálfstæða ríki Palestínu Araba.
Hugmyndin um raunverulegt sjálfstætt ríki Palestínu varð eftir samkomulag Yasser Arafat, leiðtoga Palestínuaraba við Ísrael, friðarsamkomulag sem kennt er við Camp David, og kvað á um hina margumtöluðu Tveggja ríkja lausn.
Margt eyðilagði það samkomulag og um það ætla ég ekki að fjalla um hér.
En þó hið nýfrjálsa ríki Palestínuaraba hefði verið undir hæl Ísraelsmanna, þá fékk það sinn fána, og sinn forseta.
Skömmu seinna klofnaði það vegna innbyrðis átaka, annarsvegar milli miðaldaöfgamanna kennda við Íslamista, Hamas, og hins vegar veraldlega þenkjandi stjórnmálamenn í Fatah hreyfingu Yasser Arafats, sem hélt Vesturbakkanum en tapaði borgarstríðinu við Hamas á Gasa.
Eftir þau átök myrti Hamas þúsundir liðsmanna Fatah hreyfingarinnar, hóf að ofsækja nútímann, leið ekki samkynhneigð, kvenfrelsi eða annað sem talið er sjálfsagt í nútíma samfélagi.
Það var Hamas sem hóf stríðið við Ísrael með því að ráðast yfir landamærin og myrða og nauðga óbreytta borgara á sem viðbjóðslegan hátt.
Það var Hamas sem tók gísla, bæði lifandi sem lík, og flutti þá í skjól neðanjarðargagna sinna, sem meðal annars voru grafin fyrir meinta þróunaraðstoðar íslenskra stjórnvalda.
Það var Hamas sem kallaði hörmungarnar yfir þjóð sína, og ennþá berjast Hamasliðar við Ísraelsmenn, og þverkallast við að láta lausa hið hertekna fólk, jafnt lifandi sem dauða.
Það er Hamas sem notar sitt eigið fólk sem mannlega skildi.
Um það eru til fjölda ljósmynda teknar af drónum sem og gervihnöttum.
Sárasta mynd sem ég hef séð um ævina, fyrir utan gyðingabörnin sem áttu aðeins klukkutíma eftir ólifaða áður en gasklefinn tók við þeim, er hreyfimynd frá dróna sem sýnir vopnaða Hamasliða halda börnum í gíslingu við einn af eldflaugaskotpall þeirra.
Og það er Hamas sem velur sér skóla eða sjúkrahús til að verjast árásum Ísraelahers, siðblinda samtakanna er algjör því tölvusamskipti milli æðstu yfirmanna samtakanna í aðdraganda voðaverkanna 7. október hafa verið afhjúpuð, þar tala þeir um píslarvætti síns eigin fólks, samtökin geti fórnað þúsundum óbreyttra borgara til að hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun vestrænna miðla.
Eins og þeir hafi ekki vitað af fjárstuðningnum frá Persaflóanum sem mengar alla umfjöllun vestrænna fjölmiðla um stríðið á Gasa. Spyrjið bara Morgunblaðið.
Siðblindan að fórna sínu eigin fólki, að nýta börnin sín sem mannlega skildi, stendur eftir sem áður, afhjúpar miðaldafólk sem á ekkert erindi í nútímann, og ef það er meðal vor, þá er aðeins dauðinn og djöfullinn sem fylgir í fótspor þeirra.
Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að flagga með þessum þjóðarmorðingjum.
Íslamistunum sem hata kvenfrelsi, hata hinsegin fólk, og sannarlega drepa það hvar sem þeir ná í það, íslamistum sem lögðu sitt eigið fólk á höggstokkinn.
Það er gott að sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur hafi kjark til að mótmæla þessari flöggun, þessari upphafningu á þjóðarmorðum Íslamista Hamas á sínu eigin fólki.
Það þarf kjark til að fara gegn almannarómi Góða fólksins á Íslandi í dag.
En fyrst og fremst sýnir þetta hve mannlegur viðbjóður og ógeð hefur grafið um sig meðal Góða fólksins.
Það hefur engan sið eða sóma, kinnroðalaust gengur það erinda öfga og dauða Íslamista sem ógna öllu mannlífi, bæði innan hins múslímska heims, sem og hjá okkur hinum, sem eru réttdræpir trúleysingjar í þeirra augum.
Aldrei hefur risið á Góða fólkinu verið lægra en með þessari flöggun.
Það styður ekki aðeins þjóðarmorð Hamas á sínu eigin fólki, heldur það markmið Íslamista, og reyndar hluta af arabaheiminum, að útrýma 9 milljóna manna þjóð gyðinga.
Svo tala menn um nasistana og kommúnistana á síðustu öld, þeir áttu sér allavega hugsjónir.
Og drápu og myrtu í nafni þeirra.
En Góða fólkið, það á sér enga hugsjón.
Engan sið eða sóma.
Það er ekkert nema Tómið eitt.
Kjarni úrkynjunar mannsins á tímum þegar mannkynið berst fyrir tilveru sinni.
Hvort sem það eru loftslagsbreytingar, ógnin af gervigreindinni, eða stríðstali um að heyja næstu styrjöld með gjöreyðingarvopnum.
Eitthvað sem mennskan getur mætt og tekist á við.
En Tómið ekki.
Því Tómið er ekkert.
Hefur hvorki sál eða vitund.
Er ómennskara en sjálf gervigreindin.
Fyrirlitlegra getur eitt fólk ekki orðið.
Kveðja að austan.
![]() |
Óábyrgt að taka afstöðu með þessum hætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2025 | 08:42
Loksins er hommunum mætt.
Hefur farið í gegnum hug margra sem lásu þessa frétt.
Af hverju á að flagga fánum hinsegin fólks á opinberum vettvangi??
Af hverju er verið að mála götur í litum þess??
Af hverju er þetta eina baráttumálið sem tröllríður opinberi umræðu, þegar svo margt annað er líka til að berjast fyrir, svo margir fánar til að flagga.
Svarið er mjög einfalt, þetta var tískufyrirbrigði, að mörgu leiti hluti af gleðinni sem fylgir gleðigöngum, en er orðið fyrir löngu að kvöð, og stjórnast jafnvel af ótta.
Ótta við mjög háværan, illskeyttan minnihlutahóp sem hefur greiðan aðgang að fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, hvað sem veldur.
Hvaða samhengi er til dæmis á milli þess að nasistar ofsóttu homma, og þess að kanslari Þýskalands vill ekki flagga regnbogafánanum við þinghúsið í Berlín??
Nasistar drápu fleiri, til dæmis fatlað fólk, þar á meðal börn, og það skipti ekki máli hvort þau voru andlega eða líkamlega fötluð, drepin voru þau engu að síður.
Samtök fatlaðra eru samt ekki með þennan frekju og yfirgang, hvað þá illskeytnina og hatursorðræðuna sem tröllríður alla opinbera umræðu samtaka hinsegin fólks.
Hún og þessi illskeytni ásamt frekju og yfirganginum er skýring þess fræga bakslags sem hinsegin fólk hefur fundið fyrir, því öfgar kalla á öfga.
Ég er til dæmis einn af þeim sem skyldi afstöðu Karls heitins Sigurbjörnssonar biskups þegar hjónavígsla samkynhneigðra stóð í honum, hann vitnaði jú í ritninguna þar sem talað var um hjónaband karls og konu, en það er bara svo margt sem stendur og stendur ekki í biblíunni, til dæmis minnist hún hvergi á snjallsíma og samfélagsmiðla.
Þeir eru samt ekkert vanheilagir fyrir vikið enda biblían skrifuð fyrir árþúsundum fyrir annan veruleik en er í dag.
Ég skyldi hann, en ég var ekki sammála honum, sá samt enga ástæðu til að fara út á torg og hrópa ókvæðisorð, hvað þá að taka steina og fara að grýta hann.
Ég taldi og tel að kirkjan sé fyrir alla, og það væri eðlilegasti hlutur í heimi að ástfangin samkynhneigð pör fengju hjónavígslu sína í kirkjunni eins og önnur pör.
Þetta snýst ekki um kyn heldur ástina, kærleikann og viljann til að fá staðfestingu sambands síns í guðshúsi.
Kirkjan eins og samfélagið á að vera opin öllum, allir eiga að njóta sama réttar, enginn að vera þar undanskilinn sem og að enginn eigi að njóta þar forréttinda.
En hvaða skilaboð er kirkjan að senda í dag þegar eina umræðan innan hennar virðist snúast um hinsegin fólk og þá sérstaklega örminnihlutann, transfólk, réttindi þeirra, stöðu og svo framvegis?
Því til staðfestingar eru fánar þessara hópa dregnir að húni, gangstéttir og kirkjutröppur málaðar í regnbogalitum, og réttlætingin sú að það sé verið að tjá fjölbreytileika stuðning sinn.
Einn hópur tekinn út úr, fram yfir aðra.
Réttindabarátta orðin að forréttindabaráttu.
Ég tek kirkjuna sem dæmi því hún endurspeglar umræðuna í samfélaginu, óttaumræðuna í samfélaginu.
Og skýringu þess að margt fólk er búið að fá nóg af þessari umræðu.
"Af hverju geta þau ekki bara verið eins og við hin" spurði góður maður mig þegar þetta kom til tals. "Þau njóta sömu réttinda, af hverju halda þau ekki áfram með líf sitt og eru hluti af samfélaginu".
Átti þá við að sá sem vill vera hluti af samfélaginu, er hluti af samfélaginu en ekki stöðugt að krefjast einhverra sérréttinda eða forréttinda.
Enda geta menn ímyndað sér hvernig ástandið væri ef allir krefðust þess að götur væru málaðar í þeirra litum, aðeins KR-ingar njóta þeirra forréttinda með gangstéttarnar.
Eða ef öll félagasamtök, hagsmunasamtök, baráttusamtök gerðu kröfu um að fánum þeirra yrði flaggað við skóla, ráðhús og aðrar opinberar byggingar.
Og ysu síðan skít og óhróðri yfir þá sem neituðu, eða eins og ástandið er í dag, voguðu sér að gera athugasemdir, eða hafa aðrar skoðanir.
Fjölbreytni samfélagsins felst nefnilega í að við erum ekki öll eins.
Samkennd þess felst í að virðum hvort annað, föllum inní samfélagið á okkar hátt, og gerum þannig samfélagið að eitt, að einu.
Eitt samfélag hefur einn fána, þjóðfánann eins og kanslari Þýskalands benti réttilega á.
Tilheyri þjóðin yfirríki eins og Evrópusambandinu, þá er auðvita flaggað fána þess yfirríkis.
Krafan um sérstöðu eins hóps yfir annan gengur gegn þessari samkennd.
Sísuð og væl í fjölmiðlum um réttinn til sérstöðu á kostnað allra annarra, gengur líka gegn þessari samkennd.
Skapar pirring og jafnvel þá úlfúð sem hinsegin fólk þykist greina gagnvart sér í dag.
Það er því tími til kominn að það staldri við, spyrji sig hvort einhverja sök sé hjá því sjálfu að finna, hvort talsmenn þeirra séu í sinni síheilögu vandlætingu gagnvart okkur öllum hinum, séu að skemma í stað þess að styðja.
Sem og hvort einhver flærðaröfl séu að nýta réttindabaráttu þeirra vegna eigin hagsmuna.
Því Góða fólkið er ekki gott fólk, það hugsar bara um völd sín og áhrif
Og hverjir standa að baki Góða fólkinu???
Það er alltaf hollt og gott að staldra við og spyrja sig spurninga.
En fyrir hinsegin fólk er það lífsnauðsyn áður en þeir fá alla uppá móti sér.
Aðeins þeir sem kjósa sér hlutskipti fórnarlambsins átta sig ekki á því.
Eins og þeim líði illa í eigin skinni þegar það hlutskipti er tekið frá þeim með viðurkenningu samfélagsins.
Lífið er réttindabarátta.
Á einn eða annan hátt fyrir okkur öll.
Þar á enginn að skera sig úr.
Því við erum öll eitt.
Kveðja að austan.
![]() |
Engir pride-fánar: Þingið ekki sirkustjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2025 | 15:46
Var þetta forsenda endurkomu Ásthildar Lóu?
Að hún yrði ekki hýdd af Rúv þegar hún snéri aftur í þingsal.
Ef hún snérist gegn Fólkinu sem flokkur hennar er kenndur við.
Ásthildur er vel gefin kona, hún veit, eins og allir sem eru þokkalega vel gefnir, að hinar svokölluðu 4-5 fjölskyldur lifa af þessa ofurskatta á sjávarútveginn.
En megnið af annarri útgerð og fiskvinnslu hverfur.
Sem er einmitt tilgangur þessar aðfarar Viðreisnar að fólkinu á landsbyggðinni.
Sömu aðför og tókst hjá systurflokki Viðreisnar á Nýja Sjálandi á níunda áratugnum, og sjávarbyggðirnar urðu auðnin ein.
Það er Fólk, lifandi fólk sem vinnur hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á landsbyggðinni.
Og það er Fólk, lifandi fólk sem starfar hjá öllum öðrum fyrirtækjum sjávarbyggðanna, sem náðu að lifa af upphaflegu kvótasetninguna, fólk sem á allt sitt undir að 101 Reykjavík geri ekki aðra aðför að byggðum þess.
Þetta eru feður, þetta eru mæður, Fólk alveg eins og Ásthildur Lóa.
Fólk sem Ásthildur Lóa ætlar að setja á höggstokkinn að kröfu Viðreisnar.
Þetta fólk stundar ekki "grímulausa sérhagsmunagæslu", en gæfa þess er að jafnt fyrirtæki sem og sveitarfélög á landsbyggðinni hafa sameinast gegn þessar aðför að atvinnu þess og tilveru.
Og þó enginn hafi átt von á því, því Viðreisn er grímulaus hagsmunaflokkur fyrir stórauðvaldið í Samtökum Atvinnulífsins, þá fékk þetta fólk, fólkið sem Flokkur fólksins kennir sig við, stuðning frá heildarsamtökum Atvinnulífsins, þannig að Viðreisn er í raun í skógargangi gegn sínum eigin bakhjörlum.
Þá kemur þessi óvænti stuðningur frá þingmönnum sem kenna sig við Fólk, sem og þeirri afskræmingu hugsjóna jafnaðar og félagshyggju sem kennd er við Samfylkinguna.
Gaslýsing segir Ásthildur Lóa.
Eins og ég kann vel við hana og þrotlausa baráttu hennar við þjófnaðinn á eigum almennings sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms skipulagði, sem sannarlega má kenna við sérhagsmunagæslu fyrir banka og auðmenn, þá hef ég aðeins eitt um þessi orð Ásthildar að segja.
Ásthildur, ef þú treystir þér ekki í frekari kaghýðingu Rúv, vertu þá bara áfram heima hjá þér.
Þú áttir æru.
Kastaðu henni ekki á glæ með þjónustu við það svarta af öllu hinu svarta sem þú barðist gegn í öll þessi ár.
Þú ert betri en þetta.
Kveðja að austan.
![]() |
Ásthildur Lóa sakar menn um gaslýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2025 | 21:52
Staðreyndir ljúga ekki.
En fjölmiðlar okkar ljúga, þar er ekki bara að sakast við meðvirka fjölmiðla eins og Rúv, sem frá þriðja degi hafa staðið með voðaverkum Hamas, morðum, nauðgunum, limlestingum, heldur líka þá sem fyrirfram mætti ætla að væru ærlegir borgarlegir fjölmiðlar líkt og Morgunblaðið var, og gefur sig út fyrir að vera í dag.
Forsenda lyga þjóðarmorðingjanna í Hamas, já það er þjóðarmorð að leggja sitt eigið fólk undir hermdarárásum sem voru fyrirséðar vegna voðaverka samtakanna í Ísrael, sem og að Ísraelar voru nauðbeygðir að fara inn í Gasa til að frelsa gíslana sem Hamas tók, eru auðtrúa blaðamenn, eða keyptir blaðamenn.
Eitthvað sem Morgunblaðið þarf að svara á ákveðnum tímapunkti.
Fyrir utan mjög brenglaðan fréttaflutning í þágu Hamas, og þjóðarmorðs samtakanna, þá var áróðursviðtalið sem var tekið við einn af fulltrúum áróðursdeildar Hamas, að sögn á göngustígnum við Sundabraut, ekkert eitthvað sem gerðist bara.
Blaðamaðurinn, sem vex kannski ekki beint í vitinu og trúði hugsanlega því sem hann hafði eftir morðingjanum frá Hamas, en viðtalið fór í gegnum fréttaritstjórn blaðsins, og hún hefur hvorki fávisku eða hlutdrægni sér til afsökunar.
Aðeins peningar útskýra svona brenglun í fréttamennsku, og það er opinbert leyndarmál að fjármunir streyma frá ríkjum Persaflóans, bæði frá Katar og Saudi Arabíu, í fjárvana vasa vestrænna fjölmiðla gegn þeirri greiðasemi að ljúga í þágu þess miðaldahyskis sem við kennum við Íslam og köllum Íslamista.
Allir sem vilja vita, vita að næstum því frá upphafi átakann á Gasa, hefur Hamas tekið við matvælasendingum meintra mannúðarsamtaka, sem starfa í skjóli Sameinuðu þjóðanna, og nýtt matvælin til að deila og drottna yfir samlöndum sínum, sem og að fjármagna styrjöld sína við Ísraela.
Því það ríkir styrjöld á Gasa, þar sem herir takast á, þó Morgunblaðið og Rúv láta það hljóma að um einhliða árásir Ísraela sé að ræða.
Og megnið af landsmönnum trúir þessum lygaþvættingi Morgunblaðsins og Ríkisútvarpsins.
Hamas verst innan um sitt eigið fólk, Hamas hefur skotið þúsunda flugskeyta á Ísrael, og þeim flugskeytum er skotið frá íbúðablokkum, skólum og sjúkrahúsum.
Hamas verst innrásarher Ísraela með léttvopnum, vélbyssum, leyniskytturifflum, léttum sprengjuvörpum, og þeir drepa ísraelsku hermennina.
Og enn og aftur, árásir Hamasliða eru úr skjóli mannlegra skilda eins og sagt er þegar skotið er á óvininn innan um óbreytta borgara.
Ljósmyndir af vettvangi sanna þetta, en þær ljósmyndir rata ekki á fréttasíður vestrænna fjölmiðla, líklegast vegna fjármunina sem streyma frá Persaflóanum, eða vegna fyrirfram afstöðu og hlutdrægni viðkomandi fjölmiðla með voðaverkum Hamas og þess þjóðarmorðs sem samtökin hafa kallað yfir samlanda sína, íbúa Gasa.
Það eru til ljósmyndir sem sýna hvar börnum er safnað saman í kringum flugskeytapalla, það eru til ljósmyndir sem sýna Hamasliða skjóta á fólkið sem leitar sér mataraðstoðar framhjá Hamas.
Eða þeir skjóta á ísraelska hermenn sem gæta viðkomandi dreifingarstöðvar, og sá sem skotið er á, skýtur til baka.
Aðeins engill á blaði myndi ekki gera slíkt, jafnvel englar í raunveruleikanum myndu verja sig þegar á þá er skotið.
Vitgrennskan, forheimskan eða hvað við köllum hugmyndafræðina að baki fréttafölsunum vestrænna fjölmiðla eins og Rúv og Morgunblaðsins, er að sá sem tekur athugasemdarlaust undir áróður voðamennina í Hamas, og segir að Ísraelsmenn hafi skotið svo og svo marga í dag, það er fólk sem leitaði sér matar framhjá Hamas og samstarfsaðilum samtakanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Hann spyr sig ekki þeirrar grundvallarspurningar, að til hvers ættu Ísraelsmenn að skjóta á fólk sem leitar sér mataraðstoðar hjá samtökum sem starfa í skjóli þeirra??
Alltí lagi, hugsanlega veit sá sem skrifar þessar fréttir að hann sé heimskari en allt það sem heimskt er, en af hverju heldur hann að Ísraelsmenn séu heimskari en hann??
Er eitthvað í sögu eða hernaði Ísraelsríkis sem bendir til þess að þarna sé heimskt fólk á ferðinni, að ekki sé minnst á tæknina eða þekkinguna sem þessi fámenna þjóð hefur umfram arabísku nágranna sína??
Frá fyrsta degi hafa Hamasliðar ráðist á fólk sem leitar sér mataraðstoðar framhjá einokunarkerfi samtakanna, og frá fyrsta degi hafa blaðamenn sem eru heimskari en allt það sem heimskt er, reynt að telja almenningi hér á landi, sem og víðar í vestrænum löndum, að það séu Ísraelsmenn sem skjóti að fyrra bragði á fólkið í neyð.
Það sanna ljósmyndir á vettvangi, sem og önnur gögn sem hlutlausir blaðamenn hafa kynnt sér.
Allt sem kemur fram í fréttinni hér að ofan er vitað.
Íbúar Gasa vita þetta þó þeir viti líka að það er dauðasök að segja annað við vestræna fréttamenn.
Sem þó einhverjir hafa sagt, og þeir lifa ekki í dag, eða hafa verið ógnað á þann hátt að sannleikurinn hefur ekki verið endurtekinn.
Morgunblaðið hefur haldið úti áróðursdeild fyrir Hamas.
Morgunblaðið er samsekt þeim þjáningum sem íbúar Gasa hafa þurft að þola vegna þess að Hamas ákvað að gera íbúa Gasa að píslarvættum án þess að spyrja þá álits.
Morgunblaðið ber ábyrgð eins og allir þeir sem hafa tekið stöðu með Hamas í stríði samtakanna þar sem líf og limir allra á Gasa eru undir.
Gleymum Rúv, á fréttastofu þess vinnur ekki fólk sem veður í vitinu, Morgunblaði hefur ekki þá afsökun.
Morgunblaðið hefur enga afsökun.
Það er samsekt Hamas-liðum sem hafa stundað hryðjuverk, áróður og falsað myndefni, til að koma sök á Ísraelsmenn þegar sökin er þeirra.
Morgunblaðið er hræsnin ein á meðan það birtir Reykjavíkurbréf eftir Reykjavíkurbréf þar sem menn þykjast vera í öðrum heimi en dagleg fréttamennska blaðsins er.
Og verður svo á meðan blaðið axlar ekki ábyrgð og gengst við sinn þátt í að útbreiða lygum og áróðri Hamas.
Ríkisútvarpið í allri sinni meðvirkni birti enn eina falsfréttina frá Hamas í kvöld.
Samt svo heimskt að það áttaði sig ekki á því hvað fólst í orðum ungu stúlkunnar sem þráði friðinn, að fá að alast upp sama umhverfi og börnin okkar, en ekki innan um rústir og blóðvöll Hamas á Gasa.
"Ég vil frið" sagði þessa unga stúlka.
Hún vildi frið en ekki útrýmingu Ísraels líkt og rappararnir sem BBC sendi út í beinni útsendingu.
Enda þeir öruggir um líf sitt en stúlkan ekki.
Heimska Rúv, og Rúv er ekki eini vestræni fjölmiðillinn sem birti myndskeið af þessari friðarósk hinnar ungu fallegu stúlku, er að sjá ekki samhengið á milli þessar óskar, og þess að Ísraelsmenn eru í fullum rétti að herja á Gasa á meðan Hamas heldur borgurum Ísraels í gíslingu á Gasa ströndinni.
Hamas þyrfti aðeins að sleppa gíslum sínum og ósk stúlkunnar um frið myndi rætast daginn eftir.
Eitthvað, sem meðvirkir eða keyptir vestrænir fjölmiðlar þegja um eins og um mannsmorð væri að ræða, en fólst í ósk hinnar ungu stúlku.
Hún laug ekki, hún vildi frið.
Alveg eins og staðreyndir ljúga ekki.
En fjölmiðlarnir ljúga.
Þar á meðal áróðursdeild Hamas á Morgunblaðinu.
Fyrir ungu stúlkuna eru það dýrir silfurpeningar.
En kannski ekki fyrir þann sem þiggur silfurpeningana og lýgur og blekkir í þágu eins mesta viðbjóðs sem mannkynssagan kann frá að greina.
Svo tala menn um Júdas og silfurpeninga hans.
Ég efa samt að hann hefði þegið þessa.
Á öllu eru jú takmörk.
Kveðja að austan.
![]() |
Segja Hamas ráðast gegn mannúðarstarfsfólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2025 | 16:29
Að skemmta skrattanum
Er sérstök iðja fólks sem telur sig róttækt, telur sig berjast fyrir betri og réttlátari heimi, en á einstaklega erfitt með að starfa saman með öðrum sem hafa svipaða lífssýn.
Án jóks, þegar koma saman þrír róttæklingar, þá deila þeir um fimm útfærslur á sannleikanum, og það skiptir þá meira máli að höggva hina tvo, en að ná sátt og samstöðu um það sem máli skiptir.
Það er betri og réttlátari heimi.
Um Gunnar Smára Egilsson má segja margt, á góðum stundum getur hann gert skýra kröfu á að vera kosinn mesti rugludallur norðan Alpafjalla, en þegar hann er beittur, þá er hann beittur.
Svo undan svíður, og þess vegna er skrattanum skemmt í dag.
Og þegar persónulegt Egó er mælt, þá kæmi það engum á óvart að hann myndi slá bæði Íslandsmet sem og heimsmet, varðandi Egó alheimsins hef ég ekki þekkingu til að meta.
Líklegast þess vegna varð Sósíalistaflokkurinn hinn nýi til, núna engar ordur frá Kreml, aðeins samtök rótæklinga sem vildu berja á valdinu.
Sannarlega í þeim flokki voru fleiri en þrír, jafnvel fleiri en fimm, jafnvel nokkrir tugir róttæklinga, og sannarlega í 7 ár gátu þeir sleppt banaspjótunum, bræðravígum, markmiðið um betri og réttlátari heim virtist á einhvern hátt skipta þá meiri máli.
Sem er algjört búlshit, bræðravíg róttæklinga er staðreynd, en það sem Sósíalistaflokkurinn hafði var Gunnar Smári Egilsson, hans Egó mun stærra en allra hinna til samans.
Sósíalistaflokkur Íslands væri ekkert í dag án forystu Gunnars Smára.
Hann væri ekkert í gær, fyrradag, og alla dagana þar á undan frá 2017, ef það væri ekki fyrir beinskeytta forystu hans, sem og óumdeilanlega hæfni hans til að orða hlutina, þar sem fáir eru honum fremri,þá hefði flokkurinn aldrei lifað af veturinn.
Orðsnilld hans var forsenda fylgis flokksins.
Sem og þess fjár sem núna er deilt um.
Og deilendurnir eru dvergar sem enginn veit nokkuð um, og við munum aldrei hafa haft nokkra vitneskju um, nema vegna þess að dvergarnir eru aðalskemmtikraftar Skrattans í dag.
Líkt og lesa má um í þessu drottningarviðtali Morgunblaðsins við einn dverginn.
Hvað býr undir spyr maður sig??
Af hverju núna??, það þarf jú ekki nema þrjá róttæklinga til að koma saman svo þeir verðu uppteknir af samherjavígum næstu árin.
Og flokkur Gunnars innihélt nokkra tugi slíkra róttæklinga sem voru til friðs, en eru núna að hæða allt fólkið sem kaus flokkinn í von um betri tíð og betri tíma.
Svarið er augljóst og blasir við öllum sem á annað borð nenna að hugsa um íslenska þjóðmálaumræðu og íslensk stjórnmál.
Samstöðin sem Gunnar Smári hefur með sóma veitt forstöðu, ógnaði einu, ekki öllu, heldur einu.
Hún gaf vitrænt skjól þeim Vörðum Íslands sem berjast gegn samlögun þjóðar okkar í Evrópusambandið, samlögun sem kennd er við bókun 35.
Vörðum Íslands var ljáð rödd, óháð flokkum, það eina sem skipti máli fyrir þá bræður Gunnar og Sigurjón að sjálfstæði þjóðarinnar gagnvart frjálshyggjuauðbandalaginu í Brussel var varið.
Þessi einfalda staðreynd útskýrir af hverju Skrattinn hóf upp sin óvinafagnað, af hverju vitgrannir voru virkjaðir til að skemmta honum.
Það hlálega er að margir sem styðja Verði Íslands, margir sem telja sig berjast gegn þeim einbeitta vilja Samtryggingarflokksins að gera þjóð okkar að hjáleigu í Evrópusambandinu, svipta hana löggjafar og dómsvaldinu, án nokkurra áhrifa, þeir ganga í þessa gildru þess í neðra.
Skemmta skrattanum með því að sjá ekki í gegnum fals hans í þessari aðför að einu útvarpsstöðunni sem mark er tekið á (það tekur enginn mark á Útvarpi Sögu), og ljáir röddum þjóðfrelsis og sjálfstæðis vettvang til að tjá skoðanir sínar.
Líklegast sama fólkið og sér ekki í gegnum lygavef Samfylkingarinnar og Viðreisnar sem þessir landráðaflokkar kalla Leiðréttingu á sköttum fyrirtækja landsbyggðarinnar.
Er svo hugsjónalega blint að það telur auðn og dauða hinna dreifðu byggða landsins einhvern auðlindaskatt sem Goðin Haeyk og Friedman sögðu æðstan öllu.
Það fólk ver ekki sjálfstæði þjóðarinnar.
Það ver aðeins sína eigin kreddur.
Það verst ekki Skrattanum sem skemmtir sér eins og aldrei áður.
Samt vill það verja en fattar ekki flærðina.
Fattar ekki hvernig spilað er með það.
Vitna í Tolkien og Ráðstefnu hans í Rofadal.
Þar sem vitringurinn Elrond (ekki bjánabelgurinn í Hollywood kvikmyndinni) benti ráðstefnugestum á að ógnin sem þeir allir upplifðu, var að sama meiði.
Frá þeim í neðra, valdinu sem vill aðeins auðn og dauða.
Tolkien er vissulega dáinn.
En orð hans lifa enn.
Jafn sönn í dag og þau voru þá.
Kveðja að austan.
![]() |
Segir Gunnar Smára hafa hafnað sátt um Samstöðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2025 | 08:22
Eins og í svörtustu Afríku.
"Þetta eru meiri andskotans vitleysingar þessir svertingjar" sagði ágætur maður í góðum hóp spjallara einhvern tímann í byrjun þessara aldar, og ummælin féllu eftir að í fréttatíma sjónvarpsins var sögð frétt frá ástandinu í Harare höfuðborg Zimbabwe þar sem algjör skortur var á lyfjum og öðrum nauðsynjum.
Ástand sem átti sér forsögu og var algjörlega mannanna verk.
Ástand sem fólk tengdi við spillingu og vanhæfni leiðtoga hinna nýfrjálsu ríkja Afríku, og var tilefni margra athugasemda líkt og þeirri sem ég vitna í hér að ofan.
Núna þegar fáráðin vega að atvinnuvegum landsbyggðarinnar er hollt og gott að rifja upp ófarir Zimbömbwsku þjóðarinnar og hinar manngerðu efnahagslegu hörmungar því aðferðafræðin er um margt svipuð, og hún tengist húðlit eða kynþætti ekkert, heldur tærri mannanna heimsku þar sem fólk lætur ómerkilega lýðskrumara spila með sig út í eitt.
Eftir um 10 ára frelsisstríð fengu svörtu íbúar Zimbabwe völdin 1980, og frelsishetjan Mugabe tók við völdum.
Þá var landið með einn öflugasta efnahag sunnan Afríku þar sem námugröftur og landbúnaður voru meginstoðirnar, talað var um landið sem brauðkistu Afríku.
Að kunna að skjóta úr byssu og halda tilfinningaþrungnar ræður er ekki endilega nóg til að stýra efnahagslífi heillar þjóðar og þrátt fyrir Mugabe hefði plan um bjarta framtíð þá gekk það ekki eftir og 20 árum seinna var svo komið að vinsældir hans höfðu dvínað mjög, fólk var farið að mótmæla sjálfri frelsishetjunni.
Þá fékk Mugabe brilljant hugmynd, hann snéri lýðnum gegn landbúnaðinum sem var hryggjarstykkið í atvinnulífinu, sem skapaði mestu auðlegðina.
Það var auðvelt, landbúnaðinum var reyndar ekki stjórnað af 4-5 fjölskyldum heldur um 6.000 bændum, hvítum, og þá átti að hrekja af jörðum sínum.
Sem var gert, og í sjónvarpinu mátti sjá borgarbúana streyma út í sveitirnar, brjótast inní húsakynni, ræna og rupla, halda svo sigurhreifir til borganna með ránsfeng sinn.
Sú gleði entist alveg þangað til að ekkert fékkst í búðunum, hvorki lyf eða aðrar nauðsynjar.
Wikipedía hélt utan um hvað gerðist og það er gott að vitna í hana:
"In 2000, Zimbabwe launched a controversial land reform that, over the next decade, would seize about 6,000 large, white-owned farms and convert them into over 168,000 black-owned farms. Many of the new occupants, mainly consisting of landless black citizens and several prominent members of the ruling ZANU-PF administration, were inexperienced or uninterested in farming, thereby failing to retain the labour-intensive, highly efficient management of previous landowners, triggering severe export losses.
In this time, between 19992008, Zimbabwe's GDP shrunk by nearly half the most severe downturn in a country not at war in recorded history.".
Aðeins stríðstímar gátu toppað þessa mannanna heimsku.
Fyrstu fórnarlömbin var fólkið á landsbyggðinni, landbúnaðarverkafólkið, svo smáfyrirtækin sem skiptu við hin vel reknu býli, rekstrargrundvöllurinn hvarf, allir misstu vinnuna.
En öllum í 101 Harare var sama enda fyrirlitu þeir sveitalýðinn, þetta fólk mátti alveg missa sig.
Og veislan úr ránsfegnum stóð ennþá yfir.
Það var ekki fyrr en kom að þeim, þegar enginn peningur var til að kaupa inn lífsnauðsynjar, að mótmælin hófust í höfuðborginni.
Mótmæli, sem voru barin niður, því stóri ránsfengurinn, hin raunverulegu verðmæti runnu í vasa flokksklíkunnar sem bakkaði Mugabe upp, og tryggði honum stuðningi í rúman áratug á eftir.
Það er hollt að rifja upp þessa sögu þegar svipaðar aðfarir eiga sér stað á Íslandi núna 25 árum seinna.
Annar kynþáttur, annar húðlitur en sama sammannlega heimskan, fólk lætur spilast með lýðskrumurum sem ásælast eigur annarra.
Nema núna eru ekki heykvíslarnar notaðar til að rústa og ræna, heldur ofurskattlagning.
Afleiðingarnar þær sömu, fólk og fyrirtæki missa vinnuna, eftir stendur rúin landsbyggð undir ægivaldi örfárra fyrirtækja.
Sem þurfa ekki að sýna neina samfélagslega ábyrgð, aðeins að borga ofurskattinn.
Ég hef áður spurt hvort eitthvað leikrit sé í gangi, því andóf stjórnarandstöðunnar, allavega Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, virðist snúast um leiðréttingar á ofurskattinum, að hann verði eitthvað lægri.
En hugmyndafræðin sú sama, að skattleggja atvinnuvegi landsbyggðarinnar umfram atvinnugreinar höfuðborgarinnar.
Hvernig á til dæmis að túlka þessi orð Sigurðar Inga??? "Sigurður segir að framsóknarmenn telji það vel koma til greina að hækka þessa gjaldtöku með skynsamlegum hætti. "Til dæmis væri gáfulegra að vera með þrepaskiptan tekjuskatt og taka þar af leiðandi hærri hlut af þeim fyrirtækjum sem vel ganga," segir hann.".
Er hann almennt að tala um hærri tekjuskatt eða er hann bara að tala um sjávarútveginn??
Og er maðurinn virkilega svo heimskur að halda að velmegun byggist á því að hirða allan umfram arð af vel reknum fyrirtækjum í stað þess að arðurinn leiti út í samfélagið í frekari fjárfestingum og veltu.
Eru Marx og Lénin ennþá meðal vor???
Eða er þetta lýðskrum úr ranni Roberts Mugabe??
Alvöru fólk, alvöru stjórnmálamenn, berjast gegn ofurskattheimtu, sama í hvaða búning hún er sett, sama af hvaða atvinnugrein hún beinist.
Það gerir aldrei málamiðlun við lýðskrum sósíalisma dauðans.
Það er allavega hinn bitri lærdómur nýfrjálsra ríkja Afríku, að segja skilið við þetta lýðskrum, og þá hefur efnahagurinn farið að dafna því álfan er auðug, bæði að fólki og hráefnum.
Þá eigum við ekki að fara í hina áttina.
Frá velmegun til fátæktar.
Til upplausnar og stjórnleysis.
Höfum það bak við eyrað.
Kveðja að austan.
![]() |
Mun hafa alvarlegar afleiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 386
- Sl. sólarhring: 983
- Sl. viku: 1445
- Frá upphafi: 1467788
Annað
- Innlit í dag: 336
- Innlit sl. viku: 1250
- Gestir í dag: 327
- IP-tölur í dag: 317
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar