5.2.2015 | 18:33
Hvað var þetta með ferðaþjónustu fatlaða??
Virkaði hún ekki??
Var verið að gleyma fólki í fyrra eða hittifyrra??
Eða þar áður??
Eða eyðilagði frjálshyggjan það sem virkaði vel??
Til að spara pening, til að reka það fólk sem sinnti starfi sínu vel
Það kallast raðmorð þegar sama morðið er endurtekið aftur og aftur.
En á Íslandi er blaðamenn svo tómir, að þeir sjá hið endurtekna atferli.
Búa til svona frétt.
Finna dólg þegar glæpurinn liggur hjá hugmyndafræðinni.
Sem er að eyða því sem vel er gert.
Og benda ekki á fíflin sem ábyrgðina bera.
Og samviska þjóðarinnar þegir, því ekki er hægt að hengja glæpinn á frjálshyggju Valhallar.
Líkt og hún þagði þegar brotin voru framin af félaga Stalín.
Og þegir í dag þegar glæpir evrunnar koma til tals.
Þess vegna þjást fatlaðir, ekki vegna þess að öllum sé ekki sama, heldur vegna þess að engum er að kenna.
Eða hver gagnrýnir Gnarrinn og það skrípi sem óx út af tómhyggju hans??
Ég bara spyr?
Og spyr af hverju hinir sjálfskipuðu gagnrýnendur þegja.
Vissulega eru þetta íhaldsmenn, sem fyllast heilagri vandlætingu, en líkt og kommarnir forðum, þá er hneykslun þeirra bundin við að þeirra menn sáu ekki um glæpinn.
Ísfirðingurinn fékk ekki atkvæði til að gera það sem hin Bjarta framtíð geri í dag.
Sem aftur vísar í löstinn stóra, afbrýðissemi.
Sem skýrir fjölda blogga við þessa frétt.
Að Dagur gerði sem Halldór átti að gera.
Að leggja í auðn sem hægt var að bjóða út.
Og vitgrannir fjölmiðlamenn vitna í Dag, og þeir vitna í Halldór.
En enginn spyr af hverju???
Því þá væru þeir ekki vitgrannir.
Héldu ekki vinnunni.
Og engum væri um að kenna.
Og bloggið þegði.
En glöpin væru þau sömu.
Þau heyrðust bara ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Mál Ólafar kornið sem fyllti mælinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 90
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar