Bjánar um bjána, frá bjánum til bjána.

 

Svo við höfum það á hreinu, það er leitun á fíflum sem tengja heimsfaraldur veirusjúkdóma við verðbólgu.

Og allra síst eiga slík fífl að vera á fóðrum almennings, hvert sem yfirskin sjálftöku þeirra er.

Síðan á fjármálaráðherra þjóðarinnar aldrei að geta vitnað í þessa speki, að tekjufall þjóðarinnar, sem er bein afleiðing af hruni ferðaþjónustunnar, sé eitthvert dæmi um verðbólgu.

 

Við lifum alvöru tíma, það sem var, er ekki, enginn veit hvað verður.

Hvað sem við gerum, til góðs eða ills, þá má aldrei sú heimska að kenna áhrif heimsfaraldursins við verðbólgu, að vera faktur í umræðunni.

Fyrir utan heimskuna, þá er slíkt aðeins yfirlýsing um að fífl stjórni okkur á dauðans alvöru tímum.

 

Hinsvegar má alveg ræða samfélag, geirneglda kjarasamninga, launahækkanir, og annað sem er algjörlega út úr kú miðað við ástand þjóðarbúsins á tímum heimsfaraldursins.

En þá á að kalla hlutina réttum nöfnum, kjarasamningar sem knýja á launahækkanir, þegar þjóðarbúið sætir áður óþekktum áföllum, eru án innistæðu, þeir eru heimskir, og fyrst og fremst eru þeir bein yfirlýsing um að þjóðinni sé ekki stjórnað.

Að forysta okkar feisi ekki alvöru heimsfaraldursins.

 

Slíkt hinsvegar er aldrei eitthvað sem mælt er með verðbólgu, það segir aðeins um fólkið sem stýrir okkur, vit þess og sýn.

 

Eitthvað sem skiptir kannski ekki svo miklu máli, hagkerfið aðlagar sig hvort sem er að tekjum sínum og útgjöldum.

Ef það væri ekki verðtryggingin.

Sem vogar sér að mæla heimsfaraldur sem hækkun lána almennings.

Á sama tíma og fólk er beðið um að slá af kaupkröfum sínum.

 

Það varð samfélagsrof eftir Hrunið haustið 2008.

Stjórnmálastéttin sveik þjóðina, seldi hana í skuldaþrældóm, þó andspyrnan lagði ICEsave af velli, þá stóð eftir hamfaraástand uppboða og nauðungarsala, þar sem tugþúsundir samlanda okkar voru seld erlendum hrægömmum.

 

Og það er eins og þetta aumkunarverða fólk ætli að endurtaka leikinn.

Að verja fjármagn, þó þjóð sé undir.

 

Eins og enginn sé morgundagurinn.

En hann er þarna, áhrif heimsfaraldursins eru aðeins rétt farin að bíta.

 

Hvað sem verður, þá er aðeins eitt víst.

Hamfarirnar eru ekki mældar í verðbólgu.

 

Þetta snýst um að lifa af.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Verðbólgan gæti orðið þrálát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Feb. 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1440175

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband