13.12.2020 | 00:31
251 læknir hafi látið lífið úr Covid-19
Samt upplifum við umræðu á Íslandi að þetta sé eins og hver önnur flensa, eftirminnileg eru ummæli Sigríðar Andersen þingmanns á opnum netfundi sem Morgunblaðið sá ástæðu til að netvarpa, þegar hún spurði Jón Ívar Einarsson prófessor við Harvard hvort það væri ekki þekkt að eldra fólk dæi úr kvefi og enginn gerði mál úr því.
Þessi sami Jón Ívar var fenginn til að skrifa greinar í Morgunblaði þar sem hann gerði lítið úr hættunni af kórónu veirunni, laug til um dánarlíkur, laug til um að í Bandaríkjunum væri faraldurinn á niðurleið þó sóttvarnir væru þar miklu vægari en hér heima í sumar.
Af hverju er ég að rifja þetta upp??
Vegna þess að þetta fólk er ennþá að.
Hefur blekkt og logið og fullt að hrekklausum eldri íhaldssálum um allt landið trúir þeim.
Lætur meir að segja út úr sér að hættan af þessum faraldri hafi verið ýkt.
Rökin, sjáið Ísland, hér hafa svo fáir dáið.
Sem er rétt, það dóu svo fáir vegna þess að sóttvarnir þjóðarinnar héldu að mestu.
Samt dóu of margir, því innan ríkisstjórnar Íslands er fólk sem trúði þessu kjaftæði og lygum, og hefur alla tíð lagst gegn nauðsynlegum sóttvörnum í tíma.
AxlarBjörn, afkastamesti fjöldamorðingi Íslandssögunnar, var réttaður, en hann hefur ekki svona mörg mannslíf á samviskunni.
En í dag segjum við bara Shit happens.
Og Brynjar og Sigríður fá áfram að grafa undan sóttvörnum þjóðarinnar, í nafni tjáningarfrelsis fá þau að berjast fyrir ótímabæru andláti samborgara sinna, og eru hetjur fyrir vikið hjá hluta þjóðarinnar.
251 læknir deyja ekki vegna kvefs.
251 læknir deyja ekki vegna flensu.
251 læknir dóu vegna þess að ekki var þrek til að loka á smitleiðir veirunnar í tíma á Ítalíu, og skurðgröftur gegn sóttvörnum endurtók þann leik í haust.
Það er líka hollt að lesa það sem formaður Ítalskra lækna sagði í þessari frétt; "Filippo Anelli, formaður læknafélagsins í Ítalíu, segir meiri samgang á milli fólks og háan smitstuðul meðal einkennalausra vera aðalástæðu þess hve margir hafa dáið í seinni bylgjunni.".
Hár smitstuðull meðal einkennalausra er ein af aðalástæðum þess hve margir hafa fallið það sem af er hausti á Ítalíu.
Hollt að lesa því þessi orð sá ritstjórn Morgunblaðsins ástæðu til að birta í viðtali við sóttvarnaglæpamann sem montaði sig af glæpum sínum.
"Það eru engar rannsóknir til um það, það er búið að rannsaka þetta í 100 ár, meðal annars eftir 1918-faraldurinn, það er til einhver ein rannsókn þar sem kannski líklega einhver smitar af veiru áður en hann er kominn með einkenni. Þær eru ekki til. Við erum ekki að smita einkennalaus. Þú getur ekki greint Covid-19 nema þú sért með einkenni,".
Fannst ritstjóra Morgunblaðsins að nógu margir hefðu ekki dáið á Íslandi, þurfti blaði því að leggja sitt lóð á vogarskál dauðans svo fleiri féllu??
Með því upphefja bull og vitleysu manneskju sem braut gegn sóttvörnum þjóðarinnar og komst upp með það vegna aumingjaskapar löggæsluyfirvalda.
Eða var aumingjaskapurinn að skipan ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem eru á móti sóttvörnum, telja sig vinna fyrir dauðann en ekki þjóðina??
Einkennalaus smitar ekki hefur Mogginn eftir sóttvarnarglæpamanni.
Einkennalausir hafa háan smitstuðul segir formaður ítalskra lækna.
Hefði sóttvarnarglæpamaðurinn verið smitaður, þá hefði hann náð að breiða út smit, áður en sóttvarnarakningarteymið hefði náð að grípa inní.
Alvarleikinn.
Þá skal ég segja frá manni, nánum ættingja mínum, sem kom til landsins á svipuðum tíma og sóttvarnarglæpamaðurinn sem Morgunblaðið hefur hampað svo mjög.
Hann var að koma til landsins í gegnum Kaupmannahöfn, frá Færeyjum þar sem hann kom í land af báti, á ferðalaginu smitaðist hanna af kóvid, það uppgötvaðist í seinni skimun.
En hann var í einangrun í út í sveit og aðeins nánasta fjölskylda í sóttkví.
Hefði hann hins vegar hagað sér eins og sóttvarnarglæpamaðurinn, þá hefði hann getað smitað marga því erindið var að mæta í jarðaför, og síðan austur á land.
Það er hann hefði verið fávit en ekki ábyrgur borgari landsins, þá hefði hann hugsanlega verið örsök víðtækrar hópsýkingar.
Því skýrslutaka stoppar ekki sóttvarnarglæpamann sem dreifir smiti vísvitandi.
Hver hefði þá verið ábyrgur??
Svarið er einfalt, þeir sem hefðu látið hann komast upp með fávitaskap sinn.
Gleymum því ekki.
Kóvid er dauðans alvara.
Þrátt fyrir ýtrustu varúðarráðstafanir eru læknar og hjúkrunarfólk að falla um allan heim.
Þrátt fyrir brýningar á brýningar ofan, er fólk að haga sér eins og fífl.
Ferðast á milli landa, berandi með sér veiruna, gefur skít í náungann.
Í Bandaríkjunum hundsuði fjölda fólks aðvaranir sóttvarnaryfirvalda um Þakkargjörðahátíðina og þúsundir saklausra eru byrjaðir að falla þess vegna.
Sama á sér stað núna um jólahátíðina, þúsundir saklausra mun deyja.
Hér erum við svo lánsöm að það er skimun og sóttkví við landamærin.
Sem all all flestir virða og fara eftir.
En það þarf ekki nema einn fávita.
Og veiran getur hitt einhvern sem hefur ekki þrótt til að verjast henni.
Þess vegna.
Þess vegna.
Þess vegna er það ekki líðandi að fólk komist upp með að virða ekki sóttvarnir á landamærum.
Og þar er við stjórnvöld að sakast, þau eiga að hafa eftirlitið, þau eiga að grípa inní.
Strax, ekki seinna.
Annað er rússnesk rúlletta.
Kveðja að austan.
![]() |
Flest dauðsföll á Ítalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2020 | 13:37
Af hverju voru íþróttir leyfðar hjá afreksfólki?
Spyr Þórólfur og svarar svo sjálfum sér;
"Eftir þessu var kallað innan íþróttahreyfingarinnar," sagði Þórólfur.
Og vísar í stóru klúbbana í Reykjavík, sem hafa þau ítök meðal stjórnmálamanna sem á næstu mánuði þurfa að sækjast eftir endurnýjuðu umboði til þingsetu, og þá ferð þú ekki gegn þessum klúbbum.
Vandinn er að Þórólfur þarf ekki á slíkum stuðningi að halda, hann er ekki kosinn í prófkjöri, heldur skipaður embættismaður sem nýtur trúnaðar þjóðarinnar.
Allrar þjóðarinnar.
Ekki bara þeirra sem borga í kosningasjóð eða tryggja atkvæðasmölun í komandi prófkjörum.
Þórólfur er sóttvarnarlæknir, rök hans fyrir lokun eða gegn tilslökunum hljóta alltaf að byggjast á þeirri bestu vitneskju sem hann býr yfir. Þess vegna til dæmis réttlætir hann opnun sundlauga en leggst gegn lífsstílspúlinu sem á sér stað í lokuðu þröngu rými líkamsræktarstöðvanna, rökin eiginlega segja sig sjálf.
En það liggja engin rök að baki þessarar setningu; "Ef allt íþróttastarf hefði verið leyft hefði það ekki verið varfærnislegt".
Hún sem slík getur alveg verið rétt, og það getur líka verið rétt að gera undanþágur fyrir meint afreksíþróttafólk á grundvelli þess að tíminn vinnur gegn því ef það æfir ekki, en þau rök hafa ekkert með að gera að opna fyrir æfingar í efstu deildum boltaíþrótta.
Vissulega er afreksfólk meðal þeirra hundruða sem fá leyfi til að æfa, kannski 2-5 í karlafótboltanum, 10-15 í kvennaboltanum, hugsanlega svipaður fjöldi í handboltanum, allavega kvennaboltanum. Um aðrar íþróttir þekki ég ekki.
Það vill nefnilega svo til að allflest afreksfólk okkar í þessum íþróttum æfir og leikur með félagsliðum erlendis, og félaga þar æfa óháð reglum og ordum Þórólfs Guðnasonar.
Eftir stendur spurningin, af hverju bullar maðurinn svona??
Það má rétt vera að það sé ekki rétt á þessu augnabliki að opna fyrir æfingar íþróttafólks eldri en 15 ára, en þá hlýtur það að gilda um allar æfingar í meistaraflokki, en ekki eftir stærð viðkomandi klúbba eða ítökum þeirra innan íþróttahreyfingarinnar, eða óttanum sem einstakir stjórnmálamenn hafa gagnvart komandi prófkjörum.
En út frá þeim sóttvarnarrökum er ekki opnað fyrir æfingar á þeim svæðum þar sem faraldurinn hefur geisað og en áfram lokað á þau landsvæði þar sem kóvid faraldurinn er aðeins frétt sem fólk fær að heyra um í fjölmiðlunum fyrir sunnan.
Sjái menn þetta ekki þá eru menn annað hvort dauðþreyttir, búnir að missa tenginguna við raunveruleikann, haldandi sér gangandi aðeins á jöxlunum.
Eða þeir láta undan þrýstingi.
Í útlöndum væri jafnvel spurt um spillingu.
Þórólfur setti niður við þennan kattarþvott.
Það eru engin fagleg rök að baki ákvörðunum hans.
Og hann er ekki maður til að viðurkenna það.
Það er miður.
Hann hefur verið betri en þetta.
Kveðja að austan.
![]() |
Góð rök fyrir því að banna ræktina en leyfa sundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2020 | 10:25
Þúsundir létust.
Eiginlega tugþúsundir vegna þarlendra vitleysingja sem við á Íslandi þekkjum sem Sigríði Andersen, Brynjar Níelsson að ekki sé minnst á börnin í ríkisstjórn Íslands sem eru Konni þessa lands.
Til upplýsingar hugsanlegra lesenda þessa bloggs sem eru yngri en það að muna eftir Baldri og Konna þá er Konni brúða búktalarans.
Feisum það, ef það væri ekki hann Þórólfur, þá hefði þetta lið náð að drepa hundruð, í stað þeirra 18 sem féllu, á meðan það var hlustað á raddir þess.
Um allan hinn vestræna heim er fólk að kafna vegna áhrifa þessara afneitunarsinna á alvarleik króunarveirunnar.
Hundruð þúsundir hafa dáið beint vegna þessa fólks.
Mestufjöldamorð sögunnar frá því að Gúlagið og Auschwitz var og hét.
Og þetta fólk gengur laust, eins sorglegt og það er.
Á meðan eru líf undir.
Á meðan deyr líf.
Á einhverjum tímapunkti eigum við að þakka fyrir Þórólf.
Kveðja að austan.
![]() |
Þúsundir létust í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2020 | 17:28
Sóttvarnarrök þurfa að meika sens.
Og Þórólfur útskýrir af hverju sundlaugar eru opnar en ekki líkamsræktarstöðvar.
En hver eru rökin fyrir því að meina unglingum á landsbyggðinni að æfa íþróttir, en félög í efstu deild á höfuðborgarsvæðinu mega æfa??
Er það smitbylgjan á landsbyggðinni, þessi rosalegu smit sem smitstuðull fær varla mælt, nær einu smiti sum staðar en hvernig mælir hann 0 smit á Austurlandi.
Hvernig getur 0 smit verið hættulegra en smitið á rauða svæðinu á höfuðborgarsvæðinu??
Hvaða hagsmunir ráða þessari heimsku, hvaða þrýstingur knúði fram þá ákvörðun að binda æfingar við svokallað afreksfólk, sem er víst fólkið sem æfir með klúbbum í efstu deild??
Fóru peningar á milli, eru þetta mútur, eða lítt hugsuð vitleysa sem engin rök eru fyrir??
Heilbrigðisráðherra varð kjaftstopp í Morgunútvarpinu á Rás 2 þegar Sigmar gekk á hana, hún gat ekki fyrir sitt lifandi líf útskýrt þessi fáráð og auðheyrt var að hún gat það ekki þó Sigmar hefði skroppið uppá Þjóðminjasafn og fengið lánað þumalskrúfur til að hjálpa henni að muna rökin.
Kjaftstopp náði hún að stynja upp að þetta hefði verið samkvæmt tillögum Þórólfs, og ÍSÍ hefði eitthvað með þær að gera.
Nú er vitað að stóru klúbbarnir í Reykjavík eiga og ráða ÍSÍ, spilling þar getur aldrei verið forsenda mismunar sem á sér enga tilvísun í sóttvarnir.
Það er heilbrigðisráðherra að bregðast við, það er hún sem á að bregðast við svona augljósri mismunun. Annars er hún ekki starfi sínu vaxin.
Þegar sóttvarnarrök meika ekki sens, þá er trúverðugleiki þeirra horfinn.
Því þá er eitthvað undirliggjandi sem á sér rætur í bakherbergjum valdsins.
Hver sem skýringin er, þá er þetta ekki líðandi.
Þessu þarf að breyta.
Kveðja að austan.
![]() |
Smithætta í ræktinni alveg pottþétt meiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2020 | 21:20
Enn hamast Morgunblaðið á sóttvörnum þjóðarinnar.
Það er líkt og ritstjóri blaðsins sé orðinn leiður á þessu öllu saman, það er starfinu sínu og Morgunblaðinu, hafi ekki tötsið að hætta sjálfviljugur, og ákvað þess í stað að berjast fyrir bráðri fækkun lesenda blaðsins svo rekstrargrundvöllur þess hyrfi endalega út úr þessum heimi, en gæti hugsanlega orðið grunnur af nýju blaði og starfi sem biði hinum meginn.
Ekki er til sá kverúlant sem ekki hefur fengið pláss í blaðinu til að naga niður íslensk sóttvarnaryfirvöld, og ef kverúlantinn ber titilinn Séra Kverúlant, þá fær hann sérstaka athygli, jafnvel ókeypis auglýsingu á netspjöllum sínum auk síendurtekinna drottningarviðtala.
Síðan hefur allt verið týnt til í fréttum blaðsins sem gerir lítið úr alvarleik farsóttarinnar, sem hampar þeim sjónarmiðum að minni sóttvarnir séu betri en meiri, helst best að gera fátt annað en að biðja fólk um að þvo sér um hendurnar, líkt og sóðaskapur sé arfgengur andskoti sem hafi fylgt okkur frá forfeðrum okkar í Noregi.
Síðan er logið, og það er það versta. Fólki talið í trú um að skaðinn, bæði sá efnahagslegi sem og hinn samfélagslegi, sé sóttvörnum að kenna en ekki farsóttinni sem kallaði á þær.
Ha, hafið þið ekki séð alla ferðamennina sem ferðast um allan heim og við höfum misst af vegna sóttvarna á landamærunum??
Í þessu viðtali er sóttvarnarglæpamanni hampað, manneskju sem vísvitandi tekur áhættu á að dreifa smiti og smita samborgara sína.
Smartland er nýbúið að auglýsa postcad viðtal Sölva Tryggvasonar við hann, sem er sök sér því sá hluti blaðsins gerir ekki kröfu um innihald.
En drottningarviðtal við manneskju sem segir Ég má, ég vil, ég veit best, á dauðans alvöru tímum er nákvæmlega sem það á að vera.
Bein árás á allt það sem þríeykið hefur reynt að gera til að vernda þjóðina.
Í því sambandi skulum við muna að nagið gegn sóttvörnum tafði lokun landamæra þjóðarinnar og sú töf hækkaði dánarhlutfallið úr 33 í 86 þegar þetta er skrifað, en snörp viðbrögð þríeykisins hafa þó náð utan um smitið sem lak í gegnum landamærin, og við erum ljósárum á undan nágrannaþjóðum okkar í verndun mannslífa, að ekki sé minnst á stærri þjóðir sem eru óðum að ná 1000 per milljón markinu þrátt fyrir mannlíf hafi hvergi verið eðlilegt vegna sóttvarna.
Árangur sem við eigum að vera þakklát fyrir, og árangur sem Morgunblaðið hamast gegn, bæði leynt og ljóst.
Drottningarviðtalið afhjúpar hins vegar rugludall svo ekki sé fastar að orði komist.
Enda reynir ekki heilt fólk að réttlæta sóttvarnarglæpi sína, þeim sem verður það á í hugsunarleysi, játa sök, lofa bót og betrun, ásamt því að biðjast afsökunar á hegðun sinni.
Innihaldið er að það séu allir asnar nema viðkomandi, og asnarnir séu í allsherjar samsæri í ofsóknum og starfsníði um viðkomandi.
En það var samt ekki það sem hjó eftir og var kveikjan af þessum pistli;
"Í málfrelsi felst ekki níð. Í því felst að maður fái að spyrja spurninga. Við megum vera með mismunandi skoðanir en við megum ekki vera með persónulegar árásir á fólk opinberlega. Það er það sem stoppar fagfólk frá því að segja það sem það veit,".
Þetta er nefnilega hárrétt.
Það þarf að spyrja spurninga og gagnrýnin hugsun er nauðsynleg, jafnt á þessum tímum eða öðrum.
Í því felst hins vegar ekki að ljúga um staðreyndir og þekkta þekkingu, setja fram hálfsannleik, til að blekkja fólk eða afvegleiða.
Hvað þá að í því felist réttur til að ganga gegn lögum og reglum þjóðarinnar, á neyðartímum þegar mannslíf eða annar beinn skaði er undir.
Borgarleg óhlýðni er vissulega réttmæt á stundum, en ekki á svona tímum eins og við upplifum í dag.
Um þetta þarf ekki að hafa fleiri orð, en þar sem ég er svag fyrir lengra máli en styttra, þá varð mér hugsað þegar ég henti inn fororð þessa pistils, að núna væri litt minnst á sænsku leiðina líkt og plagsiður var fram eftir sumri og reyndar langt fram eftir hausti.
Munum þegar Þórólfur var spurður með þjósti af blaðamönnum af hverju við færum ekki sænsku leiðina, þar væri engin seinni bylgja, þá svaraði Þórólfur, að hann gæti ekki svarað fyrir ástandið í Svíþjóð, en hann teldi líklegt að þeir fengju sína bylgju líkt og við. En auðvitað vonaðist hann til þess að svo yrði ekki, en þar sem veira fengi að ganga laus án þess að gripið væri til aðgerða að hefta smitleiðir hennar, þá kæmi bylgja fyrr eða síðar.
Svar Morgunblaðsins var að birta frétt þar sem vitnað var í Anders Tegnell, Þórólf þeirra Svía, undir fyrirsögninni Efast um aðra smitbylgju í Svíþjóð.
Þar sem Tegnell reifst hástöfum við Þórólf, eða svo hefði mátt halda miðað við efni fréttarinnar. Margt sagt, en þetta helst;
"Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, efast um að önnur smitbylgja komi til Svíþjóðar, þar fækki nýjum staðfestum smitum og dauðsföllum. Þar vísar hann til kórónuveirufaraldursins í vetur og vor en Svíþjóð skar sig úr varðandi fjölda smita og dauðsfalla meðal ríkja á Norðurlöndunum.
Í viðtali við SVT Agenda í gær segir Tegnell að smitrakningin sé eitt af því sem skipti mestu í baráttunni við veiruna. ... Svo virðist sem kórónuveiran dreifist í klösum og Tegnell segir að um leið og veiran finni sér leið, til að mynda inn á vinnustað, þá geti hún dreifst hratt og víða þar. Hann telur að smitrakningin sé það sem gefi besta raun þegar stöðva á hópsýkingu á fyrri stigum. Þetta hafi gengið vel og gefið góða raun í Svíþjóð.
Hann segir að auðvitað sé best að fækka nýjum smitum í nánast ekki neitt en hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessu þar sem þessi nýju smit hafi ekki náð til eldra fólks. Jafnframt hafi þau ekki aukið álag á heilbrigðisþjónustuna. "Það sem er mikilvægast er að þeim hefur ekki haldið áfram að fjölga," segir Tegnell.".
Sannaði þar með að þó menn séu spámenn í sínu eigin föðurlandi, þá metur raunveruleikinn það léttvægt ef spádómar þeirra byggjast á afneitun og heimsku.
"Við lifum á erfiðum tímum. Þetta mun verða verra. Sýndu ábyrgð, sagði hann og endurtók síðan til að sýna að honum væri alvara." sagði Stefan Löven þegar hann tilkynnti hert samkomubann í Svíþjóð þann 24. nóvember síðastliðinn.
Vegna þess að fólk var farið að deyja, önnur bylgja var skollin á.
Og í dag, þó sænsk stjórnvöld telji illa gamalt fólk sem veiran fellir, þá er dánarhlutfallið komið í 703 per milljón íbúa, og fólk er áfram að deyja.
Sambærileg tala hjá okkur væri 230 dauðsföll, en reyndar mun fleiri því við teljum gamla fólkið sem fær ótímabært andlát vegna veirunnar.
Þetta er það sem Morgunblaðið er að berjast fyrir.
Þetta er það sem nagið vildi.
Sænska leiðin.
Eftir stendur spurningin, er einhver annar litur en svartur notaður til að teikna sál þessa fólks??
Kveðja að austan.
![]() |
Ætlar að sækja ríkislögreglustjóra til saka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2020 | 13:26
Þegar vitleysan er lyginni líkust.
Þá efast maður að vanhæfni skýri puttann sem þjóðinni var gefinn þegar sóttvarnaglæpamaður komst upp með að virða ekki skimun og sóttkví á landamærunum.
Hefur ríkisstjórnin ekki frétt að smit sé lítið sem ekkert á landsbyggðinni, með Eyjafjarðasvæði sem undantekningu, en þó er það að mestu gengið yfir á því svæði?
Hefur hún ekki hlustað á þau orð Þórólfs sóttvarnarlæknis að til greina komi að slaka á hömlum á þessari sömu landsbyggð því faraldurinn er allur á höfuðborgarsvæðinu??
Nei, hún virðist lifa í sínum eigin heimi, eða lætur stjórnast af hagsmunum sem ekki eru sýnilegir almenning.
Eða hvað annað fær skýrt að opnað sé fyrir æfingar á höfuðborgarsvæðinu en þær áfram bannaðar í hinum dreifðu byggðum??
"Íþróttaæfingar, með eða án snertingar, verða heimilaðar fyrir fullorðna í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. ".
Þó að árangur í prófkjörum sé tengdur góðum tengslum við stóru klúbbana á höfuðborgarsvæðinu, þá ands. hafi það, á allri heimsku eða spillingu eru takmörk.
Það gat verið mismunun að leyfa æfingar á smitlausri landsbyggðinni en það er klárlega óeðlilegt í alla staði að leyfa þær í smitbælum en banna þar sem er smitlaust.
Það er eins og fífl stjórni okkur, eða gjörspillt fólk.
Veit eiginlega ekki hvort er verra.
Núna þegar 18. einstaklingurinn er fallinn, beinlínis vegna rangra ákvarðana stjórnvalda í sumar, sem og að Landsspítalanum var ekki tryggður fjármunir til að sóttverja Landakot, þá spyr maður sig;
Hvað gengur þessu fólki til??
Miðast öll ákvörðunartaka þess við einhverja annarlega hagsmuni sem enginn annar en þau, og hinir földu hagsmunir, þekkir til??
Svo er eitt að fyrirlíta okkur á landsbyggðinni eins og Svanhvít sýndi svo berlega þegar hún réðist að spítölum okkar misserin eftir Hrun, annað er að sýna það svona gróflega í verki líkt og þessi tillaga er.
Þið eruð óvitar greyin, þið kunnið ekki að passa uppá ykkur.
Eða þannig.
Svei attan, skammist ykkur sagði ég í gær þegar almannavarnaryfirvöld sögðust ennþá vera að skoða mál sóttvarnarglæpamannsins og afhjúpuðu þar með að engin alvara fylgdi sóttvörnum.
Í dag neyðist maður til þess aftur.
Skammist ykkar.
Þið eruð í vinnu hjá þjóðinni.
Ekki sérhagsmunum.
Þó þeir fóðri.
Kveðja að austan.
Viðbót að kveldi eftir fréttatíma sjónvarps.
Í fréttum sjónvarps, sjónvarps allra landsmanna var því slegið fram að íþróttaæfingar fullorðinna mættu hefjast á ný, sem væri frábært ef satt væri.
Samt má lesa þetta á vef ruv. "Íþróttafólk getur jafnframt tekið gleði sína því afreksfólk í efstu deildum og einstaklingsíþróttum getur hafið æfingar. Þórólfur segir það skilning sinn að í hópíþróttum sé einungis átt við efstu deildir en ekki neðri deildirnar. Það sé aftur móti ráðuneytisins að túlka reglugerðina."
Sem er samhljóða því sem stendur í textanum sem ég vitna í hér að ofan.
Allir fullorðnir sem æfa íþróttir eru sem sagt í efstu deildum, og þegar talað er um fullorðna, þá er verið að ræða 16 ára og eldri. Allir svo góðir og engar neðri deildir, 16 ára unglingur strax í efstu deild, í fótbolta, í handbolta og öllum hinum íþróttunum.
Sem er auðvitað ekki, og smærri staðir landsbyggðarinnar hafa ekki fjölda eða styrk til að setja stóru klúbbana í Reykjavík út úr efstu deild í afreksíþróttum. Og á þessum minni stöðum má fólk ekki æfa. Fyrir utan ÍA á Akranesi og KA á Akureyri, þá æfa engin lið í fótboltanum á landsbyggðinni, þrátt fyrir tuga liða, enda fótboltinn aðalíþróttin þar.
KA fær að æfa, ekki Þór, þó æfingaaðstaðan sé sú sama enda aðeins ein knattspyrnuhöll á Akureyri.
Á Austurlandi stendur ónotuð knattspyrnuhöll, samt eru 4 meistaraflokkslið í fjórðungnum, en öll í neðri deildum.
Það er greinilegt að fréttastofa sjónvarps sem og heilbrigðisráðherra lítur á okkur svipuðum augum og Þjóðverjar litu á Búskmenn og Hottintotta í den, ekki fólk, heldur eitthvað sem er svona mitt á milli þess að vera skepna og maður.
Það grátlegasta er að veturinn er tíminn þar sem menntaskólakrakkarnir fá tækifæri til að æfa og keppa, á sumrin er útgerðagróðinn notaður til að flytja inn hálfatvinnumenn sem tala útlensku tungum, og úti um allflest tækifæri.
Þetta er óskiljanleg ákvörðun, lýsir algjöri fyrirlitningu á fólki hinna smærri byggða, og hefur ekkert með sóttvarnir að gera.
Kannski er Svanhvít að hefna sín vegna hinnar óvæntu mótspyrnu sem hún varð fyrir þegar hún tók að sér i verktöku fyrir erlenda hrægamma að loka spítölum landsbyggðarinnar, það er að breyta þeim úr spítölum í hjúkrunarheimili, varð að lúffa með megnið, og hefur greinilega ekki náð sér af því áfalli.
Eða hvað annað skýrir það sem ekki er hægt að skýra???
Þarna er vitlaust gefið.
Ekki síðri kveðja að austan en fyrr í dag.
![]() |
Tilslakanir en áfram 10 manna fjöldatakmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.12.2020 | 16:36
Vanhæfni eða vanvitaháttur.
Ennþá segjast almannavarnir og lögregluyfirvöld vera skoða mál brotamanneskju sem neitaði að fara í skimun, og fór ekki í sóttkví í kjölfarið.
Þessi sauðsháttur, þessi linka gagnvart brotamanneskjunni er vanvirðing við allar þær fórnir sem landsmenn hafa fært síðustu viku og mánuði til að ná niður þriðju bylgju kóvid veirunnar.
Þetta er fingur framan í fólk, og þau sem ábyrgðina bera eru ekki starfi sínu vaxin.
Þessi faraldur er háalvarlegur er okkur sagt, hann er lífshættulegur ákveðnum hópum í samfélaginu, öðrum veldur hann erfiðum veikindum, langtímaafleiðingar lítt þekktar.
Grundvallaratriðið er að halda faraldrinum í skefjum svo heilbrigðiskerfið sligist ekki.
Þess vegna hefur samfélagið mögnunarlítið sætt sig við mjög harðar sóttvarnir, sem hafa miklar afleiðingar, bæði félagslegar og efnahagslegar.
Vegna þess að það er svo mikið í húfi.
Svo er þetta bara djókari, brandari, ef manneskja ybbar sig, ullar framan í kerfið, neitar að hlýða grundvallarreglum sóttvarna, sem eiga að koma í veg fyrir að smit berist inní landið, þá er mál hennar ennþá í skoðun, þremur dögum eftir að uppvíst var um vísvitandi brot hennar.
Af hverju er ekki búið að taka þessa manneskju fasta og loka hana inni??
Er það vegna þess að hún er kona??
Eða er það vegna þess að eins og í öðrum gjörspilltum löndum njóta ákveðnir brotamenn friðhelgi ef þeir njóta verndar háttsettra í stjórnkerfinu??
Er það hægra öfgafólkið í Sjálfstæðisflokknum sem verndar hana??
Eða er þetta bara algjör vanhæfni eða vanvitaháttur??
Hver sem skýringin er þá er þetta til háborinnar skammar.
Þeir sem ábyrgðina bera eru ekki hæfir til að gegna starfi sínu.
Ættu að skammast til að segja af sér og láta aðra taka við sem geta framfylgt lögum á dauðans alvöru tímum.
Annars eru allar forsendur sóttvarna brostnar.
Því þetta var þá bara lygi eftir allt saman.
Og hvaða andskotans máli skiptir það hvort brotamanneskjan var með lækningaleyfi eða ekki, læknar eru ekki undanþvegnir sóttvörnum.
Ekki frekar en annað fólk.
Það veit enginn fyrirfram hver er smitberi og hver ekki, og smit er ekki bundið við starfstitil fólks.
Hafi smit hins vegar breiðst út, þá er eina sem er vitað, það kostar gífurlegar fórnir almennings að stöðva það.
Þetta er rosalega sorglegt að lesa þessa frétt dag eftir dag, að málið sé í skoðun.
Það er eins og við búum í skrípalandi þar sem ekkert er tekið alvarlega.
Allavega ekki af þeim sem gegna trúnaðarstörfum fyrir þjóðina.
Þetta er ekki boðlegt.
Kveðja að austan.
![]() |
Elísabet ekki með lækningaleyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2020 | 13:41
Lífið var einfaldara í gamla daga.
Rómverjar, þetta litla borgríki við Tíber, sem varð að mesta heimsveldi veraldarsögunnar, byggði sigra sína á þrautseigju, skipulagi og aga.
Og agi er lykilorðið þegar árangur hernaðarvélar Rómverja er krufinn, hver hermaður þekkti sitt hlutverk, hann var hluti af heild, kaus hann annað, til dæmis í nafni þeirrar hugsunar sem er orðuð; "Ég má", þá hafði það þá einu afleiðingu sem aðrir skildu.
Hann hins vegar fékk ekki tækifæri til frekari lærdóms.
Á tímum þar sem einstaklingshyggjan tröllreið hetjum og ættbálkum, þá þurfti aðeins agaða hernaðarvél til að leggja undir sig heiminn.
Her sem barðist sem heild, hélt röðum sínum og uppstillingu þrátt fyrir harðskeyttar árásir andstæðinga sína, hann sigraði margfalt fjölmennari her óvinanna sem börðust sundraðir og eftir sínum eigin geðþótta, eða héldu ekki skipulagi í orrahríð augnbliksins.
Hetjur unnu hetjudáðir, en agi vann stríð.
Enda vann ekkert á rómversku hernaðarvélinni fyrr en Germannir komu böndum á stjórnleysi sitt, lærðu til verka af Rómverjum sjálfum með því að gerast málaliðar þeirra og gangast undir Rómverskan aga.
Og þá féll Róm, 800 frá því að fyrstu rómversku bændurnir fóru að herja á nágranna sína.
Róm reis upp aftur, og þá sem stórveldi andans eða guðs á jörð, stendur ennþá en lifði sína blómatíma á síðmiðöldum þegar Evrópa var kristnuð og missti ekki ítök sín fyrr en gráðugir furstar nýaldar ásældust eignir hennar, og gerðu út eitthvað trúarofstæki sem sagði að syndin væri kjarni kristninnar en ekki iðrunin og fyrirgefningin.
Róm lifði samt af þessa aðför, á sömu forsendum og það varð hernaðarveldi á sínum tíma, og nýtti síðan til að byggja upp hina miðlægu kirkju sem hlýddi henni í einu og öllu.
Með aga.
Róm vissi alveg að jörðin var kringlótt en Galíleó fór gegn aga hennar.
Eins var það með hinar ýmsu endurskoðunarkenningar gagnvart hinum miðlæga sið, létu menn ekki undan með góðu, þá var farið með báli og brandi gegn þeim borgum og héruðum sem ljáðu þeim eyra og skjól, kennimenn teknir og brenndir hvar sem til þeirra náðist.
Agaleysi er nefnilega fóður sundrungarinnar, fái það að þrífast, þá er stutt í upplausn, og í stríði, ósigur.
Á tímum þar sem lífið var bókstaflega baráttan um lífið.
Vegna sjúkdóma, vegna uppskerubrests, vegna náttúruhamfara, og ekki hvað síst vegna stöðugra styrjalda og átaka, þá sá samkeppni lífsins (survival of the fittest) til þess að þær þjóðir eða samfélög, sem virtu ekki aga og leyfðu þá úrkynjun einstaklingsins að hann mætti gera það sem hann vildi þegar hann vildi, óháð því sem væri að gerast í kringum hann, til þess að þær þjóðir eða samfélög urðu undir.
Og að verða undir á þessum tíma kostaði viðkomandi ekki bara sjálfstæðið, heldur líka eignir og mjög mörgum tilvikum lífið.
Menn rændu ekki bara og rupluðu sigraða andstæðinga, heldur drápu þá líka miskunnarlaust, og jafnvel þó menn héldu líftórunni, þá var matur og búfénaður á burt, og hungurdauðinn sá um eftirlifendur.
Menn börðust ekki bara innbyrðis, heldur líka við sjúkdóma.
Menn lærðu snemma hvernig hægt var að brjóta múra sóttkvíar með því að kasta sýktum líkum yfir borgarmúra, eitruðu vatnsból með drepsóttarsmiti, og menn lærðu líka snemma að verjast smitsjúkdómum með því að loka hliðum, setja upp sóttvarnarhlið á vegi, eða setja lög um að skip þar sem grunur lék á smiti, kæmu ekki að landi fyrr en ljóst var hvort um smit væri að ræða, eða allir um borð væru dauðir.
En ekkert af þessu gekk ef einstaklingnum var leyft að ganga úr takt, leyft að vinna með óvininum eða sýna af sér þá hegðun sem bauð honum heim.
Hvort sem það var að opna borgarhlið í umsátri því rétturinn til ferðalaga var sterkari en sjálf tilveran, eða að menn virtu ekki tilmæli um sóttkví á tímum drepsóttar.
Það höfðu menn lært af hinu fornu Rómverjum, að aðeins eitt dugði við agaleysi.
Böðullinn.
Hvort Englendingar gripu til hans á dögum loftárásanna miklu þegar algjör myrkvun byggða var fyrirskipuð að nóttu til, skal ósagt látið.
Ég held hreinlega að það hafi aldrei reynt á slíka úrkynjun.
Að segja, Ég má, ég hef rétt, ég er einstaklingur og má gera það sem ég vil.
En ferðalagið til böðulsins var stutt og það vissu allir.
Þegar líf og limir eru undir, þá dugar ekki agaleysi.
Það er áfellisdómur fyrir yfirvöld þessa lands að fólk sem neitar skimun við landamæri skuli hafa það í sjálfvaldi hvort það valsi um og hugsanlega smiti samborgara sína.
Annað hvort eru sóttvarnir í landinu eða ekki.
Það er ekki endalaust hægt að líða þann hálfkæring að fólk komist vísvitandi upp með að brjóta sóttvarnir, eða það sem verra er, að yfirvöld sýni þann hálfkæring að halda smitleiðum inní landið opnum, og á sama tíma halda öllu mannlífi í herkví sóttvarna.
Dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, höfum við þurft að gjalda svona hálfkærings.
Með síharðari sóttvörnum og framlengingu þeirra.
Það er þjóðin sem geldur þessara aumingjaskapar eða forheimsku.
Við vorum veirulaus og hefðum aftur getað orðið fyrir löngu síðan.
Lifað hér að mestu eðlilegu lífi, slagurinn væri tekinn við landamærin.
Þetta er spurning um vilja og þann vilja hafa sumar þjóðir haft, og uppskorið eftir því.
Ég er ekki að mælast til að eldri aðferðir verði teknar upp.
Þær virkuðu en staðfesta gerir það líka.
Staðfesta skoðar ekki augljós ásetningarbrot.
Hún grípur tafarlaust til aðgerða.
Það er ef henni hefur orðið á þau mistök að bjóða hættunni heim.
Staðfestan stýrir ekki þjóðinni í dag.
Þess vegna er ástandið eins og það er.
Þar liggur sökin.
Hvergi annars staðar.
Feisum það.
Kveðja að austan.
![]() |
Lögreglan skoðar mál Elísabetar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2020 | 17:24
Konur gegn jólum.
Kona fór í búð, úr varð lítil hópsýking sem felldi Víði því ef Víðir hlýðir ekki Víði, hver hlýðir honum þá??
Kona fór út að skokka, hitti svo vinkonur sínar á eftir, úr varð lítil hópsýking, sem felldi fyrirhugaðar slakanir fyrsta des, með afleiðingum að íþróttafólk okkar má hvorki æfa eða keppa innanlands. Naut hún reyndar stuðnings ömmu sem vildi endilega hitta alla hjörðina sína, veita bæði kaffi, meðlæti og veiru.
Núna fáum við fréttir af konu sem neitar að bera grímu, er stolt, segir eins og er, að lítið sé réttlætið ef bara Palli litli má vera einn í heiminum.
Nýbúin að fá fréttir af konu, sem er læknir, og neitaði að láta skima sig á landamærunum, fór heim til sín, og ekki í sóttkví.
Undir eru jólin og eðlilegt mannlíf upp úr því.
Einstök dæmi.
Spurning.
En það voru líka konur sem börðust hatrammlega innan ríkisstjórnar Íslands að hleypa veirunni inní landið í sumar, með þekktum afleiðingum dauðsfalla, efnahagslegum samdrætti langt um fram það sem þurfti að verða, og frosnu mannlífi.
Það er líka kona, þingmaður sem hefur barist hart fyrir frelsi veirunnar til að fá að drepa stuðningsmenn flokks síns sem og aðra eldri borgara þessa lands.
Hún er guðmóðir kvennanna innan ríkisstjórnarinnar sem gáfu veirunni leyfi til að herja á landsmenn í sumar, og líkleg skýring á þeirri tregðu að landamærunum var ekki lokað í tíma, og við sátum uppi með franska veiru og endalausar, sífelldar sóttvarnir sem ætla að stela jólunum.
Konur hér, konur þar, konur alls staðar.
Veiran hér, veiran þar, veiran alls staðar.
Hvað skýrir þessi tengsl??
Skortur á rökhugsun, að konum væri eiginlegra að hugsa í hring líkt og einn góður maður sagði og hlaut bágt fyrir??
Eða tilviljunin ein, að það sé hún sem raði upp þessum tengslum.
Eða er pistlahöfundur að tengja saman ótengda hluti og útbúa eina samsæriskenningu svona rétt fyrir leik United og West Ham?
Eða er dýpra á skýringunni?
Langvarandi leiði kvenna á jólunum því í aðdraganda þeirra klikkast þær allmargar, ráðast á lítt greinilegan skít, yfirfylla búr og kistur af óhollum matvælum sem leita beint á miðhluta maka þeirra, að ekki sé minnst á að þær vilja alltaf vera fara eitthvað, þegar úti er frost og funi, en inni er góður bolti í sjónvarpinu.
Og í stað þess að tækla þann leiða, slá af, leyfa skítnum allavega að vaxa svo einhver annar sjái hann, að ekki sé minnst á að ef menn baka ekki af ánægju, þá eiga menn ekki að baka af kvöð, hvað þá að vera alltaf á þessum þeytingi, þá var ráðið að leggja niður jólin.
Allavega stela þeim.
Finnst það líklegast.
En hef reyndar ekkert fyrir því.
"Ertu ekki að koma Ómar!".
Það var víst ekki leikur eftir allt saman.
Ekki fyrr en að verki loknu.
Kveðja að austan.
![]() |
Faraldurinn á mjög hægri niðurleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2020 kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
4.12.2020 | 18:54
Almannarómur er vitni.
Segir lögmaður rógberans.
Sem sá stefndi þurfti alls ekki að vera, hann gat sagt satt og rétt frá, og leitt fram vitni því til sönnunar, en þegar lögmaður hans vitnar í almannaróm í óskyldum málum, þá er ljóst að annað hvort er hann að verja rógbera, eða hann er sjálfur rógberi.
Það seinna gerir sjálfkrafa fyrstu setningu þessa pistils ranga.
Um þetta mál veit ég ekki neitt.
En ég hef þá heilbrigðu dómgreind að þegar Sigmar og Morgunútvarpið útvarpa ásökunum gagnvart málsaðila, og forsenda þeirra ásakana er að allt kerfið, ákæruvaldið, löggan sem greip inní, hjúkrunarfólk á geðdeild, læknar og svo framvegis, væru hluti af samsæri sem aflóga stjórnmálamaður, þáverandi sendiherra þjóðarinnar í Washington, þá vissi ég að ekkert raunveruleikaskyn væri að baki þeim ásökunum.
Sigmar hélt að hann hefði efni til að hengja Jón Baldvin, en áttaði sig ekki á að þar með væri hann að hengja tugi manneskja sem komu að þessu sorglega máli.
Gat vissulega verið rétt, en orð Aldísar voru engan veginn sönnun þar um.
Orð eru ekki sönnun.
Jafnvel þó þau séu ásakanir á hendur miðaldra karlmanni, sett í búning Metoo byltingarinnar, þá þarf meira til.
Og Sigmar þarf að vera algjört fífl ef hann fattar það ekki.
Sjálfsagt hefur hann hugsað að hann hefði sitt Weinstein mál í höndum, og vissi örugglega að miðaldra karlmaður, hvað þá eldri karlmaður en það, ætti engan séns á að verjast ásökunum þess kyns sem er það veikt og aumt, það er að áliti Sigmars og annarra í hans stöðu, að þarf aldrei að færa neinar sönnur á orðum sínum eða ásökunum.
Og sjálfsagt treyst á það að hann sjálfur yrði aldrei skotspónn slíkra ásakana hinna nútíma nornaofsókna.
En heimskur engu að síður, burtséð frá öllu öðru.
Til þess að ásakanir Aldísar væru sannar, þá var samsektin engan vegin bundin við miðaldra karla, lögreglumenn eða lækna, að baki þeim lá líka aðdróttun gagnvart geðhjúkrunarkonum sem sannarlega voru konur, hef hins vegar ekki hugmynd um hvort þær voru miðaldra þegar Jón Baldvin átti að hafa þær í vasa sínum.
Eftir stendur spurningin hvaða ógnartök hafði þessi fyrrum aflóga stjórnmálamaður, sem með skottið á milli fótanna hafði verið sendur til USA, að allt þetta fólk tók þátt í ekki bara samsæri, heldur var þátttakandi í einu af því alvarlegasta sem hægt er að gera öðru fólki, að svipta því frelsinu og loka það inni, ítrekað, því það hafði sannleika að segja um valdamann.
Spurning sem Sigmar mun aldrei geta svarað.
Og lögmaður Aldísar ekki heldur.
Í stað þess að verjast og færa sönnur á orð Aldísar, þá er vísað í róg, almannaróm og Metoo.
I am not a crook sagði Nixon, og enginn trúði honum.
Sú málsvörn var samt hátíð miðað við þá sem þessi frétt greinir frá.
Eitthvað sem fólk skilur.
En rógurinn ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Greinir á um umdeild vitni í máli Jóns Baldvins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 1440178
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar