Einvígið sem aldrei varð.

 

Frá því sem elstu menn muna, og fyrir daga þeirra er skráð í heimildir, hefur  Sjálfstæðisflokkurinn ætíð verið klofinn í tvær fylkingar, og farsælir hafa þeir formenn verið taldir sem hafa náð að láta þessar fylkingar una þokkalega sáttar við sitt. Stríð hinna stríðandi fylkinga hefur þá verið háð í bakherbergjum, með stingandi augnaráði manna á milli, eða þá einhverjum átökum í ungliðafylkingum flokksins, Heimdalli, SUS og Vöku.

 

Hvað veldur þessum klofningi er ekki gott að segja, kenningar hafa verið settar fram um að þarna séu átakalínur sem urðu til svo snemma sem á heimstjórnarárunum, klassísk átök milli frjálslyndis og íhaldssemi, sem síðan hafi komið fram í klofningi borgarastéttarinnar í Íhaldsflokkinn annars vegar og Frjálslynda flokksins hins vegar, og þau átök hafi síðan haldið áfram eftir sameiningu flokkanna undir hatt Sjálfstæðisflokksins.  Veikleiki þessar kenningar er að Íslendingar hafa aldrei verið fyrir hugmyndafræði, en þeim mun meira fyrir "Atvinnu", þess vegna hafa hugmyndafræðingar alltaf verið fylgilitlir á jaðrinum,  hvort sem það er til hægri eða vinstri, og Frjálslyndi flokkurinn var örflokkur þegar hann fékk náðarskjól í Sjálfstæðisflokknum.

Mun líklegri skýring er rætur átakanna liggi í fjölskyldum, menn fæðist inní deilur sem enginn veit hvernig byrjuðu, kannski var það vegna þess í árdaga stjórnmálanna hafi annar fengið sætustu stelpuna á ballinu, og sú afbrýðissemi og höfnun hafið grafið um sig í óvild sem kynslóðirnar hafi svo erft.

En það þarf ekki að skýra allt, þetta er bara svona, baráttan um völd og áhrif er jafn gömul erfðasyndinni, hefur fylgt manninum frá því í árdaga.  Eiginlega er það merkilegt stjórnunarlegt afrek að flokkurinn sé aðeins tvíklofinn, og menn skuli hafa oftast látið hið stingandi augnaráð duga við vega mann og annan.

 

En tímarnir breytast, og jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn líka.

Guðlaugur Þór er vissulega fulltrúi þess valdahóps sem sækir að eignarhaldi Engeyinga og bandamanna þeirra, og eigi skal vanmeta manninn sem hefur stjórnkænskuna til að planta út stuðningsmönnum sínum í þær grunnstoðir sem tilnefna fulltrúa á landsfund.

Hængurinn bara er að helmingur mannkyns er kvenkyns, og af einhverjum ástæðum sem guð má vita hverjar, eru þær ekki lengur sáttar við að þeirra hlutverk sé að brosa og vera sætar, og laga svo kaffi handa köllunum.

Já og skrifa fundagerðir, þær eru alveg kjörnar í ritarastöðu allra flokka og félaga.

 

Þarna liggur hreyfiaflið sem Bjarni hefur náð að virkja en Guðlaugur ekki.

Bjarni er á förum en hefur aðeins dregið brottför sína á meðan krónprinsessurnar fá aukinn þroska og reynslu, það er svo þeirra samkomulag hvor þeirra tekur formanninn næst.

Guðlaugur er ekki að vega sitjandi formann til að láta sér 2 ár duga, kosning hans mun því kalla á formannsátök eftir 2 ár, ofaní þessi.

Sem engin vitglóra er í.

 

Síðmiðaldra karlar hafa af einhverjum ástæðum talið að þeirra tími sé kominn, þegar öllum ætti að vera augljóst að hann er liðinn.

Því munu margir þeirra, sem hugsanlega hefðu kosið Guðlaug, forða flokknum frá þeim hjaðningavígum sem yrðu eftir 2 ár, þau yrðu alltaf skaðleg, og þrátt fyrir allt þá snúast stjórnmál um völd, völd flokksins og flokksmanna, og þar er aðgangur að stjórnkerfinu lykilatriði.

Og flokkar klofnir í herðar niður hafa sjaldan þá lykilstöðu.

 

Konurnar vilja sinn formann, þar eru engar refjar enda vandséð hvernig nútíma stjórnmálaflokkur geti hundsað það kall vegna kaldrifjaðar valdabaráttu síðmiðaldra karla sem þekkja ekki sinn vitjunartíma.

Þess vegna mun Bjarni taka þessar kosningar auðveldlega.

 

Á þessu er aðeins einn varnagli.

Að kvenkynið þekki heldur ekki sinn vitjunartíma.

 

Í þeim nagla er ekki mikið hald.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Beint: Framboðsræður á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stalín var hér.

 

Svona ef einhver skyldi efast um vinnubrögð Guðlaugs Þórs.

Reyndar er það ekki honum að kenna að íslensk tunga sé full af orðum eða orðatiltækjum sem ná alveg að lýsa framboði hans.

Eins og þjófur að nóttu sækir uppruna í þá sem þoldu ekki alveg dagsljósið, líkt og Guðlaugur var þegar hann vann prófkjörið við barnið sem Flokkseigandafélagið stefndi gegn honum, mátti þá gera gott í niðurstöðunni, til dæmis að auka fylgi Flokksins í Reykjavík, sem gekk ekki eftir, að ráðast gegn Bjarna á þeim forsendum að Reykjavík skaffaði ekki, eru vinnubrögð sem íslensk tunga afgreiðir sem "þjóf að nóttu".

En hví þennan tittlingaskít, Sturlunga kann miklu frekari krassandi orð yfir Guðlaug sem nýtti sér skipulagshæfileika Stalíns til að vega að Bjarna sem þjófur að nóttu.

 

Hvernig var þetta með Flugumýrarbrennuna, fyrir daga þjófa að nóttu, en það var brennt að nóttu.

Rétta orðið er fyrirsát, eða launsátur, ef það hefði verið launsátur, þá hefði framboð Guðlaugar komið seinna, svona sirka hálftíma fyrir meinta rússneska kosningu Bjarna.

 

En hvað veit ég, og hvað vita aðrir.

Stalín er jú löngu farinn til feðra sinna, út frá mannúð og mennsku þá hefði sagan alveg getað látið það ógert að hann arfleið hans gengi aftur.

 

En hann var, og vinnubrögð hans eru þekkt.

Ekki að það skipti mig neinu máli í aðdraganda þessara fréttar, um þrautreynd vinnubrögð bóndans í Kreml, en það alveg fyndna er þegar hægri armur Sjálfstæðisflokksins, allflestir rúmlega miðaldra karlmenn, telja sig fá lausn í hremmingum sínum að styðja Ný-Stalín, tækifærasinna sem hefur aldrei á sínum stjórnmálaferli gefið þeim undir fótinn, eða stendur fyrir einhver gildi í dag sem þeir styðja.

 

Eða er hægri armur Sjálfstæðisflokksins útibú frá Pírötum.

Eða hver er munurinn á umhverfisráðherranum Guðlaugi og forheimsku Pírata.

Á hann eina ákvörðun sem vinnur gegn loftslagshörmungum sem munu eyða lífi barna okkar??

 

Nei, líklegast ekki.

Og hægri armurinn er líklegast það heimskur að kjósa út frá andófi sínu, en ekki þekktum staðreyndum um Stalín, eða þeim vinnubrögðum sem fulltrúi hans hér á Íslandi er hér í dag.

 

Munum samt að Stalín var ógæfumaður.

Og í alvöru, við þurfum leiðtoga.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2022
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1440140

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband