Þögnin-Falsið-Glæpurinn.

 

Það er hafið yfir allan vafa að jarðarbúar standa frammi fyrir stórkostlegum hörmungum ef ekki er gripið til aðgerða sem sporna við aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu, þess hluta sem er í okkar valdi að stöðva, draga úr þar sem við getum með því langtímamarkmiði að hagkerfi okkar og samfélög setji ekki meir út í andrúmsloftið en þau hafa getu til að kolefnisjafna.

Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og lofa aðgerðum, þar með er umræðan komin úr skotgröfum afneitunarinnar yfir í þann nauðsynlega fasa að eitthvað sé gert sem skiptir máli.

Sem leiðir að næsta skrefi, og því allra mikilvægasta, að það sem gert er, og skiptir máli, sé af þeim skala að raunveruleg minnkun verði á kolefnisútblæstri mannkynsins, og sú minnkun hægi mjög á "the final countdown" svo mannkynið hafi svigrúm til að þróa nýja tækni til að bregðast við og vinna  á þeim óhjákvæmilegum katastrófum sem munu verða á næstu árum og áratugum.

Það eina sem við vitum, sama hvað við reynum að telja okkur trú um annað; "You ain´t see nothing yet.

Ofsarigningarnar, ofsastormarnir, ofsahitabylgjurnar, ofsakuldaköstin, öfgarnar sem við höfum þegar upplifað er aðeins forsmekkurinn af því sem koma mun.

 

Fyrirsögn þessa pistils á rætur í frétt sem birtist á Mbl.is í vikunni, frétt sem fór frekar lágt, en er í raun ein af stærstu fréttum þessarar aldar.

"Saka olíufélögin um blekkingar" var yfirskrift fréttarinnar og fjallaði um þegar æðstu stjórn­end­ur helstu olíu­fyr­ir­tækja Banda­ríkj­anna sátu fyr­ir svör­um Banda­ríkjaþings. Þó það löngu verið vitað, og nú þegar sannað og staðfest að bandarísku olíurisarnir hafi beitt sér árum og áratugum saman gegn lofslagsvísindum, þá könnuðust þeir að sjálfsögðu ekki við það á nokkurn hátt í ávörpum sínum, forstjóri Chevron viðurkenndi meir að segja að lofslagsbreytingar ættu sér stað.

 

Síðan kom fréttin, sprengjan, vendipunktur í því stríði sem hagsmunaöfl vestra hafa háð gegn framtíð mannkyns, og best að vitna beint í frétt Mbl.is;

"Carolyn Maloney, sem er formaður eft­ir­lis­nefnd­ar full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, sem fer fyr­ir fund­in­um, spurði m.a. hvort for­stjór­arn­ir væru ósam­mála þeirri full­yrðingu að "lofts­lags­breyt­ing­ar ógni til­veru mann­kyns". Eng­in svör bár­ust og lét Maloney því eft­ir­far­andi um­mæli falla: "Þannig að sann­leik­ur­inn er öll­um ljós".".

 

ÞÖGNIN sagði allt sem segja þurfti.

Það rífst enginn lengur um þá staðreynd að lofslagsbreytingar ógni tilveru mannkyns.

 

Vitiborið fólk rífst ekki við staðreyndir og núna þegar allar mælingar á hitastigi jarðar, hvort sem það er á lofti eða legi, staðfesta spár þeirra lofslagslíkana sem lagt var af stað með um aldamótin, þá er engin ástæða til að ætla annað en að þær spár haldi áfram að ganga eftir.

Eftir stendur í Bandaríkjunum miðaldafólkið, sem rífst um aldur jarðar út frá ættartölum Gamla testamentisins, afneitar þróunarkenningunni því hún samræmist ekki sköpunarsögu Fyrstu Mósesbókar, trúir því að Bill Gates hafi fundið upp bóluefni og farsóttir, eða afneitar þeim raunvísindum sem skýra hlutverk koltvísýrings í andrúmsloftinu, sem er ekki aðeins forsenda lífs, heldur þess að líf þrífist á jörðinni vegna hitatemprunar áhrifa þess.

En kostunaraðilinn, sá sem fóðraði þessa vitleysinga með falsvísindum, hann er fallinn frá, valkostur olíufyrirtækjanna er að spila með, eða vera lögsóttur ella.

Forstjóri Exxon, sem vísvitandi hefur fjármagnað og hampað nokkrum þarlendum falsvísindamönnum, var minntur  á "að árið 1994 hefðu yf­ir­menn tób­aks­fyr­ir­tækja logið að Banda­ríkjaþingi og í fram­hald­inu fengið að gjalda fyr­ir það. "Ég var að vona að þú mynd­ir ekki vera eins og tób­aksiðnaður­inn og segja ósatt um þetta," sagði Maloney.".

 

Tóbaksiðnaðurinn hannaði nefnilega aðferðafræðina sem var síðan notuð með miklum árangri í Bandaríkjunum gegn loftslagsvísindum.

Keyptir vísindamenn voru látnir tala um meinta óvissu í því að tóbaksreikningar yllu krabbameini því það liggur í eðli líkinda að þau eru ekki fullsönnuð (þá væru þau ekki líkindi), þeir voru fjármagnaðir til að rannsaka "eitthvað annað" sem gæti skýrt lungnakrabbamein, og þetta annað sem skýrði einhver prósent, var teflt gegn hinu sannaða samhengi milli tóbaksreykinga og krabbameins.

Launaðir áróðursmenn (eitt megineinkenni þeirra er að þeir þykjast aldrei þiggja krónu fyrir að fífla fólk) voru síðan látnir matreiða FALSIÐ hjá hópum sem markaðsfræðingar fundu út að væru almennt móttækilegir fyrir vitleysu, hægri sinnað trúað fólk sannfærðist þegar raunvísindi voru tengd við sósíalisma og demókrata, stjórnleysingjar þegar þeim var sagt að þetta væri eitt allsherjarsamsæri Djúpríkisins.  Reyndar einföldun á flóknari áróðri en þetta eru nokkurn vegin meginlínurnar.

Það varð bara tóbaksiðnaðinum að falli að ungur faðir með samvisku, kjaftaði frá og gat fært sönnur á máli sínu, annars hefði áætlunin öll gengið eftir og hagsmunatengdir þingmenn innan Repúblikanaflokksins hefðu haft bakland til að tryggja að ekki yrðu sett lög sem hömluðu starfsemi tóbaksfyrirtækja.

 

Varðandi herferðina gegn loftslagsvísindum þá greip raunveruleikinn inní, heimurinn hlýnaði í takt við loftslagslíkön, og í dag finnst ekki einn ókeyptur vísindamaður sem mælir gegn þeim raunvísindum sem segja til um hlutverk CO2 í að viðhalda lífvænlegu lofslagi á jörðinni, og hvað gerist ef því jafnvægi er ógnað.

Og þó afneitunarsinnar munu halda áfram að lemja hausnum í stein, þá er höndin sem fóðraði FALSIÐ búin að afneita afneituninni, búin að afneita þeim.

Þeir eru orðnir sorglegri en þau nátttröll sem ennþá reyna að mæra og verja kommúnisma 20. aldar.

 

GLÆPUR gegn mannkyni er stærstur glæpur sem skilgreindur er í dag í lögum, og hingað til hefur hann verið notaður til að skilgreina einhver voðaverk í stríði eða stríðsátökum, en eftir að kórónufaraldurinn hófst, þá komu upp raddir í Svíþjóð að vísvitandi aðgerðaleysi þarlendra heilbrigðisyfirvalda á fyrstu dögum og vikum kórónufaraldursins væri dæmi um slíkan glæp. Og í Brasilíu er talað um fullum fetum að ákæra forseta landsins fyrir slíkt aðgerðaleysi, og þá út frá lögum um glæpi gegn mannkyni.

Atlaga olíurisanna að lofslagsvísindum er dæmi um slíkan glæp.

Ef það verður síðan sannað að þau hafi líka beitt sér gegn rannsóknum og þróun orkugjafa sem nýta varma sólu án þess að nota jarðeldsneyti sem millilið, þá er erfitt að sjá hvernig þau geta forðast ákæru um slíkan glæp.

 

Eitt sem blasir við svona eftir á, er samsvörunin á mótmælum gegn kjarnorku í Evrópu, til dæmis Þýskalandi, og kostaðra friðarhreyfinga gegn kjarnorkuvopnum í álfunni, en þó það hafi verið grunað, þá var það sannað eftir fall Berlínarmúrsins að drifkraftur þeirra var fjármagn frá Sovétríkjunum og í minna mæli Austur Þýskalandi.

Múgæsing sem spratt úr engu, og varð að engu um leið og kostunaraðilinn féll frá, sem tók samkeppnisaðilann (Nató) og krafist þess að hann afvopnaðist á meðan sá sem fjármagnaði beið grár fyrir járnum tilbúinn til árása, meikaði aldrei neinn sens út frá almennri skynsemi.

Og hvað er kjarnorkuiðnaðurinn annað en samkeppnisaðili jarðeldsneytisiðnaðarins??, og hvaða sens var að herja á hann út frá hættunni af fyrstu kjarnorkuverunum sem voru barn eftirstríðsáranna, í stað þess að krefjast þróunar hans, að tækninýjungar gerðu hann öruggari, kjarnorkan losar jú ekki koltvísýring??

Hvað veldur að kjarnorkan tryggir ekki orkuöryggi í Evrópu í dag??. Í hinni orkusnauðu álfu þar sem almenningur eru ofurseldur dýru jarðeldsneyti, í álfu sem býr við orkuskort sem vegur að afkomu fólks og lífsgrundvelli.

 

Sú stóra spurning er samtvinnuð miklu stærri GLÆP, glæpnum gegn sjálfu lífinu.

Hvað skýrir að það sem hefur verið gert fram að þessu á þessari öld hefur litlu sem engu skilað?

Hvað skýrir hugmyndafræði sem "bítur" (orð umhverfisráðherra) hina fátæku, sem minnstu ábyrgðina bera á losun gróðurhúsloftegunda, er hugsuð til að neyða þá aftur til miðalda í lífsháttum og lífskjörum, en snertir lítt hina auðugu sem halda áfram að hafa efni á orkusóandi lífsstíl sínum, og í dag hæða heimsbyggðina með því að fljúga þvers og kurrs um heimsbyggðina út af meintum áhyggjum sínum af komandi lofslagshörmungum, til að setja ráðstefnu sem fjalla aðeins um eitt:

Skattlagningu og afturhvarf almennings til fortíðar??

 

Á vef Lifandi Vísinda má finna nýlega grein sem heitir "Öll orka gæti verið græn árið 2050", þar sem lesa má þessi orð; "Umbreytingin frá jarðefnaeldsneyti yfir í græna orku virðist vera óvinnandi verk. En tæknin til að gera það er þegar til staðar. Fræðimenn hafa reiknað út að sólar-, vind- og vatnsorka geta annað orkuþörf heimsins árið 2050 og leiðarbókin er tilbúin.".

Þegar greinin er lesin blasir við að forsenda þessara umbreytinga er öflugt tæknivætt samfélag sem hefur efnahagslega burði til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir, jafnt til að rannsaka og þróa nýja tækni sem og fjármuni til að breyta yfir í endurnýjanlega orkugjafa.

Það er öllum ljóst að það ástand er ekki til staðar í Evrópu í dag, upp úr þurru býr álfan við sjálfskipaðan orkuskort, sem neyðir orkufrek fyrirtæki til að loka, þau smærri hætta alfarið framleiðslu, þau stærri flytja hana til mengunarlanda þar sem meginorkan er fengin með brennslu kola.

En rekstrargrunnur svo margra annarra fyrirtækja laskast líka, og þegar erfiðleikar heimsfaraldursins bætast ofaná, þá getur stórhækkaður orkureikningur orðið banabiti margra annars áður vel stæðra fyrirtækja.

Og ofaná þetta á síðan að bæta eldsneytissköttum undir yfirskini baráttu við lofslagsbreytingar, jafnt á sjálfa orkuna sem fyrirtæki nota sem og stórhækkar allan flutningskostnað, kostnað við ferðir starfsfólks og svo framvegis.

 

Í stærra samhengi má benda á stórhækkun flutningskostnaðar, stórhækkun á áburðarverði, ýtir undir matarskort, einhvers konar tilbúið þriðjaheims ástand.

Sem er eiginlega kjarni þess sem er verið að gera heimsbyggðinni i dag.

Áður en við upplifum hamfarir lofslagshlýnunarinnar, þá upplifum við manngerðar hörmungar sem eru réttlættar undir einhverju yfirskini að það sé verið að berjast við lofslagsvána.

 

Sem er alls ekki rétt.

Losun mannkyns eykst með hverju árinu, og þó einhver viðsnúningur hafi orðið á Vesturlöndum, þá er alfarið skýringin sú að hin meðvitaða skattastefna og hinn tilbúni orkuskortur, hefur flutt framleiðslu frá Vesturlöndum til Kína og í minna mæli Indlands, auk annarra fjölmennra ríkja í þriðja heiminum.

Þetta blasir svo við að það er glæpsamlegt að horfa framhjá því.

 

Rhodium group er sjálfstæð rannsóknarstofnun, sem sérhæfir sig að meta raunhagtölur frá Kína, auk þess að fjalla almennt um lofslags- og efnahagsmál, birti skýrslu þar sem fram kemur að Kína eitt og sér ber meiri ábyrgð á losun gróðurhúslofttegunda en Bandaríkin og Evrópusambandið til samans, samt telja þau Ísland með Evrópusambandinu, einn af hinum stóru sökudólgum, ef marka má umræðuna hérlendis.

Greinin heitir "China’s Greenhouse Gas Emissions Exceeded the Developed World for the First Time in 2019". Þar má lesa þessa afhjúpun um Rio, um París, og líklegast væntanlega Glasgow.

"Using our newly updated global emissions data through 2019, we estimate that in 2019, for the first time since national greenhouse gas emissions have been measured, China’s annual emissions exceeded those of all developed countries combined. China’s emissions were less than a quarter of developed country emissions in 1990, but over the past three decades have more than tripled, reaching over 14 gigatons of CO2-equivalent in 2019.".(Rhodium quantifies emissions on a “territorial” basis, consistent with UNFCCC reporting guidelines.) (Sjá athugasemd nr. 2 í athugsemdarkerfinu, þar birti ég alla tilvitnunina ásamt línuritum sem sýna þá drastísku aukningu sem hefur orðið í losun Kína frá því um 1990).

 

Það hefur aðeins orðið tilfærsla á menguninni, það hefur í raun ekkert raunhæft verið gert sem skiptir máli.

Og ef það er ekki GLÆPUR gegn lífinu, hvernig er þá hægt að skilgreina þann glæp, núna þegar allir, bókstaflega allir eftir að olíufyrirtæki gengu úr skapti afneitunarsinna, viðurkenna að "lofts­lags­breyt­ing­ar ógni til­veru mann­kyns".

 

Það þarf ekki mikið vit eða skynsemi til að sjá að það er heildarlosun gróðurhúsloftegunda sem skiptir máli, ekki tilfærsla hennar milli einstakra landa, þar sem einstök ríki keppast við að ná markmiðum sínum með því að flytja mengun sína annað.

Það þarf ekki mikið vit eða skynsemi til að sjá hvílík heimska eða óráð það er til dæmis hjá íslenskum stjórnvöldum að þvinga fram orkuskipti með skattlagningu, vega þar með að tilveru hinna dreifðu byggða sem eiga allt sitt undir samgöngum, skaða þar með til dæmis innlenda matvælaframleiðslu, sem og aðra framleiðslu, og auka þar með neyslu á ódýrum staðgengisvörum sem framleiddar eru með kolaraforkuverum.

Eða hve litlu það skiptir þó tilbúin orkukreppa í Evrópu, auk ofurskattlagningarinnar, miðaldavæði efnahagslífið, þegar Evrópa ber aðeins ábyrgð á 6,4% af heildarlosun gróðurhúsloftegunda (skilgreining samkvæmt territorial), 0,2% minna en Indland.

Að tala í þessu samhengi um losun per einstakling er hreint kjaftæði, loftslagið, spyr ekki um slíka tölfræði, aðeins um magnaukningu koltvísýrings auk annarra gróðurhúsloftegunda í lofthjúp jarðar.

 

Átti menn sig á alvarleik málsins, þá gera menn eitthvað sem skiptir máli.

Stærsti hluti fólksins sem núna er samankominn í Glasgow virðist engan veginn gera sér grein fyrir því, sumir virka það heimskir að slíkt er ekki mannlegt, heimska þeirra hlýtur að vera kostuð af öflum sem lögðu undir sig umræðuna og stjórna baráttunni gegn lofslagsvánni.

Það blasir við hvaða öfl þau eru, það þarf aðeins að spyrja sig hverjir hafa grætt á tilfærslu framleiðslunnar til Kína auk annarra þróunarlanda?

Hverjir börðust gegn Trump þegar hann fór gegn samkomulaginu um að gera ekki neitt, og kennt er við París??

Hverjir eru bakhjarlar þess lofslagstrúboðs sem tröllríður fjölmiðlum, og sneiða algjörlega frá kjarna málsins, að það sé gert sem þarf að gera.

 

Svarið við þeirri spurningu er svarið um hverjir eru sekir um mesta glæp sögunnar.

GLÆPINN gegn lífinu.

Sem verður sá síðasti ef við spyrnum ekki við fótum og verjum lífið sem við ólum.

 

Það er okkar að mynda það bakland að samstaða þjóðarleiðtoga heimsins snúist um raunverulegar aðgerðir.

Um orkuskipti frá jarðeldsneyti í vistvæna orkugjafa, þar sem fyrstu skrefin er að tryggja nauðsynlega orku sem mengar minna en kolin og olían, í grein Lifandi Vísinda er bent á jarðgas, kjarnorka frá verum sem byggð er með tækni 21. aldar er líka augljós valkostur.

Um tilfærslu frá glóbal framleiðslu til lókal, um tilfærslu frá mengandi framleiðslu til mengunarminni, en ekki öfugt eins og er í dag.

Um verndun regnskóga með góðu eða illu, þar er skýrasta dæmið um þá siðblindu að þröngir fjárhagslegir hagsmunir Örfárra geti ógnað öllu lífi í skjóli "frelsis" og frjálsra alþjóðlegra viðskipta.

Um alþjóðlega samstöðu að setja fjármuni, margfalda á við þá sem við setjum í vopn og drápstól, í að verjast afleiðingum lofslagshamfara, hvernig sem við förum að því, ef stór hluti heimsins verður lítt byggilegur vegna þurrka, ofsaveðurs eða hækkun sjávar, þá hrynur siðmenningin ef einstaklingurinn eða einstök þjóðríki verða látin takast á við þær hörmungar án stuðnings þeirra sem betur sleppa.  Því fólk grípur til fótanna og mun berjast fyrir tilveru sinni.

 

Og svo margt fleira, en ekkert af þessu er rætt um í Glasgow.

Það er aðeins sýndarráðstefna þeirra sem vinna gegn lífinu.

Hvað sem rekur þetta fólk svo áfram.

 

Fyrst að olíufurstarnir gátu viðurkennt vána, ógnina gagnvart tilveru mannkyns, þá hljótum við hin geta gert það líka.

Við þurfum aðeins að hætta að vera sauðir sem láta teyma okkur.

 

Það er ekki eftir neinu að bíða.

Ekki nema menn telji Útrýmingu vera þess verða að bíða eftir.

 

Glasgow er ekki að fara gera neitt.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Sammála um að hlýnun fari ekki yfir 1,5 gráður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttarríkið undir.

 

Ferill Gróu var stuttur á Morgunblaðinu í gær.  Eftir að hún opnaði fréttasíðu gærdagsins með slúðurfrétt þar sem hópur fólks var rógborinn, gefið í skyn að þrír einstaklingar innan hans hefðu gerst sekir um kynferðisbrot, þá tók blaðamaður sæti Gróu og Mbl.is breyttist úr slúðurmiðli í alvöru fréttamiðil.

 

Rifjum upp hvað var ámælisvert í fréttamennsku Mbl.is, svona fyrir utan að dreifa slúðri og rógi, vitna í pistil gærdagsins þar um; "Alvöru fjölmiðill eins og Morgunblaðið á að nálgast þessa frétt á þeim nótum að spyrja bráðabirgðastjórn KSÍ hvort henni þyki eðlilegt að hópur út í bæ taki yfir réttarfarið og útdeili skömm og refsingu.".

Þetta er kjarni málsins, hópur jaðarfólks getur ekki tekið yfir réttarkerfið, notið til þess stuðnings fjölmiðla og afla sem hafa lengið róið að því að sundra samfélaginu í frumeindir sínar, því sundrað samfélag ver ekki auðlindir sínar og almannaeigur, sundrað samfélag ver ekki sjálfstæði sitt.

 

Spurningar sem voru ekki spurðar, voru spurðar í gær.

Andri Stefánsson, starfandi framkvæmdarstjóri ÍSÍ, var spurður í framhaldi af frétt um ÍSÍ hefði skipað rannsóknardómara, framhjá réttarkerfinu til að meta sekt ásakaðra "Er viðeig­andi að hver sem er úti í bæ geti sent inn form­lega til­kynn­ingu um meint brot til íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar og þá er meint­ur ger­andi úti­lokaður frá til að mynda landsliðsverk­efn­um í sinni íþrótta­grein?"

Spurningar sem á reyndar ekki að þurfa að spyrja í siðuðu samfélagi, en þarf samt að spyrja að gefnu tilefni.

 

Og þó Andri sé einn af þeim sem ber ábyrgð á skipan rannsóknardómarans, þá er hann ekki aumari en svo að hann gat svarað eins og siðuð vitiborin manneskja;

"Það er úti­lokað að það geti gengið þannig til".

 

Það er nefnilega útilokað að þetta geti gengið svona.

Þegar ásökun er orðin að vopni eða valdatæki, þá kann sagan engin dæmi um að slík vopn eða valdatæki hafi ekki verið misnotuð, og við Íslendingar erum ekki að fara skrifa nýjan kafla í söguna þar um.

Það er ekki boðlegt nokkrum manni, jafnvel þó þeir séu íþróttamenn, að hafa slíka fallexi yfir höfði sínu.

Geti íþróttahreyfingin ekki virt eðlilegar leikreglur samfélagsins þá ber henni að leggja sig niður.

 

Heimskan sem tröllríður þessari umræðu kemur síðan berlega fram í þessari frétt þar sem rætt er við "Kol­brúnu Hrund Sig­ur­geirs­dótt­ur, verk­efn­a­stýru Jafn­rétt­is­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar og meðstjórn­anda í fram­kvæmda­stjórn ÍSÍ.

Hvort blaðamaður hafi séð gamalt viðtal ítölsku blaðakonunnar Oriana Fallaci við Ayatollah Khomeini þar sem beinskeyttar spurningar hennar afhjúpaði forneskju æðstaklerksins skal ósagt látið en þessi spurning hans er meitluð í granít skynseminnar; "En er það hlut­verk íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar að taka sér stöðu dóm­stóla í sam­fé­lag­inu?".

 

Tilefni spurningarinnar voru þessi orð Kolbrúnar; ".. því við þurf­um að passa okk­ur sér­stak­lega á því að við séum ekki að fara langt út fyr­ir hegn­ing­ar­lög­in því þetta þarf auðvitað að vera í takt við lög og regl­ur í land­inu.“"

Einhver hefði nú sagt að starfshópur ÍSÍ myndi virða lög og reglur landsins, en þessi einhver var bara ekki í viðtali við Mbl.is.

"Þetta er ein af þeim spurn­ing­um sem við höf­um þurft að tak­ast á við og ein­mitt hversu langt íþrótta­hreyf­ing­in á að teygja sig í þess­um mála­flokki, sér­stak­lega þegar þolend­ur eru utan íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar. Á sama tíma vilj­um við ekki hafa kyn­ferðisof­beldi inn­an íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar frek­ar en ann­ars staðar og við þurf­um öll að standa sam­an til að vinna bug á því.

Við vilj­um og þurf­um að hafa verk­færi til þess að bregðast við því en það þarf líka að bæta dóms­kerfið okk­ar því við höf­um verið að sjá um 13% sak­fell­ingu í kyn­ferðis­brota­mál­um hér á landi sem er al­gjört bull. Við þurf­um að gera eitt­hvað bet­ur, það er al­veg klárt,“ bætti Kol­brún við í sam­tali við mbl.is. ".

 

Einhver sagði að kvenfólki hætti til að hugsa í hringi, og hlaut bágt fyrir.  Hefði hann haft tímavél þá hefði hann getað vitnað í þessa beinu spurningu; Er það hlutverk íþróttahreyfingarinnar að taka sér stöðu dómsstóla í samfélaginu.

Það þarf ekki mikla rökhugsun til að segja Nei, það þarf mikinn ruglandi að blanda saman þörfinni á skýrum reglum, á þeirri yfirlýsingu að einelti og ofbeldi sé ekki liðið innan íþróttahreyfingarinnar, og þess að taka sér réttinn til að vega og meta sekt eða sakleysi ásakaðra.

Að ekki sé minnst á að ef fólk er ósatt við réttarreglur og aðferðafræði réttarkerfisins um að sekt þurfi að vera sönnuð, að þurfi það sjálft að skapa sér verkfæri til að fjölga sakfellingum.

Glórulausari getur ein umræða ekki orðið.

 

Fyrir gott verk á að hrósa.

Þessi blaðamennska Mbl.is er góð, himin og haf á milli hennar og hinnar aumkunarverðu sem vinna hjá Ruv, þar fullyrt að 3 landsliðsmenn í viðbót hefðu gerst sekir um kynferðisbrot.

Sönnunin: orð og ásakanir.

 

Megi Gróa vera sem lengst í fríi.

Það er gaman að vera búinn að fá Moggann sinn aftur.

Á góðum degi slær honum enginn út.

 

Takk.

Kveðja að austan.


mbl.is Hversu langt á íþróttahreyfingin að ganga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknardómarinn.

 

Hefur breyst frá því við sáum hann síðast í bíómynd, í síðri svartri skikkju, pínandi og brennandi konur á dögum hins kaþólska rannsóknarréttar.

Þetta heitir að kalla að poppa sig upp.

 

Í dag er hann brosmild, vel klædd kona, en hlutverk hans er það sama.

Jú, jú, það er enginn pínubekkur og bálköstur, en tímarnir breytast, en kjarninn ekki.

 

Eitthvað, óskilgreint, samt með umboð, telur sig hafa rétt til að vega og meta, til að dæma.

Til að útskúfa, til að taka menn út af sakramentinu.

Eða veita syndaaflausn, vissulega voru margir sem voru píndir, ekki brenndir á báli í kjölfarið.

 

Að því slepptu er staða hins ásakaða sú sama, útilokaður, með dóminn yfir höfði sér.

Það er ekki eins og þessi orð hafi ekki verið mælt áður; "Varðandi tím­aramm­ann þá er hann mjög mis­jafn og fer eft­ir eðli mála. Ég reyni eft­ir bestu getu að vinna hratt en það tekst ekki alltaf og fyr­ir því eru ýms­ar ástæður".

 

Að fólk skuli taka þátt í þessum skrípaleik, þessari endurtekningu sögunnar, undir nafni og mynd, er líka framþróun.

Myndir frá Spáni sýna að dómarar rannsóknarréttarins huldu andlit sín þegar þeir voru viðstaddir brennur sínar.

Vissu eins og er að þeir voru hötuðust menn þjóðar sinnar.

 

En við Íslendingar eigum okkar sérstöðu.

Skömm ákærandans var ekki meir en svo að Jón Magnússon skrifaði varnarit sem hann kallaði Píslarsögu sína, þar sem hann útskýrði þær hremmingar sem ollu því að hann var nauðbeygður að brenna mann og annan.

Vissi greinilega uppá sig óeðlið, og honum mistókst að hreinsa æru sína gagnvart almenningi og almannarómi, og uppskar síðan greiningu um geðveiki hjá seinni tíma mönnum.

 

Hvort sú saga endurtaki sig þegar þetta fár er gert upp, veit tíminn einn.

Þó hygg ég að geðveiki verði ekki talin til afsökunar hjá því aumkunarverðu fólki sem leggur nafn sitt við þessa nútímaútgáfu á fárum fortíðar.

 

Það er aðeins aumt, lítilsgilt.

Og er svo illa upp alið að það fattar það ekki.

 

En það mun ekki erfa landið þó fattlaust sé.

Háðung þess mun hins vegar lifa.

Því mennskan kemur alltaf til baka, og leggur svona að baki.

 

Vissulega erum við ófullkomin.

En við erum samt betri en þetta.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Öll mál flokkuð sem trúnaðarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróa mætt í vinnuna.

 

Komin úr langþráðu fríi með nýja slúðurfrétt handa fólki til að kjamsa á.

Það er sko svona sem fjölmiðill sem tekur sig alvarlega, hagar sér.

Og núna getur fólkið var að geta sér til hverjir þessir "hinir þrír" eru.

Að æru fólks skal vegið svo ekkert stendur eftir.

 

Spurning hvort Gróa bæti ekki í, fyrst hún hefur aftur fengið lausan tauminn hjá ritstjórn Morgunblaðsins, til að dreifa skít, og hún spyrji bráðabirgðaformann KSÍ um lespíska klefamenningu kvennalandsliðsins þegar hún var í landsliðinu.

Klefamenningu sem einkenndist að áreitni og útlokunarmenningu gagnvart nýliðum sem voru svo gamaldags að vera streit.

Hve lengi viðgengst þessi klefamenning, er hún ennþá við lýði í dag??

 

Má ekki endalaust grafa og grafa þegar menn á annað borð byrja á skurðgreftri í sorphaug slúðursins??

 

Alvöru fjölmiðill eins og Morgunblaðið á að skammast sín fyrir þessa framsetningu.

Alvöru fjölmiðill eins og Morgunblaðið á að nálgast þessa frétt á þeim nótum að spyrja bráðabirgðastjórn KSÍ hvort henni þyki eðlilegt að hópur út í bæ taki yfir réttarfarið og útdeili skömm og refsingu.

 

Það er kjarni málsins, að óréttlæti fortíðar leggi ekki grunn að óréttlæti framtíðar.

Og þetta skilur allt vitiborið fólk, hafi það á annað borð vott af æru og sóma.

 

Ef ásökun er ígildi glæps þá erum við farin úr réttarríki yfir í skrílríki.

Úr siðmenningu yfir í vargmenningu.

 

Það er ekki bara mál að linni.

Það þarf að taka á móti.

 

Okkur ber skyldu til þess.

Annað er helvítis aumingjaskapur.

 

Það er bara svo.

Kveðja að austan.


mbl.is Sex landsliðsmenn sakaðir um brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú uppskerð eins og þú sáir.

 

Vanda Sigurgeirsdóttir fékk starf sitt vegna þess að fráfarandi stjórn KSÍ hafði hvorki kjarkinn og manndóm til að standa með Guðna Bergssyni eftir að hann lenti í gjörningsfárvirði þegar hann virti trúnað við föður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur um að mál hennar gegn Kolbeini Sigþórssyni yrði ekki gert opinbert.

Gegn þeim trúnaði fór sjálft hið meinta fórnarlamb, og Guðni stóð nakinn á eftir á víðavangi, ennþá það naví að reyna að virða trúnaðinn með því að afsaka sig með að hann hefði talið brot Kolbeins vera ofbeldisbrot, ekki kynferðisbrot.

Sjálfsagt alltaf upplifað spark eða klíp i punginn sem ofbeldi en ekki kynferðiseitthvað.

 

Fyrsta embættisverk Vöndu Sigurgeirsdóttur var að ljúga að knattspyrnuáhugafólki um að hún hefði engin afskipti haft af þeirri ákvörðun Arnars Viðarssonar landsliðsþjálfara um að velja ekki Aron Gunnar Einarsson í landsliðið, ákvörðun sem var á skjön við fyrri orð Arnars um að ungu strákunum vantaði fyrirmynd og reynslu baráttuhunda.

Staðreyndin var að Vanda fundaði með Arnari, og eftir þann fund ákvað Arnar að velja ekki Aron Einar.

Næsta embættisverk hennar var að útvega Arnari þjónustu almannatengla sem tóku hann í klukkustundar þjálfun við að æfa lygina um að Vanda hefði hvergi komið nærri málum, árangurinn enginn, Arnar tafsaði út í eitt á blaðamannafundi þjálfaranna þar sem landsliðshópurinn var kynntur.

 

Merkilegri pappír er Vanda Sigurgeirsdóttir ekki.

En hún fékk tækifæri til að bæta úr þegar hún mætti í Kastljósviðtal hjá Jóhönnu Vigdísi, þar sem Jóhönnu var tíðrætt um kynferðisofbeldi landsliðsmanna, meðvirkni fyrrverandi stjórnar gagnvart því, og hvernig Vanda ætlaði að bæta þar úr.

 

Þar brást Vanda.

Hún varði ekki sitt fólk, hvorki landsliðsmenn sem hafa af ósekju mátt sitja undir rógi og slúðri níðhöggva, eða fráfarandi formann sem á engan hátt getur borið ábyrgð á því sem talið er að hafi farið miður á undanförnum árum eða áratugum.

Hún aðeins flissaði og hló með, og sagðist vera betri.

Rifjaði síðan upp að hún hefði látið klíp og káf viðgangast.

Ég sæi í anda hinar sterku konur allt í kringum mig játa uppá sig slíkan aumingjaskap, marg oft verið vitni að viðbrögðum þeirra gegn slíkri áreitni, svo hún var ekki endurtekin.

 

Rifjum upp það eina sem er í hendi, hinn meinta slóða sem fylgir kynferðisofbeldismönnum líkt og Halla Gunnarsdóttir benti á að fylgdi slíkri hegðun og ofbeldi.

Ásökun um nauðgun Arons Einars 2010, kæra felld niður að sögn hins meinta fórnarlambs, að hann hefði þá stöðu að það þýddi ekki að kæra hann.

Hver er svo heimskur að trúa því að 2010 hafi knattspyrnumenn verið ósnertanlegir fyrir lögum??

 

Heimilisharmleikur Ragnars Sigurðssonar, þar sem meint ofbeldi hans bitnaði á húsgögnum og húsmunum.

Hvar er tekið fram í lögum KSÍ, hvort sem þau er skráð eða óskráð, að formaður eða stjórn þess eigi að skipta sér að slíkum málum, annað en það að reyna að útvega viðkomandi leikmanni aðstoð og stuðning í að vinna úr sínum málum??

 

Meint ofbeldi Kolbeins Sigþórssonar gagnvart Þórhildi Gyðu Arnardóttur, meint því Kolbeinn kannast ekki við það sökum ölvunar sinnar.  Hann samdi hins vegar um miskabætur, eftir tillögu lögfræðings Þórhildar þar um.

Þar kom Guðni hvergi nærri málum, nema að hann var beðinn um trúnað þar um.

Síðan þá hefur Þórhildur Gyða ítrekað verið staðin að rangfærslum, þær skjalfestar.  Hún segir til dæmis í yfirlýsing þann 21. ágúst síðastliðinn að "Ég man vel að þetta var lögfræðingur á vegum KSÍ þar sem mér var orðrétt boðið á fund með “stjórnarmeðlimum KSÍ og tilteknum landsliðsmanni” þar sem bera átti undir mig þagnarskyldusamningin. Ég gæti mögulega fundið heimildir fyrir því,".

Heimildar hennar voru ekki betri en þær en lögmaður Kolbeins upplýsti að hann hefði aldrei verið á vegum KSÍ, og að það hefði ekki verið Kolbeinn sem að fyrra bragði hefði boðið miskabætur; "Hún (Þórhildur Gyða) sagðist mögulega vera tilbúin að falla frá kærunni gegn greiðslu miskabóta, bað mig að skoða það og heyra í þér. Ég kíkti á dómafordæmi og fyrir brot gegn 209./217. hafa miskabæturnar verið í kringum 300 þús kall.".

Þetta var vitað fyrir viðtal Jóhönnu Vigdísar við Vöndu, þegar Jóhanna Vigdís vogaði sér samt að tala um kynferðislegt ofbeldi Kolbeins og að KSÍ hefði reynt að þagga það mál niður, þá var hún sek um, ekki vanhæfni, heldur lygar, og hefði Vanda haft hið minnsta töts í sér, þá hefði hún mætt þessum lygum með staðreyndum.

 

Og síðan hvað annað, hver er svo slóðin sem liggur eftir hina meintu ofbeldismen, Kolbein, Aron Einar og alla hina sem hafa spilað fyrir hönd þjóðarinnar í landsliði hennar í knattspyrnu.

Hver er slóðin sem réttlætir allar ásakanirnar og krossfestingu Guðna??

 

Svarið er að þrátt fyrir dauðaleit sem hefði fundið margar nálar í heystakk, þó stakkurinn væri á stærð við Efra Breiðholt, þá hefur ekkert fundist.

Stundin, Kjarninn, Gróa á Morgunblaðinu, EKKERT.

Og á þetta þurfti Vanda aðeins að benda.

Að standa með sínu fólki.

 

Sem hún gerði ekki.

Brást knattspyrnunni, brást fráverandi formanni, brást okkur öllum sem unna þessari sparkíþrótt.

 

Svo skorar hún á íslensku þjóðina.

Að styðja það sem hún sjálf ber fulla ábyrgð á að hafa brotið niður.

 

Fólk eins og Vanda skilur ekki æru eða sóma.

Ekki þegar hag má hafa að elta rógbera og níðhöggva.

 

En Guðni Bergsson vann inn sér þá æru að öldungur, sem margt hefur séð og margt hefur upplifað, skrifaði þessi orð um hann.

Vöndu til háðungar ætla ég að birta þau;

"En mér er mis­boðið þegar okk­ur karl­kyns fót­bolta­mönn­um er borið á brýn orðfar eða annað sem stuðlað get­ur að of­beldi eða of­beld­is­menn­ingu. Sem bróðir 6 systra og faðir 3ja ynd­is­legra dætra þá myndi aldrei hvarfla að mér að styðja eða verja e-ð sem flokk­ast gæti sem niður­læg­ing eða of­beldi í garð stúlkna eða kvenna.

En ég get held­ur ekki stutt orð og aðgerðir mis­vit­urra aðila sem farið hafa offari og stuðlað að því að heiðarleg­ur og vandaður maður eins og Guðni Bergs­son var hrak­inn úr starfi sem formaður KSÍ, fyr­ir litl­ar sak­ir, þrátt fyr­ir að hafa verið besti formaður KSÍ í ára­tugi. Guðni sinnti „litlu“ fé­lög­un­um á lands­byggðinni mun bet­ur held­ur en for­ver­ar hans í embætti höfðu gert og hann var einnig frá­bær full­trúi Íslands út á við, t.d. gagn­vart UEFA og FIFA.

Þegar Guðni Bergs. var kjör­inn formaður KSÍ þá fékk Ísland besta hugs­an­lega sendi­herr­ann fyr­ir ís­lenska knatt­spyrnu sem völ var á. Það hef­ur ekki breyst.".

 

Að vera ærleg manneskja er óháð kyni.

Þrátt fyrir að margar konur í dag telji að svo sé ekki.

 

En það er aðeins þeirra skömm.

Þeirra eigin lítilsvirðing gagnvart kynsystrum sínum.

 

En við eigum að styðja strákana.

Við eigum að styðja stelpurnar.

Jafnt í blíðu sem stríðu.

 

Látum níðhögg og rógbera ekki hafa áhrif þar á.

Þau mun uppskera sitt áður en yfir líkur.

 

Það segir sagan.

Hún lýgur ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Vanda skorar á íslensku þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostar svona svikamylla??

 

Það er ekki fáheyrt að þingmaður yfirgefi þingflokk áður en þing kemur saman, án þess að baki liggi einhver átök eða hugmyndafræðilegt uppgjör.

Það er ekki fáheyrt því það hefur ekki heyrst áður.

Er án fordæma og getur aldrei verið án skýringa.

 

Spurningin sem þarf að spyrja, sem allir sem unna lýðræði verða að spyrja, er;

Hvað kostar einn þingmaður??

Hvað kosta svona svik og undirferli??

Hættum að spila okkur saklaus og segja að svona gerist bara í útlöndum þar sem mafíur eða fjármagnsöfl kaupa þingmenn, og í ennþá spilltari löndum þá ganga þeir kaupum og sölum eins og fé af fjalli.

 

Þar sem Bjarni fagnar þá geta menn spurt hann hvort þetta séu persónuleg útgjöld?

Glittnir í einhverja sjóði sem hurfu eða tæmdust??

Eða er samskotssjóður í Valhöll til að nota í svona tilfellum??

 

Síðan er það ekki einleikið hvernig Sigmundur Davíð hefur verið trakteraður eftir að hann lýsti yfir opnu stríði við innlenda og erlenda hrægamma og hafði af þeim hundruð milljarða af illa fengnu fé og lét það renna í þjóðarsjóð.

Núna sér maður tár Bjarna í nýju ljósi, hin þurru tár sem féllu eftir fyrirsát Rúv í ráðherrabústaðnum sem endaði með rýtingsstungu Sigurðar Inga í bak Sigmundar.

Maður hélt að það hefði verið krókódílatár en kannski voru það gleðitár eftir allt saman, vel unnið verk að baki.

Glittnir þá líka í fjármuni sem skýrðu að Sigurður Ingi gerðist ómerkingur orða sinna??

 

Og núna er sagan um fátæka öryrkjan út á galeiðunni með lánaðan síma af Þjóðminjasafninu endanlega búinn að missa trúverðugleik sinn.

Einleikið kannski, tvíleikið??, aðvörunarbjöllur ættu allavega að klingja hressilega, en þríleikið er alveg útilokað.

Auðvitað grunaði mann að Bára hefði verið í vinnunni, þekkt allavega í útlöndum að násmenn og bótaþegar nýti frítíma sinn í að harka inn aur með því að sitja um fólk, en ógeðið sem vall út úr ónefndum þingmanni!!, ef ég væri Sigmundur og ganga á hann strax í kvöld. 

Eða kíkja í Pandóruskjölin.

 

Þegar eitthvað er ótrúlegra en sjálf lygin, að ekki sé hægt að segja um atburðarás að hún sé lyginni líkust því enginn hefði hugmyndaflug til að ljúga þvílíkri vitleysu, þá er það því miður oftast satt.

Spurningin er hvort hefndarþorsti hrægammanna, þessa þarna sem keyptu upp lungann af íslenskum stjórnmálum eftir Hrun, nái yfir gröf og dauða, eða hvort annað og meir búi undir??

 

Hvernig var það aftur með Orkupakka 4, hvernig var það aftur með sæstrenginn, er ekki orkuverð í megahæðum í Evrópu í dag og verður það um fyrirséða framtíð.

Og hvernig var það aftur með einkavæðingu orkufyrirtækja þjóðarinnar??, eru þar ekki gífurleg verðmæti sem hrægammurinn ásælist??

 

Það er aðeins eitt sem má segja um svona svikamyllu, þar er ekkert sem sýnist.

Það býr alltaf mikið undir.

Fæst af því sjáanlegt á yfirborðinu.

Að vængstífa Miðflokkinn er því fyrirboði frekari tíðinda.

 

Ótíðinda.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Bjarni fagnar Birgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landslið rúið trausti.

 

Fær engan stuðning í kvöld.

Samt er þarna framtíðin, sem enga sök ber, er aðeins mætt til að spila fótbolta.

Ef allt væri eðlilegt myndu knattspyrnuáhugamenn fylkja sér að baki strákunum, sýna þeim stuðning í verki um von um blóm og betri tíð.

 

En það er ekkert eðlilegt hjá KSÍ.

Fráfarandi stjórn féll vegna þess að hún hafði ekki kjark til að mæta dylgjum, rógi og slúðri.

Hafði ekki kjark til að standa með formanni sínum þó ljóst væri að alla tíð hafði hann reynt að gera sitt besta til að breyta meintum strákakultúr knattspyrnuhreyfingarinnar, það sem felldi hann voru atburðir fortíðar sem öllu vitibornu fólki var ljóst að Guðni Bergsson gat engan veginn borið ábyrgð á.

Vitiborið fólk veit jú að við lifum núið, getum lært af fortíðinni og lagt grunn að stefnu fyrir framtíðina, en okkur er ókleyft að breyta því sem er liðið, og við getum aldrei borið ábyrgð á hinu liðna, ef við vorum ekki sjálf gerendur, eða hlutlausir áhorfendur sem hefðu getað gripið inní, en gerðum ekki.

 

Núverandi formaður hóf hinsvegar vegferð sína með því að kúga landsliðsþjálfarann til að ljúga um að hann hefði sjálfur tekið þá ákvörðun um að velja ekki Aron Einar í landsliðshóp sinn.

Sú ákvörðun gat alveg verið réttmæt, en lygar og blekkingar eru það aldrei,

Hvað þá hjá fólki sem fékk völd sín eftir rýtingsstungu í bak fólks sem alltaf kom heiðarlega fram, laug ekki, blekkti ekki.

 

Aum var Vanda eftir þann lygaþvætting, Arnar er á eftir aumkunarverður, framdi sitt Hara Kiri,, maður sem þarf þjálfun almannatengla  til að ljúga í beinni útsendingu, er ekki virðingarverður maður.

Vanda framdi hins vegar sitt Hara Kiri með því að mæta í Kastljósviðtal þar sem hún var meðvirk með slúðri, rógi og dylgjum spyrilsins.

"Trúir þú þolendum?, eiga þolendur kynferðisofbeldis ekki að njóta vafans??".

Sem er reyndar álíka gáfuleg spurning hvort þú trúir á DNA eða þyngdarlögmál Newtons.

 

Auðvitað ber okkur skylda til að trúa þolendum kynferðisofbeldis, en við eigum líka að hafa þá heilbrigðu skynsemi að vita að fleiri segja frá en þeir sem eru raunverulegir þolendur.

Að afneita þeirri staðreynd sem sagan kann ótal dæmi um, og oft á tíðum hafa konur verið þolendur slíkra rangra sakargifta, er vanvirðing gagnvart vitsmunum fólks og heilbrigðri skynsemi.

 

Jóhanna Vigdís ásakaði fólk, ásakaði knattspyrnuhreyfinguna sem heild án þess að hafa nokkuð í höndunum.

Hún vísaði i mál Gylfa Þórs án þess að geta bent á nokkuð dæmi um að meint hegðun hans hefði komið inná borð KSÍ, eða snerti íslenska knattspyrnuhreyfinguna á nokkurn hátt.

Hún vísaði í mál Kolbeins Sigþórssonar þar sem öllum má ljóst vera að meintur þolandi laug öllu til um efnisatriði málsins varðandi KSÍ og aðkomu sambandsins að því máli. 

Eftir stendur trúverðugleiki hins meinta þolenda varðandi önnur efnisatriði málsins, atferli hennar fellur allavega inní þekkt mynstur fjárplógsfólks, hvort sem það er tilviljun eða ekki.

 

Þá er Aron Einar og meint nauðgun hans fyrir 11 árum síðan ein eftir.

Það er ljóst að sú nauðgun var kærð á sínum tíma, en kæran dregin til baka.

Hvort þáverandi stjórn KSÍ og þáverandi landsliðsþjálfarar hafi vitað um þá kæru veit enginn, því í allri múgæsingu hinna meintu fjölmiðla þjóðarinnar þá hefur enginn af þeim reynt að grafast fyrir um efnisatriði málsins og staðreyndir.

Sem og í öllu þessu máli, þá hafa réttmætar spurningar aldrei verið spurðar.

 

Kynferðisofbeldi fylgir slóði sagði Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri ASÍ og fyrrum frambjóðandi til embættis formanns KSÍ.

Svona gróft ofbeldi verður ekki til úr engu, það á sér forsögu, og það endurtekur sig þar til það er stöðvað.

 

Eitthvað sem er svo augljóst öllu vitibornu fólki, og enginn ætti að starfa við fjölmiðlun sem áttar sig ekki á þessu einfalda orsakasamhengi.

En hvar er slóðin sem borin er uppá nafngreinda sem ónafngreinda einstaklinga??

Andrés prins átti sér sinn slóða, Harry Weinstein átti sér sinn slóða, hérlendis þekkjum við nýlegt dæmi um Ingó Veðurguð.

 

En hvar er slóðin sem fylgdi Kolbein, hvar er slóðin sem fylgdi Aron Einari??

Eða hvar er slóðin sem réttlætir dylgjurnar og róginn gagnvart knattspyrnuhreyfingunni??

Hvað var það sem Jóhanna Vigdís hafði í höndunum sem réttlættu spurningar hennar um kynferðislegt ofbeldi sem knattspyrnuhreyfingin hefði látið viðgangast??

Nákvæmlega ekkert annað en síendurtekinn frasi um að trúa ætti meintum þolendum, án þess að taka eitt dæmi um slíkan þolanda.

 

Jóhanna Vigdís er ekki slúðurkelling eða rógberi út í bæ líkt og formaður jafnréttisnefndar kennara, hún er fréttamaður á launum hjá þjóðinni, hennar hlutverk er að afla sér upplýsinga og spyrja beinskeyttra spurninga út frá þeim.

Sem hún gerði ekki, hún hafði ekkert í höndunum, hún hafði ekki einu sinni þá sjálfsvirðingu að spyrja sjálfra sig þeirrar spurningar af hverju það hefði þurft frumkvæði lögmanns Kolbeins Sigþórssonar til að afhjúpaði að það hefði verið lögmaður Þórhildar Gyðu sem fór fram á miskabætur, en ekki að KSÍ hefði boðið þær gegn því að hún léti ekki málið fara lengra.

Eða hún játaði skipbrot hinna meintu fjölmiðla að það hefði þurft skúbb frá lögmanni út í bæ sem afhjúpaði lögregluskýrslur um að kæran hefði verið dregin til baka eftir að Þórhildur hefði náð sátt við Kolbein um miskabætur.

 

Jóhanna Vigdís gerði ekkert að þessu.

Fagmennska hennar var engin, og Vanda, sem greip gæsina með rýtinginn í hendinni að hætti Brútusar, tók undir orð hennar.

Hún varði ekki hreyfinguna, henni var um megn að standa með sínu fólki.

Vissulega þegar staðin að lygum og undanbrögðum, en samt, maður skyldi halda að manneskja með hennar reynslu og feril, gæti haldið sig við staðreyndir, og hún gerði þær kröfur til spyrils að hún hefði eitthvað í höndunum þegar hún setti fram ásakanir sínar.

 

Samskipti kynjanna hafa vissulega verið eins og þau hafa verið, en það sem miður hefur farið, og þarf virkilega að bæta úr, réttlætir samt aldrei róg, níð og slúður.

Slíkt hefur alltaf verið vopn ofstækisfólks sem nýtir sér ranglæti fyrir eigin völd og frama, slíkt fólk er alltaf margfalt verri en það sem fyrir var, ofstæki þess í bland við valdagræðgina elur af sér hatur, ofsóknir, þar sem sekt eða sakleysi er aukaatriði málsins.

Og að lokum ræður geðþótti og ógn hverjir eru ásakaðir, hverjir eru ofsóttir, ástand sem var kennt við terror í frönsku stjórnarbyltingunni, hefur alltaf valdið hörmungum og snúist uppí andhverfu sína.

 

Að sjálfsögðu hugsar venjulegur knattspyrnuáhugamaður ekki hlutina á þennan hátt þegar síbylja níðsins dynur á honum.

Hann skilur ekki hvað er í gangi, hann skilur ekki fall fyrrum goða.

En hann sér vandræðaganginn í Arnari Viðari, og hann samsinnar sig ekki við málflutning Vöndu Sigurgeirsdóttur.

 

Það er enginn sem stappar í hann stálið.

Það er enginn sem hvetur hann til að styðja sitt fólk þegar allt blæs á móti.

Hjásetan er hans andsvar gagnvart algjöru klúðri fráfarandi stjórnar KSÍ eða lygum og hjárænu núverandi stjórnar.

 

Fórnarlambið er fótboltinn.

Strákarnir okkar sem áttu að erfa landið, og erfðu það alltof fljótt.

 

Þeir eiga samt eftir að standa sig þessir strákar.

Þeirra er framtíðin.

 

Efinn er meiri hvað varðar Vöndu eða Arnar.

Kveðja að austan.


mbl.is Dræm mæting á leikinn í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruglinu þarf að ljúka.

 

Það er staðreynd að landamæri Íslands voru opnuð of snemma í sumar, afleiðingin var árás á hegðun þjóðarinnar, útiskemmtunum og almennum viðburðum var slaufað, Ísland lenti á rauðum lista víðsvegar um heim.

Það var varað við því að bólusett fólk myndi bera veiruna með sér, það var vitað að bóluefni kæmu ekki í veg fyrir smit.

 

Á sama tíma var vitað að ekki hefðu nógu margir fengið seinni sprautuna innanlands, sem og að mjög stórt hlutfall bólusettra hefðu fengið falsbóluefnið kennt við Jansen, það veitti litla sem enga vörn við smiti, þó hugsanlega einhver við alvarlegum veikindum.

Og á sama tíma var vitað að heilbrigðisstarfsfólk var í langþráðu fríi, bráðadeild Landsspítalans var illa mönnuð, þoldi ekki alvarlegt rútuslys, hvað þá nýja Kóvid bylgju.

 

Allt þetta var vitað, við öllu þessu var varað.

Og það er líka vitað að sóttvarnaryfirvöld, með Þórólf og Ölmu í fararbroddi, sögðu ekki neitt, gáfu sitt græna ljós á ótímabæra opnun landamæranna.

Hið hlálega var að á sama tíma var sagt að skólastarf yrði eðlilegt, eins og einhver dómsdagsfífl sæju ekki samhengið á milli sífelldra sóttkvía og þess að skólastarf væri truflað, undir fallexi hugsanlegra smita þar sem tugir eða ekki hundruð, bæði nemendur, starfsmen eða foreldrar væru stöðugt á leið í sóttkví, verið í sóttkví, aðeins stundarfriður þess á milli.

 

Á þessu er ekki tekið.

Það er ekki sagt að núna þurfum við að treysta bólusetningum hvað varðar smit, fái fólk smit, þá gildi það eins og um aðra smitsjúkdóma, að fólk haldi sig til hlés á meðan veikindi þess ganga yfir.

Þess á milli sé eðlilegur gangur í þjóðfélaginu.

 

Til hvers að bólusetja ef við treystum ekki bólusetningunni??

Það eru ekki rök í málinu að bráðadeildir Landsspítalans séu vanfjármagnaðar eftir kennisetningum frjálshyggjunnar, að þörf á fjármagni sé mætt með niðurskurði.

 

Lausnin á því hlýtur alltaf að vera að losa sig við það heimska fólk sem ábyrgðina ber, á heimskunni, á vanfjármögnuninni.

Lausnin er aldrei þjóð í hafti sóttvarna með þeim rökum að þessir örfáu starfsmenn, þessi örfáu rúm á Landsspítalanum anni ekki þörfinni til að hjúkra bráðveikum sem veikjast þrátt fyrir almenna bólusetningu.

 

Ruglandinn er síðan algjör, þegar eitt af börnunum sem Sjálfstæðisflokkurinn vanvirðir þjóðina með að skipa í ábyrgðarstöður, talar um afléttingu þó þeirra sóttvarna sem vernda þjóðina gegn algjöru fangelsi sóttvarna og sóttkvía.

Eru ekki takmörk fyrir því hvað fólk getur verið mikið fífl, þó Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á því??

 

Það er ekkert að því að slaka á landamærunum, en þá ekki á kostnað þjóðarinnar.

Óheftur innflutningur veirunnar fer ekki saman við fangelsi sóttkvíar, þeirrar truflunar sem slíkt veldur á skólastarfi, höftum á viðburði, eða almenna starfsemi fyrirtækja sem þurfa að aðlaga sig að því að fjöldi fólks sé settur í sóttkví, bólusett, með lítil einkenni eða nokkur, því bólusetningin virkar, og hættan er að það smiti annað fólk, bólusett, sem líka er varið gegn smiti og alvarlegum veikindum.

 

Þessu rugli þarf að linna.

Strax í gær.

Annað er ekki viðunandi, annað er ekki boðlegt.

 

Annað hvort verjum við landamærin fyrir nýsmit, eða við leyfum veiruna að herja, og treystum á bólusetningu þjóðarinnar.

Eðlilegt mannlíf, að geta lifað lífinu lifandi hlýtur að vera markmið stjórnvalda.

 

Ef veiran er komin til að vera, þá er hún þarna.

Viljum við hana ekki, þá lokum við á hana.

Þar á milli er valkosturinn aldrei fangelsi þjóðarinnar, þó slíkt fangelsi sé kallað sóttkví.

 

Um þetta eiga stjórnmálamenn að ræða.

Um þetta eiga ráðherrar að ræða.

Hafi þeir ekki til þess vitið, þá fer það þeim best að þegja.

 

Eitt er að hafa barnamálaráðherra.

Annað að hafa börn í ráðherrastól.

Á því þarf Sjálfstæðisflokkurinn að axla ábyrgð.

 

Annað er ekki boðlegt.

Annað er ekki í boði.

Kveðja að austan.


mbl.is Ástæða til að skoða landamæramálin alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Okt. 2021
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1440162

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband