Stórþjófnaður er stórfrétt.

 

Nema á Íslandi.

Ef stjórnmálamenn, helst ráðherrar, bera ábyrgðina, þá er þagað.

 

520 milljarðar eru miklir peningar, líka hjá stórþjóðum.

Það stelur enginn 520 milljörðum án þess að það sé skrifað um það frétt, og það upplýst að þjófanna sé leitað.

Jafnvel þó stjórnmálamenn, eða vildarvinir þeirra eiga í hlut.

 

Fjármálaráðherra fékk Alþingi til að samþykkja svokallaðan stöðugleikaskatt, sem átti að setja á ofsagróða vogunarsjóði og annarra hrægamma.

Átti að skila tæpum 900 milljörðum að sögn forsætisráðherra á blaðamannafundi sem var haldinn í Hörpu fyrir tæpu ári síðan.

Síðan heyrðist ekkert um þennan skatt, hann var leyndó, og það fréttist af viðræðum fjármálaráðherra við vogunarsjóðina, sem og aðra vildarvini og ættingja sem áttu fjárhagsmuna að gæta.

 

Hugmyndafræðingur viðræðnanna var Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, góðkunningja hinna meintu  skattafórnarlamba stöðugleikaskattsins, frá því að þjóðin varðist fjárkúgun breta og Hollendinga.

Már var fljótur að koma þeim kvitt í loftið að svona miklir fjármunir myndu stórskaða stöðugleikann, sérstaklega væri hættulegt að fá hluta af erlendum gjaldeyriseignum þortabúanna til að mæta útstreymi innlendra króna sem óhjákvæmilegt var að yrði þegar fjármunir þrotabúanna færi úr landi.

 

Og nýr tónn var sleginn.

Það hurfu um 500 milljarðar úr stöðugleikaskattinum og hann var núna kallaður stöðugleikaframlag.

Og allir þegja. 

 

Eða því sem næst.

Einn og einn sjálfstæður maður lætur í sér heyra, en hið keypta vinstri steinþegir.

Fjölmiðlamenn staðfesta böndin sem á þá voru sett í ICEsave deilunni, og það er ljóst að fjármagnið á Alþingi með manni og mús.

 

Stórþjófnaður er ekki stórfrétt á Íslandi.

Hann ber vott um eðlislæga gjafmildi stjórnmálamanna.

 

Hann er Gjöf.

Kveðja að austan.


mbl.is Hvað varð um 520 milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annar forsætisráðherra, sama orðræðan.

 

Jóhanna Sigurðardóttir kvað ICEsave samning Svavars Gestssonar vera nauðsynlega forsendu endurreisnar fjármálakerfisins og þar með endurreisnar efnahagslífsins.

Hann var hagstæður þjóðinni, hann tryggði endurfjármögnun bankanna, flýtti fyrir afnámi gjaldeyrishaftanna, hann kæmi í veg fyrir dómsmál vegna neyðarlaganna, og ekki hvað síst, hann myndi bæta lánsfjárhæfi ríkissjóðs.

Og Jóhanna vitnaði í bankastjóra Seðlabankans, máli sínu til stuðnings.

 

Morgunblaðið undir ritstjórn Ólafs Stephens, át athugasemdarlaust upp fullyrðingar Jóhönnu.

Morgunblaðið í dag, undir ritstjórn Davíðs Oddssonar, étur líka sömu fullyrðingar, í aðeins öðrum búningi, því það er búið að endurreisa bankakerfið, og tilgangurinn er ekki að borga erlenda fjárkúgun, heldur að gefa vogunarsjóðum 385 milljarða af þegar áætlaðri skattlagningu á skyndigróða þeirra.

 

Allt er sem sagt orðið eins og var, fjármagnið er fóðrað en almenningur settur á gaddinn.

 

Þess vegna ætla ég líka að spá því að sömu örlög munu bíða Sjálfstæðisflokksins, og Samfylkingarinnar undir stjórn Jóhönnu.

Flokkurinn mun bíða algjört afhroð í næstu kosningum.

Leyndarhyggjan og orðagjálfrið mun ekki til lengdar ná að fela sannleikann fyrir þjóðinni.

 

Og þó að vogunarsjóðirnir eigi Alþingi eins og það leggur sig í dag, þá þarf ekki nema einum mælskumanni að langa á þing, og hann mun benda á þá innlendu aðila sem hirða sinn skerf af Gjöfinni miklu frá ríkisstjórn Íslands til hrægamma og vogunarsjóða.

Aðilar sem meðal annars tengjast fjölskylduböndum inní ríkisstjórnina.

Síðan þarf aðeins að setja það á stefnuskrána að þetta fólk verði einu sinni látið sæta ábyrgð.  Ekki vinnumennirnir, ekki skúringarkonurnar, heldur þeir sem ábyrgðina bera.

 

Það má minna á að Ítalir fengu nóg af Kristilegum demókrötum, eftir áratuga spillingu, og lögðu flokkinn niður.

Hvort það verða örlög Sjálfstæðisflokksins, veit ég ekki.

 

En flokkurinn mun ekki lifa af í núverandi mynd, ef þessi 385 milljarða Gjöf gengur eftir.

Ekki ef orðræða Jóhönnu og allt það pukur sem viðgengst í stjórnartíð hennar, verður látið stýra framgang mála.

 

Menn komast ekki upp með það að gefa 385 milljarða.

Þarf ekki að ræða það.

Kveðja að austan.


mbl.is „Stórmál fyrir lausn á höftunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjöf fyrir opnum tjöldum.

 

Og enginn segir neitt.

 

Hvar eru allir þeir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem sættu sig ekki við meint landráð Jóhönnu og Steingríms í ICEsave fjárkúguninni?

Hvar er Andstaðan??, er hún öll komin í netheima með Pírötum??

Hvar eru fjölmiðlarnir, hvar eru Verðir þjóðarinnar, öldungarnir, allir þeir sem skylt er að koma þjóð sinni til varnar á Ögurstundu???

 

Er þögnin keypt??, er þögnin vegna ógnar og ótta??

 

Ef við látum það liggja milli hluta að nokkrir tugir milljarðar sem taldir eru til stöðugleika framlagsins eiga ekki heima í þeirri upptalningu, gerum ekki ágreining um blekkingarnar og tökum líka fullt mark á þeirri fullyrðingu fjármálaráðherra að vegna styrkingar krónunnar hafi áætlaður stöðugleikaskattur lækkað úr tæpum 900 milljörðum í 770 milljarða, að þá standa út af borðinu 385 milljarðar.

385 milljarðar er gjöf fámennrar klíku til húsbænda sinna og velunnara.

Og þá er miðað við skammarlegan lágan stöðugleikaskatt sem tók ekki tillit til þess stórfelda tjóns sem fjármálabrask gömlu bankanna olli þjóðinni og þjóðarbúinu.

Fjármálabrask sem nota bene var í skjóli þessara sömu fámennu klíku.

 

Og hver eru rök klíkunnar???

Í svari fjármálaráðherra til Katrínar Jakobsdóttur þann 19. nóvember 2015 má finna þessa endurvinnslu frá Seðlabanka Íslands;

 

Sá munur sem er á fjárhæðum stöðugleikaskatts og stöðugleikaframlags endurspeglar það að leið nauðasamninga á grundvelli stöðugleikaskilyrða er talin áhættuminni, m.a. með tilliti til hættu á dómsmálum og stöðugleika á fjármálamarkaði. Ágreiningur um skattinn kynni að tefja fyrir bata á öðrum sviðum, t.d. bættu lánshæfismati ríkissjóðs. Greiðsla stöðugleikaframlags bindur enda á þátt slitabúanna þriggja í þeim greiðslujafnaðarvanda sem stendur í vegi fyrir losun hafta og greiðir fyrir því að hægt sé að ráðast í næstu þætti afnámsáætlunar stjórnvalda. Það er mat Seðlabankans að bæði fjármálastöðugleika og greiðslujafnaðarstöðugleika sé betur borgið ef kröfuhafar ganga til nauðasamninga sem uppfylla stöðugleikaskilyrði á grundvelli fyrirliggjandi frumvarpa en ef kæmi til skattlagningar.

 

Endurunnið úr gömlum ICEsave röksemdum bankans.  ""Hætta á dómsmálum", "stöðugleiki", "áhættuminna", "tefja fyrir bættu lánshæfimati ríkissjóðs"".

Tilbúnar röksemdir sem notaðar voru til að réttlæta fjárkúgun erlendra ríkja, núna notaðar til að réttlæta stórfelldan þjófnað innlendra og erlendra fjárglæframanna.

Furðulegt reyndar að Seðlabankinn gangi ekki alla leið og færi rök fyrir því að fyrst að það styrki svo hinn meinta fjármálastöðugleika og greiðslujafnaðarstöðugleika að lækka framlög þrotabúanna um 385 milljarða, að þá sé farsælast að lækka þau ennþá meir, jafnvel afnema þau, þá fyrst ætti stöðugleikinn að vera algerlega tryggður.

Það er stöðugleiki vogunarsjóðanna, ekki stöðugleiki almennings og fyrirtækja hans.

 

Í svari fjármálaráðherra er hnykkt á sömu röksemdum án rökstuðnings;

 

Þar seg­ir að leið nauðasamn­inga á grund­velli und­anþágu að upp­fyllt­um stöðug­leika­skil­yrðum sé met­in skil­virk­ari og áhættu­minni en leið stöðug­leika skatts að sömu mark­miðum. Sú leið flýti fyr­ir því að hægt verði að hrinda í fram­kvæmd næstu skref­um áætl­un­ar um los­un fjár­mangs­hafta.

 

Gleymdar eru röksemdirnar úr frumvarpinu um stöðugleikaskattinn þar sem segir;

 

Markmið laga þessara er að stuðla að losun fjármagnshafta með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Í því skyni er mælt fyrir um skattlagningu sem ætlað er að mæta neikvæðum áhrifum í tengslum við lok slitameðferðar skattskyldra aðila.

 

Eða fólust mistökin í því að minnast á almannahag sem leiðarljós?

 

Einnig má spyrja að fyrst fjármálaráðherra telur gjöf sína uppá 385 milljarða vera skilvirkari leið til að ná hinum meinta fjármálastöðugleika, af hverju var hann að láta forsætisráðherrann gera sig að fífli á blaðamannafundinum í Hörpu þann 6. júní 2015, þar sem hann var látinn kynna stöðugleikaskattinn;

Sig­mund­ur seg­ir að með þeirri áætl­un sem lögð hafi verið fram sé passað upp á að verðmæta­sköp­un sem verði til hér á landi hald­ist í landi og muni ýta und­ir frek­ari verðmæta­sköp­un, „í stað þess að renna úr landi til að standa straum af skuld­um fall­inna einka­fyr­ir­tækja.“

Í kynn­ing­unni kom fram að gert sé ráð fyr­ir því að stöðug­leika­skatt­ur­inn verði um 850 millj­arðar, en ef kröfu­haf­ar velja að fara leið stöðug­leikafram­lags nemi áhrif­in um 900 millj­örðum. Stór hluti þess­ar­ar upp­hæðar mun fara til að greiða niður skuld­ir við Seðlabank­ann og ríkið, en fram kom að skuld­ir rík­is­ins gætu lækkað um tugi pró­senta.

 

Til hvers er Sigmundur látinn fabúlera um 850 milljarða eða 900 milljarða þegar slíkar risaupphæðir ógna hinum meinta fjármálastöðugleika en hin hógværa upphæð, 385 milljarðar, tryggja hann.

Og af hverju er verið að fjalla um slíkar risafjárhæðir þegar aldrei stóð til að innheimta nema innan við helmingsbrot af þeim?

Annað hvort er Sigmundur blekktur illilega eða hann tók að sér það hlutverk að ljúga í þjóðina til að skapa frið um leyniaðgerðir litlu ljótu klíkunnar.

Hans er að svara hvort hann sé ginningarfífl eða lygari.

 

Hin æpandi þögn er hins vegar ekki aðalsorg þjóðarinnar í þessum gjörningi öllum.

Hið skítuga fjármagn hefur áður keypt upp stjórnmálamenn og fjölmiðla.

Við munum öll eftir þögninni í veislunni miklu í aðdraganda Hrunsins.

 

Þá hins vegar var farið eftir lögum og reglum samfélagsins, innan gæsalappa þó.

Í dag er fjármálaráðherra þjóðarinnar beintengdur aðilum sem græða milljarða á hinni rausnarlegu gjöf.

Og hann sætir ekki rannsókn, hvorki að hálfu Alþingis eða hins opinbera réttarkerfis.

Ísraelar dæmdu forseta sinn til fangelsisvistar fyrir prómil af þeirri spillingu sem hér á sér stað.

 

Sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er gjöfin eitt stærsta spillingarmál nútímasögu,og þá erum við að tala um í alheiminum, ekki á Íslandi.

Og réttarkerfið, sem á að vera óháð framkvæmdarvaldinu, lyftir ekki litla fingri til að rannsaka málið.

Sem þýðir að litla ljóta klíkan má gera hvað sem henni dettur í hug.

 

Sem þýðir að við erum ekki einu sinni bananalýðveldi.

Við erum ekki til.

Ekki sem sjálfstæð þjóð.

 

Við erum eign.

Færð til bókar hjá vogunarsjóðum.

 

Sorglegt en satt.

Kveðja að austan.


mbl.is Stöðugleikaframlög 384 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið er 2016

 

Og börn og fullorðnir svelta í hel.

Í okkar boði, í okkar samþykki, íslenska þjóðin er í Nató, og ábyrgð hennar er algjör.

 

Það er ömurlegt, að hefja nýtt ár með þeirri vissu, að það er enginn munur á okkur, og öllum hinum, sem hafa eytt, valdið ómældum þjáningum, og láta sig ekki líf varða, þegar gróði og hagnaður er annarsvegar.

Svo sem alltí lagi á tímum trúleysis, þegar boðorð kristninnar laut lægra haldi fyrir boðskap frjálshyggjunnar, að það sem eina skipti máli að það væri til auðmaður sem græddi, að það væri til aur sem hefði hagnað.

 

Og aurinn hagnast á þjáningum Sýrlensku þjóðarinnar.

Hans gróði er óendanlega mikill þegar siðmenningin lýtur í gras fyrir stjórnleysi og ofbeldi.

Fyrir fjármagnið er það aðeins lítil fjörlegur kostnaður að kaupa upp þá stjórnmálamenn sem þykjast taka á móti flóttamönnum, og meina ekki orð með því, en láta vargöldina og vígöldina viðgangast.

Stjórnmálmenn sem lúta höfði fyrir aurnum sem fjármagna óöldina.

 

Og við hin, sem teljum okkur siðuð, horfum á, og þykjumst góð því við ætlum að taka við pínu, pínu, pínu litlum hluta af þeim þjást vegna gjörða stjórnmálamanna okkar.

Við björgum einum, en horfum á þúsundir svelta, horfum á tugþúsundir deyja, horfum á milljónir flýja, land sem áður var friðsælt.

Og þar með erum við góð, erum hólpin, höfum gjört okkar.

 

Líkt og strúturinn sem átti eina sekúndu ólifað með hausinn í sandinum.

En hann gat ekki annað.

Hann gat ekki flúið ógnina, en hann vissulega skóp hana ekki.

 

En við berum fulla ábyrgð.

Stjórnálamenn okkar skópu óöldina, öflin sem fæða þá og fjármagna kosningabaráttu þeirra, þau fjármagna líka hörmungarnar í Sýrlandi.

Það er engin borgarastyrjöld í Sýrlandi, ekki frekar en í Póllandi á sínum tíma, þegar nasistar réðust á landið.  Þá trúði heimst fólk áróðri þeirra, og í dag trúir heimskt fólk sporgöngumönnum þeirra, öflunum sem gera út á hatur  og heift.

 

Erlent fjármagn, erlendir vígamenn, herja á sýrlensku þjóðina.

Í okkar boði, í boð Nató, í boði hins svarta fjármagns.

Sem græðir óendanlega á ólgunni, á upplausninni.

Og lætur ekki staðar numið fyrr en siðmenningin sjálf er undir.

 

Árið er 2016.

Árið sem við þurftum að velja.

 

Velja á milli framtíð barna okkar.

Og þess að ákalla aurinn, að kjósa þá stjórnmálamenn, og þau öfl sem Helið þjóna.

 

Árið er 2016.

Það deyja börn úr vannæringu við bæjardyr okkar.

Og það eina sem kemst að, er að hindra að saklaust fólk fái flúið neyðina.

Eins og okkar góða fólkinu finnist að ekki nógu margir séu vannærðir við dauðans dyr.

 

Árið er 2016.

Fáum því ekki breytt.

 

En við ráðum árinu 2017.

Hvort við veljum aurinn, og þá aur hinna ofurríku, eða hvort við veljum lífið sem ólum,

Lífið, sem við lofuðum að gæta. 

Lofuðum að vernda.

 

Hvað við veljum, veit ég ekki.

Aurinn þarf sína milljarða, vogunarsjóðirnir sem hann Bjarni greyið passar þurfa jú sitt.

Og við kusum jú aurinn til að gæta framtíð barna okkar.

 

Og þó það sé leitt að sjá sveltandi börn, þá finnst þjóðinni líka leitt að sjá sveltandi aur.

Líklegast lokar hún augunum fyrir svona ljótum myndum, og fylkir sjálfa sig um hinn tilbúna raunveruleika Netflix og annarra miðla sem svæfa sjálfið og þrá þess eftir að finna til, að vera lifandi, að þroskast, að vera til.

Og samþykkir skýringar hinna fjármögnuðu að sveltandi börn séu eitthvað sem við getum ekki hindrað, líkt og hlýnun andrúmsloftsins, eða vaxandi ójöfnuð og fátækt í hinum vestrænum samfélögum.

 

Að ef við aðeins lokum augunum nógu lengi, að þá séu þau örugglega horfin þegar við opnum þau næst.

Og örugglega hafa einver lifað af hungrið og vesöldina, þú það lifir jú alltaf einhver af.

Sem staðfestir sakleysi okkar og góðan vilja.

 

Árið er 2016.

Og leiðtogar okkar svelta börn.

 

Þar til yfir líkur.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Börn og fullorðnir svelta í hel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2016
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 1757
  • Frá upphafi: 1469908

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1497
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband