13.11.2009 | 20:36
Það er ljótt að ljúga.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er einn af horsteinum hins vestræna græðgiþjóðfélags.
Hann hefur valdið ómældum hörmungum um víða veröld.
En það hefur alltaf verið í samræmi við stefnu sjóðsins, að níðast á fátækum löndum.
Innan þess ramma sem sjóðurinn setur sjálfum sér í hinu alþjóðlega hagkerfi, þá má treysta á upplýsingagjöf um starfsemi sjóðsins.
Alveg þangað til að íslensk stjórnvöld leituðu eftir aðstoð hans. Þá fór einhver hráskinnsleikur að stað. Sjóðurinn gerði samning, en stóð ekki við hann.
Íslensk stjórnvöld höfðu ekki skilyrðislaust látið eftir ólöglegum kröfum breta og Hollendinga. Íslensk stjórnvöld (það er sá hluti þeirra sem var ekki í Samfylkingunni) sögðu að Evrópa væri réttarríki, ekki einræðisríki eins og Íran og Norður Kórea. Í raun voru starfsmenn IMF sama sinnis. En þeir réðu ekki neinu.
Um örlög Íslands var ofið á æðri stöðum.
Einn af vefurum sjóðsins í Washington er stjórnarformaður sjóðsins, Strauss Kahn að nafni. Og hann laug í því viðtali sem vitnað er í.
Hann telur sem sagt að það sé alltí lagi að ljúga, ef hann missir ekki vinnuna fyrir þá lygi, eða er ekki skotinn fyrir hana. Eða að aðrir gjaldi fyrir þá lygi.
En það er óskiljanlegt að vitnað sé í lygarann án þess að segja að um lygi sé að ræða.
Það er eins og Morgunblaðið sé samsekt í glæpnum.
En það fyndna við þessa lygi, er að Strauss gaf eftir með sínar lygablekkingar, þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir laug í hann að Alþingi Íslendinga myndi samþykkja kúgun breta og Hollendinga, það er kúgunina hina nýrri, sem kallast Svarssamningurinn hinn verri á íslenskri tungu.
Steingrímur Joð, sem kannski laug í Jóhönnu, hvað varðar stuðning hans þingflokks, hafði ekki beðið mafíuna (hvort sem hún er íslensk eða pólsk eða frá Litháen) að kúga fleiri þingmenn en einn. En það dugði ekki. Þó var treyst á Alzheimer sjúkdóm óháðs þingmanns. En samt var þetta lygi, því enginn veit hvernig Alþingi Íslendinga tekur á þeirri árás á þingræðið sem fyrirhuguð er í samkomulagi Íslands við kúgara landsins.
En hann Strauss, leit framhjá smáatriðum málsins, hann kaus að trúa Jóhönnu Sigurðardóttir, og kannski er þetta það eina sem Jóhanna hefur gert vel frá því að hún var kosinn forsætisráðherra.
En eftir stendur, hvernig getur Strauss-Kahn logið svona blygðunarlaust glæpnum á Norðurlandaþjóðirnar. Að vísu er þetta ærulaust fólk.
En samt. það eru takmörk fyrir hverju þú lýgur upp á saklausa aumingja.
Hollendingar og bretar þvinguðu Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að brjóta allar sínar reglur með því að tengja ICEsave við aðstoð sjóðsins.
Og þetta er það eina sem breta greyin hafa gert vel í 50 ár.
Því Ísland hafði ekkert að gera við aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þó ekki væri nema vegna þess að Sorpa brennur allt sorp jafn óðum. Öskuhaugarnir hefðu aldrei getað staðið undir launagreiðslum hins opinbera eins og í Argentínu. Jafnvel þó öll Félagshyggja Íslands hefði sagt að það væri nauðsynlegur hlutur þess að moka flórinn.
Í heilt ár slapp Ísland við verstu afleiðingar Óbermana. Þökk sé Gordon Brown.
En það er samt ljótt að ljúga.
Ég vona að einhver eigi eftir að segja Strauss frá því áður en hann mætir sínum æðri dómi.
Því það er ljótt að ljúga.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.11.2009 kl. 01:39 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar, línkurinn sem datt út í fréttina sem þú skrifar um:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/13/lausn_icesave_deilunnar_ekki_skilyrdi_ags/
ElleE (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 23:22
Takk Elle.
En hvernig finnst þér pistillinn?
Er hann tækur sem lokaorð dagsins? Ég meina, er ég með nothæft hlutfall milli rætni og staðreynda, ásamt því stuði sem ég sækist eftir.
Ég spyr því ég er orðinn mjög samdauna því sem ég er að áróðast með. Og hef ekki hugmynd um lesturinn, er hann að virka eður ei.
Og ég nenni þessu ekki ef þetta er bara fret út í loftið.
Þannig, nennir þú að vera Kolbrún í 5 mínútur?
Og gefa mér smá hint um það sem betur má fara, og það sem vel er gert.
Í mínum huga er það alltaf áleitnara að tala bara við sjálfan mig. Nema að ég sé að gera gagn??? Sem ég er mjög farinn að efast um.
Viltu íhuga þetta, sleppa því að vega þursa í smá tíma, og gefa samherja smá gagnlega athygli, og ráð.
Ég hef ekki hugmynd um hvað þessir ellefu hundruð gestir í dag voru að hugsa, er þetta að virka eður ei.
Ég tók þessa törn fyrst að Jakobína tók sér frí, og fékk áhuga að koma mér inn á topp tíu, en þar með er hvati minn úr sögunni. Ég er engin Jakobína. Og heili minn er þannig útbúinn, því ég er yngstur og pabbi notaði afganga í smíði sína, þá þarf hann áreiti til að framleiða. Persónulega finnst mér ég vera bestur þegar Arinbjörn vinur minn nennti að feedbakka mig. Þá fæddust oft hugrenningar sem mátti lesa til íhugunar í athugasemdaspjalli okkar.
Eins er það með þig, þú ert þyngdar þinnar virði í gulli, það er ef hugsanir skipta máli, ekki frasar og slagorð, það er ef einhver vill spá og spuklera. Í raun þá tókst þú við að Arinbirni að halda vitborinni umræðu gangandi, það er hjá mér. Innslögin, sem þurfa ekki að vera orð mörg, það sé ég alveg sjálfur um, kveikja oft ný hugrenningatengsl, og fylla upp í umræðuna. Eðli málsins vegna þá eru pistlar straumlínulaga, maður þarf að fylgja þræði, og treysta innsæinu, því allt er þetta gert á innsoginu. Það eru ár og dagar síðan ég gaf mér tíma til að melta það sem ég er að segja. En þá virka athugasemdirnar sem viðbót, til að fylla upp í, og eða spá í ný sjónarmið.
Jæja, ég nenni ekki að stroka þetta út, en þetta að framan er mjög gott dæmi um þar sem þrjár setningar urðu að 5 hænum. En spáðu í það sem ég spurði að fyrst.
Ég hugsaði þennan pistil í nokkrar mínútur áður en ég hleypti af byssunum. Það gilti ekki um mín fyrri orð sökum tímaskorts.
Og ég er að spá hvort þetta sé tækt sem áróðurspistill, og hvað þá vantar mig? Því ég get vissulega gert betur, en þá þarf ég að vita um þann fókus sem vantar. Ég er að spá í að halda út mínu næturbloggi fram að staðfestingu ICEsave, bara vegna þess að nú er lag, vegna elsku Samfylkingarbloggarana að yfirgefa fréttavettvanginn, en mig vantar tötsið í lok dags, við getum kallað það athugasemdir við ritstjón, eins og ég leit á spjallið hans Arinbjarnar.
Enginn er eyland og Kolbrún er góð.
Og ég er að reyna að segja eitthvað sem ég get ekki alveg orðað.
En ég er ánægður að hluta með áróðurinn, en hann má vera betri, mun betri.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 00:52
Ómar, yfirmaður AGS er klárlega að ljúga vísvitandi. Og það er enn níðingslegra þar sem þetta hættulega bákn glæpsamlega arðrænir lönd og kvelur. Og honum hefur verið skrifað af fólki sem ég veit um. -_-
"Sjóðurinn gerði samning, en stóð ekki við hann."
Já, sjóðurinn dró og dró "hjálpina" til að kúga fram það sem hann, bretar og Hollendingar ætluðu að ná: ICESAVE nauðungarsamningi. Það ætti að eyða þessu eyðileggingar-bákni sem þykist vera að hjálpa löndum í vanda. Þeir láta ríkisstjórnir halda að þeir þurfi að taka gríðarleg lán sem þeir þurfa ekki neitt og krefjast þess að peningarnir fari síðan beint úr landi fyrir ´skuldir´ eins og ICESAVE. Og svo vitleysan með að verja gjaldeyrisforðann með hundruðum milljarða á gríðarvöxtum. Ætlunin er að gera okkur skuldug og seinna gjaldþrota. Og gettu hverjir ná þá af okkur öllu? Voða ódýrt.
"En það er óskiljanlegt að vitnað sé í lygarann án þess að segja að um lygi sé að ræða.
Það er eins og Morgunblaðið sé samsekt í glæpnum."
Já, akkúrat. Líka var send lína á mbl.is fyrir að láta það ekki fylgja fréttinni og rugla þannig venjulegt fólk. -_-
Vonandi koma Arinbjörn og Umrenningur aftur oftar og styðja þig. Vona að ég hafi ekki fælt þá í burtu. -_- Og aðrir vinir (og kannski óvinir) mættu koma oftar. En tókstu eftir litla b-inu mínu í bretar? Eins og þú skrifar það.
ElleE (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 10:21
Blessuð Elle.
Já, þeir ljúga og það á að segja það, þess vegna kemur orðið lygi svona oft fyrir hjá mér, tilgangur pistilsins er að planta þeirri hugsun.
Og takk fyrir sendinguna í gærkveldi, lagaði allt nema þetta með sjúkdóminn. Ég kaus þann mann vegna ICEsave andstöðunnar, og ég fyrirgef ekki svik. En ég fyrirgef þeim sem iðrast, en ekki á meðan þeir styðja og stuðla að óhæfu. Slíkt er aldrei hægt að fyrirgefa.
Og Elle, ekki hrekur þú neinn mann á brott, og ég verð að viðurkenna, að þegar ég er í tímaþröng, þá getur óvinaheimsókn komið markmiðum bloggsins illa, þegar maður er á ystu nöf í málflutningi sínum, þá er oft auðvelt með meitluðu háði eða hvassri gagnrýni, hægt að skemma pistilinn, ekki nema maður bregðist hart við í tíma.
Eins er það með gamla stuðningsmenn, þegar ég var í rólegheitablogginu, áherslur þeirra eru ekki á þessa hörku, og það er mjög skiljanlegt. Það eru margar leiðir að góðu marki. En ég tel að tími silkihanskanna sé liðinn, og nú eigi að sverfa til stál með fylkingunum.
Og þess vegna er ég að spá í þetta með virknina. Hún er hinn raunverulegi tilgangur bloggsins, að gera gagn. Ég hef enga persónulega þörf fyrir að segja það aftur og aftur sem ég var löngu búinn að segja, og rökstyðja, og vara við. Það er galli við Moggabloggið að maður getur ekki séð lista yfir þá sem lesa, í raun hef ég ekki hugmynd um hverjir kíkja við, eða hvort þeir komi aftur.
Það má kannski orða þetta þannig að mig vanti markaðsrannsókn.
En þetta eru bara hugleiðingar í mér. Sjálfsagt er ég orðinn leiður á tíðindaleysinu, vill fá lokaorrustu ICEsave sem fyrst.
En takk fyrir Elle.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 11:09
Sæl bæði tvö, Ómar og ElleE. Mig langar að taka fram vegna fyrirspurnar Ómars til ElleE og svars ElleE að ég er hér og mun halda áfram að lesa hina frábæru pistla Ómars. Ástæða þess að ég kommenta ekki oftar en ég geri er einfaldlega sú að pistlahöfundur er mjög góður penni og það er sjaldan nokkru við að bæta. Vissulega gæti ég sett eina eða tvær setningar af og til en er smeykur um að Ómar hafi ekki frekar en aðrir gott af of miklu hóli þó hann eigi það vissulega skilið. Ég verð að bæta því við að ég er mjög sáttur við hvernig ritstíll þinn hefur þróast upp á síðkastið og nei ég tel ekki að þú sért að fara yfir strikið í gagnrýni á "Norræna Félagshyggjustjórn" krata og kratavinafélagsins. Eins og ráðherrar hafa talað og framkvæmt upp á síðkastið er langt í það að þú farir yfir strikið. Ég verð lítið við tölvu þessa helgina vegna anna við að tæma hús sem við keyptum haustið 2004 og er hættur að borga af vegna ástandsins. Kaupþing fær lyklana afhenta fyrir lok þessa mánaðar og verða stjórnendur þar trúlega mjög sáttir við það að þá hefur þeim tekist að hafa ævisparnaðinn af mér og frúnni ég orðinn fimmtugur og frúin komin yfir sextugt, áður höfðu þeir af okkur töluverða fjármuni úr bankahruninu. En það þíðir ekkert að væla yfir því svona er þetta bara og við erum ekki þau einu sem eru að lenda í þessu. En semsagt endilega haldið áfram "að rífa kjaft út og suður" (eins og Ómar orðaði ritsmíðar sínar fyrir einhverjum mánuðum) fólkið í landinu þarf á því að halda að einhverjir séu að standa vaktina þar til hún (þjóðin) vaknar úr dvalanum og áttar sig á að ekkert gerist nema hún (þjóðin) geri það sjálf.
Takk í bili
Íslandi allt
Umrenningur, 14.11.2009 kl. 13:16
Blessaður Umrenningur, og takk fyrir innslagið.
Sumir hlutir eru þannig að maður vill frekar ræða þá talandi, ekki skrifandi. Skrif eru alltof tvívíð, meðan talið er meir í þrívídd, auðveldara að tjá hugsun og ná utanum hana. Og óneitanlega háir það mér að fyrir Hrunið hafði ég ekki skrifað stakt orð, fyrir utan litla grein í Stúdentablaðið, í nákvæmlega 21 ár, þegar ég settist niður og skrifaði Egil Helga smá bréfkorn því ég hafði áhyggjur að umræða Hrunsins myndi lenda í skotgröfunum án þess að nokkuð kæmi út úr henni annað en pabbi minn er sterkari en pabbi þinn, og þú ert með ljótt nef, og annað í þeim dúr sem tíðakast í sandkössum.
Auðvita hef ég gaman að hrósi, en ég er meira að spá í tilganginum, er svona áróðursblogg að virka??? Eftir að ég ákvað að vera ofurvirkur í viku, til að athuga hvort óþekktur maður, án nokkurs baklands, eða bandalags, eða flokkstengsla, gæti komið sér inn á topp tíu listann. Núna er lag því margir ágætir kratar ákváðu að yfirgefa umræðuna til að geta spjallað við sjálfa sig á Eyjunni. Og þegar svæfing gærkvöldsins var búin, og IP tölur voru komnar yfir 1.000, þá áttaði ég mig á því að ég hef ekki hugmynd um hvort þetta er að virka. Það er tilgangur bloggsins, ég vissi fyrir að ég kynni tæknina.
Er ég að stuða fólk, er fólk sammála mér, eða brosir það út í annað, og hristir síðan hausinn? Tekst mér að ganga fram af því þegar ég kalla utanríkisráðherra fífl, eða formann VR vitleysing, en um leið fæ ég það til að lesa áfram og íhuga rök mín????
Það eru svona spurningar sem ég var að velta fyrir mér, og þá vantar mér feedbakkið. Þess vegna bað ég Elle að vera Kolbrún í 5 mínútur.
En mig vantar líka fóður, ég var mjög virkur að kynna mér umræðuna í vetur og fram eftir sumri, og með þann bakgrunn þá henti ég mér út í djúpu laugina og tók slaginn beint við andstæðinga þjóðarinnar, og réðst að þeim. Fullviss um að ég gæti svarað öllum þeim kárínum sem að mér yrði beint. Það er meira en að segja það að ögra fólki og hafa ekki hugmynd um þá þungavigt sem svarar fyrir sig af miklu meiri þekkingu en ég hef nokkurn tímann, bara með bílpróf og pungaprófið. En erti og æsi hámenntaða lögfræðinga og viðskiptafræðinga. Eigandi allan tímann von á flengingu.
En eftir að ég hætti að blogga, þá hef ég ekki fylgst með að neinu ráði. les aðeins örfáa bloggara í dag, og flesta á sömu línu og ég er sjálfur. Ég missti til dæmis af grein Sigurðar Líndal, þó ég hafi verið svo heppinn að Guðmundur annar benti mér á hana. Og hún var mér fóður í marga pistla. Og þetta hefur Elle verið mjög duglega að gera, að vekja athygli á annarri umræðu, og áhugaverðu efni. Eins Jakobína, hún er óþrjótandi að benda á áhugaverða lesningu.
Þetta hér að framan er svona sú þrívídd sem ég var að reyna að fanga í spjalli mínu við Elle. En maður þarf að skrifa virkilega langt mál til að koma einhverri heildstæðri mynd á það sem maður vildi sagt hafa.
En ég stend við það Umrenningur að þú ert eins og gott Whiskí, og mig tekur það sárt að krumlur miskunnarleysis hafi gert strandhögg hjá þér. Þegar ég byrjaði, þá var ég svo barnalegur að ég hélt að fólk vildi ekki láta Hrunið hafa þessar afleiðingar fyrir saklausan almenning landsins. Nógu mikið er tapið samt, þó við hrekjum ekki þjóðina úr húsum sínum. Og ég reyndi í bloggi mínu að vekja athygli á að alvöru hagfræðingar segðu að þetta þyrfti ekki að vera svona. Til dæmis komu Jón og Gylfi strax með útfærslu af hugmynd, sem er svipuð því sem Jakob formaður VR vakti athygli á í Morgunblaðinu (það lág við að ég hefði fyrirgefið honum ICEsave svikin). Og það er svo margt annað sem hægt er að gera, en er ekki gert. Og ég hélt að fólk vildi ræða þessar hugmyndir, en það var tálvon, og styrkur minn í rökræðunni var ekki nægur til að hafa áhrif á umræðuna.
Og auðvita er ég hundsvekktur út í mig að geta það ekki. Það þarf svo mikið að fá fólk til að skilja, að mannvonska er ekki náttúrlögmál, og hún er hagfræðilega óskynsamleg.
En hvað um það, svona er þetta bara.
Og takk aftur fyrir hvetjandi orð.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 14.11.2009 kl. 15:47
Ómar og Umrenningur, vildi bara segja að ég sökk þegar Umrenningur lýsti hvernig hann hefði tapað ævisparnaðinum og yrði að skila lyklunum inn til glæpabankans sem var einn stærsti valdur að tapinu hans og landsmanna. Já, þó hann sé nú í eigu ríkisins. Það er sorglegt og vonandi seinna færðu, Umrenningur, skaðabætur ef rukkanirnar verða dæmdar ólöglegar eða sviklegar vegna gengisfalls og ´óðaverðbólgu´. -_-
ElleE (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.