Æ Þórólfur, láttu ekki svona.

Þórólfur Matthíasson er mætur hagfræðingur.  Og kjarkaður.  Hann þorði að tala gegn óhagræði kvótakerfisins.  Greinar hans um kvótakerfið voru eins og texti Halldórs Laxnes að gæðum í samanburði við greinar kollega hans Ragnar Árnason sem líktust meira útþynntum texta Hannesar á texta Nóbelsskáldsins.  En á Þórólf var ekki hlustað frekar en þegar hann benti á meint glapræði Kárahnjúkavirkjunar fyrir þjóðfélagið.   Núna eftir hrunið ætti öllum að vera ljóst að of lítið var hlustað á skynsemisraddir manna eins og Þórólfs.

En í útvarpsfréttunum í kvöld skaut Þórólfur sig í fótinn þegar hann talaði gegn þeim hugmyndum að fella niður skuldir um 20% af verðtryggðum lánum, sem er svipuð upphæð og verðtryggingin hefur bætt ofaná höfuðstól skuldanna  frá því um áramótin 2007/2008.  Út af fyrir sig er ekkert annað en gott um það að segja að fólk sé á móti þessari skuldaniðurfellingu og færi fyrir því rök en rökin þurfa að standast skoðun annars eru það eiginlega bara órök.  

Eitt af því sem Þórólfur hamraði á var að svona skuldaniðurfelling gagnaðist fyrst og fremst þeim sem væru með hæstu lánin.  Það er þeim fjölskyldum sem hefðu keypt dýrustu og flottustu eignirnar.  Og hver vill nota almannafé til að hjálpa flottræflunum?

Í það fyrsta, af hverju á ekki að hjálpa þessu fólki?  Þetta eru ekki bara verðbréfaguttar.  Og verðbréfaguttar eru reyndar líka fólk og eiga fjölskyldur.  Þetta getur líka verið sérmenntað fólk með háar tekjur og þjóðin var að kosta þetta fólk til mennta vegna þess að hún telur sérmenntun þess vera mikilvæga fyrir þjóðarhag.  Á núna allt í einu að skilja þetta fólk eftir í skítnum með sínar skuldir?  Aðeins hjálpa meðaljónunum? 

En þurfum við ekki á þessu fólki að halda?  Menntun þess?  Börnum þess?  Mökum þess?  Makinn getur t.d verið gjörgæsluhjúkrunarkonan sem tók á móti afabarninu eftir bílslys.  Eða bjargaði lífi föður míns.  Það er t.d mjög algengt að viðskiptafræðingar náðu sér í konu á skólaballi í Kennó eða Hjúkró.  Og svo eru allir kvenkyns viðskiptafræðingar giftir iðnaðarmönnum (smá alhæfing).  Og þessi sérfræðingur er kannski læknir eða erfðafræðingur eða verkfræðingur eða iðnhönnuður eða ...........  eitthvað sem nútímaþjóðfélag þarf á að halda ef það ætlar ekki bara vera ein stór álverksmiðja.  

Höfum við efni á að missa þetta fólk úr landi?  Það er langt að fara til læknis í Noregi ef barnið manns fær bráðaheilahimnubólgu.

Tekjuhátt fólk er líka fólk og við erum öll Íslendingar.  Það mun greiða sína aðstoð til baka með framtíðarskatttekjum sínum.  Það er eins og það gleymist alltaf í umræðunni að af háum tekjum eru greiddir háir skattar.  Og þeir skattar gagnast okkur lítið ef þeir eru greiddir i Noregi.

Og það verður ekki  byggt hér upp úr rústunum ef þjóðinni er skipt uppí hópa og sumir hópar eru meira virði en aðrir.  Á hamfaratímum er þjóðin ein fjölskylda.  Og það eru hamfaratímar í dag.  Atvinnulífið segir að 60-70% af fyrirtækjum landsins sé gjaldþrota og þar með er það í raun að segja að þjóðin sjálf sé gjaldþrota.  Tími flokkadrátta er liðinn.

Og í öðru lagi þá er þetta ekki rétt hjá Þórólfi.  Það er heil kynslóð í þessum sporum.  Uppistaðan í barnafjölskyldum landsins.  Það var verðbóla á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins.  Allt sem seldist var dýrt.  Fólk gat ráðið við greiðslubyrði sína á meðan allt var í lagi, verðbólga hófleg og atvinnuástand gott.  Og ef illa gekk þá var alltaf hægt að selja.  Í dag hafa eignir fallið í verði, ef þær þá annað borð seljast.  Verðtryggingin hefur hækkað skuldir um 20% á rúmu ári og fólk er að missa vinnuna.  Það er engin afmarkaður hópur í miklum vanda, það eiga allir í vanda, bara mismiklum. 

Þetta veit Þórólfur og þó að stjórnmálamenn noti svona hálfsannleik þá eru gerðar meiri kröfur til háskólaprófessors í hagfræði.  Hann á ekki að nota ódýr áróðursbrögð til að afvegleiða umræðuna. 

En margt annað gott og gilt kom fram hjá Þórólfi og hugmyndir hans um eignarhlut lánastofnana er í anda þess sem þeir Gylfi og Jón lögðu til í haust. En það má segja að menn eins og hann séu í vitlausu hlutverki. 

Það er þjóðarvá fyrir dyrum.  Það þarf að leysa skuldavanda heimilanna.  Og sú lausn þarf að vera þannig að hún virki.  Það er að hin skulduga kynslóð haldi áfram að vera þegnar þessa lands og borgi af lánum sínum og skatttekjur þess renni til íslenska  ríkisins.  Kostnaðurinn við að hjálpa er alltaf minni en kostnaður þess að gera eitthvað sem ekki er sátt um.  Og þá meina ég sátt hjá skuldaranum.  Ekkert þjóðfélag þrífst til lengdar þegar heil kynslóð upplifir sjálfa sig í skuldaþrældómi vegna óstjórnar sem hún bar enga ábyrgð á.  Og verði rof í samfélaginu á milli kynslóða og milli þeirra sem eiga og þeirra sem skulda, þá fyrst er hægt að tala um kostnað.  Óyfirstíganlegan kostnað.

Leiðtogi þjóðarinnar spyr menn eins og Þórólf Matthíasson hvað sé hægt að gera til að hindra slíka vá.   Þannig finnast leiðarnar.  Þannig næst Sáttin.

Og hvað leiðtogi í dag er að spyrja þessa spurningar?

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Því miður engin heyrist manni. Þeir tala bara um að lengja í ólinni. Ég hef það sterklega á tilfinningunni að þeir skilji ekki vandann né hvað hann hafi í för með sér eins og þú bendir svo réttilega á.

Arinbjörn Kúld, 28.2.2009 kl. 04:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.  Það er með þetta eins og svo margt annað.  Það þarf einhver að byrja.  Jón Baldvin er búinn og fleiri eru í startholunum.  Hef verið að þróa samsæriskenningar þar um að íhaldið sé að stela byltingunni og reki IFM úr landi.

Kem með pistil um það í dag eða kvöld ef guð lofar.

Ómar Geirsson, 28.2.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 2646
  • Frá upphafi: 1412704

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 2310
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband