16.2.2012 | 14:42
Að snúa faðirvorinu uppá andskotann.
"Lögin tóku engan rétt af fólki" segir Steingrímur Joð stórráðherra.
Það er rétt í þeirri merkingu að hann þorði ekki að setja það inní þjófalögin sín að fólki væri óheimilt að leita réttar síns.
Því Steingrímur er ekki Stalín, eða réttara sagt, hann hefur ekki aðgang að skriðdrekum Stalíns.
En þjófalög ríkisstjórnar Íslands í þágu bankamafíunnar breyttu gildandi samningum á þann hátt að kjör lántakanda voru stórlega skert. Það var gengistrygging lánanna sem var dæmd ólögleg, ekki vextirnir sem kveðið var á um í lánasamningunum.
Þess vegna er þetta þjófalög, vextirnir voru einhliða hækkaðir afturí tímann.
Þegar Steingrímur fullyrðir að enginn réttur hafi verið tekinn af fólki þá er eins og búðarþjóðurinn sem réttlætir þjófnað sinn með þeim orðum að kaupmanninum sé alltaf frjálst að stefna honum.
Svo siðblindur held ég samt að enginn þjófur sé, hann veit að það er rangt að stela. Hann reynir að láta ekki ná sér en hann mótmælir ekki dómi.
Ekki fyrr en þjófarnir í ríkisstjórn Íslands gengu í smiðju þess sem snýr faðirvorinu uppá andskotann.
Að svart sé hvítt, að rangt sé rétt.
Svona eru íslenskir vinstrimenn í dag.
Þjófar.
Nema allt það heiðarlega vinstrafólk sem býður við að faðirvorinu sé snúið upp á andskotann.
Það mótmælir og krefst afsagnar þjófanna sem hafa smánað hugsjónir þess og lífsskoðanir.
Það veit að rangt er rangt, líka þó brotamennirnir kenni sig við jöfnuð og félagshyggju.
En þetta fólk verður að láta í sér heyra.
Annars situr hreyfing þess uppi með þjófsstimpilinn um aldur og ævi.
Tími strútsins er liðinn.
Kveðja að austan.
Lögin tóku engan rétt af fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hvað ætli þetta hafi komið mörgum fyrirtækjum, einstaklingum, fjölskyldum og samkeppnisaðillum á hausinn þessi fáranlegu lög hans Steingríms sem síðan stóðust ekki. Steingrímur J ef þú lest þetta þá vona ég að þú hugsir um það í leiðinni að segja af þér.
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 17:24
Það er ekki nú svo gott að Steingrímur lesi Moggabloggið en nokkrir að þjófsnautum hans gera það.
Og kunna ekki að skammast sín.
Svo það er alveg vonlaust að þeir segi upp stuðninginum við Steingrím.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2012 kl. 18:38
Ef þessi þjófalög komu því leiðar að einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki fóru í gjaldþrot, er þá ekki bezt að koma þeim fyrir Landsdóm með Geir Haarde sem greiddu atkvæði með því að þjófalöginn voru samþykkt af meirihluta Alþingis?
Það hlýtur að varða landráð að greiða athvæði með lögum sem brjóta gegn Stjórnarskránni og lögin stórskaða fjölda manns?
Engin furða að þessi "Ó"stjórn vilji nýja stjórnarskrá til að skýla sig á bakvið.
En ég býst við að "JóGríma" komi til með að virða þennann Hæðstarétterdóm sem dómleisu og komi fjármálafyrirtækjunum til bjargar. Þau hafa gert það áður blessunin.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 21:05
Þau hafa gert það áður, það er satt.
Og ég vona að þau mæti dóm kjósenda áður en þau mæta fyrir Landsdóm.
Því ef þau stjórna áfram eftir þennan dóm þá er ekki lýðræði á Íslandi.
Heldur þjófræði.
Takk fyrir innlitið Jóhann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2012 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.