Var ekki gustukaverk að skuldjafna????

 

Og senda Björgólfi svo sektarmiðann???

Manninum var vorkunn, hann var plataður af íslenskum fjárglæframönnum, og kerfið sagði að allt væri öruggt.

Kerfið sagði honum líka að íslenskur almenningur væri í ábyrgð og hann trúði því.

Ekki einn um að trúa slíkum áburði, rúmlega 30%  þrjátíu prósent þjóðarinnar gerði slíkt hið sama í þjóðaratkvæði um ICEsave.

Eftir stendur að margir urðu fyrir skaða vegna ICEsave, venjulegt fólk, heiðarlegt fólk.

Og þó ég viðurkenni að löggan gat ekki gert það sem ég lagði til þá megum við aldrei gleyma að ICEsave var harmleikur, og þeir sem stóðu fyrir þeim harmleik, íslenskir fjárglæframenn, þeir stjórna ennþá landinu á bak við tjöldin.

Ósnertanlegir, ódæmdir.

Og blóðmjólka okkur í gegnum bankanna.

Kveðja að austan.


mbl.is Vildi ekki borga út af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég vona að það fari ekki eins fyrir okkur og norðmönnum, en það virðist vera mikil spenna í þjóðfélaginu Núna. Starfandi Fjárglæframenn í sumarfríum í lúxus íbúðum kollega sinna um heim allan, vart hægt að finna eldfimara fóður fyrir sturlun fólks sem á í erfiðleikum:   

Eyjólfur G Svavarsson, 28.7.2011 kl. 10:39

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eyjólfur, aldrei skyldi maður segja aldrei, en svona held ég að eigi aldrei eftir að gerast á Íslandi.  Það er eitthvað í þjóðarsálinni sem hindrar svona voðaverk.

En fólk getur sprungið og mun springa.

Og það er með þá sprengingu eins og Kötlu, því lengur sem kraumar undir niðri, því öflugri verður sprengingin.

Og guð hjálpi þá þessu liði sem seldi auðmönnum sálu sína og níðist á löndum sínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.7.2011 kl. 13:27

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Blönduóslöggan hefði auðvitað bara átt að benda manninum á að hafa samband við:

    Landsbanki Íslands hf, skilanefnd, kt. 540291-2259, Austurstræti 16, 155 Reykjavík, sími 4103900, tölvupóstur: info@lbi.is

Reyndar er þetta bara aum tilraun þessa manns til tvírukkunar því hollensk stjórnvöld greiddu allar innstæður til einstaklinga fyrir meira en tveimur árum síðan.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2011 kl. 15:09

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ætli maðurinn hafi ekki bara verið að fíflast, ég reikna með því.

En hafi hann reynt tvírukkun þá fetar hann í fótspor breskra stjórnvalda, sem reyndu að innheimta Íslendinga, með stuðningi heimamanna, um það sem breska tryggingasjóðnum bar að greiða samkvæmt tryggingu sem breska fjármálaeftirlitið skyldaði bankann að vera með.

Því grunnpunkturinn var jú að breska fjármálaeftirlitinu bar skylda til að tryggja fjármálastöðugleika og það gerir það ekki með því að vísa þarlendum á tryggingasjóð í smáríki í Hvergiistan.

Samt tvírukkað og ennþá láta íslenskir stjórnmálamenn eins og þeir þekki ekki þá staðreynd, hvað þá fjölmiðlamenn sem halda að vitræn umfjöllun sé banvæn.

Svo að hvort sem það var grín eða alvara hjá Hollendingnum, þá á hann fáfræði sér til afsökunar.

En hvað afsakar stjórnmálamenn okkar og fjölmiðlamenn????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.7.2011 kl. 19:59

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ómar. Mikið ertu kurteis. Þú setur ? merki um stjórnmála-og fjölmiðlamenn. Það veit öll þjóðin hvað hrjáir þessar stéttir. En eins og þú, þá er meirihluti þjóðarinnar sem er kurteis og vill ekki særa náunga sína. 

Við erum svo umburðarlind fyrir heimskunni.

Eggert Guðmundsson, 28.7.2011 kl. 20:59

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef sama aðferð og ríkisstjórnir Bretlands og Hollands beittu í Icesave málinu, hefði verið notuð í þessu máli hefði hún falist í einhverju af þessu:

  1. Hótað hefði verið að gera afkomendur eða ættingja Hollendingsins gjaldþrota eða skemma fyrir þeim efnahagslega á einhvern hátt. Íslandi var hótað að Bretland og Holland myndi beita neitunarvaldi gagnvart ESB umsókninni, ef Icesave kröfurnar yrðu ekki samþykktar. Ef mig misminnir ekki töluðu þeir líka um viðskiptaþvinganir.
  2. Ráðist hefði verið á fyrsta Hollendinginn sem lögreglan hefði vitað að ætti pening og hann rændur eigum sínum og því lýst yfir að hann fengi þær ekki aftur fyrr en hinn Hollendingurinn gerði upp sektina. Þetta er í raun það sem breska ríkisstjórnin gerði með því að setja frysta eigur m.a. Kaupþings í skjóli hryðjuverkalaga, vegna meintrar skuldar annars banka, Landsbankans.
  3. Krafist hefði verið að Hollendingurinn borgaði sektina með framtíðartekjum barnanna sinna, eða ellilífeyri ömmu hans. Holland og Bretland kröfðust þess að ríkissjóður Íslands borgaði Icesave, með skatttekjum sem venjulega fara í að reka elliheimili eða fjármagna rekstur grunnskóla viðkomandi lands.

Mér sýnist Hollendingurinn með þunga bensínfótinn hafa sloppið vel.

Theódór Norðkvist, 28.7.2011 kl. 23:27

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk félagar fyrir skemmtileg innlegg.

Eggert, já ég er kurteis, stundum er þungi umræðunnar mikill.  Stundum er orðum mínum ætlað að vega, vega óvinn sem vill þjóð sinn illt.  

En ég gat ekki annað en brosað að þessari frétt og varð að tengja við hana þó hún væri farin af forsíðunni þegar ég rakst á hana.

Theodór, þetta er alveg rétt hjá þér, ICEsave í hnotskurn.

Og margt ágætis fólk ver þessi vinnubrögð, og ennþá tala stjórnmálamenn okkar eins og einhver vitrænn grundvöllur sé að baki kröfu breta.

En ég er ánægður með mína menn í dag, það er ráðamenn.  Þeir ulla framan í ESA, segja þá bullukolla og vitleysinga.  Standi þeir við þá skoðun, þá verður gaman í haust þegar EFTA dómur reynir að koma fjárkúgun og ólögum í vitrænan dóm.

Kannski þeir fái hjálp frá Norður Kóreu??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.7.2011 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 2646
  • Frá upphafi: 1412704

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 2310
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband