Er Noregur réttarsamfélag???

 

Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður skrifaði ágæta grein í Morgunblaðið í dag.  Tilefnið var andmælabréf stjórnvalda til ESA.  Og Siguður Kári vildi að stjórnvöld hefðu krafist þess að forseti ESA myndi víkja sæti þegar stofnunin tæki fyrir andmæli Íslands í ICEsave málinu.

Tilefnið eru þessu ummæli forseta ESA í Fréttablaðinu 25. júní 2010:

 

"»Það er ljóst að allt veltur á því hvort Íslendingar endurgreiði þessar 20.000 evrur á hvern innlánsreikning. Fari svo erum við reiðubúin að láta málið niður falla.« Jafnframt sagði Per Sanderud í viðtalinu: »Fari þetta fyrir dómstólinn mun hann staðfesta að Íslendingum beri að borga þessar 20.000 evrur og dómstóllinn mun fylgja því eftir.« ".

 

Það er rétt að þessi ummæli forsetans lýsa fyrirfram mótaðri niðurstöðu og maðurinn því algjörlega vanhæfur.

 

En þau eru svo miklu meira, séu þau skoðuð í því ljósi að álit ESA var algjör hrákasmíð, þar sem bæði var vitnaði í lagatexta sem komu efnisatriði málsins ekkert við, eða dóma sem fjölluðu um eitthvað allt annað, sem og hitt að það tók ekki á meginkjarna ICEsave, skortinn á réttarheimild ESB að ákveða einhliða ríkisábyrgðir fyrir einstök aðildarríki Evrópska efnhagssvæðisins.

Áður en lengra er haldið er gott að gera sér grein fyrir að ríkisábyrgð verður ekki til án skýrar réttarheimildar þess sem hana ákveður og hún þarf að vera skýrt orðuð, svo ljóst sé að það sé ríkisábyrgð til staðar í þeim lögum sem um ræðir.

 

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur ekki réttarheimild til að ákveða ríkisábyrgð fyrir einstök aðildarríki sambandsins, hvað þá að hún hafi vald til að ákveða slíkt fyrir þau EFTA ríki sem eru aðilar að Evrópska efnhagssvæðinu.  Slíka réttarheimild hafa aðeins þjóðþing viðkomandi landa.

Enda augljóst mál, ríki sem ættu í fjárhagserfiðleikum, og væru að berjast við að ná niður skuldum, þau bæta ekki á sig ríkisábyrgðum nema þau ákveði slíkt sjálf.  Fái þau slíkar ríkisábyrgðir á færibandi frá Framkvæmdarstjórn ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja, þá gætu þau misst tök á ríkisfjármálum sínum, til dæmis vegna þess að lánshæfismatsfyrirtæki teldu skuldbindingar þeirra of miklar og myndu í kjölfarið lækka matið á skuldabréfum þeirra.  Og markaðurinn hækkað vaxtakröfur sínar í kjölfarið.   Eða þá að ríkisábyrgð félli án þess að til væru fjármunir til að mæta henni.

Eins getur það verið stefna einstakra ríkja að veita ekki slíkar ábyrgðir og svo framvegis.  

Ríkisábyrgð, hvorki bein eða óbein er því ekki innan valdsviðs Framkvæmdarstjórnar ESB.  Bara af þessari einni ástæðu á ekki þurfa að ræða áminningarbréf ESA, það útskýrir ekki réttarheimild ESB til að ákveða ríkisábyrgð á innlánstryggingar.

 

En segjum að ESA fyndi undirmálsgrein í smáletri á skjali frá árdaga Rómarsáttmálans þar sem opnað er fyrir þessa réttarheimild ESB og stofnunin teldi að hún gilti líka um EES samninginn, þá getur stofnunin samt ekki sýnt fram á að regluverkið um innlánstryggingar útskýri þessa ríkisábyrgð, og hvernig hún virkar.  Látum það liggja milli hluta að það stendur í regluverkinu að hún sé ekki til staðar, það stendur hvergi að um ríkisábyrgð sé að ræða.

Með öðrum orðum, hún er ekki skýrt orðuð.

Og af hverju þarf slíkt að vera ljóst í upphafi????  Jú, það er vegna þess að þá þurfa að vera ákvæði í reglugerðinni sem gera stjórnvöldum einstakra aðildarríkja kleyft að verjast henni ef þau telja hættu á að hún verði þeim ofviða, eða skaðleg fjárhag þeirra.  Til dæmis er slíkt augljóst fyrir smærri ríki sem gætu þurft að ábyrgjast starfsemi yfir landamæri, og þá starfsemi á miklu stærri markaði en þeirra eigin.

Í þess sambandi þarf að hafa í huga að ábyrgð er innantóm ef sá sem hana veitir, ræður ekki við að greiða hana ef á hana reynir.

ESA gerir ekki tilraun til að úskýra þetta í álit sínu, stofnunin fær út ábyrgðina út frá afleiddri rökfærslu um að neytendavernd krefjist þess að neytandinn fái tjón sitt bætt, og ef tryggingasjóður viðkomandi ríkis geti ekki bætt það, þá eigi ríkissjóður viðkomandi lands gera slíkt.  Að neytendavernd þegna stórríkja sé með öðrum orðum mikilvægari en almannahagur og réttur almennings í viðkomandi landi til að njóta almannaþjónustu og almannaöryggis.  

Því ríkisábyrgðin getur orðið óendanleg fyrir smáríkið, sérstaklega þar sem enginn vissi af henni fyrirfram, ekki heldur ESA eða Framkvæmdarstjórn ESB þegar þau staðfestu löggjöf einstakra landa um tryggingasjóði sem voru fjármagnaðir af fjármálafyrirtækjum og án ríkisábyrgðar.

 

Þessi rökleiðsla ESA er svo heimskuleg að engin eðlileg sjónarmið liggja henni að baki. Og þegar þessi hrákasmíð er skoðuð í samhengi við ummæli Per Sanderud þá blasir við að þessi eftirá rökleiðsla er til þess eins að réttlæta fjárkúgun breta.

Og slíkt er glæpsamlegt.

 

Það á ekki að krefjast þess að Per Sanderud víki, það á að draga hann fyrir dóm.  Ákæra hann fyrir aðstoð við fjárkúgun.

Skoðum nánar ummæli hans: "»Það er ljóst að allt veltur á því hvort Íslendingar endurgreiði þessar 20.000 evrur á hvern innlánsreikning. Fari svo erum við reiðubúin að láta málið niður falla.«".

Þau eru sögð áður en lögmætur dómur liggur fyrir um greiðsluskyldu Íslands.  Þau eru sögð til að styðja fjárkröfur breta, sem þeir höfðu engan dóm um að þeir mættu innheimta.  Þau voru meira að segja sögð áður en ESA kvað upp úrskurð, og þá áður en stofnunin vísaði meintu samningsbroti Íslands til EFTA dómsins.

ESA hefur ekki ennþá kveðið upp þennan úrskurð, þó er tæpt ár í að þessi orð féllu.

 

Krafa breta er ólögvarin á þessum tímapunkti, og er það ennþá.  En forseti hlutlausrar eftirlitsstofnunar EES, eftirlitsstofnunar sem Ísland á aðild að, hann lofar að láta mál sem sker úr um lögmæti krafna breta, falla niður, ef Íslendingar borga það sem bretar krefjast.  Annars hótar hann fyrirfram ákveðnum dómi.

Svona athæfi er skýrt lögbrot og hvaða lögfræðingur sem er gæti týnt til ótal dóma úr norskri dómssögu þar sem sakfellt hefur verið fyrir það.  Norsk lög leyfa ekki hótanir til að hafa fé af öðrum aðila, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki eða stjórnvöld annarra ríkja.

 

Ef norskur ríkisborgari myndi hóta að eitra Gvendarbrunna ef íslensk stjórnvöld myndu ekki borga bretum, þá væri hann tafarlaust handtekinn og dæmdur í Noregi fyrir tilraun til kúgunar, fyrir handrukkun og ofbeldi.

Hótanir Per Sanderup eru svipaðar eðlis.

Og hann mun hljóta sama dóm og meintur eiturbyrlari í dæminu hér að ofan.

 

Því Noregur er réttarsamfélag, það gilda lög í Noregi sem banna kúgun og banna hótanir í þágu fjárkúgunar (banna handrukkun). 

Og þeim lögum er framfylgt.  Þó þeim sé ekki framfylgt á Íslandi í dag, þá er Ísland undantekning sem sannar regluna.  Að í réttarsamfélögum gilda lög og reglur.

Og enginn, skiptir ekki máli hvaða þjóðfélagsstétt hann tilheyrir, er undanskilinn lögum.  Þess vegna situr fyrrverandi forseti Ísraels inni fyrir nauðgun, eftir að hún var sönnuð á hann.

Þess vegna mun Per Sanderud sitja inní Noregi þegar aðstoð hans við bresku fjárkúgaranna verður sönnuð.

 

Það er ekki nóg fyrir Árna Pál Árnason að segjast styðja þjóð sína í ICEsave deilunni.  Hann þarf líka að sýna það í verki.

Og æra Íslands verður ekki hreinsuð fyrr en fjárkúgararnir verða teknir og dæmdir.

Hvar sem þeir finnast.

 

Og Noregur er réttarsamfélag, byrjum þar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband