Ríkisstjórnin nýtur sama fylgis

 

Og meintur þjófnaður breta í ICEsave.  

Um 34% vildu ræna samborgara sína, um 34% styðja ríkisstjónina.

Spurningin er hvort þetta sé sama fólkið??

 

Hvað rekur fólk til að styðja rán og gripdeildir og hvað rekur fólk til að styðja ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Er þetta ættarfylgja vinstrimanna að gera hvað sem er fyrir völd eða er þetta trúgjarnt fólk sem veit ekki hvað það gerir???

 

Skyldi háskólinn geta rannskað hvað veldur núna þegar það er upplit í verkefnum þar sem ekki þarf lengur að rannsaka af hverju við Íslendingar erum svona klárir í viðskiptum og útrás??

Siðferðisstofnun kemur sterklega til greina, en rán og gripdeild breta naut óskoraðs stuðnings forstöðumanns stofnunarinnar.  Hann styður einnig afleggingu almanna þjónustu á landsbyggðinni þannig að hann er líka í hópi þeirra sem styðja eyðingarstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 

Þar með er rannsóknargagn Siðfræðistofnunar komið, hæg heimatökin og rannsóknin ætti því að kosta lítið.

En niðurstöður hennar ættu að seljast dýrum dómi um allan heim því sá siðferðisbrestur að ná að styðja bæði rán erlendra þjóða, ásamt eyðingarstefnu AGS gegn almannaþjónustu, er vandi sem mjög margar þjóðir þurfa núna að glíma við.

 

Kannski er komin efniviður í nýja útrás????

Kveðja að austan.

 


mbl.is Framsókn bætir við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Víst hljómar þetta hátt, miðað við allt og allt og ég á bágt með að trúa að þetta sé alveg raunin, en í 30% trausti liggur 70% vantraust, það er afgerandi og í sögulegu lágmarki þarna.  Menn mega ekki rugla saman traustmælingum við ríkistjórn og fylgi flokka t.d. Það er allt önnur ella. Það er einungis um fimmtungur kjósenda sem styður stæsta Vinstriflokkinn og þan leiðandi í stjórn 21%.  Það afgerandi frat á þennan flokk. VG er hrunið og fær líklega sömu útreið og Framsókn forðum, ef þeir lifa þá af.

Hafa ber í huga að valkostirnir eru ekki björgulegir. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Enginn er búinn að gleyma sukki þeirra og svínaríi með alla sína viðskiptatengdu kafbáta innanborðs. (Hver man ekki eftir Finni Ingólfs, Alfreð og Halldóri Ásgrims? Þeir eru þarna enn í skugganum) Sjálfstæðisflokkurinn einn (með Tryggva, Bjarna og öllu slektinu) hefur meira fylgi en stjórnrflokkarnir!

Í þessu ljósi má mæla hversu virkilega adstyggð fólk hefur á ríkistjórninni að það er viljugt til að kalla gamla liðið óbreytt yfir sig heldur en að líða þetta öllu lengur. Heldur éta skít en blásýru.

Það að 70% þjóðarinnar hafni þeim flokkum, sem kjörnir voru til að leiða landið á sínum tíma er meiriháttar vantraustsyfirlýsing og beiðni um að þeir drattist burt. Valkostirnir og fylgið vi gömlu hrunelítuna ndirstrikar þetta svo enn frekar en nokkuð annað. 

Ég vona sannarlega að það verði fleiri valkostir, ef boðað verður til kosninga.  Að óbreyttu þá er ég engan vegin tibúinn að treysta þessum gömlu mafíósum að kötlunum aftur. Ó, nei.  Þar verður að hreinsa heldur betur til innandyra áður en ég lít til þeirra. Ekki bara það, heldur tryggja það að þessir fuglar séu ekki í einhverjum skuggastjórnum innan flokkanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.5.2011 kl. 07:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Steinar.

Allt mikið rétt sem þú segir.

Valkostirnir eru ekki björgulegir, að hafna núverandi ríkisstjórn til þess eins að fá Sjálfstæðisflokkinn í valdastól, er aðeins höfnun á fólki, ekki stefnu.

Og það er stefnan,   AGS sem er hér allt að drepa.  Líkt og hún hefur drepið allt undan sér þar sem hún hefur verið framkvæmt.  Á það sameiginlegt með byltingu kommúnista, hvergi tekist, alls staðar auðn.

Fólk er bara svo hrætt að treysta á sjálft sig, á dómgreind sína og skynsemi.  Og það heldur að það sé náttúrulögmál að auðræningjar stjórni heiminum.  Er hrætt við allskonar refsiaðgerðir og kárínur eins og lækkun á lánshæfimati, hrætt við að auðmenn okkar fái ekki ný lán, og ég veit ekki hvað.

Á einhverjum tímapunkti tókst að telja því í trú um að það væri pappírssköpun auðbraskara sem lífskjör þess byggðist á, ekki verðmætasköpun þess og  þekking.

Áttar sig ekki á að pappírsbraskið er eins og sníkjudýr sem fyrst sígur allan þrótt úr fórnarlambi sínu, og dregur það síðan til dauða eins og við sjáum núna gerast víða í Evrópu, og átti að vera hlutskipti okkar ef ICEsave ránið hefði gengið eftir.

Það er eins og gamli maðurinn sem vildi ekki láta fjárlæga sullinn úr maga sínum, hélt að hann og sullurinn væri eitt.  Sem var mikill misskilningur þar sem hann lifði vel og lengi þegar hann var laus við óþverrann úr líkama sínum.

Við köllum hann fáfróðan í dag, en sama fáfræði hrjáir okkur.

Við höldum að óráð séu ráð.  Og aðeins vitleysingar séu hæfir til að stjórna.  Sbr. hið margsagða fyrir hverjar kosningar, "þetta eru allt sömu vitleysingarnir, best að kjósa það sem ég hef alltaf kosið".

Þessi skoðanakönnun sýnir að við séum ennþá föst í þessu hjólfari, að telja okkur eiga engan annan valkost en vitleysinga.

Og þess vegna gerði ég pínulítið grín að henni, benti á samsvörunina á fylginu við stjórnina og fylginu við þjófnaðinn.

En auðvitað er þetta harmleikur, harmleikur fólks sem sér engan valkost, og ber ekki gæfu til að skapa sér hann sjálft.

Það mætti halda að íslenska þjóðin væri barnslaus, að hún hefði ekkert til að berjast fyrir.

Og það er ekki gott.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.5.2011 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband