Spillingarslepjan lekur af allri ýldunni sem kennd er við ICEsave.

 

Og fremstir í flokki eru lögfræðingar.

Listinn er sorglegur því margt góðan drenginn át spillingardýkið.

 

Helgi Ás Grétarsson vann gott starf fyrir InDefence, skrifaði greinar og benti á fáráð fjárkúgunarinnar (sem hann færði rök fyrir).  Svo kom nýr tónn, en svo ég vitni í lýsandi orð, það er "af og frá að hugsanleg vinna fyrir sjóðinn hafi ráðið því að hann mæli nú með því að samningurinn verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslunni."  Enda rétt því hann var kominn í vinnu fyrir Steingrím Joð, ekki "hugsanlega tryggingasjóðinn".

 

Lárus Blöndal var annar af tveimurVörðum Íslands, greinar hans og Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors, voru upphaf af varnarbaráttu þjóðarinnar.  Verður honum seint þakkað fyrir það.  

Og þó að hann hafi skipt um skoðun þá er það "af og frá að hugsanleg vinna fyrir sjóðinn hafi ráðið því að hann mæli nú með því að samningurinn verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslunni."  Hann fékk aðeins greiddar tugi milljóna fyrir að vinna fyrir Alþingi, og inn í þeirri greiðslu var einörð kynning á ágæti þess að þjóðin léti kúga sig.

 

Ragnar Hall eyðilagði málflutningi Indriða samningamógúl hins illræmda Svavarssamnings.  Það væri einföld lögfræði að gera betur þó Indriði, á launum, hafði haldið því fram að ekki væri hægt að gera betur en að gera þjóðina beint gjaldþrota.  Hafi hann þökk fyrir það og allan hans góða málflutning.  Og um hans nýja tón má segja að það er "af og frá að hugsanleg vinna fyrir sjóðinn hafi ráðið því að hann mæli nú með því að samningurinn verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslunni."

Aðeins tíminn getur leitt í ljós fyrir hvern hann mun vinna, en peningar munu skipta um hendur.

 

Þannig virkar ICEsave ýldan, skoðanir lögmanna eru falar.

Líka í máli sem varðar framtíð og heill þjóðar þeirra.

Í raun á maður þakka fyrir þá lögfræðinga sem ekki fá vinnu, og segja því satt.  Raddir þeirra eru einróma, ICEsave er fjárkúgun og lögleysa.

Betur getur lögfræðin ekki gert, hún er jú einu sinni hóra peninganna, föl fyrir rétt verð.

 

En ofsalega er það sorglegt.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Flytur málið fyrir TIF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sammála ofangreindu.

Guðlaugur Hermannsson, 21.3.2011 kl. 10:01

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég segi NEI við Icesavelögin.

Guðlaugur Hermannsson, 21.3.2011 kl. 10:02

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Og ég líka, þó einhver bæri fé á mig til að svíkja börn mín og þjóð.

Peningar eru ekki allt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 59
  • Sl. sólarhring: 1008
  • Sl. viku: 5790
  • Frá upphafi: 1398958

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 4911
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband