25.2.2011 | 12:06
Getur þjóðaratkvæði löghelgað ólöglegan samning??????
Samningurinn um ríkisábyrgð handa bretum vegna ICEsave, er ólöglegur samningur. Krafa breta er ólögvarin, þeir hafa ekki dóm sem styður hana, hún styðst ekki við alþjóðlega samninga, hún er aðeins grímulaus fjárkúgun.
Og samkvæmt hegningarlögum er ólöglegt að semja við kúgara. Þess vegna ber mönnum skylda til að hringja á lögregluna þegar menn verða fyrir kúgun, það er engin munur að greiða bretum ICEsave en að greiða mannræningjum lausnargjald.
Og hún er eins skýlaust brot á stjórnarskránni eins og hægt er að brjóta hana.
Hin ótakmarkaða ábyrgð er tilræði við efnahagslegt sjálfstæði landsins, afsal dómsvald er brot gegn stjórnskipan, hún felur í sér ólöglega ríkisábyrgð, ólöglega skattheimtu, ólöglega eignaupptöku, hún er í raun tilræði við allt sem gerir þjóð sjálfstæða.
Stjórnvöld segja að þau megi, en Hæstiréttur ræður. Það er hann sem er verndari stjórnarskráarinnar, þá er hann sem sker úr lögmæti, ekki orð stjórnmálamanna.
Og ef stjórnmálamenn mega nota skattpeninga þjóðarinnar í fjárkúgun, þá mega þeir allt. Þá eru engin mörk, nema hugsanlega myndu þeir ekki þora að setja lög sem kveður á um aflífun fólks, en eins og fyrsti ICEsave samningurinn var, þá hefði hann rústað velferðarkerfi landsins. Og slíkt hefur alltaf í för með sér ótímabær dauðsföll samlanda okkar. Kreppuráðstafanir finnskra stjórnvalda á sínu tíma myrtu þúsundir Finna þó hljótt fari. Og ennþá fall menn í Finnlandi vegna afleiðinga þeirra.
Það hefur alltaf afleiðingar að stela peningum almennings, skera niður heilsugæslu, almannabætur, eyðileggja starfsemi geðdeilda, auka atvinnuleysi, brjóta niður fólk.
Þess vegna verndar stjórnarskráin almenning. Hún mælir fyrir um réttindi hans, í hvað skattfé hans á að fara, og hún tryggir rétta framkvæmd laga.
ICEsave er ekki rétt framkvæmd laga.
Rökin þar að baki eru öll huglæg. Þau eru tilvísun í huglæga ógn, ekki raunverulega samninga, ekki löglega dóma.
Saga spillingar heimsins kann ótal dæmi um svona vinnubrögð, þar sem menn fullyrða bábiljur, eins og leikreglur réttarríkisins, að skera úr um ágreining fyrir dómi, séu hættulegar þjóðinni. Eða menn fullyrða að kostnaðurinn við gjörðir þeirra sé miklu minni en hann er. Eða að það sé engin áhætta þegar hún er gífurleg.
Alltaf á bak við svona rugl, eru hagsmunatengsl milli þeirra sem fá ólöglegar greiðslur úr ríkissjóði, og þeirra sem beita sér fyrir þessum greiðslum.
Þessi hagsmunatengsl heita mútur á mannamáli.
Ólög er ólög þó einhver meirihluti samþykki þau. Þjóðarmorð Hútúa í Rúanda hefðu samt brotið alþjóðalög þó þau hefðu fyrst verið samþykkt af meirihluta landsmanna, og þau hefðu brotið stjórnarskrá Rúanda sem kveður á um rétt manna til líf og eigna.
Sama er á Íslandi, meirihluti þjóðarinnar getur ekki samþykkt ólöglega ríkisábyrgð, hún verður alltaf jafn ólögleg fyrir því. Ekki nema þessi meirihluti skrifi undir skuldbindandi yfirlýsingu að hann ætli sjálfur að borga fjárkúgunina, en samt, það varðar við lög að láta undan fjárkúgun.
En skattfé minnihlutans verður aldrei ráðstafað í ólöglegar greiðslur, ekki á meðan Ísland er réttarríki.
Engin þjóðaratkvæðagreiðsla kemst fram hjá þeim múrum.
Og að lokum langar mig að benda á greinargerð Petrers Örebeck lagaprófessors við Háskólann í Tromsö. Hann sendi greinargerð til fjárlaganefndar Alþingis þar sem hann varar við að ICEsave samningurinn sé brot á reglum ESB um ríkisábyrgð. Peter færir fyrir því ítarleg rök, með tilvísun í lög og reglur, og skrif annarra fræðimanna. Hans rök eru ekki "ég tel" eins og þeirra íslensku lögfræðinga sem láta stjórnmálamenn misnota sig í flokkspóltískum tilgangi.
Greinargerð Peters hefur ekki verið í umræðunni, enda leita íslenskir fjölmiðlamenn ekki eftir rökum fyrir réttarstöðu almennings gagnvart ofríki stjórnvalda. En rökstuðningur hans er skýr og í anda fjórfrelsisákvæða Rómarsáttmálans.
En gleymum samt aldrei, að það er gott að hafa lögin með sér. En lög sem leyfa að stjórnvöld setji saklaust fólk upp í pant vegna gjörða einkafyrirtækja, eru ólög.
Og ólögum ber að hnekkja.
Um það hefur réttindabarátta mannsins snúist, allt frá því að Hollendingar sögðu skilið við Spænsku krúnuna. Sömu rök heyrðust í Bretlandi þegar þingið glímdi við Stúartana, þau heyrðust í ameríska frelsisstríðinu, og þau heyrðust í frönsku stjórnarbyltingunni.
Ef við drögum þau saman, þá ná þau yfir kjarna ICEsave deilunnar.
Við erum fólk, og við eigum okkar rétt, rétt til lífs og eigna.
Látið okkur í friði.
Kveðja að austan.
Kosið 9. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2011 kl. 10:37 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér linkurinn á vef Alþingis þar sem má lesa greinargerð Peters Öbrebech. Íslensk þýðing byrjar á blaðsíðu 7.
http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1155&nefnd=fl
Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 13:51
Við verðum að gera okkur grein fyrir því að kröfuhafar í þrotabú gömlu bankana sem eru öll helstu fjármálafyrirtæki heims eru nú með í gangi málaferli sem ætlað er að hnekkja neyðarlögunum.
Færustu lögspekingar heims vinna nú að því að fá neyðarlögunum hnekkt. Verði neyðarlögunum hnekkt þá eignast þessir kröfuhafar þrotabú Landsbankans. Verðmæti þess er um 1.200 milljarðar. Þessir aðilar munu ekki gefa þessa 1.200 milljarða eftir baráttulaust.
Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi þá verða innistæður ekki lengur forgangakröfur í þrotabúum bankana.
Það þýðir að við getum ekki notað eignir þrotabús Landsbankans til að greiða Icesave.
Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave og neyðarlögunum verður hnekkt og við fáum ekki krónu úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesasve þá þarf ríkissjóður samt að borga þessar 1.200 ma.
Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar sótt það svo fast að fá þessa ríkisábyrgð. Þeir óttast að neyðarlögunum verði hnekkt og ef það gerist þá verður að vera ríkisábyrgð á Icesave þannig að við neyðumst til að taka fé úr ríkissjóði til að borga Icesave.
Verði neyðarlögunum hnekkt þá falla 1.200 milljarðar á ríkisjóð.
Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.
Það má ekki veita þessa ríkisábyrgð.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 21:34
Ég er hjartanlega sammála þér í flestu sem þú segir í pistli þinum, og þáðu mikla þökk frá mér,því þú talar sama máli og ég.
Það sem hryggir mig mest að svo komnu máli er skoðanakönnun, sem gerð var og sýnir að ca. 60 % íslendinga ætla að fórna framtíð sinni, og um leið samsinna, kröfu Breta og Hollendinga, og réttlæta þær, með því að borga. Borga til þess ?????
Borga til þess að losna við óþægindi???????
Borga til þess að öðlast betra líf og lífsgæði????????
Borga til þess að fá frið fyrir áreitinu???????
Borga til þess að sýna traust á kosningu sinn til alþingis????????????????
'Eg veit ekki hvers vegna svona stór hluti þjóðarinnar (60%)vill greiða skuldir sem það hefur ekki stofnað til.
Það má kannski sjá góðan punkt í þessu öllu saman. Ef einhver getur ekki greitt skuldir sínar, einhverra hluta vegna, þá geti hann sent þær til nágranna sinna og beðið þá um að greiða þær fyrir sig.
Grín.
Líkurnar skv. nýgerðri skoðanakönnun gefur von um að 6 af hverjum 10 í götunni greiði skulir mínar skuldir.- Þetta er kannski gott eftir allt saman þetta ICESAVE mál, þ.e.a.s. ef greiðsluviljugir eru til í að setja nafn og kennitölu á sína kjörseðla. Þá má horfa í augun á þeim síðar, þegar þeir fá reikninginn minn, af mínum skuldum, skuldum sem ég hef setti mig í sjálfur, án hjápar neins annars.
Nú í dag (skv. skoðanakönnun) eru 60 % landsmanna til í að greiða skuldir sem þeir hafa ekki stofnað til. Mögulega eiga þeir efni á því að greiða, en vilji þeirra verður að staðfestast af þeim, áður en kosið er um Icesave, og þeir skrifa sitt nafn og kennitölu á kjörseðilinn, þannig að auðvelt verður að senda þeim reikninginn. þannig getum við losnað við Ríkisábyrgð sem er ekki lögleg.( Ég veit ekki hvernig gjaldeyrishöftin virka fyrir einstaklinga)
Alvara.
Ég á ekki orð yfir bleyðuskapnum, sem hefur komið fram í umræðunni um þetta ICEsave mál. Ég hélt að landsmenn ( og hæstvirt Alþingi)væri með þær gáfur í genum sínum að skilja á milli réttlætis og ranglætis. (Lög og réttar )
Haltu áfram baráttunni, Ómar, ég mun styðja þig í þessari baráttu og fleirum, ef málstaðurinn er sanngjarn og er í þágu okkar þjóðar.
Eggert Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 22:35
Í stuttu máli þá hryggir mig að meirihluti íslenskrar skuli vera á því greiða skuldir sem það á engan þátt í og er á leið til að samþykkja, vegna þess að það er ekki upplýst um réttindi þess og þjóðar þess.
Eggert Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 22:44
Friðrik.
Þetta er athyglislegur vinkill hjá þér, þ..e um þann möguleika á að Neyðarlögunum verði hnekkt. Einnig að Bretar og Hollendingar óttist þá níðurstöðu. Eru einhverjar upplýsingar sem ekki hafa komið fram til okkar?
Ef þetta er rétt að Bretar og Hollendingar óttist þessa niðurstöðu, má þá ekki líta á þennan samning í þessari óvissu, sem mögulegt landráð við okkar Íslensku þjóð, að samþykkja þennan samning?
Breytingin yrði frá 47 - 1.200. milljarðar eða 1.153 milljarðar. Þetta eru tölur sem aldrei hafa komið fram í umræðunni þ.e. að þetta gæti fallið á Íslenska ríkið en ekki LÍ.
Eggert Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 22:57
Stjórnarskráin er örugglega ætluð til að verja minnihlutann gegn ofbeldi og ofríki meirihlutans. Og þessvegna stórskrýtið að alþingi skuli hafa komist svona langt í lögleysunni. Nú á þjóðin að kjósa um kúgun sem gæti aldrei gengið.
Stjórnarskráin á líka að verja okkur gegn ofbeldi eða hvers konar skaða af völdum óhæfra eða skaðlegra stjórnmálamanna.
FRÉTTABLAÐSFALSANIR UM ICESAVE??
VÍSISBLEKKINGAR???
Elle_, 26.2.2011 kl. 00:02
Hvers vegna hefur enginn beitt Stjórnarskránni gegn Alþingismönnum vorum?
Eggert Guðmundsson, 26.2.2011 kl. 00:31
Réttur okkar er skýlaus,hann ætlum við að verja.
Helga Kristjánsdóttir, 26.2.2011 kl. 04:07
Blessaður Friðrik.
Í grein sinni í Morgunblaðinu 03.02.09, "Í hvað liði eru stjórnvöld?" spyrja þeir Stefán og Lárus um rökin fyrir ICEsave samningum. Og þeir benda einmitt á það sama og þú.
"Icesave ábyrgðirnar
Í þessu samhengi má ekki láta rugla sig í ríminu með tali um að kostnaðurinn við Icesavekr. Sú upphæð byggist á því að verulegar eignir séu til í Landsbankanum gamla og að neyðarlögin svokölluðu haldi, en með þeim voru innstæður gerðar að forgangskröfum á kostnað annarra krafna. ábyrgðirnar verði á bilinu 70 til 150 milljarðar
Í fyrsta lagi getur auðveldlega brugðið til beggja vona með að áætlanir um verðmæti eigna í gamla Landsbankanum standist. Í öðru lagi liggur það fyrir að látið verður reyna á það hvort neyðarlögin standist að þessu leyti. Reynist neyðarlögin ekki standast þá verðum við að borga alla 650 milljarðana með vöxtum og vaxtavöxtum."
Það veit enginn hvað útreið neyðarlögin fá fyrir dómsstólum, og þá sérstakleg í Bretlandi þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Bankarnir verða jú að geta treyst því að kröfur þeirra séu varðar í einni af helstu fjármálamiðstöð heimsins.
Og bara dómsmálin geta tafið þetta mál endalaust. Og á meðan er ekki greitt út.
Einnig má minna á verri viðskiptakjör, hingað til hafa þau þrýst krónunni niður. Og kreppan í olíuríkjunum er aðeins rétt að byrja.
Hvernig sem málið er skoðað, út frá lögum, út frá áhættu, þá er svarið aðeins eitt. Við segjum Nei við ICEsave.
Og hafðu þökk fyrir að koma þeirri skoðun á framfæri. Mjög margir hafa kynnst sér rök þín síðustu daga.
Og vonandi einhverjir jámenn efast um afstöðu sína í kjölfarið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2011 kl. 09:57
Takk Eggert, það er ólíkur hópur fólks sem stendur saman í þessu stríði, en við eigum það sammerkt að vilja ráða örlögum okkar sjálf sem frjálsar manneskjur.
Hvað þessa skoðanakönnun varðar, þá er þetta endurtekið efni, sem og reyndar aukinn stuðningur vegna flokkstryggðar eldri sjálfstæðisfólks. Það rjátlar allt af fólki þegar það kynnir sér málið.
Þú spyrð af hverju stjórnarskráin er ekki notuð gegn svikunum. Ég hef oft spurt mig af þessu sama. Hef lengi vilja meina að þeir flokkar sem voru í andstöðu, væru það ekki í hjarta sínu, því þá hefðu þeir látið sverfa til stáls, vísað þessu máli til dómsstóla. En svona almennt séð þá þarf kjark til að standa svona gegn valdaelítunni, það voru ekki margir sem töluðu við Churchil á tímabili þegar hann vefengdi gjörðir valdsins. Skil þess vegna vel Sigmund að þessu leitinu.
En þá er það þjóðin, af hverju stendur engin málmetandi maður með þjóðinni???
Ætli skýringin sé ekki sú sama, hræðslan við valdið.
Og þá erum það við, hinn almenni nafnlausi maður, sem eftir stendur. Og við höfum ekki verið neitt sérstaklega mörg sem höfum staðið þessa vakt frá upphafi, og margir bandamenn okkar hálfvolgir í afstöðu sinni, eins og InDefence og fleiri. Fólk sem vill semja, ef það fær betri samning. Skilur ekki grundvallarprinsippið um hvað gerir mann frjálsan, sem er að standa gegn kúgun.
Ég veit það ekki, þetta er bara skortur á leiðsögn, það er ekkert eitt afl eins Nei-hreyfingin var í Noregi sem leiðir andófið gegn ICEsave. Hvert fyrir sig erum við of veik til að standa í málaferlum.
Þess vegna skrifa ég svona greinar, ég er setja á flot hugmynd, sem þarf að vaxa og gróa, og vonin er að hún verði það sterk, þegar hún er orðin fullþroska, að hún fái fólk til að skilja, að ekkert getur kúgað þann sem hefur réttin með sér, ekki einu sinni meirihluti þjóðarinnar.
Þess vegna ætla ég að leyfa þessari grein að standa á meðan hún fer sína hringekju í gegnum háborðið í þeirri von að sem flestir lesi, og íhugi.
Fólk þarf að skilja, að valdið er þess, að það er enginn annar sem ber ábyrgð á lífi þess en það sjálft. Og afstöðuleysi er bein ávísun á kúgun annarra, og í dag snýst sú kúgun um skuldaþrældóm barna okkar.
Það er stundum erfitt að vara maður, að vera frjáls maður sem stendur á rétti sínum.
En er annar valkostur til????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2011 kl. 10:23
Blessaðir drengir góðir, Helga og Elle.
Réttlætið sigrar alltaf að lokum, það er kjarni siðmenningarinnar.
En dugnaður okkar við framgang þess er ekki mikill. Við látum lögbrjótana ráða umræðunni.
Svarið við ICEsave 3 var ekki þjóðaratkvæði, heldur lögsókn.
Lögsókn á hendur þeim sem brjóta lög með þvi að semja um ICEsave, og lögsókn á hendur þeim sem sönnuðu það sjálfir með að undirrita ICEsave 3 að þeir reyndu að óséðu máli að hafa yfir 400 milljarða af þjóðinni, miðað við þeirra eigin forsendur. Ef þeir ganga lausir þá eiga allir þjófar að ganga lausir. Annað er brot á jafnræðisreglu stjórnarskráarinnar sem kveður á um jafnan rétt mann fyrir dómi.
Og ef samningurinn verður samþykktur, þá á að hnekkja honum fyrir dómi.
Annars gerir ESB það vegna hinnar ólöglegu ríkisábyrgðar eins og hann Peter rökstyður svo vel.
Það gilda lög í heiminum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2011 kl. 10:30
Nákvæmlega, Ómar, málið snýst um að lögsækja lögbrjótana og fella ólögin. Skildi aldrei og skil ekki enn hví enginn lögmaður eða hópur lögmanna, ja eða saksóknari ríkisins hefur ekki kært nokkra pólitíkusa fyrir ICESAVE glæpinn. Stjórnmálamenn ganga um og brjóta lög og stjórnarskrá og vaða yfir Hæstarétt og komast upp með það. Skrýtið land.
Elle_, 26.2.2011 kl. 15:59
Lög og réttur er “mikilvægt” fyrirbæri Ómar, en hérlendis virðist heitið “furðulegt” eiga betur við. Það fólk sem komist hefur til valda á Íslandi hefur enga virðingu fyrir lögum og rétti. Það forsmáir réttarríkið með ótrúlegri sniðgöngu og bítur frá sér eins og hver önnur villidýr.
Þar sem ríkisstjórnin sniðgengur lögin í hverju málinu á fætur öðru og hefur því engin rök fyrir gerðum sínum, líkist hegðan þessa fólks eitursnákum. Það útbreiðir róg og lygar, en er of huglaust til að taka þátt í opinni rökræðu. Hvernig getur upplýst þjóð orðið svona forheimskun og spillingu að bráð ?
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 22:37
Blessuð Elle, þetta er skrýtið land.
Við berjumst alltaf við sama þursinn, höggvum af haus, þá sprettur alltaf annar upp. Núna eru sömu órökin endurunnin, heiðarlegt fólk sem hafnaði þeim í síðasta þjóðaratkvæði, tekur undir þau í dag, vegna flokkshollustu við flokkinn.
Núna er rangt alltí einu orðið rétt, vegna þess að formaðurinn skipti um skoðun.
Annars eru þetta sömu fávitarnir í fjölmiðlunum, með hagdverga Íslands í broddi fylkingar. Og öfugmælasúpan veltur uppúr þessu liði. Þegar raunveruleikinn afsannaði hrakspár þeirra, þá er raunveruleikinn sagður lygi.
Skuldatryggingarálag, snarlækkandi, er sagt hafa hækkað mikið vegna ICEsave. ICEsave er að kenna að hér var ekki virkjað, samt er Norðurál að vísa deilu sinni við HS Orku og Hitaveituna í gerðadóm. Orkufyrirtækin, hálfgjaldþrota, treysta sér ekki til að virkja á þeim verðum sem í boði er frá álfyrirtækinu, samt á það að vera ICEsave að kenna.
Skattar og skatthækkanir drepa allt. IATA varar stjórnvöld við að slátra ekki gullgæsinni með stórhækkun á komu og lendingargjöldum, flutningskostnaður hækkar, ferðalög fólks dragast saman. Allt dregur þetta þrótt úr ferðamennskunni, sem og öðru atvinnulífi á landsbyggðinni.
En samdrátturinn er ICEsave að kenna. Sama gildir um skuldagildru heimilanna, heil kynslóð gerir fátt annað en að borga af lánum sínum, verslun og þjónusta dregst saman fyrir vikið. Samt er ICEsave kennt um samdráttinn.
Það var eldgos í fyrra, það var líka ICEsave að kenna, og olían hækkar núna vegna ICEsave.
Aðeins fífl komast í viðtal hjá Baugi og Ruv. Menn sem hafa vottorð uppá að geta ekki farið rétt með staðreyndir sem og hæfileika í að tengja allan skapaðan við ICEsave.
Þess vegna er þessi barátta svo hálfglötuð, endalaus leiðrétting á sömu rangfærslunum.
Og á meðan blasir lausnin við, þjóðarsamtök um lögsókn.
Ég hélt að menn hefði lært eitthvað á dómi Hæstaréttar vegna stjórnlagaþingskosninganna. Þar lá mat að baki, ekki tilvitnun í skýra lagatexta. Þeir eru til staðar í ICEsave deilunni, og segja allir sem einn.
ICEsave er ólöglegt.
Og við nýtum þá ekki, erum búin að gleyma að lönd byggjast með lögum.
Það erum við sem erum skrýtin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2011 kl. 12:27
Blessaður Loftur.
"Hvernig getur upplýst þjóð orðið svona forheimskun og spillingu að bráð ?"
Ég hef mikið velt þessu fyrri mér upp á síðkastið. Þessi pistill er hugsaður til að fá fólk til að hugsa, að það gilda lög í landinu, og enginn á að komast upp með að brjóta þau. Ekki heldur stjórnvöld.
Samt horfum við upp á lögbrotin, og gerum ekkert.
Við látum menn komast upp með að mæta ítrekað í sjónvarpið, og fullyrða alls konar bábiljur, sem þeir hafa ekki stjórnarskrár bundin rétt til að gera, þegar bullið er bein aðstoð við erlend kúgunaröfl sem eru að sölsa undir sig skattpeninga þjóðarinnar. Svona hegðun er bönnuð á Íslandi, sem og öllum öðrum löndum heims, því annars halda lönd ekki sjálfstæði sínu, ef óvinveittar þjóðir geta notað heimamenn til að brjóta á bak aftur sjálfstæði þeirra.
Það mætti ung kona, hæstaréttarlögmaður, í Kastljós, þar sem hún sagði að ICEsave krafa breta væri ólögleg, og sannfæringin í málróm hennar var þvílíkur að öllum sem á hlýddu var ljóst að hún fór með rétt mál. Önnur ung kona, starfandi lögmaður í Bandaríkjunum, skrifaði grein á bloggsíðu sinni þar sem rök réttlætisins komu svo skýrt fram, að enginn hælbítur breta lagði í hana með glefsi sínu. Vissulega reyndu sumir bretavinir á málefnalegan hátt að draga úr gagnrýni hennar, en andsvör þessar ungu konu voru þvílík að málstaður þjóðarinnar varð ennþá sterkari á eftir.
Af hverju er þjóðin ekki búin að ráða þessar ungu konur í vinnu við hrekja ófögnuðinn af höndum hennar. Líkt og Landvættirnir gerðu forðum gagnvart ásælni Noregskonunga.
Loftur, við höfum rökin, við höfum lögin, og við höfum mannskapinn, en við erum að berjast á vitlausum bardagavelli. Þeim sem óvinir þjóðarinnar völdu.
Vitur hershöfðingi velur sér þann bardagavöll þar sem hann á sigur vísan.
Í dag vantar þjóðinni þennan vitra hershöfðingja.
Það er meinið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2011 kl. 12:40
Sæll Ómar.
Eg var að horfa á SilfurEgils og þar var rætt Lárus Blöndal. Hjá honum kom fram að ESA myndi draga málið til baka, ef við kláruðum málið við Breta og Hollendinga með samningi.
Ég á ekki til orð til að lýsa þessu háttalagi ESA. Þeir telja að við höfum brotið lög og reglur EES með bréfi til Íslands, en ætla að hætta við málatilbúning sinn gagnvart okkur gegn samningi við Breta og Hollendinga. Þetta er að minni orðabók kallað kúgun, og kallar á að þetta mál verði rannsakað sérstaklega.
Í þessum orðum ESA er ekkert annað en virðingarleysi gegn lögum og réttum. Við eigum ekki að láta ESA komast upp með svona óheilindi gagnvart lögum og reglum og segja nei í kosningu um Icesamning, og láta á reyna ágildandi lög og reglur.
Eggert Guðmundsson, 27.2.2011 kl. 14:24
Þessi lögmaður í USA sem haldið hefur upp baráttu gegn Icesave heitir Vala Andrésdóttir. Hér er linkurinn á hana vala.blog.is.
Eggert Guðmundsson, 27.2.2011 kl. 14:28
Blessaður Eggert.
Alveg sammála, þetta er mjög ómerkileg kúgun. En um leið afhjúpar hún málatilbúnað ESA og útskýrir hvað þeir eru seint á ferðinni með álit sitt.
Ef Ísland hefur brotið EES samninginn þá er það brot sem þarf að skera úr um. Í þessu samhengi má ekki gleyma að hið meinta brot átti að vera tvennskonar, annars vegar að hafa ekki viðurkennt ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum, sem og hitt að neyðarlögin áttu að fela í sér mismunun. Og þá vegna þess að endurreisn bankakerfisins átti að hafa í för með sér að öll innlán á Íslandi eru ríkistryggð.
Ef þetta er rétt, þá fellur þessi mismun ekki úr gildi þó Íslendingar greiði bretum og Hollendingum, þeir sem fengu ekki öll innlán sín greidd frá breska og hollenska tryggingasjóðnum sitja þá uppi með hluta óbættan, og geta því höfðað mál á grundvelli mismunar, og til dæmis vísað í þetta lagaálit ESA, og gert kröfu á þeim grundvelli. Nema krafan væri sterkari því vissulega yrði fullyrt að íslensk stjórnvöld hefðu viðurkennt hina meintu mismunun þegar þeir sömdu við bretana.
Það sem ég er að segja er að ef álit ESA byggist á lögfræði, þá verður að láta skera úr um hana, eða ESA dragi það til baka.
En það er ekki hægt að semja sig fram hjá lögum. Það eitt er á hreinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2011 kl. 17:01
Það er mikið ofboð í gangi hjá máttugu öflunum Ómar !, sem óttast að ef Icesave III verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni, jafngildi það svanasöng spillingarinnar sem hvítflibbamafían er búina stunda, með dyggri aðstoð spilltra, valdasjúkra og vanhæfra pólítíkusa, margir hverjir við völd ennþá, og það er rétt að vissu marki, nema það að "svanasöngurinn" er byrjaður, þetta snýst bara um hvar og hve hátt hann verður sunginn, svo eiginlega mun útkoman úr þjóðaratkvæðagreiðslunni ekki skifta neinu máli, þetta mun verða dæmt ógilt fyrr eða síðar, fyrr er auðvitað miklu betra, því fyrr sem þessu Icesave "ströggli" verður létt af þjóðinni og vísað til föðurhúsanna, sem aftur ákveða þá hvort fara eigi mál, því betra fyrir endurreisn Íslands, að halda því fram að þessi kúgun og að láta undan henni sé "lykillinn" að endurreisn er í besta falli forheimska, sem og rökleysurnar fyrir þessu sýna.
En ofboðið er í gangi, rógherferð gegn forsetanum í erlendum blöðum HÉR og HÉR í báðum tilfellum gerði undirritaður athugasemdir við þetta, hvort sem það hjálpar eða ekki, rógherferð í erlendum fjölmiðlum, Silfrinu í dag, allskonar brellur og dylgjur og lygi, semsagt allt annað en að reyna að sanna fyrir okkur sem erum meðalgreind, með frjálsan hugsunarhátt og laus við "hjarðhegðun", ágæti, siðferði og ekki síst lagalegann grundvöll þessara svika við þjóðina sem Icesave samningarnir eru og hafa verið.
Skiftir engu máli hvort þeim tekst að ljúga að og blekkja nógu marga til að þetta komist í gegn við atkvæðagreiðsluna, þessu er lokið, þeir bara skiljia það ekki vesalings hvítflibbakrimmar og gerspilltir pólítískir meðreiðarsveinar þeirra.
MBKV að utan en með hugann heima og augu og eyru opin hér og þar
KH
Kristján Hilmarsson, 27.2.2011 kl. 22:55
Réttlætið sigrar að lokum Kristján, við skulum vona það.
En eins og valdaelítan lætur, þá er ljóst að hún gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Síðast var hálfsannleikur notaður í áróðrinum, alltaf dylgjað um eitthvað hræðilegt sem gæti gerst.
Núna er dæminu stillt upp á mjög einfaldan hátt, að semja um 47 milljarða, eða fá á sig dæmda af íslenskum dómsstólum 700 milljarða.
Í fyrra var ekki búið að ganga frá stuðningi lykilfjölmiðlamanna, og það segja að viðtal Egils Helgasonar við þau Evu Joly og Alain Lipietz hafi endanlega jarða "lögmætis" fullyrðingu ICEsave sinna. Í dag er greinilegt að Egill á ekki að komast upp með slíkt sprikl. Hvort sem honum var hótað, eða honum mútað, þá er útvarp Norður Kóreu víðsýnna í umfjöllun sinni en Egill var í gær.
Og það sem kannski er hryggilegast í þessu, en samfylkingarspillingarvælutónn Pálma Gestssonar hefur yfirtekið Spaugstofuna. Og hún er ekki fyndin lengur (það er það versta), Hrannar B Arnarsson les greinilega yfir handritið áður en það er sent út. Hvernig var þaggað niður í Karli Úlfssyni er hulin ráðgáta, sé hann ekki alveg þiggja mútur, en hann hefur glímt við mikla fjárhagserfiðleika. Í öllum öðrum löndum heims, þekkja menn svona samhengi, þegar menn umpólast og tala gegn sínum fyrri skoðunum, með órökum en úttroðna vasa. En ég trúi því ekki alveg upp á samlanda mína.
En réttlætið sigraði að lokum og almenningur endurheimti sitt fé sungu Stuðmenn. Ég kyrja þann söng líka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2011 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.