Ófrétt, til þess eins að afvegleiða umræðuna.

 

Eina spurningin er hvort blaðafólk Moggans átti sig á því að það er verið að nota það.

 

Hvaða máli skiptir hvað hver sagði og hverjum???

Búum við í alræðisríki þar sem orð konungs eru ígildi orða guðs, og embættismenn sem tala í hans nafni eru óskeikulir????

Að sjálfsögðu ekki, það sem fjölmiðlungar ætla seint að átta sig á, er að þó auðmenn eigi þá, og virðast líka eiga stjórnmálamenn okkar, þá á þjóðin almannavaldið.

Ísland er lýðræðisríki, þar sem stjórnarskrá lýðveldisins, landslög, og alþjóðsamningar ákveða hvað er rétt, og hvað er rangt.

Ekki embættismenn, ekki handhafar framkvæmdarvaldsins.

 

Stjórnarskrá lýðveldisins bannar óútfyllta víxla, ríkisábyrgð þarf að vera tilgreind fyrirfram, og upphæð hennar þarf að liggja fyrir þegar hún er samþykkt.

Og ef eitthvað er samþykkt sem gengur gegn markmiðum stjórnarskrárinnar, um fullveldi landsins, og réttindi landsmanna, þá er það sjálfkrafa ólöglegt.

 

Enginn þingmeirihluti getur samþykkt eitthvað sem gengur í berhögg við lög, eða samþykkt eitthvað sem hefur þær afleiðingar að skattar almennings fara í annað en þeim er ætlað, almannaþjónustu og almannaeigur.  

Þú leggur ekki niður almannakerfið þó Alþingi skrifi upp á vixil sem enginn veit upphæð á.

Með tilvísun í neyðarrétt þjóða er slíkur víxill afturkallaður, og viðkomandi aðilar sem skrifuðu upp á hann, fangelsaðir fyrir tilraun til landráðs og þjóðarmorðs (það er að útrýma tilverugrundvelli þjóðarinnar).

 

Og landslög kveða skýrt á um að Alþingi samþykkti enga ríkisábyrgð þegar það samþykkti lögin um Tryggingasjóð innlána, hann er sjálfseignarstofnun, rekinn fyrir iðgjald fjármálastofnanna.

 

Og EES samningurinn er skýr um að eftir lögum og tilskipunum ESB eigi að fara.  Þær eru skýrar um að ekki sé ríkisábyrgð á innlánum, tryggingarsjóðir voru einmitt stofnaðir til að koma í veg fyrir þá samkeppnismismunun.

 

Síðan er landið réttarríki, og er aðild að samstarfi ríkja, kennt við Evrópska efnahagssvæðið, sem líka byggist á skýrum réttarreglum.  

Hafi önnur þjóð kröfur á hendur íslenskum stjórnvöldum, þá eru lögin mjög skýr um málsmeðferð, að krafan sé lög fyrir þar til ætlaðar stofnanir, og síðan sé skorið úr  um þær fyrir dómi, náist ekki sátt um.

Hvergi í lögum ESB, eða í EES samningnum, er minnst á að ítalska mafían sjái um dóm og innheimtu slíkra krafna.

Evrópa er jú réttarsamfélag.

 

En svona frétt er sett fram til að umræðan snúist um hver sagði hvað, ekki um hvað lögin kveða skýrt á um.  Hvort sem það er vegna meðfæddra heimsku fréttamanna, eða þá að hagsmunir þeirra liggja í afvegleiðingu.

En hvort sem veldur, þá á fólk ekki að láta blekkjast.

 

Það er lögbrot að samþykkja ICEsave.  Jafnvel þó því sé lofað að ríkisábyrgðin verði ekki innheimt.

Og þetta skilja allir nema glæpamenn.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is King segist ekki hafa lofað Icesave-afskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er bara eins og allt annað.. hrunastjórinn sjálfur Davíð Oddson er hraðlýgin landráðamaður

Óskar Þorkelsson, 23.1.2011 kl. 21:44

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já einmitt !! So What ??? engin frétt, en eitthvað liggur að baki samt og þínar pælingar ekkert síðri en hvað annað Ómar !

Kv. KH

Kristján Hilmarsson, 23.1.2011 kl. 21:56

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ófrétt? Skemmtilegt nýyrði, sem ég ætla að leyfa mér að taka upp. Hljómar skemmtilega svipað og óféti eða ófreskja.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2011 kl. 22:31

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Guðmundur, finnst þér það ekki, er orðinn leiður á Ekkifrétt, þó Haukur Hauksson hafi verið ágætur á sínum tíma.

Óskar, þú býrð í Noregi og landsalan og skuldaþrældómurinn brennur því ekki á þínum börnum.  En það gerir það á mínum.  

Þó það væri hann sjálfur í neðra, þá myndi ég bjóða hann velkominn í baráttuna gegn ófögnuðinum.

Kristján, engin fábúlering hér aðrar en þessi venjuleg skot mín á fjölmiðlamenn.  Dropinn holar steininn, og einhver lærir kannski að trúa ekki öllu því sem keypt leiguþý ESB bullar út í eitt. 

En Moggamenn eru ágætir, þeir eru eins og þeir eru, maður veit hvar maður hefur þá, og getur alveg mælt hvar maður er sammála eða ósammála.  Og svo er Agnes fín í slúðrinu, og Kolbrún í að terrorista viðkvæmar sálir ESB andstæðinga, sem og sálartetur VinstriGrænna.

Og Davíð er náttúrulega toppurinn, enda Steingeit.

En annað sem kemur fram í þessum pistli mínum er rétt.  Það skiptir engu máli hver sagði hvað, orð binda engan, hvorki Seðlabanka Íslands, eða Seðlabanka Bretlands.  Tel reyndar að eitthvað hafi verið að í enskukunnáttu Davíðs, því breskir embættismenn segja aldrei neitt ákveðið, þó annað mætti halda við fyrstu heyrn, honum hefur örugglega leiðst í vinnunni þennan dag, og ákveðið að narra Davíð aðeins, allavega ekki verri kenning en önnur.

Það er ef þú vilt kenningu.

En lög eru lög, og þau skera úr.  Svo sker náttúrulega stjórnarskráin um réttmæti laga, og gamli góði blessaði neyðarrétturinn er svo vörn þjóða gegn glæpahyski á valdastól, sem selur land sitt, eða vitgrönnum vitleysingum sem vita ekki hvað þeir gerður, þegar þeir skrifuðu undir.

Og það er ekki pæling.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2011 kl. 23:16

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lögbrotin og stjórnarskrárbrotin eru óteljandi í aðdraganda og eftir hrunið.....  Sitjandi stjórn ætti að setja fordæmi og fara eftir stjórnarskránni, þá mun okkur farnast betur....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2011 kl. 01:45

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mín börn búa á íslandi, ekki setja þig alltaf á svona háan hest Ómar að gengisfellir þig svakalega

Óskar Þorkelsson, 24.1.2011 kl. 03:00

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er forsenda lýðræðis Jóna Kolbrún.

Óskar, finnst þér það hár hestur að reyna finna einhvern flöt sem réttlætir þetta fortíðartuð þitt????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2011 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband