Vinnumenn breta gráta að fyrri ICESave samningur hafi ekki verið samþykktur.

 

Rökin eru tvennskonar, að deilan hafi skaða ímynd Íslands og að landið hafi ekki fengið fjármálafyrirgreiðslu.

Án rökstuðnings eru þessar fullyrðingar, einfaldlega þvættingur, það er hægt að segja hvað sem er, enda sérstakt einkenni á keyptu fólki að segja aðeins það sem því er borgað fyrir.

Heitir spilling, eitt mesta böl mannlegs samfélags.

 

Og rökstuðningur ASÍ er enginn, enda það er hægt að fullyrða að hvítt sé skærblátt, en það er útilokað að færa rök fyrir því.

 

Hvað var það sem skaðaði ímynd Íslands???

Gæti það verið að fjármálamenn fóru um eins og engisprettur og skyldu eftir sig sviðna jörð.  Vissulega, en fólk út í hinum stóra heimi glímir við sviðna jörð út um allt eftir braskara og sjálftöku lið.  Það veit eins og er að gjörðir íslensku auðmannanna, voru ekki gjörðir íslensku þjóðarinnar.

Og fólk út í hinum stóra heimi kann að meta staðfestu íslensku þjóðarinnar gagnvart því að taka ekki á sig skuldir auðmanna, Íslendingar í útlöndum reka sig á að alltí einu eru þeir í umræðunni, því almenningur í löndum Evrópu vill fara íslensku leiðina.  

Ímynd Íslands skaðist aðeins á skrifstofu ESB í Brussel, því við afhjúpuðum lygar þeirra og rangfærslur þegar því var haldið fram að einstök ríki væri í ábyrgð fyrir starfsemi banka í öðrum löndum.  Fullyrðing sem ESB neyddist til að draga til baka.

 

Og það er svo þetta með fjármögnunina, raunveruleikinn hefur afsannað hana. 

Íslensk fyrirtæki sem eiga fyrir skuldum, og eru í lífvænlegum rekstri, þau fá lánað eins og önnur fyrirtæki þessa heims.

Hirslur Seðlabankans eru yfirfullar af gjaldeyri sem við höfum ekkert við að gera.  Og eru líka fullar af innlendum krónum, sem bankarnir settu þar í geymslu, því þeir vilja ekki lána hálfgjaldþrota atvinnulífi, og varla er það ICEsave að kenna.

 

Staðreyndin er nefnilega sú að ASÍ á engin raunveruleg dæmi, önnur en þau að þeir fengu borgað fyrir að ljúga fyrir breta, sem styður mál þeirra.  

Hver vill lána en hefur ekki látið verða af því vegna ICEsave??'  Og þá hverjum??

Er verið að vitna í hálfgjaldþrota orkufyrirtæki sem eiga ekki fyrir skuldum sínum????   Er sem sagt ICEsave skýring þess að þeir sem geta ekki borgað skuldir sínar, að þeir fái ekki frekari lán í nýjar fjárfestingar???

Þeir sem trúa þessu eru vitlausari en það sem vitlaust er.

 

En fólk skyldi aðeins ímynda sér hvernig staðan væri í þjóðfélaginu ef ríkið hefði þurft að skera niður um 60 milljarða í viðbót, en það eru þeir vextir sem áttu að falla til á síðasta ári.  

Hver væri þá samfélagsþjónusta okkar?????, hvert væri atvinnustigið???

 

Höfum eitt á hreinu, í öllum siðuðu löndum væri búið að tjarga og fiðra svona fólk sem vill samborgurum sínum svona illt.

Og vill það enn.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is ASÍ: Stefnan í Icesave hefur skaðað stöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Umsögn mín er á þá leið að Gylfi hafi stórskaðað ímynd verkalýðshreyfingarinnar og hagsmuni skjólstæðinga hennar.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.1.2011 kl. 13:19

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Say no more"  vísa annars á eigið blogg við fréttina HÉR 

 MBKV að utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 14.1.2011 kl. 13:43

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagar, og sína æru og sitt mannorð vildi ég bæta við.

Sorglegt hvernig þetta annars ágæta fólk á skrifstofu ASÍ hefur einhvernvegin farið í hundana, útrásarhundana.  

Ætli að það sé hundakofi á Hrauninu????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.1.2011 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 4291
  • Frá upphafi: 1436040

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3630
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband