15.12.2010 | 14:12
ESA gerir sig að fífli.
EES samningurinn er skýr, hann leyfir neyðaraðgerðir sjálfstæðra EFTA ríkja.
Hann viðurkennir að þau hafi frjálsan vilja til að meta þær aðstæður.
Grípi þau til neyðarráðstafana, sem stangast á við lög ESB, þá ber ESA skylda til að láta strax vita, og leiðbeina um neyðaraðgerðir sem uppfylla lagaákvæði Evrópska efnahagssvæðisins, og um leið nær því markmiði að leysa þann vanda sem var forsenda neyðaraðgerðanna.
ESA þagði þunnu hljóði, það þýðir tvennt. ESA taldi sig ekki vita betur hvernig íslensk stjórnvöld gátu hindrað fall fjármálastarfsemi og ESA vissi ekki til að aðgerðir þeirra brutu á mismunareglunni.
ESA vissi eins og er, að mismunaregla, sem er illa orðuð, og mörg dómsfordæmi eru fyrir að hafi þurft að víkja þegar meiri hagsmunir eru í húfi, að hún hnekkir ekki neyðarrétti þjóða.
En ef svo væri, þá bar stofnuninni skilyrðislaust að vekja athygli á því. Og krefjast úrbóta.
Það gerði hún ekki, að koma tveimur árum seinna er ekki einu sinni slæm stjórnsýsla, það er ekki stjórnsýsla.
Það er eftiráskýring sem gripin er til þegar skriffinnar ESB uppgötvuðu að ríkisábyrgð var ekki falin í þeirra reglugerðum.
Þess vegna var ný lagatúlkun fundin upp, svo bretar gætu haldið andlitinu.
Allt alvöru fólk blæs á slík vinnubrögð, þetta eru ólög segir Financial Times, virtasta viðskiptablað heims.
Þeir hafa ekki okkar hagsmuni að verja, aðeins hagsmuni skynseminnar, og laga og réttar. Forsendu hinnar sameiginlegu Evrópu.
Okkar fólk, ver hins vegar hagsmuni bresku fjárkúgaranna, það segir afsakið við ESA, og býður öryrkja og fatlaða sem greiðslu.
Eitthvað sem hefur ekki gerst í Evrópu frá því 1942.
Spor sem mega aldrei gleymast, spor sem mega ekki og munu ekki endurtaka sig á Íslandi 2010.
Illmenni og fjárkúgarar stjórna ekki heiminum, jafnvel þó ESA sé á þeirra valdi, jafnvel þó íslenskir vinstrimenn lúta höfði fyrir illskunni, þá gilda æðri lögmál, lögmál mennsku og mannúðar.
Lögmál laga og réttar.
ICEsave er lögleysa, er fjárkúgun, gleymum því aldrei.
Kveðja að austan.
Hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þessi athugun ESA ekki athyglisverð í ljósi þess að íslenzk stjórnvöld ætla að gera ríkið ábyrgt fyrir skuldum einkabanka? Hvernig skyldi það ríma við bann við ríkisstyrk til bankastarfsemi?
Skúli Víkingsson, 15.12.2010 kl. 16:48
Blessaður Skúli.
ESA gegnir hlutverki sínu með því að staðfesta EES samninginn, en hann kveður skýrt á um rétt ríkja til neyðaraðgerða.
ESA gerir sig að fífli með því að skoða neyðaraðgerðir íslenska ríkisins, þegar þær eru löngu afstaðnar. Það er ekkert sem ESA getur gert núna, það getur ekki spólað til baka, og sagt, þið áttuð að gera þetta en ekki hitt.
Þetta er aðeins fábjánaháttur.
Nákvæmlega sami fábjánaháttur eins og að ætla að gera íslenska skattborgar ábyrga fyrir skuldum einkaaðila, eða sem er ennþá vitlausara, að láta þá greiða skatt til erlendra ríkja.
ESB er ekki fábjánabandalag, þess vegna mun ESA aðeins gera sjálft sig að atlægi, ef það ályktar núna gegn neyðarlögum, sem voru nauðsyn við ákveðnar aðstæður. Eftirá rök gilda ekki i þessu samhengi.
Ekki frekar en ríkisaðstoð við gjaldþrota banka.
Um þá verður aðeins sagt "in memoryum".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.12.2010 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.