Bjarni, hættu þessum lufsuhætti.

 

Þú þarft að fara mannast drengur, gera upp við þig í hvaða flokki þú ert, og hvað stefnu hann hefur. 

Og þú ert maðurinn sem átt að bæta fyrir meintar syndir flokksins.

 

Þú heitir til dæmis ekki Steingrímur Hermannsson, og ert ekki einu sinnu líkur honum.  Sá sem kennir sig við hann er vissulega dökkur á brá, en hann heitir Guðmundur.  Og það er aðeins á færi snillinga að hafa tvær skoðanir í öllum lykilmálum, og komast upp með það.

 

Annað hvort ertu á móti aðild landsins að ESB, þá lýsir þú þeirri skoðun þinni, færir rök fyrir henni, og þú krefst þess að flokkur þinn fylgi þér í þeirri stefnu.  Þetta er jú stefna landsfundar flokksins.  Eða þú ert fylgjandi, og berst fyrir þeirri stefnu innan flokksins.

En það er aumt að skella skuld á embættismann vinaþjóðar, að hann mistúlki og rangfæri, þegar þínir eigin flokksmenn átta sig ekki á kúrs flokksforystunnar í Evrópumálum.  Það er jú ætlast að flokkur sem er á móti, lykilflokkur stjórnarandstöðunnar, að hann berjist gegn landsölu ríkisstjórnarinnar með oddi og egg, en segist ekki vera á móti en mjálmi svo á þann hátt að það þarf Kattavinarfélagið til að túlka.

Það er aumt að flokksmenn þurfti að fara út í Móa til að finna baráttukraft og rök gegn innlimuninni.

 

Að sama meiði er andstaða þín við ICEsave, vissuleg finnst þér þetta og hitt, jafnvel að krafa breta styðjist ekki við lög, svo segist þú í næstu setningu vilja semja, því það sé ÞÆGILEGRA!!!!, svo ég vitni í frægt blaðaviðtal við þig.  Hvernig getur formaður stærsta flokks landsins, flokks sem kennir sig við sjálfstæði, viljað afsala íslenskum skattpeningi til erlendra kúgunarafla, með rökum að það sé þægilegra að semja, að það geti verið skynsamlegra.

Eftir að Margrét Tatcher skaut þessi rök svo eftirminnilega í kútinn og batt í kjölfarið enda á flugránspláguna, þá hefur engin á hægri væng stjórnmála látið svona væl út úr sér, að fórna sjálfstæði þjóðar og láta undan yfirgangi, því það sé svo óþægilegt að mæta kúgun og yfirgangi, jafnvel kostnaðarsamt.  

Þú ert sko ekki í Samfylkingunni Bjarni.

 

En hringl og hringlandaháttur er eitt, ístöðuleysi þar með talið, en það er ekkert sem afsakar svik þín við kjósendur flokksins, eins og þú gerðir í gær þegar þú tautaðir i barm þér stuðning við loft og sjónhverfingar fjármálaræningja sem kynnt var af útsendurum þeirra í ríkisstjórn Íslands í gær.  

Hvor stjórnar flokknum, þú eða Pétur Blöndal????

Hvort er flokkur þinn flokkur auðræningja og braskar, eða flokkur einstaklingsfrelsis og frjáls framtaks.  Hvort er mikilvægara fyrir flokk þinn stuðningur millistéttarinnar og smáatvinnurekenda, eða stuðningur auðjöfra og fjármálamanna ásamt keyptu þýi þeirra hjá samtökum atvinnulífsins????

Eða telur þú að lýðskrum Mussolinis Íslands geti endalaust platað sveltandi millistétt til að styðja flokk þinn til þess fylgis sem hann á kröfu til sem eini hægri og miðjuflokkur landsins?????

 

Hvað hefur breyst frá því að Kristján Þór Júlíusson setti þessi orð á blað og fékk birt án athugasemda af þinni hálfu  í Morgunblaðinu  

 

"Við þessar aðstæður fjarar hratt undan bæði greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Það sem mestu skiptir þó er að tiltrú almennings á að sigrast á vandanum fjarar sömuleiðis hratt út. Óbreytt ástand mun skaða hagsmuni allrar þjóðarinnar.

....... Löngu er kominn tími til að brugðist verði við kröfum um úrbætur fyrir yfirskuldsett heimili landsins og tugþúsundum Íslendinga þannig gefnar vonir um að þeir geti áfram verið fullgildir einstaklingar í þjóðfélaginu. ""

 

Hvað hefur breyst annað en að varnaðarorð hans um skipbrot efnahagslífsins hafa komið fram??   Eina forsenda hagvaxtarspáa ríkisstjórnarinnar er áætluð aukning í einkaneyslu, hlutur sem meira að segja illa gefið barn veit að mun ekki ganga eftir.

Hvers vegna styður þú skuldaþrælkun tugþúsunda samlanda þinna, sem hafa það eitt til saka unnið að hafa trúað þér og þínum sem fóru með öll völd í aðdraganda Hruns.  Fólks sem fjárfesti vegna þess að það trúði ykkur í Sjálfstæðisflokknum þegar þið sögðu stoðir efnahagslífsins væru traustar, og að þjóðin myndi standa af sér hina alþjóðlegu bankakreppu.  

Þetta var rangt hjá ykkur Bjarni, þið berið ábyrgðina, því þið bæði réðu efnahagsmálum þjóðarinnar og stóðuð í stafni gegn öllum úrtöluröddum.

 

Hvað manndómur er það að bregðast fórnarlömbum ykkar á ögurstundu???  Hvaða ægivald hefur guðfaðir sparisjóðsræningjanna yfir huga ykkur í forystu Sjálfstæðisflokksins, að þið breytið algjörlega um stefnu í skuldamálum heimilanna, og ákveðið að fórna kjarnanum í kjósendahóp flokksins á altari auðræningja og fjármálabraskara????

Ekkert nema skortur á manndómi útskýrir að lýðskrumari og mannhatari móti stefnu flokks þíns í mikilvægasti máli flokksins frá stofnun hans.  Í því að bregðast við þeim hörmungum sem auðræningjar leiddu yfir þjóðina á meðan þið stóðuð vaktina.

Þið hafið brugðist sjálfri mennskunni, ekki með því að verða á í efnahagsstjórnun, heldur með því að hafa ekki manndóm til að bæta úr afleiðingum mistaka ykkar.

Þið eruð svo hrædd við hí-ið í keyptu mútufé auðræningja, að þið kusuð frekar að lúta í forarýlduna og skríðið þar um í þeirri von að "hinir" sem stjórna núna séu ennþá meir útbíaðir í for og ýldu þannig að þið virðist betri kostur.

 

En það er ekki neinn munur á skít eða kúk, en það er mikill  munur á manni eða mannleysu.

 

Heimili landsins öskra á hjálp, þeir sem bjóða skuldaþrældóm sem lausn, munu ekki stjórna þessu landi mikið lengur.

Þó lítilmennska og öfund hrjái núna stóran hluta þjóðarinnar, og hún styðji bjóðendur skuldaþrældómsins, þá mun sá stuðningur ekki vara lengi.

Ekki vegna hinna hagfræðilega raka sem styðja mennskuna, heldur er íslenska þjóðin ekki þannig gerð að hún hundsi neyðaróp meðbræðra sinna til lengdar.  Lýðskrumarar hafa vissulega náð að afvegleiða hana í augnablikinu vegna hins öfluga stuðnings leiguþýs auðmanna, en sagan kennir að þegar á reynir þá stenst þjóðin lygavaðalinn og bregst rétt við.

Eftir nokkra mánuði verður aðeins ein þjóð í landinu, og hún mun gera það sem þarf að gera, á þann hátt sem alvörufólk gerir hlutina.

Þá verður ekkert pláss fyrir lufsur.

 

Þetta er aðeins spurning um að þekkja sinn vitjunartíma.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Kom á framfæri gagnrýni vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rugl og þvaður í þér Ómar.  Bjarni hefur aldrei svikið þá stefnu að vera á móti inngöngu í ESB.  Hann greiddi á atkvæði á móti og tók fram á landsfundi í sumar að evrópuferðalagið væri ekki í boði XD.  Hvað ertu að biðja um frá honum umfram þetta ???

Og ef ekki hefði komið til andstaða Sjálfstæðisflokksins undir hans forystu við Icesave væri búið að ganga frá því máli.  Bjarni hefur stutt það síðan Geir lagði það til að reynt yrði að finna lausnir á Icesave.  Er það glæpur ? 

Helga (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 19:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Ég skal viðurkenna, að framsetning hjá mér getur á stundum verið tyrfin, þegar ég til dæmis set fram staðhæfingu í langri setningu, byggða upp á mörgum skilyrðingum, innsetningum, útúrdúrum og sem-um og ef-um, en því var ekki til að dreifa í inngangi þessa pistils þegar ég tók meint moð Bjarna fyrir.  Og þess vegna skil ég ekki að þú skulir mæta hingað og saka mig um rugl og þvaður, og koma með fullyrðingu um eitthvað sem ég sagði ekki.  

"Annað hvort ertu á móti aðild landsins að ESB, þá lýsir þú þeirri skoðun þinni, færir rök fyrir henni, og þú krefst þess að flokkur þinn fylgi þér í þeirri stefnu", "ætlast að flokkur sem er á móti, lykilflokkur stjórnarandstöðunnar, að hann berjist gegn landsölu ríkisstjórnarinnar með oddi og egg,".  Þetta er ekki hægt að misskilja, ég lýsi hvernig einarður forystumaður hagar sér, og bendi síðan kurteislega á að Sjálfstæðismenn fái þessa beittu andstöðu hjá Davíð Oddssyni.

Þetta er mat mitt Helga, mat sem fleiri deila, líka í Sjálfstæðisflokknum.  En ég sagði hvergi að Bjarni sviki opinbera stefnu flokksins.  En um hug hans má deila, dæmin eru mýmörg, líklegasta það sorglegasta eru viðbrögð hans við grein Þorgerðar Katrínar, fyrrverandi varaformanns flokksins, þar sem hún tekur undir lygamálflutning ríkisstjórnarinnar um að núverandi aðlögunarferli, sem er óhjákvæmilegt samkvæmt reglum ESB, að það séu aðildarviðræður.  

Aðildarviðræður fara ekki fram, munu aldrei fara fram, ríki sem sækja um í dag, eru búin að gera það upp við sig að fara inn í sambandið, aðlögunarferli ESB gerir ekki ráð fyrir öðru.  Burtséð frá aumri stjórnarandstöðu að láta ríkisstjórnina komast upp með beinan lygavaðal, þá er ekki hægt að láta fyrrum forystumann flokksins komast upp með stuðning við lygina, án þess að því sé formlega mótmælt af forystu flokksins.

Ekki skal ég hallmæla stuðningi Bjarna við ICEsave Andstöðuna, á tímabili í nóv og des 2009, þá virtist hún einörð.  Svo ítrekaði blessaði maðurinn fyrri skoðun sína um að samt væri hagkvæmara að semja en að standa á rétti þjóðarinnar.  Og sendiráðsmaðurinn hefur það eftir honum lygatugguna um að lög og réttur tefji uppbyggingu efnahags þjóðarinnar.  Slík fullyrðing lýsir annaðhvort mjög miklum hagsmunatengslum við þá sem hafa hag á að yfirskuldsetja þjóðina til að bjarga rekstri sínum og eignum frá þroti (blessaðir auðmennirnir okkar) eða annað að tveggja, algjöri heimsku, eða gífurlegri veruleikafirringu.

Vitna aðeins í orð Klophensteins þar sem hann talar um barnaskap íslenskra ráðamanna um hæfni þjóðarinnar til að standa undir ICEsave (kúgun) samningnum. Get samt alveg rætt það út í hörgul ef þú vilt, á ótal Reykjavíkurbréf til að vitna í.

En Helga, jafnvel flokkshestar bera það ekki upp á Bjarna að hann hafi stöðvað ICEsave.  Það var forsetinn sem gerði það.  Hefði Bjarni viljað stöðva fjárkúgun breta í fæðingu, þá hefði hann og hans flokkur lagt fram þingsályktunartillögu um að vísa deilunni í dóm, ef henni hefði verið hafnað, þá hefði flokkurinn kært málsmeðferðina sem augljósa misþyrmingu á stjórnarskránni, slík kæra hefði þröngvað málinu í réttarfarslegan farveg, alveg óháð vilja ríkisstjórnarinnar um að gera það ekki.

Síðan má benda á að ýmislegt í málsmeðferð stjórnarliða, þá aðallega lygarnar og blekkingarnar, eru bein brot á þeim kafla almennra hegningarlaga sem bannar stuðning við óvinveitta atlögu erlendra ríkja að hagsmunum lands og þjóðar, landráð heitir það víst.

Síðan verð ég að játa það Helga, að ég skil ekki síðustu setningu þína, tel mig hvergi hafa ásakað Bjarna um glæp, var reyndar sem vinsamlegur aðili að segja honum frá vammi sínum, og eggja upp í honum ættarfylgjuna svo hann nái aftur völdunum úr höndum Péturs Blöndal og hyskisins sem fylgir honum að málum.  Áar hans hefðu aldrei látið meintan sparisjóðsræningja stýra flokknum til óhæfuverka, og þeim sem líkar við Bjarna, og það geri ég svo sannarlega, á marga pistla þar um, þeir brýna manninn tæpitungulaust, telja hann standa undir því, en þurfi ekki pilsfald lyga sér til varnar.

Orðin "svik" og "glæpur" komu nefnilega aldrei fyrir í pistli mínum, ekki einu sinni ýjað að því.

Svona að lokum þá má geta þess að málsmeðferð Geirs var vissulega röng, en enginn glæpur.  Til þess voru málsbætur hans miklar.  Hann gerði það sem hann taldi best við mjög erfið skilyrði.  Og ég, mér eini vitanlega hér á Moggablogginu, lagði það til að hann yrði kosinn maður ársins 2008, ekki fyrir aðdraganda Hrunsins, heldur fyrir þann haus sem hann sýndi, og það gæfuverk að forða landinu frá því að reyna að þjóðnýta bankaskuldirnar.

Þá fyrirgaf ég honum AGS, taldi sterkari öfl en hann réði við, standa þar að baki.  

Síðan hef ég einn fárra, sem tengjast andófinu, haldið upp mjög harðri gagnrýni á þá ákvörðun Alþingis að lögsækja Geir einan manna.  Tel það lítilmannlegt og þjóð okkar til vansa.

Nei, Geir Harde er ekki glæpamaður, Bjarni Ben ekki heldur, allavega þá forðaði Búsáhaldabyltingin honum frá því að verða það.  Því líklegasta skýringin á vingulshætti hans er sú staðreynd, að ef hann væri í stjórn með Samfylkingunni, þá væri hann að mestu leiti að framkvæma allt það sem Steingrímur Joð Sigfússon er að gera, og það er glæpsamlegt.

Glæpur, gegn lýðveldinu, glæpur gegn þjóðinni, glæpur gegn einstaklingnum, glæpur gegn hegðun siðaðra manna.

En kannski er þetta náttúrlega allt saman rugl og þvaður, en ég færi rök fyrir mínu máli, ekki staðleysur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.12.2010 kl. 22:16

3 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Mjög góð og tímabær grein

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 4.12.2010 kl. 22:56

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Guðmundur.

Ég er oft að spá í hvað allur sá fjöldi sem hér lítur við er að hugsa.

Vonandi eitthvað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.12.2010 kl. 23:34

5 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=kN5vyKLeYc8

Taka mark á Bjarna? (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 23:57

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, ég geri það nú reyndar, annars væri ég ekki að eyða orðum á hann.

Og batnandi manni er alltaf best að lifa, nema þeim sem geta náttúrulega ekki batnað, en það er allt leiguþý AGS.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2010 kl. 01:57

7 Smámynd: Elle_

Lítur sannarlega út fyrir að 50/50 maðurinn, Bjarni Ben, hafi minnst 2 skoðanir í öllum málum, Ómar, og vel að orði komist.  Hann getur ekki verið óskiptur í skoðunum.  Hann getur ekki haldið neinni fastri stefnu í einu einasta máli og ekki einu sinni þegar það snýst um landsölu eins og í EU-fáráðsumsókn Jóhönnu og co. og í ólöglegu ICESAVE.   Og getur ekki heldur haldið sig fast við samþykktir landsfundar.  Hann gerir Sjálfstæðisflokkinn þannig óvirkan stjórnarandstöðuflokk og bara skaðlegan.  Skil ekkert í flokksmönnum að vilja hafa hann í forystu og skil enn síður að Þorgerðarspillingin fái að vera í flokknum og fullkomna eyðilegginguna.  Vonandi getur Sjálfstæðismaður svarað og skýrt út fyrir okkur hinum hvað stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn ætlar að gera í EU og ICESAVE málunum og ekki síst hvers vegna spilltir pólitíkusar eru leyfðir innan flokksins. 

Elle_, 5.12.2010 kl. 19:38

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, gefum drengnum séns, ég er viss um að hann hafi lesið þetta blogg mitt, prentað það út, og spái nú mjög i innri andsvör.  Þegar hann kemst að því að þau eru engin, þá mun hann ná áttum, og springa út sem forystumaður,.

Það er eitthvað við hann sem ég kann vel við, það býr miklu meira í honum en hann hefur sýnt.

Og hvar mun hann sýna það???

Jú, reka Pétur úr flokknum, og krefjast rannsóknar á sparisjóðsráninu.

Og síðan taka upp baráttu fyrir þjóðina, og kjósendur flokksins.

Og fyrsta skrefið er almenn skuldaleiðréttingu, og Nei í ICEsave, skýrt Nei.  

Hitt kemur svo af sjálfu sér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2010 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband