Síðasta Samfylkingarlygin fallin.

 

Evrópusambandsþjóð sem leyfði bönkum að vaxa sér yfir höfuð, hún féll.

Okkur var sagt að slíkt hefði aldrei gerst ef þjóðin hefði verið í ESB.

Þessar fullyrðingar hafa vaðið hér upp á netinu, í fjölmiðlum, þó sérstaklega hjá mútufé ESB, og þær hafa verið margítrekaðar í blaðagreinum forystumanna Samfylkingarinnar, bæði í Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokki, og hjá sjálfri Samfylkingunni.

 

Okkur var sagt að ef þjóðin hefði haft Evru, þá hefðu bankarnir haft bakstuðning og ekki fallið. 

Getur einhver ímyndað sér hvað hefði gerst á Írlandi ef þarlendir bankar hefðu náð tólffaldri þjóðarframleiðslu, hvort einhver hefði haft fjármuni til að hindra fall þeirra?????

Sem er kjarni málsins, okkar fall varð svona hratt vegna þess hve bankakerfið náði að vaxa okkur yfir höfuð.  Aðrar þjóðir reyndu að ráða við vandann, reyndu að fela hann undir hulu skammtímareddinga.

En vandinn er sá sami, helsjúkt bankakerfi sem lánaði út á bólur, ekki verðmæti eða rekstur.

 

Þess vegna falla þjóðir, Ísland í gær, Írland í dag, Bretland á morgun.

Aðeins Bandaríkin munu lifa því þeir eiga svo öflugar prentvélar, geta prentað sig út úr vandanum því heimsbyggðin á ekki til aðra skiptimynt, getur ekki flúið dollarinn yfir í aðra mynt.

En tapið verður það sama, útþynntur dollar mun endurspegla það.

 

Samfylkingin laug bankavandanum upp á þjóð sína, og sagði að henni yrði að refsa.

Refsa með ICEsave, refsa með AGS, refsa með stanslausum aurburði mútufés ESB á Ruv um hinn séríslenska aumingjaskap.

Þegar raunveruleikinn var gjörspillt kerfi auðræningja sem rændi Vesturlönd eins og þau lögðu sig.

 

Uppgjör við það kerfi er ekki að ganga í ESB, þar ráða auðræningjaleppar öllu. 

Uppgjörið fellst í að gera það upp og bæta fórnarlömbum þess tjón sitt.  Það gerum við með því að við tökum öll á okkur tapið, ekki bara sumir.  Og við leyfum þessu aldrei að gerast aftur.  Við gerum brask og auðrán útlægt úr samfélagið okkar.

Þess vegna lokum við ekki spítölum eða sveltum öryrkja.  Þess vegna látum við ekki ungt fólk sitja eitt í skuldavanda sínum.  Þess vegna kæfum við ekki ríkissjóð með lánum frá AGS svo auðræningjar geti áfram fíflað krónuna.

 

Við gerum hið gagnstæða.  Verndum samfélag okkar.  Verndum grunnstoðir þess. 

Semjum um skuldir sem sannarlega eru okkar, og greiðum þær á þeim tíma sem við ráðum við. 

Restin geta kröfuhafar auðræningjana rætt við þá.  Ekki þjóðina.

Og krónan mun í framtíðinni endurspegla framleiðslu og kaupgetu þjóðarinnar, ekki braskgetu eins og núverandi peningastefna er.

Bankarnir verða i innlendri eigu, þjóna almenningi og fyrirtækjum.  Dugi það ekki bröskurum, þá fara þeir annað, þeir taka ekki þjóð sína með sér í það ferðalag.

 

Síðan gerum við gott úr því sem höfum, mannauð okkar og auðlindum.  Og smán saman fer efnahagur okkar að dafna, en á okkar forsendum, ekki forsendum óhóflegrar skuldasöfnunar og ósjálfbærra stórframkvæmda.

Munurinn á þessu og þeirri lausn sem AGS býður okkur uppá er í grundvallaratriðum einn.

Þeir fórna fólki til að endurreisa auðránið sem óhjákvæmilega endar í öðru Hruni, og það mjög fljótlega.

Við verndum fólk á kostnað braskara, fari þeir í fýlu, þá fara þeir í fýlu.  En okkar leið mun tryggja grósku hjá öllum, nema að útfaraþjónustur og innheimtulögfræðingar munu ekki fá þau uppgrip sem AGS lofar.

En það er ásættanlegur fórnarkostnaður.

 

Og okkar leið er sú eina sem  vitglóra er í, nú þegar ESB lygin er fallin.  Aðeins blindur stuðningur VG við ESB lygahlaupaliðið útskýrir völd þess og helför þjóðarinnar.

Gæti blindravinafélagið ekki gert eitthvað, hjálpað þessu fólki að fá Sýn.

 

Ef það tækist, þá stæði þjóðin í óendanlegri þakkarskuld.

Fáum Sýn og björgum okkur sjálf.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Írskir hraðbankar virka áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef við hefðum ekki leyft bönkunum að falla værum við gersamlega gjaldþrota og búin að missa fullveldið, rétt eins og Írar. Þeir geta aldrei borgað þessi lán og eru fastir í netinu af því að þeir ábyrgðust bankana.  Þeir neyðas til að hækka skatta á fólk og fyrirtæki og þar sem efnahagur þeirra byggis að mestu á erlendum stórfyrirtækjum og stóriðju, þá munu þessi fyrirtæki pakka saman auk þess sem ungt og menntað fól flýr land unnvörpum. Point of no retur.

Þetta ætti líka að fá okkur til að hugsa hvernig staða okkar væri ef við værum gengin lengra í stóriðjuvæðingunni. Með öll (ál)eggin í sömu körfunni. Þá lægjum við sennilega undir þeim hótunum að risarnir pakki saman og skilji eftir sviðna jörð ef við gefum þeim ekki orkuna og aukum skattfríðindin.

Fyrir Evrópubandalagið er þetta bara fyrsti eða annar kubburinn í óumflýjanlegum dómínóeffekt að falli þess. Sérfræðingar gefa þeim 5 ár maximum.  Þá verðum við væntanlega að rétta úr krungnum, ef ekki fer svo illa að þeim takist að svíkja okkur inn í þetta hurðalausa helvíti í austri.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2010 kl. 12:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Steinar.

Ef, en það var ekki nóg.

Ég fæ ekki betur sé en að þjóðin hafi gefið þeim öflum brautargengið sem vilja klára dæmið.

Og þá föllum við með, eignalaus og allslaus því skuldirnar munu sjúga allt til sín.

Ég fæ ekki séð að margir skilji þetta á þingi fyrir utan Lilju, Hreyfinguna og hluta Framsóknarflokksins.

Samtals mikill minnihluti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2010 kl. 12:28

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Flott grein hjá þér Óðinn.

Það er rétt hjá þér þetta er ein síðasta lygi ESB trúboðsins og Samfylkingarinnar sem nú er fallinn og voru nú margar fallnar áður um dýrðir og listisemdir ESB.

En málið með þá að þeir eru eins og aðrir óborganlegir og ólæknandi lygamerðir að það er sama hvað þeir eru afhjúpaðir oft með sína lygi og blekkingar að þeir finna bara stanslaust upp nýja lygi og klæða gömlu lygina í nýjar umbúðir til að reyna áfram að selja fólki.

Veistu að fólksflóttinn frá Írlandi er gríðarlegur og það er unga og menntaða fólkið sem sérstaklega fer.

Fólkið flýr ESB dýrðina og lygarnar. Talið er að hjá þessari u.þ.b. 4 milljóna þjóð, ef fram heldur sem horfir þá muni fleiri en 250.000 írar verða flúnir land í lok næsta árs, eða meira en 6% þjóðarinnar.

Það samsvarar því að yfir 20.000 íslendingar væru flúnir land.

Ég sendi Írum samúðarkveðjur yfir hörmulegu ástandinu og líka yfir því að vera innikróaðir inn í  ESB og handjárnaðir með  gjaldmiðil dauðans þ.e. Evru ! 

Fæstir flýja þessir Írar til annarra sæluríkja ESB svæðisins, nema helst Bretlands.

Nei flestir þeirra fara til Ástralíu, Nýja Sjálands og Kanada.

Gunnlaugur I., 22.11.2010 kl. 15:12

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

írar gerðu ekki sitt bankakerfi 10-12 sinnum stærra en Brúttó þjóðartekjur... innan ESB hefði það aldrei verið leyft.. en um að gera að hamast strákar.

Óskar Þorkelsson, 22.11.2010 kl. 16:58

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Hvar var því haldið fram að Írar hefði leyft því að tólffaldast???

Lestu áður en þú byrjar.

Og hvaðan hefur þú þekkingu þína á hámarki bankakerfis???

Og ef svo er, hvert er þá hið opinberlega hámark ESB.

Svaraðu núna einu sinni með rökum Óskar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2010 kl. 17:04

6 identicon

Heimsk frásögn þessi:

 "Til að setja þá upphæð í íslenskt samhengi er þjóðarframleiðsla á Íslandi á árinu 2009 áætluð hafa verið um 1.500 milljarðar króna."

Vá flott samhengi, kann þessi blaðamaður að reikna og áttar hann sig á að Írar eru 4,4 milljónir manns?

Þetta lán, 15.400 miljarðar er undir einni ársframleiðsla Íra, en íslendingar skulda þegar hátt í 3 ársframleiðslur Íslands.  Mér er alveg sama hversu margar ársframleiðslur Íslands írar skulda, þetta hlægilegt samhengi.

Jonsi (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 17:05

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nenni því ekki Ómar því hér skrifa menn með mikla þekkingu á öllum málum svo mitt álit hverfur bara í hyldýpi viskunnar.

Óskar Þorkelsson, 22.11.2010 kl. 17:11

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ-i Óskar, það er nú hreinlegra að viðurkenna að þú getir það ekki, í stað þess að bulla svona.  

Þessi fullyrðing þín er ættuð úr ranni Jóns Baldvins, frá árdögum Hrunsins, en kallanginn gat ekki rökstutt það með tilvísan í lög eða reglur, en færði hins vegar fyrir því rök að slíkur bjánaskapur hefði ekki verið liðinn innan Evrusvæðisins.  Og örugglega eitthvað til í því.

En hvar átti að stoppa???  Í þessu tilviki verður að hafa í huga að  þróunin var öll í þá átt að bankakerfi álfunnar blésu út.  Það breska til dæmis var orðið, hvað fjórfalt???, og hefði haldið áfram að þenjast út ef bólan hefði varað lengur.  

Allavega þá hefði þrýstingur á að hægja á ekki komið fyrr en bankakerfið hefði verið eitthvað margfeldi, annað hefði verið mismunun, og skýrar lagaheimildir skorti.  Segjum að það hefði verð í 6 földu, 4 földu, tvöföldu, hvað máli skiptir það, engin þjóð bakkar upp bólubankakerfi af slíkri stærð.

En ef það hefði verið minna, til dæmis 4 falt, þá hefðu menn kannski reynt.  Og þá hefðum við raunskuldað óhemjuupphæðir.  Sem við gerum ekki í dag, erlendu skuldir okkar eru aðeins þær sem við viljum ekki láta falla á einkageirann, sjávarútveg, orkufyrirtæki og svo framvegis.  Restin hefur verið afskrifuð, og það sem eftir er hvílir á einkaaðilum eða opinberum fyrirtækjum, sveitarfélögum og svo framvegis.

Erlendu skuldir ríkissjóðs eru að stofni til vegna gjaldeyrisvarasjóðsins, og þar liggur hættan, en ennþá er tími til að endursenda þá peninga, og grípa til aðgerða siðaðra þjóða, að skattleggja braskfé til hlýðni.

En þeir sem eiga drauminn um skuldaþrældóminn, skilja slíkt ekki fyrr en þeir sitja í skuldasúpunni.  Og þá er eina útgönguleiðin, bylting og einhliða afskrift skulda.

Engin þjóð mun lifa því lífi skuldaþrældómsins sem höfðingjarnir eru að reyna að koma á þær.

Þú ert bara ekki búinn að fatta það ennþá Óskar, en það kemur.

Og þá muntu ganga til liðs við byltinguna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2010 kl. 17:56

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jonsi.

Hverjar eru heildarskuldir Íra???

Hverjar eru heildarskuldir Íslendinga þegar afskriftir bankanna eru teknar með í dæmið??

Og hvað mikið af því er í erlendri mynt???

Taktur ekki einn þátt út og berðu hann saman við heildarþátt annars.

Og þar að auki er djúpur skítur, djúpur skítur, óháð skítadýpt annarra pytta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2010 kl. 18:00

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Óskar. Það var og er hvergi stafkrókur um það í öllu regluverki ESB um fjármálafyrirtæki og banka að þeir mættu ekki verða svo eða svo stórir eða eitthvað ákveðið hlutfall af þjóðarframleiðslu hverrar þjóðar.

Ekki skipti ESB sér að því að Írska Ríkisstjórnin gaf út skilyrðislausa ríkisábyrgð á allar inneignir og skuldir bankanna í upphafi fjármálakrísunnar. Frekar að ESB Elítan blessaði þetta og teldi þetta mjög til bóta fyrir efnahags- og fjármálalíf landsins.

Heldur betur hefur komið í ljós að þetta reyndist hið mesta feigðarflan og hefur átt stóran þátt í því að koma Írlandi á þær hræðilegu ógöngur sem þeir eru nú í. 

Nú viðurkenna allir að þetta var kolröng leið og að þeir hefðu miklu frekar farið íslensku leiðina og sett bankana strax í þrot og látið Ríkið yfirtaka hluta eigna og skulda, en tryggja almenningi lágmarks innistæður.  

Það var einmitt hriplekt og handónýtt reglu- og eftirlitsverk ESB apparatsins sem við og önnur ríki ESB fórum eftir í einu og öllu, sem ýtti undir og skóp þessa slæmu stöðu sem síðan leiddi til hrunsins ekki bara hér á landi heldur meira og minna til stórkostlegs tjóns og hruns í öllu fjármálakerfi ESB.

Bendi Jonsa líka á að eftir þessar lántökur Íra verða Ríkisskuldir Íra að minnsta kosti helmingi hærri en Ríkisskuldir Íslands þó svo að við tökum þrælaskuldbindingar ICESAVE með í þann pakka.

ESB hvað ?  

"ÞETTA HEFÐI ALDREI GETAРGERST HEFÐUM VIÐ VERIÐ Í ESB OG MEÐ EVRU"

Þessi mesta og versta lygi og blekking ESB trúboðsins og Samfylkingarinnar hefur nú aftur og enn verið afhjúpuð sem versta og mesta lygi gjörvallrar Íslandssögunnar ! 

Gunnlaugur I., 22.11.2010 kl. 20:25

11 Smámynd: Elle_

Evrusvæðið og Evrópuskrímslið að falla?  Og það með GLÆSI-EVRU Jóhönnu og Össurar??   Það skyldi þó aldrei verða eins og Evrópuríkisforsetinn sjálfur óttast:

17 November 2010

The European Union faces a 'crisis of survival' over its deepening debt problems, its president has warned.

In an astonishing intervention, Herman Van Rompuy said the financial meltdown engulfing Ireland, Greece and other EU countries could spark the collapse of the entire European project.

Mr Rompuy said: 'We must all work together in order to survive with the eurozone, because if we do not survive with the eurozone, we will not survive with the European Union.
http://www.thisismoney.co.uk/news/article.html?in_article_id=518355&in_page_id=2&expand=true

Elle_, 22.11.2010 kl. 23:10

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það Ómar. Það er ekki mikil vitglóra í þingmönnum okkar.

Kveðja

Jakobína

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.11.2010 kl. 00:13

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ómar og annað gott fók, nú þegar ESB.lygin er fallin, tökum til ó-spylltra málanna. 

Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2010 kl. 01:38

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://www.dagbladet.no/2010/11/22/nyheter/krisepakke/politikk/utenriks/irland/14406317/

120.000 flytja frá írlandi í fyrstu umferð.. þetta eru erlendir farandverkamenn í miklum meirihluta.  Sama gerðist á íslandi. en endilega notið tölurnar ykkur í hag ;)

Óskar Þorkelsson, 23.11.2010 kl. 04:20

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Ef menn ætla að yfirgefa vígvöllinn með stæl, þá hefði ég frekar vitnað í Tryggva Emilsson, og sagt, "þetta hefði ekki gerst ef við hefðum verið í EES eða ég tala ekki um, ESB".

Það er svona meira út úr kú.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2010 kl. 08:11

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Elle, ekki gleyma hinum möguleikanum, sambandsríki Evrópu, í stríðsóðum heimi gætu menn alveg lent í þeim hjólförunum, sbr, sundruð föllum við. 

En evran er tæki með sína kosti og galla, núna öskra gallarnir framan í fólk.

Hér á Íslandi er hún hinsvegar trúarbrögð, og það ógeðfelld trúarbrögð, hér réttlæta menn mannfórnir og djöfulskap, ICEsave og AGS, vegna þess að það sé guðleg refsing fyrir að hafa ekki meðtekið boðskapinn frá Brussel og játað trúna með evrunotkun.  

Og sú trú, og þær lygar sem af henni spretta, er ógæfa íslenskra stjórnmála, menn ræða bull, í stað þess að ræða hvernig þjóðfélag við viljum, og hvaða leiðir við ætlum að fara til að  ná þeim.

Sá til dæmis að góðir íhaldsmenn hafa ekkert lært af Hruninu, og því tjóni sem hinn venjulegi kapítalisti og millistéttarkjósandi flokksins varð fyrir.  Þeir tóku upp hanskann fyrir Hrunverja og þá skammtímagræðgi sem rekur svona menn áfram.

Þannig að við höfum trú sem réttlætir mannfórnir og djöfulskap, annarsvegar, hins vegar veruleikafirrt fólk sem leitar síendurtekið á þekkt dópmið sölumanna dauðans.

Heilbrigð skynsemi sem byggist á kristilegu (húmanísku) siðferði er eitthvað sem fólk höndlar ekki í dag.

Og þess vegna erum við í skotgröfunum, gapandi á þursana, reynandi að verjast verstu atlögunum hverju sinni, vitandi aldrei frá hvaða víglínu heimskunnar þær koma.

Félegt er það í upphafi aðventunnar að eiga von á gjöreyðingartillögum frá Alþingi varðandi grunnþjónustu samfélagsins.  

Til þess að geta greitt dauðu fjármagni okurvexti.

Og hvort sem manni líkar það betur eða verr, þá þarf að verjast þeim atlögum.

Friðarspillar eru þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2010 kl. 08:24

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga, erum við ekki öll að reyna það á okkar hátt.

Núna þarf að koma Jakobínu og fleiru góðu fólki á stjórnlagaþing, verjast þursunum á þingi og atlögum þeirra að grunnstoðum samfélagsins.

Annað er ekki í kortunum, reiði fólks gufaði upp og skuldarar landsins þegja þorrann og jólin með bros á vor.  Það er eiginlega innbyggt í lýðræðið, að ef fólk er sátt við hörmulegt stjórnvald, þá geta hinir óánægðu lítið gert annað en að gagnrýna og viðhalda því aðhaldi sem skynsamleg umræða getur veitt.

Meira getur andstaðan ekki, hún sem slík er klofnari en sjálfur Skaftafellsjökull, og er þá mikið sagt.  

Og meðan fara auðræningjar hins nýja þjóðfélags sínu fram.

Þetta veltur jú allt á þjóðinni og hennar vilja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2010 kl. 08:30

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína, ég efast meira um vitglóru þjóðarinnar, hennar er jú valið.

Og hún velur  þá sem "fórna fólki til að endurreisa auðránið sem óhjákvæmilega endar í öðru Hruni, og það mjög fljótlega", dautt fjármagn fram yfir lifandi fólk, það er fjármagn fram yfir sjálfa sig.

Stjórnmálamenn okkar eru afsprengi eftirspurnar, við gleymum því stundum.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2010 kl. 08:35

19 identicon

Ómar,

Blaðamaðurinn kom með eftirfarandi flottu staðreynd,

'Írar taka miklu hærra lán en við íslendingar geta borgað á einu ári'

- lítið fróðlegt er að vita þá staðreynd, en kannski áhugavert fyrir þig.

Gott væri eins og þú virðist sjálfur segja að setja þetta nýja lán þeirra í samhengi við þeirra eigin framleiðslu, sem er það eina sem ég geri.

Setjum allt í svona athyglisvert samhengi.   Toyota skuldar 1.234.145 sinnum meira en Jón gerir, djö, þeir eru sko skuldugir.

Óskar (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 13:54

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ, Óskar láttu ekki svona. 

Þetta lán Íra er aðeins dropi í hafi þeirra skulda.  Kíktu inn á bloggið hans Einars ofurbloggara, og þá sérðu staðreyndirnar.  Írar eru ekki svo heimskir að þeir líta á þetta lán per se, og segja, við getum borgað eins og þegar Seðlabankinn gerði sig að athlægi með því telja þjóðin geta borgað ICEsave, en bara svona rétt á meðan yrðu ekki önnur lán borguð, bara endurfjármögnuð með vöxtum og mús.

Írar eru í djúpum skít.  Og það er einhver pólitísk blinda að rífast um það.

Pistill minn fjallaði reyndar um ástæðu þess.  Og andstaða við þá ástæðu er grunnforsenda þess að ég rólyndis miðaldra maður er að höggva mann og annan hér i bloggheimum, það er verið að ræna heiminn, og ræningjarnir eru siðblindir þrælahaldarar, sjálf illskan holdi klædd.

Í mínum huga er ESB algjört aukaatriði, það eina sem ég bendi á er að ESB þjóðir voru líka rændar.  Þrátt fyrir að þær væru í ESB.  Það eru staðreyndir, ekki hægt að rífast um það.  Það eru líka staðreyndir að hinu gagnstæða var haldið fram, og þó mér sé alveg sama hvað aðrir bulla, þá er mér ekki sama þegar það bull er notað til að rústa því samfélagi sem ég lifi í.

Og þá er ég ekki að tala um ESB aðild, heldur ICEsave þjófnaðinn og AGS kúgunina.  Hörmungar þeirrar kúgunar er þekkt, skrásett og í mannvonsku í engu frábrugðin ómennsku 20. aldar, nema að ekki er notast við byssukúlur eða gasklefa, en tilgangurinn til að rústa og þrælka er sá sami.

En vegna þess að elíta Vesturlanda er hluti af þessu siðleysi, allflestir núverandi stjórnmálmenn þiggja  brauðmola úr höndum auðræningjanna,og fjölmiðlar eru í þeirra eigu, þá fer þetta ekki hátt í umræðunni, en það gerðu fyrstu ár Gulagsins og þrælkunarbúða nasista ekki heldur.

Óskar, sú hagfræðistefna sem lítur á almenning og laun hans sem kostnað, og honum eigi að halda í lágmarki, er stefna hels og þrældómar.  Við viljum ekki viðurkenna það því við höfum flotið ofaná arðráninu.  En núna er komið að okkur.

Og aðeins mannleysur verjast ekki hinni fyrirhuguðu þrælkun.

Spáðu í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2010 kl. 14:19

21 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að þú sért að misskilja ESB eitthvað hressilega. Hvaða arðræningjar ráða öllu í ESB? Og hvernig röstyður það? Síðan væri gott að átta sig á því að skuldir Írskra heimila eru enn þær sömu en ekki eins og hér.

Bendi þér á að það geta ekki allir Íslendingar lifað af fiskveiðum og landbúnaði. En eins og staðan er með krónu, verðbólgu og ótryggt örhagkefi þá eru öll útflutnngsfyrirtæki að huga að því að fara með höfðustöðvar sínar héðan eða gera upp í annarri mynnt. Íslendingar leita ekki einusinni í störf við fískvinnslu, eða landbúnað og verður að flytja útlendinga inn til að vinna þau.

Þá bendi ég þér á að ef að hátæknifyrirtæki leita erlendis, og nýjir fjárfestar vilja ekki koma i þetta umhverfi sem ég talaði um hér að ofan. Þá verður það þannig að fólkið sjálft gengur í ESB með því að flyja þangað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.11.2010 kl. 14:43

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ef þú veist ekki að því, þá hafa ræningjar sogið fjármálakerfi Vesturlanda inn að merg.  Allt bankakerfi Vesturlanda, líka það þýska og franska, hefði fallið ef ekki hefði komið til inngripa almannavalds.  

Sýnu mest var meðgjöfin í Bandaríkjunum og Bretlandi, en einnig fengu bankar á meginlandinu aðstoð, vissulega mismikla því borgarleg íhaldssemi varðist harðast í löndum eins og Frakklandi og Þýskalandi, líkt og Jón Tómasson gerði hér gagnvart Spron ráninu.

En auðræningjarnir voru byrjaðir að skipta út reyndum bankamönnum í Þýskalandi og Frakklandi, þannig að það má segja að þessi lönd hafi aðeins verið nokkrum árum á eftir í þróuninni.  Meira að segja, bankalandið Sviss stendur á brauðfótum, þó ekki hátt fari.  En UBS var gjaldþrota, og er enn.

Vandinn er rétt að koma upp á yfirborðið, vísa þar í skrif Nóbela eins og Rogoff.  Nenni ekki að endur taka þau hér.  En rökin hafa ekki verið hrakin, enda mjög einföld, sá sem tekur að sér að borga skuldir gjaldþrota fyrirtækja, hann þarf að vera tilbúinn að borga þær allar, ekki aðeins hluta.  Og það gerðu ekki ríkissjóðir Bretalands og Bandaríkjanna.

Af hverju auðrán, í fáum orðum er hægt að vísa í frábært viðtal við Baldur Eimskipsforstjórann sem eyðilagði 80 ára uppbyggingu á nokkrum mánuðum.  Hann náði allri heimskunni í örfáum orðum.  En kjarni hennar er sígræðgin, krafan um margfalda þá arðsemi sem heilbrigður rekstur stendur undir.  Og hann næst ekki nema við bólu og sýndarviðskiptum.

Sem við erum að borga í dag, allar þjóðir Vesturlanda.

Ég var ekki, ég endurtek ekki að tala um kosti og galla ESB, spái ekki í það.  Hef ekki áhuga á þjófum.  Ég var einfaldlega að benda á staðreynd sem haldið hefur verið fram, þar á meðal ítrekað af þér, að ef Ísland hefði verið í ESB, þá hefðum við ekki hrunið.

Þú ættir kannski að biðja mig og þjóðina afsökunar á að hafa bullað svona Magnús, því þú notaðir þá lygi til að styðja ránsskap breta gagnvart íslenskum almenningi, ránsskap sem var næstum því búinn að kosta þjóð okkar 507 milljarða.

Menn hafa skammast sín fyrir minni rán.

Og fólk með tæknimenntun fer til Asíu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2010 kl. 15:05

23 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Ómar

Við núverandi fyrirkomulag er hæpið að tala um eftirspurn. Persónulegt fylgi Össurar var t.d. 0,5% kjörbærra einstaklinga fyrir síðustu kosningar. það var allt sem hann þurfti. Ríkisstyrktur stjórnmálaflokkur sá um restina fyrir hann.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.11.2010 kl. 16:44

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Þjóðin hefur allar upplýsingar, til dæmis hvað AGS planið þýðir næstu árin

Og hún styður það, allavega sé ég ekki hreyfingu í aðra átt.

Ég átti kannski ekki við einstaklingana sem slíka, en flokkarnir fá fylgi, óháð því sem gerðist haustið 2008.  Og þjóðin hlustar á sömu ráðgjafana.  Ruv er með 70% traust, þó það vinni opinskátt gegn þjóðinni í ICEsave, almennum skuldaleiðréttingum, niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og er helsti stuðningsaðili AGS.

Þeir sem andæfa, þeir eru oftast hrópendur, gætu verið á kassa í tómum garði, eða í eyðimörkinni..

Það er ekki þannig að allar upplýsingar hafi ekki legið fyrir, allt sem ég segi í pistli dagsins, um áhrif stefnu AGS, er satt, þeir hafa sjálfir gefið út greiðslubyrðina og hinn meinta vöruskiptaafgang.  Og reyna ekki einu sinni að þræta fyrir afleiðingarnar.

Þegar svo þessar afleiðingar raungerast, til dæmis í blóði heilbrigðiskerfisins á landsbyggðinni, þá segir fólk þar, "Ha, hvað er að gerast???".  Þegar því er bent á að þetta sé aðeins forsmekkur þess sem koma skal, þá er hlegið, og talað um öfga.  

Og barátta þess gegn niðurskurðinum er málefnaleg, laus við pólitík, og öfga svo ég vitni í menn á fundi sem ég var á.  En sá sem þarf að skera niður til að geta notað 60% af tekjum ríkisins í dautt fjármagn, hann hlustar ekki á rök, hann á ekki aðra valkosti, það er ef hann hlýðir AGS.

En að losna við AGS, að það séu til leiðir skynsemi, það eru öfgar.  Og ekki rætt, vegna þess að þeir sem ræða það, eru án áheyranda.

Jú, Jakobína, ég tala um eftirspurn.

Því miður, er það þannig í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2010 kl. 18:11

25 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hér ræður upphrópunarrökfræðin ríkjum

Óskar Þorkelsson, 23.11.2010 kl. 20:26

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar, kíkti á þig rétt áður en ég fór að svæfa strákana.  Nota oft þann tíma til að hugsa hvernig ég bregst við innslögum, og hvað rök ég ætla að nota, svo pikka ég inn af fingrum fram, hef sjaldnast hugmyndu um endi þegar ég byrja.

Og mér datt i hug tvennt þegar ég las þig, og get ekki gert upp á milli þeirra, svo ég læt bæði koma, svona fyrir svefninn.

1.  Óskar minn, þegar menn fá einfalda spurningu af gefnu tilefni eftir fullyrðingu þeirra, þá eiga menn að láta sig hverfa, treysti þeir sér ekki til að svara.  Meiri líkur að hún gleymist ef frekari umræða spinnst.

2. Blessaður Óskar, þú verður að fara að passa þig á að vera alltaf að kíkja svona inn, þú gætir endað sem félagi í byltingunni.

Veit ekki almennilega hvor flöturinn grípur mig, áreitið eða stríðnin.  Finnst samt lofsvert að þú skulir nenna að fylgjast með þessu.  Ekki á maður að vanþakka það.

Læt mér því duga að óska þér góðrar nætur, og kveðja suður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2010 kl. 21:33

27 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Lygi er að segja eitthvað sem fer gegn betri vitund.

Samfylkingin var ekki að ljúga, þau bara vissu ekki betur og á þessu er mikill munur.

BNA eru ekki að skemma fyri neinum nema þeim sem hafa safnað dollurum með því að prenta dollara og eins og staðan er nú í heimshagkerfinu þá eru það einmitt þeir sem hafa verið að safna skuldaviðurkenningum annarra þjóð sem eru vandamálið ( Norðmenn og þjóðverjar ef einhverjir eru nefndir) og því hlýtur það er vera blessun hvað BNA eiga stórar prentvélar ekki satt.

Annars er þessi grein hverju orði sannari Ómar.

Guðmundur Jónsson, 23.11.2010 kl. 21:54

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Túlkun þín á Samfylkingarlygi minnir mig dálítið á manninn í ónefndu sjávarþorpi, sem fór út í erlendan ryðkláf og falaðist eftir ódýrum spíra.  Spírinn lyktaði eins og tréspíritus, hafði blæ eins og tréspíritus, og kostaði það sama og tréspíritus.

En maðurinn seldi drukknum vinum sínum mjöðinn eins og um heimframleiðslu væri að ræða, og hafði gott upp úr viðskiptunum.  Svo kom hann ofanaf fjöllum, þó það væru ekki mikil fjöll við þorpið, og sagðist ekkert vita af hverju þetta hefði verið ólyfjan sem hann seldi mönnunum.

En kannski var hann ekki að ljúga, kannski tók hann bara Björgvin á þetta.  Kannski verður það orðatiltæki notað um þá sem fara rangt með augljósar staðreyndir í pólitískum tilgangi.  

Hvað Kanann varðar þá var ég svo sem ekki að fabúlera um samband þeirra við aðrar þjóðir, nema ég benti á tvennt, tjónið við sígræðgivæðingu bankakerfisins kemur fram í útþynningu dollarans, sem þýðir að ef þú gast keypt þér þúsund skriðdreka fyrir dollarasjóð þinn, þá áttu kannski ekki fyrir nema 800 eftir að bankatapið hefur verið þynnt út með prentvélum.  Hitt sem ég benti á sem er reyndar ekki staðreynd, en mjög líklegt því það er verið að spá í atferli, og það er að aðrar þjóðir geta ekki flúið dollarinn, vegna þess að engin önnur þjóð hvorki vill eða getur rekið alheimsmynt.

Það á sko eftir að stofna stjörnusambandið svo ég taki Trek á vandann.

Takk annars að leita að kjarnanum á bak við myndlíkingarnar, það er vonlaust að skrifa fræðiritgerðir um það sem er að gerast, það les þær enginn.  Þetta er enginn algildur sannleikur en þetta er ein hlið hans, þó vissulega er allt orsakasamhengi miklu flóknara en hægt er að útskýra í örfáum orðum.

En það er margt virkilega slæmt að gerast, og verra í nánd.  Jafnvel Grennd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.11.2010 kl. 08:48

29 Smámynd: Óskar Þorkelsson

listin að skrifa mikið en segja lítið.. 

Óskar Þorkelsson, 24.11.2010 kl. 09:26

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Þú ert vaknaður, og vertu velkominn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.11.2010 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband