15.10.2010 | 14:29
Gylfi forseti sá hvernig átti að greiða ICEsave, á 7 árum.
En hann sér ekki hvernig hægt er að niðurfæra skuldir öllum til hagsbóta.
Almenn niðurfærsla skulda, til að endurræsa hagkerfið, hún er helmingur fjárkúgunar breta, það er ef allt fer á besta veg með eignir Landsbankans.
Og hún dreifisti á áratugi því það er verið að ræða um langtímalán að uppistöðu.
Og hann sjálfur hagfræðingurinn lýgur því að umbjóðendum sínum að það fylgi því enginn kostnaður fyrir þá og lífeyrissjóðina að allt hrynji hér á landi.
Fasteignamarkaðurinn, greiðsluviljinn, framboð af ungu vel menntuðu fólki.
Að ekki sé minnst á sundraðar fjölskyldur, alkahólisma, eiturlyf, geðsjúkdómar, hinir þekktu fylgifiskar þess að koma fólki í fátækt og örbirgð.
Nei, áratugagreiðslur eru forseta ASÍ ofviða. En þrælaskattur breta efnahagsviðreisn. Forsenda gengisstyrkingar þó AGS segði skýrt í skýrslu sinni að til að gera greitt ICESave, þá yrði gengið veikt á meðan svona mikið magn gjaldeyris streymdi úr landi.
Og peningar sem sendir eru í breska sendiráðið, þeir styðja ekki við veltu hagkerfisins eins og hin almenna niðurfærslu skulda mun gera. Þeir hefðu dregið peninga frá lífeyrissjóðunum sem Gylfi bretavinur þykir núna svo alltí einu svo vænt um.
En hættum að láta vinnumann breta ljúga lengur að okkur. Hann veit eins og er að þjökuð þjóð, buguð af skuldum, hún gefst upp og leita á náðir ESB. Þess vegna vildi forsetinn ICEsave, þess vegna hatast hann við almenna skuldaniðurfærslu.
Í hans huga erum við aðeins peð í pólitískum hráskynsleik, þess leiks sem heitir að koma Íslandi með illu inn í ESB.
Af hverju vöknum við ekki Íslendingar???
Að hafa Gylfa sem forseta launafólks, er eins og hið gyðingar hefðu rænt Eichman til þess eins að gera hann að forseta Ísraels, slík er firring þess að láta manninn gjöreyða íslensku þjóðfélagi með stuðningi sínum við AGS.
Að láta þetta viðgangast er smán, smán íslensks verkafólks.
Kveðja að austan.
![]() |
Ráðherrar funda um skuldavanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 13
- Sl. sólarhring: 808
- Sl. viku: 4291
- Frá upphafi: 1436040
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 3630
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er hárrétt Ómar, þeim fannst ekki heldur leiðinlegt að sólunda sparifé okkar stjórnendum lífeyrissjóðanna á meðan þeir gátu fengið fríar laxveiðiferðir og launaðar stjórnarsetur í hinum og þessum félögum fyrir peningana okkar, án þess að hafa til þess umboð frá eigendum sjóðanna. Það er annað hljóð í þeim núna þegar rætt er um hvort möguleiki sé á að lífeyrissjóðirnir taki með tilvonandi lífeyrirþegum hluta af högginu sem hlýst af hruni bankanna.
Kjartan Sigurgeirsson, 15.10.2010 kl. 14:48
Frábær pistill Ómar. Gylfi er samfylkingarmaður og ASÍ hegðar sér alltaf eins og eitt af aðildarfélögum samfylkingarinnar en ekki eins og samtök launþega í landinu. Ég ætla að leggja það til við mitt stéttarfélag að það segi sig úr þessum krataklúbbi sem ASÍ er. Kveðja af sjónum Hreinn
Hreinn Sigurðsson, 15.10.2010 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.