Ögmundur segir að 2 ár hafi tapast vegna kjarkleysis stjórnmálamanna.

 

Að  hann hafi stutt ríkisstjórn sem hefur ekkert gert fyrir hin skuldugu heimili landsins.

Það þarf kjark til að segja það, og kjark til að benda á þær leiðir sem hafa alltaf legið fyrir.

Fyrir þann kjark á Ögmundur heiður skilið.

 

En það frýjar hann ekki ábyrgð á öllum þeim hörmungum sem hafa dunið yfir saklaust fólk af völdum þess aumingjaskapar hans að hafa stutt þá sem hafa illt í hyggju.  Hann var stuðningsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og beitti sér fyrir framgang eyðingarstefnu sjóðsins gagnvart íslenskri þjóð.

Eyðingarstefnu sem allstaðar hefur leitt hörmungar yfir venjulegt fólk á meðan eignum auðmanna er bjargað frá afleiðingum fjármálakreppunar.

Ögmundur líkt og aðrir stjórnarsinnar ber ábyrgð á sundrungu og niðurbroti fjölskyldna, og blóði fólks sem hefur gefist upp.  Hann getur ekki frýjað sig ábyrgð á því blóði, það var búið að vara við að svona myndi fara.  Aðeins þróttur samfélagsins, og samkennd fjölskyldna hefur hindrað að blóðskriðan fór ekki fyrr á stað.  

En svikin í vor og sumar eru vendipunkturinn þegar fólk missti endanlega vonina, sá að Útburðurinn vildi ekkert fyrir það gera.

 

Ögmundur getur axlað þá ábyrgð með því að beita sér að alefli fyrir raunhæfum skuldaleiðréttingum, og þar sem það dugar ekki til, fyrir beinni hjálp til þeirra sem verst standa, óháð því af hvað völdum það stendur svona illa.  Það má vel að um eigin vanda sé að ræða af stórum  hluta, en það kemur ekki málinu við, stjórnvöld gerðu ill, óviðráðanlegt, og þau brugðust.

Aðeins þannig getur Ögmundur endurheimt sína æru.

 

Og smá ábending, neyðarlög hafa áður verið sett.  Andstaða fjármálafyrirtækja eru ekki rök i málinu.

Hörmungar samlanda okkar eru það hins vegar.

Þeim á að linna.

 

Annað er ekki valkostur.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Niðurfærsla rædd í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Andstaða AGS eru ekki rök í málinu.  Andstaða banka og fjármálafyrirtækja ekki heldur, eins og þú segir, Ómar.  Já, Ögmundur getur endurheimt æruna ef hann HÆTTIR að styðja leppstjórn peningaaflanna.

Elle_, 10.10.2010 kl. 17:51

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ekki AGS, sem kemur í veg fyrir almenna niðurfærslu skulda heldur er það eignarréttarákvæði stjórnaskrárinnar. Stjórnvöld hafa einfaldlega ekki völd til að rífa eignir af lánveitendum með lagaboði. Eina leiðin er sú að ná fram Hæstaréttardómi um forsendubrest en þar er ekki á vísan að róa því engin veit hvernir niðurstaða Hæstaréttar verður.

Sigurður M Grétarsson, 10.10.2010 kl. 19:02

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ef svo er raunin sem hvarflar ekki að mér að rífast við þig um, þá setur þjóðin neyðarlög á þá dómstóla sem dæma landið óbyggilegt.

Þetta er ekki flókið.

Það sem er flókið er að lækna þann heiladauða sem hrjáir hluta landsmanna að trúa að lög og reglur geti hindrað heila þjóð að bjarga sér á neyðarstundu.

Yfirleitt hafa menn þurft skriðdreka til að tortíma þjóðum, ekki áunna heimsku.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2010 kl. 20:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle,

Málið er ekki flókið og væri löngu komið í höfn ef VG hefði ekki stolið byltingunni með lygum og blekkingum.

Það fjármálakerfi sem snýst gegn þjóð sinni, það lætur sér segjast eða því er tortímt.  Þjóðir láta  ekki drekkja sér í skuldafeni auðmanna mótspyrnulaust.  

Jafnvel þó keyptir leppar og skreppar og vitgrannir fjölmiðlamenn boði auðn sem afleiðingu fjármálakreppunnar, þá er það vegna hagsmuna þeirra sem öllu ætla stela og engu eira, og þetta lið getur hindrað björgun þjóðarinnar um tiltölulega stuttan tíma, en það hefur ekki afl gegn þjóðinni þegar hún vaknar.

Og sú vöknun er í nánd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2010 kl. 20:55

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ómar. Alþingi hefur einfaldlega ekki vald til að setja lög, sem ganga gegn stjórnarkránni. Þaðan af síður hefur Alþingi vald til að setja lög á dómsóla, sem eru einfaldlega að túlka lög og stjórnarskrá í sínum atöfnum. Það er að gefnu tilefni og af margara alda reynslu, sem vestræn ríki hafa sitt stjórnkerfi með þeim hætti. Við vitum aldrei hvaða ríkisstjórn við getum setið uppi með tímabundið í framtíðinni og það er þess vegna, sem við erum með stjórnarskrá, sem stjórnvöld á hverjum tíma hafa ekki valdheimildir til að ganga gegn.

Vissulega getur komið til neyðarástand, sem kallar á brot á stjórnarkrá og eru að því er mér skildt einhver dæmi um að dómstólar hafi tekið tillit til þess og staðfest rétt Alþingis til að setja neyðarlög, sem þó ganga strangt til tekið gegn stjórnarskránni. Það að setja lög um að fólk, sem ræður við að greiða af sínum lánum skuli fá afslátt af þeim þó það gangi gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar getur þó engan vegin flokkast undir slíkt. Það er engri neyð afstýrt með slíku. Það eru þegar í gildi lög um réttindi fólks, sem ekki ræður við að greiða sínar skuldir. Þau mættu reyndar vera betur úr garði gerð og þarf að taka betur á því og í því efni getur vel komið til að hægt sé að gríða til neyðarréttar.

Sigurður M Grétarsson, 11.10.2010 kl. 09:26

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Neyðarréttur er forsenda sjálfstæðis ríkja.  Enginn dómstóll getur dæmt gegn honum.  Þá hefði til dæmis Hitler lagt Churchil fyrir dómstólum Bretlands en vitað var að margir breskir iðnrekendur studdu stríð hans gegn bolsévikum.

Þeir hefðu ekki þurft annað en að höfða mál og vísað í eignarréttarákvæði stjórnarskráarinnar bresku og neitað að afhenda tæki sín og tól í stríðsreksturinn.  Á meðan úrskurðar hefði verið beðið, þá hefði breska hervélin lamast.  Trúlegt????????????

Ef jarðskjálftar hefðu dunið á höfuðborgarsvæðið og þúsundir væru heimilislausir, þá hefði til dæmis forráðamenn vörubílastöðvarinnar Þróttar ekki getað neitað neyðarlögum um upptöku bíla þeirra og notkunar fyrir almannavald, með tilvísun í eignarréttarákvæði stjórnarskráarinnar, og notað það sem samningsvopn um hærri endurgreiðslur.

Hefðu þeir samt kært og vinir þeirra í Hæstarétti dæmt þeim í hag, þá væri dómurinn um leið kominn í stríð við stjórnvöld, og hvor skyldi víkja á neyðarstundu????

Og engin stjórnarskrá er heilög, það er til dæmis skýring þess að ekki eru konungar í Frakklandi eða Sovét í Lettlandi.  Vilji þjóðar hefur alltaf síðasta orðið.

Og að halda öðru fram á neyðarstundu þjóðar, það er þjónkun við annarlega hagsmuni.

Núverandi neyð vegna fjármálahamfaranna er öllu hugsandi fólki augljós, aðeins geðvillingar og meðvirki meðreiðarsveinar þeirra sjá hana ekki.  Eftir stendur á hvorn hópinn þjóðin veðjar, vitið eða hörmungarnar.

Veðji hún á vitið þá mun Hæstiréttur ekki standa í vegi neyðarlaga, það eru forsendur stjórnskipunarinnar að hann virði þann rétt.  Hann getur bent á kröfuna um bætur, að hún sé réttmæt, og þá kröfu yrði almannavaldið að virða.  En innan ramma þess að ekki skapist neyðarástand í fjárhag ríkisins.

Vitiborið fólk eins og Gunnar Tómasson hagfræðingur hefur bent á leið sem tekur tillit til þessa atriða, og hún er vel fær án þess að setja fjárhag ríkisins í rúst.  En ríki án lifandi samfélags er alltaf í rúst, þannig að velferð þegnanna kemur fyrst.

Þetta er ekki flókið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 59
  • Sl. sólarhring: 1008
  • Sl. viku: 5790
  • Frá upphafi: 1398958

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 4911
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband