8.10.2010 | 12:56
Stjórnar vitfirrt fólk okkur????
Er veruleikafirringin algjör hjá þessu aumkunarverðu fólki sem vinnur skítverkin fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn????
Það er búið að vita í mjög marga mánuði að það ætti að Útburður ætti að hefjast núna í haust. Það gerði ekkert, EKKERT til að hindra það.
Það hefur vitað í mjög marga mánuði um árangur greiðsluaðlögunarinnar, 126 mál afgreidd, heil 126 mál. Ekki það að skuldaþrælkunarfangelsi með skilorðsfulltrúa sé lausn, en samt það eina sem stjórnvöld bjóða.
Þau eru búin að vita í mjög marga mánuði að 75.000 heimili stefna í glötun. Og það eina sem í boði er þrælkunarvinna fyrir banka. Greiðslubyrði gerð viðráðanleg ef allar tekjur fara í bankann, en skuldin hverfur aldrei, fólk mun aldrei eignast neitt.
Svo vogar þessi manneskja sér að lýsa því yfir að markmiðið sé að koma fólki út úr skuldafangelsi. Heldur hún að fólk sé algjörir hálfvitar sem gleypi við öllu orðaglamri.
Heldur hún að aðgerðir þurfi ekki að fylgja orðum???
Og í ljósi umfang vandans og þess að það er sannað að auðmenn gerðu atlögu að íslenskum efnahag til að bjarga sínu eigin skinni, og gerðu það með þegjandi samþykki stjórnvalda, heldur hún að það verði sátt hjá skuldurum þessa lands, að þegar þeir hafa tapað öllu, að þá verði þeir sáttir með að fá að búa í eignum sínum gegn markaðsleigu????
Má sem sagt ræna fólk eigum þess, ef þjófurinn leyfir fórnarlambi sínu að búa áfram í húsi sínu, svona rétt á meðan tekjur hans eru hirtar. Að fólk sem ekki getur greitt af lánum sínum, að það geti greitt mun hærri upphæð í leigu?
Hvurslags andsk. vitleysingar hafa hreiðrað um sig á þingi???
Af hverju er þjóðin boðið upp á svona Útburðarvæl???
Og hvað er að blaðamönnum sem lepja vælið upp án þess að hafa sem sína fyrstu og einu spurningu, ertu ekki að djóka, þú getur ekki verið svona vitlaus???
Munum að það þarf mikla meðvirkni til að fólk eins og Sigríður og Jóhanna komist upp með ráðaleysi sitt og aumingjaskap gagnvart almenningi í neyð.
Hættum þessari meðvirkni.
Munum að nú þegar hafa fjölskyldur sundrast og mannslíf glatast vegna glæpa stjórnvalda.
Líðum ekki ránið lengur.
Látum ekki glæpamenn stjórna okkur.
Berum þau út á morgun.
Kveðja að austan.
Markmiðið að koma fólki út úr skuldafangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.