Hinir aðkrepptu skjólstæðingar íslensks félagshyggjufólks.

 

Auðmenn og fjármagnseigendur fá sitt á meðan almenningur er borinn út.

Eða látinn þræla allt sitt líf við að greiða niður Hrunskuldirnar sem eru í boði þessara skjólstæðinga Norrænu velferðarstjórnarinnar.

 

En Ísland er ekki einræðisríki, það eru engir skriðdrekar á götunum sem tryggja þessa velferð auðmanna.

Af hverju látum við þetta líðast????

Hvar eru vinir og vandamenn þeirra sem eru að missa húsnæði sitt eða engjast um í skuldahengingarólinni, aðframkomin og mergsogin???

Af hverju mætti þetta fólk ekki á Austurvöll og púaði niður Útburðarstjórnina????

Hvar er æra okkar og sómi???

Látum við bjóða okkur allt????

Rændu auðmenn ekki bara þjóðarauðnum, rændu þeir líka manndómi okkar????

Hverjir vilja þetta þjóðfélag auðráns og misréttis, svona fyrir utan kommana í VG og Eurokrata Samfylkingarinnar????  Ekki eru þeir þjóðin.

Eða er það að samúð okkar er öll með aðþrengdum auðmönnum???

Verður næsta ganga Rauða krossins þeim til handa, svo þeir hirði allt???

 

Nei, þetta þarf ekki að vera svona.

Við erum þjóðin.  

Berum Útburðastjórnina út.

Og komi önnur á eftir, berum hana þá líka út.

Leyfum engum að stjórna landinu nema í þágu þjóðarinnar, í þágu almennings.

 

Auðmenn stálu nógu, þó þeir komist ekki líka upp með að ræna okkur ríkisstjórninni.

Afnemum auðrán í eitt skipti fyrir öll.

 

Við erum þjóðin.

Kveðja að austan.


mbl.is Auðmenn græða á uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég mætti. Ég er ekki að missa húsið né fyrirtækið en mér svíður þessi meðferð á samborgurum mínum.

Hefur einhver skoðað hversu margir er undir hamrinum vegna uppboðsbeiðna opinbera aðila. 

Sigurður Sigurðsson, 2.10.2010 kl. 20:11

2 identicon

Stærstur hluti fjármagnseigenda er eldra fólk reyndar ekki með tærstu upphæðirnr. Það voru þeir sem töpuðu aðallega á peningasjóði Landsbankans. Sparifjáreigendur hafa tapað um 60 miljörðum á hruninu, gott að hafa þetta í huga þegar verið að alhæfa.

haukur Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 20:37

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Haukur trúir því sjálfur að stærsti hluti fjármagnseiganda sé eldra fólk????

Og heldur þú virkilega að það sé þeirra hagur að byggð leggist af í landinu, eða það verði mannað með fátæku farandverkafólki frá Mið Asíu???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2010 kl. 20:47

4 Smámynd: Birnuson

Nei, málið er að bankarnir, og þeir sem hagnast á innheimtu þeirra, þeir trúa því ekki að „byggð leggist af í landinu, eða það verði mannað með fátæku farandverkafólki frá Mið-Asíu“.

Birnuson, 3.10.2010 kl. 00:47

5 Smámynd: Elle_

Peningaöflunum er nákvæmlega sama þó byggð leggist af og við flýjum öll.  Þeir ætla að vera vissir um að ræna okkur öllu fyrst og hafa landið okkar eins og þeir vilja eftir að við erum flúin.   

Elle_, 3.10.2010 kl. 01:00

6 identicon

Svarið er BYLTING, friðsamleg ef hægt er en ef ekki þá blóðuga.

Ég er búinn að búa erlendis í tæp 20 ár, aldrei haft heimþrá fyrr en núna en það er vegna þess að mig langar taka þátt í BYLTINGUNNI.

Loki (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 01:43

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þjóðin ærðist og heimtaði uppgjör. Allir heimtuðu uppgjör! Uppgjör! Uppgjör þegar í stað!

Svo kom að uppgjörinu. Hrunstjórnin byrjaði á uppgjöri peningastofnananna af því að þegar vondir hlutir gerast hjá þjóð þá þarf að byrja á að treysta undirstöðurnar!  ! !

Bankarnir voru teknir til uppgörs og skilanefndir svonefndar skipaðar fólki sem tekið var beint úr innstu kjörnum bankanna sjálfra! Þetta fólk átti að halda utan um eignir bankanna ef einhverjar væru og líklega að stöðva vafasamt útstreymi fjámuna- eða hvað?

Sömuleiðis voru stofnaðir nýir bankar á rústum þeirra gömlu og yfir þá settir "fagmenn" úr gömlu bönkunum.

Allt í "gúddí" elskurnar mínar, nú verður allt rannsakað og hverjum steini velt við.

Svo kom þetta og svo kom hitt og svo kom ný ríkisstjórn sem hvorki kunni, gat, né skildi hvað hún hafði sagt þegar hún fékk umboðið.

Svo kom að því að rannsóknarnefnd skilaði skýrslu sem allir báru lof á og manni skildist að væri ígildi réttarhaldanna yfir nazistunum.

Svo kom skýrslan frá þingmannanefdinni og hún var barasta fullkomin eins og jólaguðspjalið + Heims um ból!

En svo versnaði íðí maður! Það átti að láta 3 eða 4 pólitíska hálfvita af 63 x eitthvað, bera ábyrgð og vísa ákærum til dómstóls!

Þá ærðist þingheimur hins Háa Alþingis og þjóðin trylltist! 

Af því að Hið Háa Alþingi klúðraði atkvæðagreislunni í klaufalega skipulagðri meðvirkni- klaufalega skipulagðri afneitun og bara einn var ákærður. Reyndar kafteinninn sem var í brúnni við strandið og hafði hlegið að öllum viðvörunum um að hann væri að sigla inn í brimskaflinn og ekkert gæti forðað slysinu ef hann varpaði ekki akkerum þegar í stað. 

Árni Gunnarsson, 3.10.2010 kl. 10:28

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Birnuson, af hverju heldur þú að það trúi því ekki????  Tilvísun mín er í viðtal við ungan hagfræðing sem vinnur hjá Seðlabankanum, þar sem hann sagði að við værum barnaleg ef við héldum að okkar örlög skiptu einhverju máli í þeim pakka endurgreiðslu sem AGS væri að skipuleggja.  Teldi fólk ástandið vera óviðunandi þá væri því frjálst að fara, en til væri farandverkafólk sem sætti sig við vinnu í álfabrikum og lágmarks opinbera þjónustu, því það væri samt miklu betra en ástandið heima hjá því.  Og nefndi hann lönd Mið Asíu sem dæmi.

Hann benti sem sagt á að þjóðin skuldaði, og það væri verið að innheimta þá skuld.

Þetta er alveg rétt.  Ef menn sættast á skuldakröfu hins alþjóðlega fjármagns.  Sem ég geri til dæmis ekki.

Loki, það er alltaf gaman að gera byltingu.  Drífðu þig endilega heim.

Sigurður, þetta er hugarfarið, og Elle, það er ekki of oft bent á þetta samhengi.

Takk fyrir þitt kjarnyrta innlegg Árni. 

Margt gerir fólk reitt í dag, en útburð almennings og afnám grunnþjónustu verðum við að hindra.

Með góðu, eða illu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2010 kl. 12:14

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góðan dag mæting í kvöld berjum á tunnur og allt sem skapar hávaða! Mokum skítinn út.

Sigurður Haraldsson, 4.10.2010 kl. 08:33

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Stend vaktina í dag, vona að Mogginn verði duglegur í fréttaflutningi.  Hætti að haga sér eins og Baugstíðindi sem vernda Útburðinn með öllum ráðum.

Ef almenningur er upplýstur um aðgerðirnar, og af hverju friðsamt fólk vill bera út skítinn út úr þessu hjarta þjóðarinnar, þá mun ekkert fá stöðvað byltingu fólksins, líkt og gerðist í Litháen, Tékkóslóvakíu, Austur Þýskalandi og víðar þar sem fólk sýndi samstöðu og hrakti Útburðar og kúgunarlið burt.

Minn taktur verður á lyklaborðinu en hugurinn hjá ykkur baráttujöxlunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband