28.9.2010 | 18:35
Þetta er líka þungbært fyrir þjóðina.
Að upplifa hina fullkomnu lágkúru Alþingis.
Að fólkið sem hún kaus til að endurreisa Nýtt Ísland úr rústum siðlausrar græðgi, voru fífl.
Vanhæf fífl.
Annað orð lýsir því miður ekki því fólki sem kaus að ákæra Geir með minnsta mun, einan manna.
Geir Harde getur allavega huggað sig við að hann er stærri en allt þetta fólk til samans.
Og þjóðin getur huggað sig við að fíflin munu ekki hafa styrk til að leggja ICEsave skuldahlekkina á þjóðina.
Þau geta orðið fátt annað en reimað skó sína.
Það er þó huggun.
Kveðja að austan.
Þungbær og erfið niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Geir Harde getur allavega huggað sig við að hann er stærri en allt þetta fólk til samans." Hvernig færðu það út? Má ég minna þig á að ríkisstjórn Geirs var sú sem skuldbatt okkur til að borga þetta guðsvolaða Icesave dæmi. Hvernig væri að vera ekki með gullfiskaminni og líta á staðreyndir.
Magnús (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 18:43
Aumingja við !
Maður er orðin helvíti þreyttur á að skammast sín að vera Íslendingur.
Aumingja við.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 18:45
Heyrðu Magnús!!!
Ég veit ekki til þess og ég hef nú kynnt mér þessi mál miklu betur en þú( enda er það greinilegt á þínum skrifum) að minnisblað á fundi skuldibindi einn né neinn!!!! Svo reyndu þetta bara við einhverja aðra en okkur að koma með þessa hallærislegu staðhæfingu um Icesave.. greinilega trúir bara því, um þessi mál, sem hentar þér og þínum pólitísku skoðunum best.. vonandi líður þér vel á Íslandi í dag ( eins sorglegt og það er) því ef farið hefði eins og vinur þinn Steini grís ætlaði sér þá væri það ekki svipur hjá sjón.
Guðrún (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 20:22
Erfið lög, skrýtin og þungbær, Ómar. Og ég finn til með Geir Haarde. Hvílík fjarstæða að stjórnmálamenn hafi saksóknaravald yfir öðrum stjórnmálamönnum. Og það pólitíkusar sem frömdu OPINBERAN ICESAVE-GLÆP og ættu sjálfir að vera rannsakaðir.
Elle_, 28.9.2010 kl. 21:15
Ómar, að vanda eru ummæli þín hressileg. Ég beið eftir að Geir nefndi auma stöðu almennings í öllum viðtölunum í dag. Því miður hafði hann bara áhyggjur af eigin hagsmunum og þeim tíma sem hann þyrfti að verja til réttarhalda og fjarveru frá sínum skemmtilegu áhugamálum. Þetta olli mér hugarangri og skömm sem Sjálfstæðismaður. Ástandið er þungbært fyrir þjóðina og það er hjá almenningi sem forustumenn ættu að hafa hugann.
Við fyrstu sýn er eðlilegt að líta svo á að Árni, Ingibjörg og Björgvin hafi verið sýknuð. Þá má líka segja að allir hinir ráðherrar Þingvallastjórnarinnar hafi verið sýknaðir. Þetta er þó ekki rétt, heldur var kærum á hendur þeim hugsanlega frestað.
Verði Geir dæmdur sekur mun koma upp sú krafa að mál annara ráðherra í Þingvallastjórninni verði einnig lögð fyrir dóminn og hver ætlar að mæla því í mót ? Ég bendi á, að á Alþingi eru 7 af þessum ráðherrum og væntanlega hefur ekki farið framhjá neinum, að þeir allir sem einn höfnuðu sektar-prófun ráðherranna fyrir Landsdómi. Voru þeir ekki að verja sjálfa sig og ætluðu að drepa málið fyrir fullt og allt ?
Þegar dómur Landsréttar yfir Geir liggur fyrir, þá verða vonandi þessir 7 fyrrverandi ráðherrar horfnir af Alþingi. Vonandi verður komandi Alþingi skipað fólki sem ekki þarf að verja sjálft sig, eða hefur næga sómatilfinningu til að gera það ekki. Enginn ráðherra hefur því verið sýknaður og dómur almennings stendur því áfram óhaggaður. Er mönnum ekki ljóst hver sá dómur er ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.9.2010 kl. 21:15
Og ég var fyrst að lesa vitleysuna í Magnúsi að ofan núna. Geir skuldbatt engan fyrir Icesave. Núverandi ríkisstjórn ætlaði hinsvegar að gera það með blekkingum og svikum, en var STOPPUÐ af forsetanum. Enginn hafði nokkru sinni fyrr skrifað undir neina Icesave-nauðung.
Elle_, 28.9.2010 kl. 22:31
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Ég sé að ég þarf ekki að lemja á Magnúsi, ágætt að geta sparað vöndinn.
Elle, skrýtin eða ófullkomin lög eru engin afsökun í þessu máli. Það þarf að standa rétt að málum, og ef lögin duga ekki, þá er þeim breytt.
Loftur, ég er sammála þér um kjarna málsins, sem er dómur fólksins. Hvort hann sé fullkomlega réttur, eða á eftir að breytast, það mun tíminn einn leiða í ljós. Og þeir sem dæmdir eru í dag, geta endurheimt sína æru með góðum verkum í framtíðinni.
Þó ekki hafi vantað í mig grimmdina gagnvart fyrri stjórn, þá hef ég aldrei ætlað þeim þetta sem viljaverk, og hef alltaf áttað mig á því að málið er flóknara en svo að hægt sé að benda á einn þátt sem afgerandi.
Er annars ekki sammála þér í þessu máli, við höfum báðir rökstutt okkar mál, og ekki meira um það að segja.
Bið að heilsa ykkur öllum fyrir sunnan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 22:53
Ég er sammála að lögin eru engin afsökun, Ómar. Lögin eru fáránleg og ólög þarf að laga. Stjórnarskráin segir heldur hvergi mér vitanlega að alþingismenn eða stjórnmálamenn megi hafa saksóknarvald gegn öðrum stjórnmálamönnum eða nokkrum öðrum.
Elle_, 28.9.2010 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.