19.9.2010 | 15:33
Rangt að stjórnvöld hafi svikið allt.
Þau lofuðu Eurokrötum verkalýðshreyfingarinnar að leggja íslenskt verkafólk í skuldahlekki ICEsave.
Og stjórnvöld gerðu sitt besta, og það í þrígang.
En íslenskt verkafólk hafnaði þessum skuldahlekkjum, og því gátu stjórnvöld ekki staðið við þetta loforð að rústa lífskjörum á Íslandi um aldur og ævi.
Rétt skal vera rétt, og óþarfi að saka Norrænu velferðarstjórnina um fleiri svik en hún sannarlega sveik.
Svo er aftur á móti spurningin hvað er að íslensku verkafólki að leyfa Eurokrötum endalaust að vinna fyrir erlenda fjárkúgara í nafni verkalýðshreyfingarinnar.
Geta bretar ekki borgað Guðmuni kaup fyrst bretavinna er hans eina baráttumál??
Halló, rafiðnaðarmenn, er eitthvað að ykkur????
Kveðja að austan.
Stöðugleikasáttmálinn verði framlengdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ósköp er vanlíðan þín mikil. Að vilja taka upp gjaldmiðil sem er ekki gengisfelldur daginn eftir kjarasamninga er auðskiljanlegt hverjum manni. Þú getur borið lífskjör hér og á norðurlöndum saman. Þau eru betri á norðurlöndum. Þau hafa ekki íslenska krónu. Samt er búið að semja um meira en 10 x meiri launahækkanir hér en þar. Humm þarf snilling til að skilja þetta ???
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 17:30
Tryggvi, ég veit ekki hvort ég eigi að grenja af vanlíðan eða hlæja mig máttlausan.
Hvað kemur það íslensku krónunni við sá einbeitti brotavilji manna eins og formanns Rafiðnaðarsambandsins að rústa lífskjörum íslenskra alþýðu með stuðningi sínum við ICEsave landráðin. Stuðningi sem hann hefur margoft fylgt eftir með beinum lygum og rangfærslum um að ICESave reikningarnir séu skuld íslensks launafólks vegna ákvæða EES samningsins.
Þú hefur ekki hugmynd um hvort ég sé stuðningsmaður aðildar Íslands að Evrópusambandinu eður ei. Þú gefur þér þá forsendu, að þeir sem séu á móti skuldaþrældómi og landráðum, að þeir séu ESB andstæðingar.
Félegt er álit þitt á stuðningsmönnum ESB.
Og hvað veist þú um lífskjör fólks í Scandinaviu?????
Það er yfir 10% atvinnuleysi í Svíþjóð, veistu hvernig sá hópur hefur það??????
Heldur þú að allar þessar götuóeirðir væru í Kaupmannahöfn ef allir væru svo ligeglaðir þar????
En ég er ekki snillingur, viðurkenni það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.9.2010 kl. 18:51
Þú ert flottur Ómar góðar innkomur í skrifum þínum.
Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 19:41
Ómar, pistillinn þinn var alveg skýr. Gegn bretavinnu (stolið) og gegn Icesave-kröfum Guðmundar hins óskiljanlega sem hefur líka kastað skítugu grjóti í stærri hluta landsmanna í siðu Evrópusamtakanna fyrir að vilja ekki inn í fullveldisafsalið þar. Skil alls ekki hvað Tryggvi að ofan er að fara með gjaldmiðilinn. Svona fyrir utan það að við borgum ekki fjárkúgun, hefur fullveldisafsal ekki neitt með vesælan gjaldmiðil að gera.
Elle_, 19.9.2010 kl. 20:06
Elle, eru vinnumenn breta ekki í bretavinnu,? ég stal ekki því fyrra. En að hafa Guðmund fyrir verkalýðshreyfingu í dag er eins og að Félag Stórkaupmanna fengi þekktan vasaþjóf til að stjórna vörnum sínum gegn búðaþjófnaði, og gæfi honum og félögum hans frítt spil.
En að sjá samhengi hlutanna er ekki sterkasta hlið Íslendinga.
Takk Sigurður, var að leggja lokahönd á stillingu framhlaðningsins, núna er ég tilbúinn í lokaorrustuna. Það er gaman í stríði (það er ef það væri ekki dauðans alvara) þegar andstæðingurinn á engin rök önnur en þann fávitahátt að endurtaka í sífellu (sé Jón Gnarr fyrir mig þegar hann byrjaði fyrst á fávitagríni sínu) að þetta sé "ekki okkur að kenna, heldur Sjöllunum".
Eina ógn okkar er andvaraleysi almennings. Þess vegna er svo mikilvægt að eiga Moggabloggið, því þrátt fyrir allt er það sá miðill sem "óbreyttur" almenningur kíkir helst á. Mikið var það þakkarvert þegar Pressan og Eyjan yfirtóku alla stjórnarbloggarana í kjölfar ráðningu Davíðs Oddssonar, og skelfilega voru spunakokkar Samfylkingarinnar vitlausir að láta það gerast.
En það er feigð yfir þessu fólki eins og oft vill verða um þá sem svíkja þjóð sína og ættjörð. Man til dæmis einhver eftir honum Najibullah, síðasta Lepp Rússa í Afganistan???? Eða hver er æra Ephialtes FornGrikkja, nafn hans endaði á að þýða "martröð" á grísku. Ætli Jógríma fái sömu merkingu eftir nokkra áratugi????
Já, það verður gaman í lokaorrustu þar sem svikararnir hafa engin rök önnur en lygar og fals. "Það er engin ríkisábyrgð á tryggingasjóðum samkvæmt ESB reglugerð" sagði framkvæmdastjórnin, og þar með stóð okkar fólk eftir nakið á berangri svikanna, til háðungar og spotts öllu ærlegu fólki.
Aum urðu endalok arftaka Brynjólfs Bjarnasonar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.9.2010 kl. 21:41
Ómar, ég meinti að ég hefði stolið orðinu ´bretavinna´, ekki þú. Og frá manni nokkrum Ó.G./Ómari Geirssyni. Og bara svo þú vitir það, hef ég nokkrum sinnum notað það. Jú, vinnumenn breta eru í bretavinnu, vissulega.
Nú er Icesave-liðið orðið vita klæðalaust og rakalaust og þar með talinn Guðmundur í rafvirkjasambandinu. Og mættu fara að leggja niður gegnsæjar lygarnar. Get alls ekki skilið hvaðan allt þetta ótrúlega Icesave-lið kemur og heldur sig geta komið eins alvarlegu og hættulegu máli yfir okkur.
Elle_, 19.9.2010 kl. 22:51
Það er svolítið fyndið að þegar menn berjast fyrir upptöku Evru hér á landi (Eins og mig grunar að Tryggvi hér fyrir ofan geri) minnist hann á norðurlöndin í þeim tilgangi.
Síðast þegar ég tékkaði þá eru Noregur, Svíþjóð og Danmörk öll með krónu sem sinn gjaldmiðil.
Þórður G. Sigfriðsson
Tóti Sigfriðs, 20.9.2010 kl. 06:07
He,he Elle, just joking, mig minnir að önnur Steingeit hafi fyrst notað orðið bretavinna, allavega las ég fyrst orðið í einum snilldarpistlum Davíðs.
Já málstaðurinn er ótrúlega aumur og þú getur leyft þér að velta þessu liði upp úr allri þeirri háðtjöru sem þú finnur á förnum vegi. Varnirnar eru engar, hver röksemd, hvert skítkast er boomerang í þeirra höndum. Maður sá hver ótrúleg málefnafátæktin er þegar maður las varnarbloggin um lygafrétt hollenska dagblaðsins, engum datt í hug að benda á hið augljósa, að orð Steingríms væru slitin úr samhengi.
Sektin og vanmátturinn var svo yfirþyrmandi að puttarnir höfðu rétt kraft til að kalla náhirð, og sjallahyski, eins og það bætti eitthvað málstað Steingríms. Síðast þegar ég vissi að þá stendur það hvergi í reglum lögreglunnar að náhirð og sjallahyski megi ekki tilkynna glæp. Geðjist löggunni ekki að viðmælanda sínum, þá verður hún samt að mæta á glæpavettvang, og skera úr um hvort glæpur væri framin eður ei.
Engin röksemd, engin röksemd kom málefnaleg Steingrími til varnar. Jafnvel Ítalir á sínum 5 gírabakkskriðdrekum hefði getað varið Steingrím betur en þetta aumkunarverða lið.
En það er feigðin sem fer svona með fólk, smán saman missir það vit og rök, síðan fer rænan yfir og rekst þar á æruna sem var það fyrsta sem fór.
Og mig langar mikið að hitta rafiðnaðarmann sem stoltur fylgir Guðmundi að málum í herleiðangri hans gegn íslensku launafólki, sá hlýtur að vera nýkominn frá Mars, eða var það Venus.
Hittumst í stríðinu, Atlakæran er hol í dökkri áru ríkisstjórnarinnar, ég ætla að hræra í því sári.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2010 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.