23.8.2010 | 09:52
Gjaldþrota stóriðjustefna.
Ekki fyrir svo löngu síðan, fyrir tíð elstu manna, var Orkuveita Reykjavíkur með traustan fjárhag. Svo traustan að leitun var af öðru orkufyrirtæki í heiminum sem hafði eins öruggar tekjur á móti lítilli skuldsetningu.
Svo vildu menn meira. Menn vildu verða stórir.
Og í stað þess að dreifa götóttum smokkum og efna til ástarvikna, þá var markaðurinn stækkaður með því að fara inn á stóriðjumarkaðinn þar sem Landsvirkjun sat ein af "kjötkötlunum".
Það var virkjað stórt, en selt smátt. Lógíkin var að þetta hæfist á magninu og með tímanum.
Jæja, nú er ljóst að þetta hafðist ekki á tímanum. Vill oft gerast þegar hið smá sinnum magn dugar ekki fyrir öllum tilfallandi útgjöldum. Það er ekki nóg að vera í þrusuhagnaði ef afborganir af lánum detta hraðar inn en tekjurnar.
Þá eru menn háðir náð og miskunn lánardrottna sinna. Sem eiga það oft til að koma og hirða arðbær fyrirtæki í stað þess að endurfjármagna þau.
Þetta er jú allt bisness.
Að reikna ekki með kreppu eða óvæntum uppákomum er veikleiki íslensku stóriðjustefnunnar. Það var anað út í framkvæmdir, allt skuldsett upp í rjáfur, í trausti þess að allt myndi reddast.
Þó er gjaldþrot vegna greiðslufalls kennd á blaðsíðu 3 í öllum bókum í fjármálastjórnun. En stjórnmálamenn hafa ekki lesið slíkar bækur, þeir flutu áfram á frasanum um að "það þarf að gera eitthvað, það vantar atvinnu".
Sama hvað það kostar.
Og það fyndna í þessari umræðu að þá ætla stuðningsmenn stóriðjulýðskrumsins að hengja Gnarrinn fyrir syndir sinna eigin manna.
Og þeir væla um meiri stóriðju, meiri atvinnu, þó í lok stóriðjutímans sé allt innlent sem tengdist "uppganginum" í rjúkandi rúst. Verktakafyrirtækin allflest gjaldþrota og fjárhagur orkufyrirtækjanna varla á brauðfótum, svo slæmur er hann.
Að staldra við, að hugsa dæmið upp á nýtt, það er þessum mönnum ofviða.
Það kallast að hugsa og er algjörlega bannað á Íslandi. Allavega í opinberi umræðu.
Frasar og lýðskrum er sú leið sem þjóðin kaus út úr kreppunni.
Brandarar Gnarrins passa ekki inn í þá mynd.
Þess vegna mun það vera gert sem McCarthy tókst ekki með Chaplin, grínari mun verða hengdur.
Og svo verður virkjað.
Kveðja að austan.
Tveggja stafa hækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samála þessi stóriðjustefna setti okkur á hausinn og svo á bara að halda áfram að reka stóriðjustefnu svo við getum farið endanlega!
Sigurður Haraldsson, 23.8.2010 kl. 11:33
Þvílík snilld að vera alltaf á undan mér að segja það sem ég ætlaði að segja.
Ekki er þó þvi um að kenna að ég stami svo sem neitt að ráði.
Það eru bara lög í umræðu þessarar vel upplýstu þjóðar að sá sem ekki vill styðja lántökur til landníðslu og stóriðjuframkvæmda er marklaus öfgamaður og á móti öllu!
Árni Gunnarsson, 23.8.2010 kl. 11:44
Það er nú rétt að hafa í huga atburðarrásina þarna....
Sagan um það hvernig OR varð greiðsluþrota - hlýtur líka að taka mið af ákvörðun um "arðgreiðslur" þær sem R-listinn ákvað að mergsjúga út úr fyrirtækinu - sem nú leiðir til þess að hækka verður verð á raforkunni
... í boði VG og R-listans - vegna og lágs verðs á raforku til Norðuráls - eða hvað?
Er þetta ekki nokkurn vegin þannig?
Kristinn Pétursson, 23.8.2010 kl. 11:51
Blessaður Sigurður.
Það er eins og fólk læri aldrei. Mér fannst Jón Gunnarsson alþingismaður vera af ætt fáráða þegar hann notaði Hrunið sem tækifæri til að herja á virkjunarandstæðingum og sagði að það eina sem gæti bjargað okkar gjaldþrota þjóð væri risalán til að skapa atvinnu. Grein hans í Morgunblaðinu á sínum tíma er dæmi um fullkomna veruleikafirringu og algjöran skilningsskort á ábyrgð sinni í aðdraganda Hrunsins.
Svo gerðist það að annar hver maður fór að kalla eftir þessum risalánum. Og hundruða milljarða ICEsave greiðslur taldar nauðsynlegar forsendur þess að slík risalán fengjust. Þetta er eins og hjá fíklinum sem er á gjörgæsludeild vegna of stórs heróíns skammts, hans lausn er ennþá stærri skammtur og þá er himnaríki hans. Fyrst reyndar í vímunni, svo vonandi eftir andlátið.
Menn mega virkja mín vegna og útvega álverum orku. Miðað við takmarkaða virkjunarkosti sem eftir eru, þá finnst mér það heimska, en það er mín skoðun.
En menn hafa ekki rétt að skuldsetja þjóðarbúið endanlega til andskotans, þannig að ekki verður aftur snúið, og menn hafa engan rétt að setja hagkerfið á annan endann eins og gert var í síðustu stóriðjusótt. Það að útvega örfáum vinnu má ekki vera á kostnað þess að lán allra landmanna stórhækki vegna vaxtahækkana sem eru til komnar vegna þess að peningamálayfirvöld óttast þensluáhrif stóriðjunnar.
Ef þetta vesalings fólk sem grét út síðustu stóriðju, væri látið borga þessa hækkun lána, okkar allra hinna, þá myndi það ekki væla út nýja stórframkvæmd á sömu heimskulegu forsendunum. En það er ofsalega auðvelt að væla og láta svo aðra sitja uppi með tjónið.
Og af því hef ég fengið nóg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.8.2010 kl. 15:08
Blessaður Kristinn.
Í innslagi þínu kristallast vandi þjóðarinnar.
Það er allt "hinum" að kenna.
En stjórnvöld geta ekki frýjað sig ábyrgð á hagstjórn, og ef peningamálayfirvöld vara við þenslu, þá verða þau að slá á þensluna. Hin leiðin, að setja allt á hliðina með hávaxtastefnu, er ekki boðleg nokkru þjóðfélagi.
Það er Stalínismi af verstu gerð.
Og hvort sem fólki líkar betur eða verr, þá er það stóriðjudraumur forsvarsmanna Orkuveitunnar sem endaði á þennan veg. Arðgreiðslur, bruðl í höfuðstöðvum, útþensla, ekkert af þessu nær að skýra 230 milljarða skuldastöðu.
Og það er hundalógík að skella skuldinni á R lista fólk, það var gefið í þegar Vilhjálmur tók við, ekki snúið til baka inn á leið skynseminnar. En það er réttmæt ábending að VG getur ekki afneitað sinni ábyrgð, hvorki í þessu klúðri eða til dæmis í sparisjóðaráninu. Þeir þáðu mútur eins og aðrir þó þeir nögguðu eitthvað opinberlega.
Og hryggjarstykki núverandi efnahagsstefnu er stóriðjustefna með skuldsetningu upp á a.m.k. 300 milljarða á næstu 5 árum eða svo. VG liðar eru samsekir, en það er mikill munur á að vera samsekur, eða vera sekur. Í því fyrra felst að fleiri eru sekir.
Og það er ömurlegt að þið gömlu kallarnir sem studdu þessa skuldsetningu, að ykkar eina svar sé meiri skuldsetning. Það mætti halda að þið hélduð að blóð ykkar dæi út við fráfall ykkar.
Að þjóðin ætti sér enga framtíð.
Samt fenguð þið arf kynslóðanna af gjöf, með því eina fororði að ávaxta hann handa næstu kynslóðum. Á einhverjum tímapunkti þá hélduð þið að ykkur bæri að ávaxta hann fyrir Alcoa eða önnur alþjóðleg stórfyrirtæki. Þess vegna eigi á tíu ára tímabili, 2004-2014, að virkja alla nýtanlega orku, og meira til, allt út á skuld, til stóriðju sem engu skilar miðað við það orkumagn sem hún fær.
Og arfur ykkar til komandi kynslóða er enginn því skuldir eru ekki arfur.
Þær eru gjaldþrot.
Og Kristinn, þetta er ekki R-lista eða VG að kenna. Þetta er hugarfar skammsýnarinnar sem er ein af dauðsyndunum nýju, líklegast sú alvarlegasta.
Og menn í öllum flokkum eru helteknir af henni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.8.2010 kl. 15:31
Blessaður Árni, núna toppaðir þú egóið hjá mér.
Rökstudd gagnrýni frá höfðingjum er alltaf vel þegin, en klapp á bakið virkar ekki ósvipað og Sinkolað í fyrstu sjónvarpsauglýsingunni sem ég man eftir. Minnir að þreytta skúringarkonan hafi flogið út um gluggann, hress og kát.
Ég hef alltaf beðið eftir tækifæri til að taka mér bloggfrí eftir að aðrir baráttujaxlar komu úr sumarfríi og tóku upp varðstöðuna gegn ICEsave og auðlindaránum.
En mér vantaði alltaf góðan endapunkt, vildi ekki að síðasti pistill minn fjallaði um afglapa eða fífl, eins og alltof margir hafa gert undanfarið. Þó rætni sé eitt beittasta vopn skæruliða AGS andstöðunnar, þá er maður seint stoltur af slíkum pistlum, þó maður láti sig hafa að semja þá.
Eitthvað af viti hef ég sagt í morgun fyrst þú heilsaðir upp á mig. Og ég læt það standa þar til Steingrímur vindur upp segl í nýja Bjarmalandsför og leitar uppi menn sem vilja þiggja ICEsave skatt.
Þá mæti ég aftur galvaskur að vanda með framhlaðning minn.
Bið að heilsa á meðan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.8.2010 kl. 15:42
Ég mótmæli því ég sé með áróður um að það sé "hinum" að kenna... ég nenni ekki pólitísku skæklatogi - en vil að farið sé rétt með staðreyndir.
Þetta er bara faglega upprifjuð sagnfræðileg staðreynd - í aðalatriðum - eða hvað er rangt farið með hjá mér??
Kristinn Pétursson, 23.8.2010 kl. 20:07
Orkuveitan skuldar 240 milljarða króna. Langstærstur hluti þeirra skulda er til kominn vegna fjárfestinga fyrirtækisins í virkjunum og veitum, sem ákvarðanir voru teknar um á síðasta kjörtímabili R-listans 2002-2006.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í meirihluta árið 2006 hafði fráfarandi meirihluti R-listans mótað stefnu um gífurlegar virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði, gert bindandi orkusölusamninga og hafið byggingu Hellisheiðarvirkjunar. Ekki var annað að gera en klára virkjunina og standa við skuldbindingarnar. Stærstur hluti lánanna var því tekinn á síðasta kjörtímabili en ákvarðanir voru að mestu leyti teknar á valdatíma R-listans og undir borgarstjórum Samfylkingarinnar.
Á árunum 2001-06 áttu sér stað mikil uppkaup OR á veitum og dreifikerfi á Suðurlandi og Vesturlandi. Lítil arðsemi hefur verið af þessum veitum og sumar beinlínis reknar með tapi.
Bág staða OR skrifast því á R-listann - (Samfylkinguna ) sem hvergi segist hafa komið að málum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.8.2010 kl. 20:47
Þegar farið er í rándýra grunnfjárfestingar til fimm ára þá hlýtur að liggja fyrir veð í 30 ára langtíma tekjum eða höfuðstóll til að bíða. 10 földun á 700.000 á haus gerir skuldir þessa apafyrirtækis 7.000.000 á haus 2020. Nema hér búi 3.000.000 sem jafngildir því að íbúatala EU verði 5 milljarðar.
Fjármagnsáhættufíklunum verður að koma í meðferð starx. Áhætta með fjöregg er geðbilun.
Það er nóg komið af áhættu samkeppni aumingja sem aldrei hafa þurft að dýfa hendinni í kalt vatn eða hafa migið í saltan sjó.
Júlíus Björnsson, 23.8.2010 kl. 21:07
Blessaður Kristinn.
Þú nennir ekki pólitísku skæklatogi og það er gott og vel. Samt lagði þú það á þig að koma inn með langan bálk um ábyrgð R-listans og þar með VG á þessum málum. Ágætt eins langt og það nær, nema pistill minn fjallaði alls ekki um ábyrgð eða ekki ábyrgð flokka á því ástandi sem er staðreynd í dag.
Pistillinn fjallaði um gjaldþrota stóriðjustefnu og það hel sem gripið hefur skynsamt fólk að ætla að hundsa þær staðreyndir og halda áfram á sömu braut.
Og til að lenda ekki með umræðuna í pólitískt skæklatog, þá benti ég þér á samsekt allra flokka, með öðrum orðum þá samþykkti ég rök þín um R-listann og VG. Þau rök breyta samt ekki þeirri staðreynd að stóriðjustefnan var mótuð af þáverandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, og naut stuðnings Samfylkingarinnar. Opinberlega var VG á móti en innan R listans, þar sem hann hafði áhrif á stefnumótun, þar studdi hann uppbyggingu Orkuveitunnar á raforkuöflun fyrir álver.
Og orkusölustefna Orkuveitunnar var sú sama og Landsvirkjunarinnar, nema Orkuveitan þóttist fá hærra verð, hvað sem svo er til í því.
Stefna þessa bloggs er ekki pólitískar bömmeringar út af fortíðinni. Stefna þessa bloggs almenn andstaða gegn þrælahaldi. Hvort sem það er þrælahald á vegum breta vegna ICEsave, á vegum AGS eða á vegum lánardrottna stóriðjufyrirtækja.
Stefnan er að standa vörð um sjálfstæði lands og þjóðar.
Ég færi létt með að birta stefnu Sjálfstæðisflokksins eins og gömlu mennirnir sömdu hana þegar þeir sameinuðu Íhaldsflokkinn og Frjálslynda flokkinn. Enda hefðu þeir allir getað skrifað gagnrýni mína hér að ofan, svo langt eruð þið skuldsetningarmenn komnir frá uppruna flokks ykkar.
Hvað er rangt með farið??
Jú, ef ég hefði verið Marsbúi þá hefði ég getað haldið að stóriðjustefnan hefði verið á ábyrgð VG og R listans og þínir menn hvergi nærri komið. Staðreyndin er sú að öll orkufyrirtækin stefna í greiðsluþrot og eru komin upp á náð og miskunn lánardrottna sinna. Afborganaskriðan skellur bara mishratt á þeim.
Með öðrum orðum þá tókst ykkur það Kristinn sem skriðdrekar Stalíns fengu aldrei færi á, þið glutruðu niður sjálfstæði landsins og eruð svo óforskammaðir að láta eins og ekkert hafi gerst.
Það þurfi bara að taka fleiri lán fyrir fleiri virkjunum.
Og þeir sem eru á móti þrælahaldi þjóðarinnar benda á fáráð þess hugarfars.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.8.2010 kl. 22:48
Blessaður Ólafur.
Hafi einhver haldið því fram að Samfylkingin og VG séu englar í þessu máli, þá er það allavega ekki undirritaður.
Vísa annars í andsvar mitt hér að ofan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.8.2010 kl. 22:51
Blessaður Júlíus og mæltu mann heilastur.
"Fjármagnsáhættufíklunum verður að koma í meðferð strrx. Áhætta með fjöregg er geðbilun."
Hef engu við þetta að bæta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.8.2010 kl. 22:53
Sæll vertu - ég veit að þú hefur ekki haldið því fram - leitt ef ég hef sett þetta þannig fram -
staðreyndin er sú og staðan í dag að
Sjálfstæðismenn vilja leysa skuldavanda OR þannig að sem minnstum hluta hans sé velt yfir á orkunotendur í Reykjavík. Þess vegna vilja sjálfstæðismenn að gjaldskrárhækkanir séu sem lægstar en einnig sé hagrætt í rekstri hjá fyrirtækinu og eignir seldar.
Árið 2008 var loks farið að spara hjá Orkuveitunni og draga úr fjárfestingum. Hætt var við hugmyndir um að setja 11 milljarða króna í útrásarverkefni erlendis. Reynt var að draga úr virkjanaframkvæmdum eftir því sem hægt var og framkvæmdum við Bitru frestað um óákveðinn tíma. Túrbínur fyrir milljarða króna voru afpantaðar og hagræðingarátak sett af stað hjá fyrirtækinu. Þá voru skuldirnar komnar yfir 100 milljarða króna og þær tvöfölduðust þegar krónan hrundi.
Frá ársbyrjun 2008 hafa ekki verið teknar ákvarðanir um nein ný fjárfrek verkefni hjá Orkuveitunni, þau verkefni sem eru fyrirtækinu erfiðar eru vegna ákvarðana R-listans 2002-2006.
Mikil vinna hefur átt sér stað hjá OR við að endurfjármagna skuldir fyrirtækisins og hefur sú vinna gengið vel miðað við aðstæður. Óskiljanlegt er að nýi meirihlutinn skuli nú setja þá vinnu í uppnám með því að reka forstjórann og ótrúlegum yfirlýsingum um að OR stefni í þrot.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.8.2010 kl. 23:22
Góð færsla - ég vil af þessu tilefni vitna í AGS: Nánar tiltekið júlí skýrslu AGS um Írland
---------------------------
Ireland: 2010 Article IV Consultation—Staff Report
Tekið úr eftirfarandi bloggfærslu: Skoðum stöðu Írlands skv. Júlí skýrslu AGS - en, kreppan á Írlandi er að mjög mörgu leiti spegilmynd íslensku kreppunnar. En, Írland er aðili að ESB og hefur Evru!
Ireland in the late 1990s, linking Ireland to global supply networks of electronics and
chemical products."
Hvaða vanda veldur þetta?:
------------------------------------
Þetta er punktur sem er mjög mikilvægt að íhuga - þ.e. að á móti útflutningi stóryðjunnar kemur innflutningur súráls, síðan kemur einnig á móti hagnaði okkar réttur eigenda til að flytja arð úr landi - þannig að samanlagt er virðisauki samfélagsins ef til vill ekki gríðarlega mikill, hafandi að auki í huga þau náttúruspjöll er þarf að framkvæma!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.8.2010 kl. 01:44
1 Starf í hávirðisauka fullvinnslu og tækni stóriðju Þýskalandi skapar 5 störf. Grunn stóriðja er lávaxta og kostar ekki mikin mannskap og heildar hagsmunir EU eru að halda verðum í grunninum niðri til þess er Umboð ráðherra hæfs meirihluta í Brussel. Hér er alltof mikil yfirbyggingar kostnaður á því sem EU skilgreinir að falli undir samkeppnigrunn Heildarinnar.
Hér virðast menn ekki skilja mun á hávirðsauka stóriðjuverum og lávirðisauka og halda greinlega ennþá að straf í grunniðnaði skapi 5 störf það skapar kannski 1 starf og 4 störf í hávirðisauka stóriðju [utan Íslands].
Júlíus Björnsson, 24.8.2010 kl. 03:17
Blessaður Ólafur, ekki ætla ég að gera ágreining um þín sýn á skuldamálum Orkuveitunnar. Minnir samt að skuldbindingin gagnvart Helguvík sé yngra dæmi, og mér persónulega fannst ekkert breytast hjá Reykjavíkurborg fyrr en Hanna Birna kom þar endurfædd með stjórnvisku hagsýnu húsmóðurinnar.
Ég er að setja út hugsunarlausa stóriðjustefnu sem var keyrð áfram á lágmarksarðsemi, ef þá nokkurri því til dæmis virtust reiknimeistarar Landsvirkjunar ekki hafa heyrt minnst á framleiðni í frægri ritdeilu við Þorstein hagfræðing og þegar þeim varð ljóst mistök sín, þá og þá fyrst varð allt í kringum orkuverð til stóriðju að leyndarmálinu mikla.
Og þegar mikið er skuldsett á móti lágmarksarðsemi þá liggur það í hlutarins eðli, að viðkomandi fyrirtæki þola ekki mótlæti, nema þá til skamms tíma. Það þurfti ekki að vera fjármálakreppa, það gat verið verðfall á áli sökum offramboðs, það gat orðið eldgos á virkjunarsvæðum, álfyrirtæki farið á hausinn og svo framvegis.
Það er skýring á því Ólafur af hverju gömlu mennirnir töluðu um að hafa borð fyrir báru. Og það borð var ekki til staðar í orkuuppbyggingu Íslendinga.
Með þekktum afleiðingum.
Og það sem þú telur upp hér að framan, og Kristinn líka, það gerir ekkert annað en að staðfesta samsekt vinstri flokkanna, það er staðreynd að VG brást þar sem þeir höfðu áhrif. En stóriðjustefnan var mótuð af hagsmunaöflum innan Framsókn og Sjálfstæðisflokksins, um það á ekki að þurfa að deila.
Ekki nema fyrir þá sem vilja deila.
Þess á ekki að þurfa vegna þess að við sitjum öll í súpunni, og sú súpa er að kosta landið það sem Stalín gat ekki tekið (hafi hann þá haft áhuga), sjálfstæði landsins. Það er grátlegt Ólafur að skynsamt fólk skuli ekki sjá það og það er grátlegt að það skuli vilja halda áfram á sömu braut.
Og ég segi þetta Ólafur gjörsamlega óháð mínum viðhorfum til stóriðju enda eru þau sérviskufull eins og flest annað sem frá mér kemur og koma umræðunni um þetta mál ekki við.
Yfirskuldsetning er yfirskuldsetning, og gjaldþrot er bein afleiðing þess, ef eitthvað fer úrskeiðis. Og þú þekkir staðhæfingu Péturs.
Ef menn vilja eyða takmörkuðum orkuauðlindum landsins í stóriðju sem notar rafmagn á við milljóna stórborg, í að skapa örfáum störf (nettó því vaxtahækkanir ryðja út störfum), þá vilja menn það og gera það sjálfsagt hafi þeir til þess pólitískt vald. En ekkert leyfir mönnum, þó í meirihluta sé, að gera það á kostnað mín og minna.
Og ekkert leyfir þeim að leggja eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, almannaveitur undir.
Þetta er bara samkvæmt þeim almennu siðalögmálum að þú drepur ekki náungann þinn, þú étur hann ekki og þú kemur honum ekki fjárhagslega á vonarvol með gjörðum þínum.
Þú selur ekki landið þitt, þú afhendir það ekki öðrum þjóðum til eignar af hugmyndafræðilegum ástæðum eins og kommar Austur Evrópu gerðu þegar þeir sáu Stalín, og þú höndlar ekki fjárhag þess á þann hátt að það missi sjálfstæði sitt.
Með öðrum orðum, sumt er bara bannað. Þar á meðal ICEsave, ógnarstjórn AGS, og fara út í orkuframkvæmdir á kostnað almennings.
Og ef þú hugsar málið Ólafur, þá innst inni veist þú að þessi sjónarmið hjá mér eru rétt.
Og þau koma pólitík ekkert við.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.8.2010 kl. 09:00
Takk fyrir innlegg þitt Einar.
Vildi kannski aðeins bæta því við að virðisaukinn vegna raforkunnar er í mínus fyrstu árin vegna skuldsetningarinnar. Óbein áhrif eru síðan hærri vaxtagjöld annarra innan viðkomandi efnahagskerfis sökum áhættuvaxtaálags og svo framvegis. Í raun er enginn hagnaður fyrr en við erum öll búin að kveðja þennan heim eða orðin elliær gamalmenni.
Og mér persónulega finnst það illa farið með orkuna þó ég viðurkenni að innan vissra marka getur ný stóriðja virkað sem múrbrjótur gegn kreppu, og líka haft jákvæð afleiðu áhrif eins og til dæmis þróun á tækni við þjónustu álvera og svo framvegis.
En ég vil ítreka að fjármögnunin þarf að vera sjálfbær, annars er þetta allt bölvað 2007 rugl, og því miður er eins og hryggjarstykki íhalds, framsóknar og samfó hafi ekkert lært, og skilji ekkert af hverju landið fór á hausinn.
En feigð verður ekki umflúin ef menn fríviljugir taka kúrsinn á hana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.8.2010 kl. 09:11
Já Júlíus, það er eins og menn séu ennþá að taka fyrstu sporin inn í 20. öldina.
Samt býr svo ótrúlegur kraftur í þessari þjóð, en hræðslan við að standa á eigin fótum er mikill hemill á þann kraft.
Það er hræðslan sem útskýrir stóriðjugaulið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.8.2010 kl. 09:14
Jarðhitinn er skv. þessu base fyrir ódýrustu endurnýjanlega raforkuna !
........the financial advisory and asset management firm, Lazard,calculated LCOE for various alternative and conventional electric generating technologies.With tax incentives included, it estimated geothermal LCOE between $0.042 and $0.069per kWh depending on technology employed (See Figures 20). An earlier 2005 studyconducted by the California Energy Commission estimated geothermal LCOE between $0.0 and $0.09 per kWh with PTCs added (See Table 6). Despite the high upfront cost and risk, geothermal installation costs are lower than nuclear, solar, small hydro, and selected biomass technologies.
http://www.nrel.gov/analysis/pdfs/46022.pdf
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 12:23
Þannig að þegar um er samið orkuna næstu öldina verður hamrað á lága kostnaðinum. Maður tryggir fyrst söluna næstu öldina áður en farið er í að skapa grunninn.
Hér átti að leiðrétta langtíma negam-veðlánin sem hækka hraðar en mæld verðbólga og lækka lífeyrissjóðsbindingar. Þá hefðu samsamsamsvarandi veðlánasöfn hækkað í verði miðað miðað við allmennt betri greiðslu getu.
Setja 70% af fjármálgeirunum á hausinn [útlendingar skilja það sem eðlilegt enda búnir að afskrifa vegna útlána áhættu gagnvart Íslandi frá upphafi: N.B. útlendingar eru almennt ekki fífl í langtíma öruggum viðskiptum].
Síðan að leysa upp auðhringina sem starfa í nafni fákeppni [einokun, tví-okun, þrí-okun,...], skapa þannig fullt af ábyrgðarstörfum í minni skuldlitlum rekstrareiningum. Hinsvegar í grunngeirum er betra að sameina yfirbyggingar og stjórnunarkostnað og gera áhættukostnað vegna fákeppni óþarfan. Þessir geirar sem hafa að markmið að fylgja [ekki leiða] eðlilegri fjölgun í búa þurfa einfalt vel skilgreint reglukerfi í samræmi við samkeppni áhætta um hámörkun skammtíma hagnaðar er ekki fyrir hendi í lágvaxta þjónustugeirum arðbærra samkeppnigeira. Þarna er þetta spurning um góða grunnmenntun og sjálfsaga þeirra sem fylgja regluverkinu eftir.
Júlíus Björnsson, 24.8.2010 kl. 15:26
Napurt en satt
Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.8.2010 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.