12.8.2010 | 08:16
Jæja, það dugði ekki að skella skuldinni á skúringarkonuna.
Næst verður það húsvörðurinn.
En að segja satt, það er eitthvað sem norræna velferðarstjórnin gerir ekki, ekki nema þá nauðbeygð.
Það var sagt um einn ágætan athafnamann hér fyrir austan, sem var ákaflega illa við kerfið og flækjur (skatta) þess, að ef hann hefði tvær leiðir til að framkvæma hlutinn ( t.d kaup, sölu á tækjum) þá veldi hann alltaf þá sem fæli í sér einhver lögbrot eða í besta falli hæpna túlkun á reglum.
Jafnvel þó hann tapaði á því.
Ríkisstjórnin er dálítið í þessum farvegi.
Lygin er henni það töm að til hennar gripið, jafnvel þó menn, með smá yfirlegu, sæju að í mörgum málum er sannleikurinn sagna bestur. Til dæmis þegar ekki er hægt að skella skuldinni á skúringarkonuna því hún er hámenntuð með margar háskólagráður og tekur ekki lengur á sig ábyrgðina á mistökum stjórnenda, eða lýgur fyrir þá.
En smá yfirlega hefði líka sýnt mönnum fram á annað og mun alvarlegi hlut.
Og það er að hin fullkomu afglöp í þessu máli er að þykjast að vita ekki neitt.
Vegna þess að megin loforð ríkisstjórnarinnar var að takast á við skuldavanda heimilanna undir merkjum Skjaldborgarinnar marglofuðu.
Og bráðavandinn var vegna gengistryggðu lánanna.
Það að segja að hafast ekki vitaða af hinu margfræga áliti segir einfaldlega að fólk hafi ekki verið að vinna vinnuna sína samkvæmt þeim loforðum sem það gaf kjósendum.
Og afglöpin felast ekki í því að hafa látið lykillögfræðiálit frá Seðlabankanum rykfalla, afglöpin eru að hafa ekki sjálfir látið vinna sambærilegt álit.
Áhuginn á Skjaldborginni var ekki meiri en það að menn hundsuðu lykilþætti málsins.
Þetta eru hin fullkomnu afglöp.
Ef satt væri.
En sannleikurinn er sá að ríkisstjórninni var fullkunnugt um þau lög sem giltu í landinu en sjálfsagt með hliðsjón af öðrum hagsmunum þá var ákveðið að gera ekki neitt. Og þá vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki þvingunarvald Stalíns á dómstólum og gat því ekki hindrað málsóknir eða þá séð til að "rétt" niðurstaða yrði kveðin upp.
Treyst var á hollustu dómstóla að dæma ekki geng meintum almannahagsmunum eins og dómari héraðsdóms sem gerði sig að fífli með því að segja, "En".
En Hæstiréttur dæmdi eftir lögum, ekki hagsmunum ríkisstjórnarinnar. Og þess vegna eru málin í uppnámi í dag.
Og það er dæmigert fyrir umræðuna að hún snýst um hvort ráðherrar í ríkisstjórn Íslands séu blindir og heyrnarlausir. Þó undirritaður sé einn af þeim sem vanda þeim ekki kveðjuna, þá ætla ég þeim ekki slíkt.
Og þetta eru ekki afglapar, þó það mætti oft ætla það miðað við fyrri stjórnarathafnir.
Í mínum huga er það augljóst að það voru aðrir hagsmunir en hagsmunir heimilanna sem ollu því að ákveðið var að hreyfa ekkert við gengislánunum.
Og umræðan á að snúast um hvaða hagsmunir það eru.
Hvaða hagsmunir reka ráðherra til að hundsa neyðaróp almennings.
Hvaða hagsmunir fá hann til að ljúga svona upp í opið geð á fólki.
Þá hagsmuni þarf að fá upp á yfirborðið.
Og kveða niður til heljar eins og Kolbeinn skáld gerði forðum daga.
Kveðja að austan.
Upplýsti yfirmenn sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 6
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 2646
- Frá upphafi: 1412704
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 2310
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar,
Þú veltir því fyrir þér hvaða hagsmunri "reka ráðherra til að hundsa neyðaróp almennings".
Svarið er ósköp einfallt:
Samfélög nota fjármagn (peninga) til að skiptast á þeim verðmætum sem samfélögin framleiða. Með aukinni framleiðslu þarf aukið fjármagn. Stjórnvöld samfélaganna munu því ALLTAF fylgja skipunum þeirra sem framleiða fjármagnið (fjármálastofnanna). Í samfélögum þar sem fjármagnsframleiðslan hefur verið afhent einkaaðilum, þá er augljóst hverjir stjórna samfélaginu og hvers hagsmunir gangi fyrir.
Það mun ALDREI verða litið til hagsmuna almennings fyrr en samfélagið hefur tekið til sín framleiðslu fjármagnsins.
Bendi svo aftur á fyrirlestur minn um fjármálakerfið og lausnina á ástandinu.
Jón Lárusson, 12.8.2010 kl. 08:58
Blessaður Jón.
Þetta er spurning, eru stjórnarherrarnir nógu djúpir að átta sig á dýpri lögmálum lífsins????
Eða var eitthvað nærtækara sem rak þá áfram, til dæmis svipuhögg þrælarekans, sem er þá að öllu líkindum AGS??? Sem aftur stjórnast af hinum dýpri hagsmunum fjármálakerfisins????
Veit ekki, hinn aðilinn fæst ekki til að ræða málin. Beitir aðeins blekkingum og lygum fyrir sig.
En innslag þitt er dæmi um hvað gæti komið út úr vitiborinni umræðu, hvort erum við til fyrir kerfið, eða kerfið fyrir okkur???
Og ef marktækur meirihluti vill hafa það á seinni veginn, hvað getur hann gert til að hagkerfið þjóni samfélaginu á þann hátt að samfélagið vaxi og dafni????
En umræðan snýst ekki um aðalatriðin, heldur ómarktæk aukaatriði, hver lýgur og hver er elliær og vanhæfur. Er Gylfi hæfur, en lygari og sagði Jóhanna satt, en er þar með orðin elliær og vanhæf????
En spurningarnar eiga að vera stærri en þetta, og á því er ég að reyna að vekja athygli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.8.2010 kl. 09:26
Ég hef sagt það fyrr, Ómar, og held enn að ríkið þurfi að reka banka landsins að mestum hluta. Og ekki eins og einu sinni í gjörspillingu og mikilli mismunun, heldur með löglegu og ströngu eftirliti. Ítreka að Kanadabankar eru allir ríkisbankar og fóru ekki í þrot eins og bankar í Bandaríkjunum og um gjörvalla Evrópu. Kanadabankar voru allavega allir ríkisbankar 07 er eru væntanlega enn nú.
Elle_, 15.8.2010 kl. 17:15
Blessuð Elle.
Þú kemur inn á einn mjög stóran punkt sem Íslendingar láta alltaf ráða sínum málflutningi, "svona var þetta í fortíðinni".
Þess vegna þurfum við verðtrygginguna, og gömlu ríkisbankarnir voru staðnaðir og undir hæl stjórnmálamanna.
Þess vegna vildum við einkabankakerfi sem var á siglingu einhvers staðar í víðáttum alheimsins, og undir hæl auðmanna. Það hrundi, en lærdómurinn að við viljum ekki ríkisbanka, því þeir voru spilltir og staðnaðir.
Eins og mannskepnan geti ekkert lært.
Ég hallast af blönduðu kerfi, tel kostina ólíka og gallana við bæði kerfin augljósa. Það er forsenda samkeppni ólíkra rekstrarforma, átök hugmynda, jarðvegur þróunar.
Og verðtryggingin var barn síns tíma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.8.2010 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.