13.4.2010 | 09:06
Var vinnumaður breta í ráðgjafahóp Rannsóknarnefndarinnar????
Hryðjuverkaárás breta á Ísland var með öllu fortakslaus, hún var árás á bandamann til áratuga og gerð án nokkurs tilefnis.
Þegar bresk stjórnvöld tóku þátt í svívirðunni að ráðast á Írösku þjóðina, þá höfðu þau það sér til afsökunar að það var fjarlægt land, með framandi menningu, stýrt af siðlausum harðstjóra, og hafði þar að auki sýnt fjandsamlega hegðun gagnvart vestrænum hagsmunum, sem er ígildi stríðsyfirlýsingar í augum hins engilsaxneska hroka.
Samt var Íraksárásin ólögleg og algjörlega siðlaus, og ábyrgðarmenn hennar eiga eftir að verða dregnir til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína.
Hryðjuverkaárás breta á Ísland, á sér engar málsbætur, íslensk stjórnvöld störfuðu eftir og virtu evrópska löggjöf, vissulega lenti hluti af vanda íslenska fjármálakerfisins á breska fjármálamarkaðinum, en það var vegna þess að evrópsk reglugerð heimilaði slíka starfsemi, og hún var ekki háð vilja eða leyfum íslenskra stjórnvalda.
Það sem fór úrskeiðis var bein afleiðing af hinni evrópsku löggjöf og því græðgimódeli sem íslenskir bankamenn tóku upp eftir breskum og bandarískum bankamönnum. Það var ekki þannig að þeir hefðu fundið upp eldinn. Enda féll breska og bandaríska bankakerfið, og einungis algjörir einfeldningar trúa að því hafi verið bjargað. Vandanum var einfaldlega sópað undir teppið og reikningurinn sendur til skattborgara.
Skýrsla Rannsóknarnefndarinnar, samkvæmt þessari frétt rekur atburðarásina hina örlagaríku daga fyrir Hrun. Og hún tínir til rök í bætifláka handa breskum stjórnvöldum, svo þau hafi einhverja málsvörn þegar þjóðin hefur hrakið Leppa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá völdum, og í kjölfarið stefnt breskum hryðjuverkamönnunum fyrir dóm réttarríkisins, sem bannar jú hryðjuverk og kúgun.
Málflutningur nefndarinnar minnir á alþekkt stef sem fórnarlömb nauðganna þurftu að þola í gegnum árin, "gafstu honum undir fótinn?, varstu í fleygnum bol??, varstu drukkin???".
Glæpurinn var sem sagt gjörðum fórnarlambsins að kenna að mati rannsakenda.
Nefndarmenn virðast ekki átta sig á alvarleika þess að ráðast með ofríki og kúgun á þjóð í neyð, og neyða hana til að ganga að lögleysu og óréttmætum fjárkúgunum. Vissulega má ýmislegt týna til um það sem betur hefði mátt fara í samskiptum þjóðanna, en það er barnaleg heimska að á neyðarstundu, að þá eigi þjóðarleiðtogar að vera með hugann við diplómatstík viðbrögð nágrannaþjóða.
En alvarleikinn í vinnubrögðum nefndarinnar, er að hún getur ekki borið fyrir sig fávísi, og væntanlega ekki heimsku, þar sem þetta er jú allt hámenntað fólk, þegar hún tekur málstað breskra stjórnvalda, þó óbeint sé.
Bresk stjórnvöld hafa eftirá, og ég ítreka eftirá, borið við ýmsum skýringum á sínu fortakslausa ólöglega athæfi, sem á sér engin fordæmi í vestrænni stjórnmálsögu frá dögum seinni heimsstyrjaldar, en þær staðreyndir ríma bara ekki við raunveruleikann, og áróðurinn svo aumur að jafnvel menntaskólapiltur, nýbúinn að taka sögu 101, sér í gegnum hann.
En rifjum fyrst upp hugmyndafræði þessara áróðursbragða. Þjóðverja skutu nokkra Pólverja, og settu þá í herbúninga, og tóku myndir af þeim innan þýskra landamæra. Sögðu þá hafa ætlað að ráðast inn i landið, dauðir að vísu, en þeir hafi samt sýnt einbeittan innrásarvilja. Þess vegna varð Þýskaland að verja hendur sínar og ráðast inn í Pólland.
Hver er rökvillan í málflutningi Þjóðverja, sama rökvilla og bretar beita, og vesalings rannsóknarnefndin fellur í fúapytt hennar???? Jú til að gera árás, þá þarftu að undirbúa hana með löngum fyrirvara. Þýski herinn var tilbúinn, og þegar tilefnið kom, þá réðst hann albúinn inn í Pólland. En þá voru Pólverjar heima hjá sér sofandi.
Rannsóknarnefnd Alþingis skautar algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að bretar höfðu undirbúið hryðjuverkaárás sína frá því um miðjan september 2008. Og þeir voru með hryðjuverkalög sín tilbúin þegar íslenska bankakerfið hrundi í byrjun október. Þeir vísa i eitthvað sem gerðist fyrstu dagana í október, en innrásarher þeirra var tilbúinn, aðeins tylliástæðan var eftir.
Og það er sorglegt að fólk sem vill láta taka mark á sér, falli í svona auma gildru.
Einnig virðast nefndarmenn ekki átta sig á því að íslensk stjórnvöld hafa ekki heimild samkvæmt stjórnarskrá Íslands, samkvæmt öllum mannréttindasamningum sem Alþingi hefur undirritað, og samkvæmt evrópskri löggjöf um fjármálamarkaði, að lofa breskum stjórnvöldum að þau muni ábyrgjast innstæður á breskum fjármálamarkaði.
Hefðu þau gert það, þá hefði neyðarréttur þjóðarinnar krafist þess að slíkur gjörningur hefði verið ógiltur, því þú tekur ekki skattfé almennings, skattfé sem almenningur greiðir til að fá ákveðna sameiginlega þjónustu í staðinn, þú tekur það ekki og lætur erlend stjórnvöld fá það til að halda friðinn.
Það sem nefndarmenn virðast ekki hafa fattað, sjálfsagt vegna þess að einhver vinnumaður breta hefur matað þá á röngum upplýsingum, er að ábyrgð ríkja á fjármálamörkuðum nær aðeins til sinna eigin markaða, menn nota ekki skattfé almennings til að hjálpa öðrum þjóðum í sínum vanda. Þess vegna til dæmis, þá aðstöðuðu bresk stjórnvöld aðeins breska banka, ekki íslenska. Þess vegna hjálpaði danski ríkissjóðurinn aðeins Danske bank, auka annarra lykilbanka í dönsku efnahagslífi, ekki bönkum á Íslandi, eða Ungverjalandi eða annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu.
Og í þessu er ekki fólgin mismun, vegna þess að réttur þjóða til að grípa inn í grunnstoðir samfélagsins, á þann hátt sem þau telja æskilegast, er viðurkenndur í evrópskri löggjöf, og um þann rétt liggja skýrir dómar Evrópudómsins.
Svo voga vinnumenn breta sér að blekkja hrekklaus, fákunnandi nefndarmenn til að setja orðalag um meinta mismunun inní rannsóknarskýrslu sína.
Þetta er eins og að láta Laden stýra viðbragðsáætlun Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum. Og það gera Bandaríkjamenn ekki.
En á Íslandi komast launaðir leppar erlends árásar ríkis upp með að blekkja og afvegleiða nauðsynlega umræðu á Íslandi um uppgjör við siðlaust fjármálakerfi.
Slíkt uppgjör er lítils virði ef það herðir á illvilja stjórnvalda við að koma bretaskattinum á þjóðina.
Kveðja að austan.
Vildu refsa Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2010 kl. 08:17 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 59
- Sl. sólarhring: 1008
- Sl. viku: 5790
- Frá upphafi: 1398958
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 4911
- Gestir í dag: 55
- IP-tölur í dag: 55
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hryðjuverkaárás breta á Ísland var með öllu fortakslaus, hún var árás á bandamann til áratuga og gerð án nokkurs tilefnis.
How silly.......................Read your newspapers.......They will tell you why Iceland is in the state it is in today...All the British did was to stop Icelandic Gangsters from stealing more money out of IceSave...
Maltblossom (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 09:28
Það er óafsakanlegt af Bretum að beyta hriðjuverkalöggjöfinni.
En íslenska ríkisstjórnin voru búin að spila rassinn úr buxunum
Ef ráðamenn hefðu ekki verið einsog hauslausr hænur þá hefðu bretar aldrei beitt þessari löggjöf.
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2010 kl. 09:35
Sælir,
Afsakið en voru það ekki Íslenskir bankamenn sem nauðguðu erlendum innistæðueigendum á meðan íslensk stórnvöld kvöttu þá áfram?
Og að kenna Evrópskri löggjöf um er hlægilegt, það er ekkert sem bannaði íslenskum stjórnvöldum að setja bönkunum skorður, t.d. að taka ekki við innlaánum í annari minnt en ÍSK. eða að tryggingastjóðurinn tryggði ekki innistæður á hávaxtareikningum. Hvoru tveggja máttu íslensk stjórnvöld gera, hvorugt var gert!
kv EHJ
Einar Hrafn (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 09:35
Maltblossom það getur ekkert réttlætt að setja hryðjuverkalög á smáþjóð út af peningum! Það var enginn drepinn.
Sigurður Haraldsson, 13.4.2010 kl. 09:39
Youur newspapers and media choose to use the name "hryðjuverkalög"..
The correct name was "Freezing of assets legislation"......It was used to prevent any more money being stolen from UK IceSave depositors.
If someone was stealing money from your house day after day, would you stand by and watch or would you lock your door.....
Eirikur , 13.4.2010 kl. 10:17
Frábær samantekt - pls leiðrétta þó 2010
bestu kveðjur
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2010 kl. 10:46
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Svona til að fyrirbyggja allan misskilning, þá hvorki les ég eða skil útlensku, ekki nema þegar Freri vinur minn mætir á svæðið. Hann er reglan sem sannar undantekninguna.
Einar Hrafn.
Ef þú hefði minnsta vit á því sem þú ert að segja þá vissir þú að allir bankar á evrópska efnahagssvæðinu störfuðu eftir evrópskri löggjöf. Og öll mismun, sem fólst í höftum eða skerðingu, var bönnuð. En húmor þinn er mikill þegar þú segir að íslensk stjórnvöld hefðu átt að krefjast þess að innlán erlendis væru í íslenskum krónum. Áttu þau þá líka ekki að vera afgreidd í starfsstöð á tunglinu, eða á Mars? Að sjálfsögðu tók evrópsk reglugerð ekki á hugsanlegum dæmum um markaðshindrun, hún einfaldlega bannaði hana og þau stjórnvöld sem brutu bannið áttu á hættu að vera kærð, og dæmd til þungrar sektar.
Fullyrðingin þín um að tryggingasjóðurinn tryggði ekki hávaxtareikning, er ekki fyndin, hún nær aðeins að vera heimskuleg. En fyrst þú ert að tala um hávaxtareikninga, þá voru þeir á Íslandi, ekki í London. Þó ICEsave vextir voru hærri en almennir vextir í Bretlandi þá voru þeir lágir á íslenskan mælikvarða, þannig að þetta er rökleysa fyrir utan að vera heimskulegt.
En þú lýsir dómgreind þinni ágætlega þegar þú segir að íslenskir bankamenn nauðguðu erlendum innistæðueigendum. Það flokkast undir bankaviðskipti, ekki nauðganir, að bjóða innlánsreikninga. Slíkt var þeim fullkomlega heimilt. Og bankarnir féllu vegna vantrúar markaðarins, sökum hins litla baklands. Þess vegna gerðu innstæðueigendur árás sína og tóku út peninga sína. Slík hræðsluviðbrögð fella banka, alla banka.
Og óttinn við slíkt áhlaup var forsenda þeirra orða sem mátti lesa okt 2008 í Daily Mail að það hefði aðeins munað nokkrum tímum að breska bankakerfið hryndi. Aðeins ígrip breska ríkisins á síðustu stundu náðu til að bjarga því.
Eru þá breskir bankamenn raðnauðgarar að þínu mati????
Og blessaður ÞrumuSleggja, þú ötuli vinnumaður breta. Bretar beittu hryðjuverkalöggjöf sinni vegna þess að þeir vissu að þeir kæmust upp með það. Þeir vissu að geðleysi íslenskra stjórnvalda, að þau myndu ekki verjast með þeim vopnum sem réttarríki og alþjóðasáttmálar buðu upp á.
Þeir höfðu líka tryggingu fyrir því að vinnumenn þeirra í röðum Samfylkingarinnar myndu hindra allar varnir. Það eina sem þeir sáu ekki fyrir, voru hin sögulegu svik Steingríms, en þeir sem gambla mikið, vita eins og er að lukkan fylgir oft þeim sem taka mikla áhættu.
En hefði fólk stjórnað Íslandi, þá væru þeir kumpánar Darling og Brown á sakamannabekk því bresk sakamálalöggjöf lýðir ekki fjárkúganir. Spurðu bara alla IRA liðanna sem sitja inni ef þú trúir mér ekki. Eins getur þú gúglað upp á "penal code - blackmail" og lesið þér til um réttarríkið breska.
En þeir sem kúga aumingja, þeir óttast ekki réttarríkið, vita að þeir verða ekki kærðir.
Takk Ólafur, hef þegar skrúfað ártalið til baka.
Blessaður Sigurður, það er tilgangslaust að ræða siðfræði við siðblint fólk. Hvað þá það sem slær um sig með útlensku.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.4.2010 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.