30.3.2010 | 09:54
Já, kannski vantar stuðning.
Flýtið afgreiðslu Íslands sagði Strauss Kahn.
En ég hef ekki valdið, bætir hann við í þessari frétt.
Gott mál, ákall mitt til landvætta hefur skilað árangri.
Því mesta ógæfa þjóðarinnar eru þau skammtímalán sem sjóðurinn býður upp á til að hægt sé að borga út spákaupmenn með sínar krónur, á yfirverði.
En vinnumenn breta á Íslandi munu nota þessi orð Kahnins til að krefja kettina í VG til að samþykkja bretaskattinn. Og við munum fá að heyra auglýsingar þeirra um áskorun á kattamáli, að kettirnir samþykki ICEsave.
Annars fari hér allt í kalda kol.
Nú hefur landstjóri AGS útskýrt að AGS pakkinn og ICEsave skatturinn auk annarra lána ríkissjóðs, þýði um 60% greiðslubyrði ríkissjóðs. Svipað hlutfall og hrakti almenning í Argentínu út á götunnar.
Hann hefur líka upplýst að til að greiða þessi lán þurfi viðskiptajöfnuð upp á um 160 milljarða. Til þess þarf krónan að haldast mjög lág, í um 180 krónum segir Seðlabankinn.
Vinnumenn breta segja ICEsave skattinn forsendu þess að gengið styrkist.
Hver er að ljúga, vinnumenn breta í verkalýðshreyfingunni eða landstjóri AGS????
Vissulega gat Jesús fóðrað marga menn með örfáum brauðmolum, en það er helgisögn, ef sönn er þá krafðist hún guðlegs máttar.
Trúir einhver því að það sé hægt að greiða risalán með sterkri krónu????
Ekki vitna í vinnumenn breta hjá ASÍ, þeir eru jú vinnumenn, fá kaup fyrir að styðja kraftaverkin. Notið ykkar heilbrigðu skynsemi.
Er hið ómögulega hægt??'
Eins og til dæmis að smáþjóð bakki upp tólffalt bankakerfi???
Að reisa virkjanir ofan á eldfjöllum???
Að Liverpool verði Englandsmeistari????
Notum vit okkar og skynsemi, það ómögulega er ekki hægt, nema í goðsögnum, eða með guðlegum vilja.
Og Gordown Brown og Darling eru ekki guðir.
Þeir eru mafíosar sem eiga að sitja inni fyrir glæpi sína.
Og ASÍ á að vinna fyrir verkafólk, ekki Brown og Darling.
En í tilefni páskanna, þá vil ég aðeins segja eitt, þökkum guði fyrir skort á þessum stuðning.
Við viljum framtíð fyrir börn okkar.
Kveðja að austan.
Ísland kann að skorta stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 447
- Frá upphafi: 1412809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 386
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að reisa virkjanir ofan á eldfjöllum???
Að Liverpool verði Englandsmeistari????
Góður, Ómar.
Elle_, 31.3.2010 kl. 01:48
Og Gordown Brown og Darling eru ekki guðir.
Þeir eru mafíosar sem eiga að sitja inni fyrir glæpi sína.
Og ASÍ á að vinna fyrir verkafólk, ekki Brown og Darling.
Held, Ómar, að það séu líka mafíósar innan ASÍ, og kannski fullt af þeim.
Elle_, 31.3.2010 kl. 01:52
Blessuð Elle.
Ég varð að gleðja frænda minn sem er dyggur lesandi.
Og hvort sem menn eru með eða á móti ICESave, þá er mjög margir haldnir virkjunarsótt. Ekki það að ég sé á móti virkjunum, ég er mikið á móti Stalínisma og einhverju liði sem tekur lán í mínu nafni, til "atvinnuuppbyggingar". Það er eðli atvinnuuppbyggingar, að hún vill vera fúin, ef menn skirrast við að taka lánin í sínu nafni.
Það er spurning hvort við erum gjaldþrota í dag, en það er öruggt ef við tökum þessi virkjunarlán sem uppbyggingaraðallinn hamrar sífellt á. Við erum nýbúin að taka lán fyrir stærstu framkvæmd Íslands sögunnar, án þess að borga krónu til baka. Og við erum í skuldakreppu. Þá á að taka lán fyrir þrefaldri stærstu framkvæmd Íslands sögunnar. Og það á tímum þar sem enginn veit neitt annað um framtíðina, annað en það að hún er óviss, en það sem sést grilla í hana er dökkt kreppuástand.
Og í þokkabót ætla menn að staðsetja stærsta hluta þessara lána ofan á virkri eldfjallasprungu. Það eru ekki þúsundir ára þegar gaus þar síðast, og mikill órói hefur lengi verið á svæðinu.
Lærðu menn ekkert af Kröflugosinu eða gosinu á Fimmvörðuhálsi??? Vissulega má virkja ofan á eldfjöllum en þú verður að hafa efni á tapinu. Og það höfum við ekki í dag.
Þetta er allt lánsfé.
En eru mafíósar hjá ASÍ??? Ég hélt að þetta væru allt vinnumenn breta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.3.2010 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.