8.3.2010 | 21:48
Bretavinir panta ályktun frá verkalýðshreyfingunni gegn þjóðinni.
Bretar og Leppar þeirra eru brjálaðir vegna höfnun þjóðarinnar á ICEsave skattinum. Og þeir beita öllum mögulegum og ómögulegum ráðum til að berja þjóðina til hlýðni með hræðsluáróðri og lygum.
Þessi ályktun Samhygðar er gott dæmi um að þeim hefur tekist hið ómögulega. Örfáir bretavinir í forystu verkalýðshreyfingarinnar panta hér ályktun sem er dulin krafa um að semja við breta á þeim skilmálum sem bretar krefjast.
Hið ómögulega í þessu dæmi er að þessum bretavinum tókst að telja grandlausu fólki í forystu verkalýðsfélaga í trú um að nauðsynleg forsenda uppbyggingar væri hundruð milljarða í skuldsetningu, svo hægt væri að taka ennþá lán til uppbyggingar stóriðju, stóriðju sem gerir ekkert annað fyrstu 10-15 árin en að reyna að standa undir sínum eigin skuldum.
Hverjir borga þá þessa hundruð milljarða sem ICEsave/AGS kostar þjóðina???
Svari er mjög einfalt, almenningur, þar á meðal verkafólk. Með launum sínum, lífskjörum, með niðurbroti velferðarkerfisins.
Með því að eyðileggja það Ísland sem við þekkum í dag.
Ísland mun aldrei rísa undir þessu skuldum, og það mun ekki fá frekari lán til uppbyggingar. Á það hafa færustu erlendir sérfræðingar bent þjóðinni á, en verkalýðshreyfingin kýs að hundsa aðvörunarorð þeirra og hlusta í stað þess á þá menn sem sögðu að hið risastóra bankakerfi væri sjálfbært, og ekkert væri að því að byggja lífskjör þjóðarinnar á skuldasöfnun og viðskiptahalla.
Undirstöðurnar væru svo traustar.
Á þessa menn hlusta verkalýðsleiðtoga, ónæmir að þessir sömu menn hafa valdið þjóðinni ómældu tjóni. Hún hlustar ekki á menn sem vara hana við skuldsetningunni, og benda henni á að endursemja um sínar skuldir á meðan hún ræður við þær.
Og byggja framtíðar lífskjör á eigin sparnaði, ekki skuldum.
En verkalýðshreyfingin telur að skuldaþræll, sem hefur nóg að gera við að grafa skurði við villur auðmanna, eða standa við færibönd erlendra stóriðjufabrikka, sé sæll maður því hann hafi nóg að gera. Hann þurfi ekki heilbrigðiskerfi eða velferðarkerfið, honum dugi færibandið og þrældómurinn.
Og að fá að éta.
Það er ótrúlegt siðleysi, og ótrúleg afneitun á skuldastöðu þjóðarinnar sem liggur að baki ICEsave ályktun verkalýðshreyfingarinnar
Og grunnhyggnin þar að baki útskýrir svo margt hvernig örfáum mönnum tókst að ræna þjóðarauðnum og skilja aðeins skuldirnar eftir.
Fólk sem trúir því að risaskattar til að greiða ICEsave/AGS, risavextir til að tryggja bröskurum hámarks ávöxtun, risaniðurskurður á velferðarkerfinu, auk þess að einkavæða og selja allar almannaeigur upp í skuldir, sé sú leið sem íslenskt verkafólk vilji börnum sínum, það fólk er ekki hæft til að leiða verkalýðshreyfinguna.
Þetta er eins og að láta Ku Klux Klan leiða mannréttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum.
Bein ávísun á hörmungar.
Sorgleg firring.
Kveðja að austan.
Stöðnun blasir hvarvetna við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 71
- Sl. sólarhring: 1008
- Sl. viku: 5802
- Frá upphafi: 1398970
Annað
- Innlit í dag: 68
- Innlit sl. viku: 4923
- Gestir í dag: 67
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir skrifin þín ...
Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 23:15
Takk Vilhjálmur, við megum ekki láta þessa föðurlandssvikara stela sigrinum á laugardaginn með hræðsluáróðri og blekkingum.
Ég hef reynt að blogga við sem flest i dag og í gær til að prófa rökin á þessa kalla. Vona að einhver geti nýtt sér þau, innslögin geta líka verið fróðleg fyrir þá sem safna rökum í baráttunni gegn þjófunum.
Mitt framlag í bili, en þið haldið uppi merkjum þjóðarinnar sem víðast í Netheimum.
Við skulum sigra þetta stríð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.3.2010 kl. 23:50
Það má ekki gleyma að draga þá til ábyrgðar sem sköpuðu ICESAVE.
ICESAVE reikningarnir eru alfarið í boði Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 44 þúsund atkvæði í síðustu kosningum.
Það eru þannig 44 þúsund þjófar á Íslandi, þeir sem styðja landráðamennina í Sjálfstæðisflokknum.
ICESAVE þýfið er geymt í kjallara höfuðstöðva Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.
Davið Oddsson er með lyklana að kjallaranum.
Jónsi (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 00:16
Jónsi, hvað ert þú gamall vinur????
Spáðu aðeins í hvað þú ert að segja, og ég held að þú sért að meina.
Þú selur ekki þig og þína í þrældóm vegna haturs á Sjálfstæðisflokknum.
Og ef ég man það rétt, þá voru það kratar undir forystu Jóns Baldvins sem börðustu fyrir EES samningnum. Í þeim samningi var kveðið á um algjört frelsi fjármálastofnanna að gera það sem þeim langaði til, að því tilskyldu að þær uppfylltu skilyrði ESB um starfsemi.
Og það gerðu íslenskar fjármálastofnanir, og Sjálfstæðisflokkurinn sá ekki um þá úttekt, stóðust þau skilyrði.
Og varla ert þú að fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samið hið evrópska regluverk, eða er trú þín svo mikil??????
Og felldi hann hið vestræna bankakerfi, "we were only few hours from breakdown" sagði Seðlabankastóri Bandaríkjanna, sem merkilega nokk heitir ekki Davíð Oddsson.
Jónsi, margt hefur íhaldið á samviskunni, en vonandi ekki stuðning þinn við ólöglega fjárkúgun breta og Hollendinga, eða það vona ég ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.3.2010 kl. 00:37
Icesave reikningarnir eru alfarið í boði Sjálfstæðisflokksins.
Hugmyndafræði Davíðs Oddssonar og klíku hans var að það þyrfti ekkert að borga.
Það væri hægt að láta bankana stela peningum af almenningi í Hollandi, Bretlandi og þýskalandi og sleppa við að borga til baka.
Íslenska krónan var eyðilögð sem gjaldmiðill vegna lélegrar efnahagsstjórnar´Sjálfstæðisflokksins.
Undir styrkri stjórn hins mikla leiðtoga Sjálfstæðisflokksins var Seðlabanki Íslands gerður gjaldþrota.
Vegna þess falla 500 milljarðar á Ríkissjóð (skattgreiðendur)
Fyrsta skipti í heimssögunni sem seðlabanki verður gjaldþrota!
Greiðsla í peningamarkaðsjóði til að borga út flokksdindlana í Sjálfstæðísflokknum upphæð 200 milljarðar
Icesave i boði Sjálfstæðisflokksins (Kjartan Gunnarsson, Davíð og klíkan) 1500 milljarðar.
Íslenska þjóðin borgar 700 milljarða af skuldinni.
Yfir 80 % af fjármálakerfi landsins hrunið og gjaldþrota. Aðeins 2 sparisjóðir eftir.
Fjármálaóreiða og Kúlulánasukk flokksdindla Sjálfstæðisflokksins hefur gert fjölda Íslendinga gjaldþrota og mun hneppa framtíða kynslóðir í skuldafjötra.
Jónsi (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 00:41
Jónsi, næ þér ekki.
Íslenska hrunið kemur regluverki ESB um innlánstryggingar ekkert við.
Það er ekkert sérákvæði í þeim að ef Ísland hrynur, eða að ef íslenska þjóðin kjósi Sjálfstæðisflokkinn, að þá skuli skýr fyrirmæli um að innlánstryggingarsjóðir njóti ekki bakstuðnings ríkisins, breytast í að Ísland skuli eitt landa ESS baktryggja innlánstryggingasjóði sína.
Við eru ekki svo sérstök Jónsi minn, og þegar þessar reglur voru samdar, þá er mér það til efs að reglusmiðirnir hefðu minnsta grun um að Sjálfstæðisflokkurinn væri til.
Ég skil ekki heldur að þú skulir kalla það þjófnað að bankar stundi innlánsstarfsemi, slíkt er eðli bankaviðskipta, þó einhverjir meinbugar séu á að taka vexti í löndum múslima. Og það er því miður eðli gjaldþrota, að fólk og fyrirtæki tapa pening, ekkert séríslenskt þar á ferðinni.
Og hingað til hefur gjaldþrot ekki verið talið glæpur, enda myndu fáir fara út í rekstur ef svo væri.
Og það fóru miklu fleiri bankar á hausinn en þeir íslensku, skil ekki hvað þér finnst svo sérstakt við það.
Og að þú viljir krossfesta þig og þína þess vegna, er mér með öllu óskiljanlegt, svo ég ítreka það aftur. Þú mátt ekki gleyma því að ef þessar þjóðir hefðu ekki viljað leyfa þessum bönkum að safna innlánum, þá hefðu þær bannað það.
Við erum sterk, en það hræðist engin þjóð hótun um að Ægir eða Þór mæti á svæðið og setji á hafbann ef íslenskir bankar starfi í öðrum löndum. Þú ert kannski búinn að gleyma því að Evrópa er einn markaður, og þó syndir íhaldsins séu margar, þá er sá markaður ekki tilkominn af kröfu þess, allavega ekki þess íslenska.
Hugsaðu aðeins málið Jónsi áður en þú selur auðmönnum sálu þína, það eru þeir sem standa fyrir ICEsave herferðinni gegn þjóðinni. Það eru þeir sem vilja aðgang að ódýru erlendu lánsfé til að endurreisa hrunfyrirtæki sín.
Og hefur þú ekki nú þegar fengið nóg af slíku. Ekki fæ ég skilið skrif þín á annan máta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.3.2010 kl. 00:58
Sæll Jónsi, og aðrir síðulesarar og austfjarðaforinginn sjálfur
Ertu með einhverjar heimildir sem sýna að Sjálfstæðismenn, kjósendurnir, hafi tekið ábyrgð á Landsbankanum eða ef því er að skipta einhverju fyrirtæki í einkaeign, eins og hvað varðar kosningaloforð flokksins varðar í gegnum tíðina?
Þokkalega lesnir vita að EES samningurinn er sóttur til landsins af Jóni Baldvin Hannibalssyni og Samfylkingunni sem hét þá Alþýðuflokkurinn. Í þeim samning voru stjórnvöld skyldug að selja ríkisbankana. Þau urðu við því. Samfylkingin lagðist alfarið gegn því að dreifð eignaraðild yrði að bönkunum, vegna þess að það átti að vera sérstaklega sett til höfuðs Jóni Ásgeiri. Dreifða eignaraðild var það sem Davíð "hinn ægilegi" barðist fyrir, með að einhver einn eða samtök gætu aldrei eignast meira en 3 - 8% hlut. Því hafnaði Samfylkingin alfarið. Ef að Samfylkingin hefði borið ábyrgð á einkavæðingunni, þá hefðu Baugsmenn eignast Landsbankann. Flóknara er málið ekki.
Eins og nú, þá hafa flokkarnir alltaf hyglað þeim aðilum sem þeir telja til sinna vina. Og hvers vegna ekki á meðan 4flokkarnir vinna eftir þeirri óskrifu reglu? Hvers vegna ætti Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking að reyna að koma að einhverjum sem þeir treystu ekki, ef þeir voru í aðstöðu til að gera eitthvað annað. Leiðist óendalega þessi forheimska að gera einn flokk ábyrgan fyrir kerfi sem allir flokkar bera ábyrgð á og hafa nýtt sér alla tíða. Þeir sem láta mest þessi misserin og hafa þegið sinn spenann hver, þegar þeir voru látnir fara úr opinberri stjórnmálaþátttöku vegna allskonar vanhæfni og jafnvel vandamála, eru Samfylkingarmenn eins og Jón Baldvin Hannibalsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Eiður Svanberg Guðnason, Kjartan Gunnarsson, Jón Sigurðsson og Svavar Gestsson VG, ef nokkur nöfn eru nefnd. Engin er mér kunnugt um að neinn þeirra hafi haft neitt að gera í því störf sem þeir voru munstraðir í, heldur voru tryggð ofurlaun fyrir jafnvel sumir hverjir aulaskap í störfum fyrir þjóðina. Þetta voru beinar pólitískar ráðningar og yfirleitt beint frá ráðherrum eigin flokks. Bak við það kerfi var síðan samkomulag meðal 4flokksins að þeir þyrfti reglulega að ráða ónýtan flokkshest frá stjórnarandstöðuflokkunum til að kerfið liti aðeins betur út.
Að ætla að gera Sjálfstæðisflokkinn og kjósendur hans ábyrgan fyrir öllum pakkanum er annað hvort barnaskapur, heimska eð vísvitandi blekkingar stjórnarflokkana og afar ódýr leið til að fela eigin ábyrgð og sekt. Menn geta síðan haft í huga að skiptin hefðu eðlilega átt að miðast við stærð flokka sem var aldrei raunin. Sama með það sem menn vilja meina að hafi verið eðlileg fjárframlög til flokkanna. Í gegnum tíðina, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt að geta tekið á móti nærri tvöfalt hærri upphæð en hinir til samans. Þegar þetta 4flokkskerfi er enn við lýð er út í hött að ímynda sér að nokkuð muni breytast. Núverandi stjórnvöld munu vera búin að slá fyrri met um einkavinavæðingar flokkshesta í ráðuneyti og ríkisstofnanir fram hjá lögum um að auglýsa störf. Vel yfir 50% allra ráðninga.
Einkavinavæðing Svavars Gestssonar er dýrasta einkavinavæðing sögunnar, og þá er ekki bara átt við Ísland. Steingrímur J. var ekki búinn að stilla ráðherrastólinn þegar hann réði stór vin sinn sem formann bankaráðs Kaupþings bank. Sá hrökklaðist úr starfi daginn eftir þegar það komst í hámæli að hann var þekktur fyrir allskonar fjármálaævintýri, sem þóttu langt því fá til fyrirmyndar, og jafnvel verr en það. Steingrímur stórvinur vissi ekkert um þann bakgrunn, þó svo viðkomandi hafði oft verið aðalefni fjölmiðla vegna þeirra verka.
Kv.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 15:26
PS. Til nánari glöggvunar:
"Þegar Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók við embætti viðskiptaráðherra árið 2007, birtist við hann viðtal í Sunnlenska fréttablaðinu. Þar lýsti hann því yfir að vinstri menn hefðu haft mikil áhrif á stefnumótun í viðskiptamálum landsins.
Björgvin G. Sigurðsson sem sagði af sér ráðherraembætti í janúar á síðasta ári á pólitískar rætur í Alþýðubandalaginu líkt og félagi hans Össur Skarphéðinsson. Svavar Gestsson sem var viðskiptaráðherra 1978-1979, er í sérstöku uppáhaldi hjá Björgvini.
Í áðurnefndu viðtali er Björgvin spurður að því hvort kommi í véum kapítalistanna ekki eins og örn í æðarvarpinu? Og ráðherrann svarar:"
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.