Frábærar fréttir frá Svíþjóð.

 

Íslands gæfu verður allt að vopni þessa  daganna.  Svíar ætla eins og Finnar að skera þjóðina niður úr snöru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Núna þegar Már Guðmundsson Seðlabankastóri hefur upplýst þjóðina að hún ráði við skuldbindingar sínar án þess að taka þessi skammtímaokurlán, þá er það aðeins geðleysi íslenskra stjórnmálamanna  að taka ekki af skarið og afþakka lánapakkann sem kenndur er við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Geðleysi, ásamt hræðslu við auðmenn sem núna sjá fram á  að geta ekki lengur fíflað almenning með því að taka stöðutöku gegn krónunni og hirða þessi lán sem hagnað í spámannsbraski sínu.

Og auðvita gráta fjölmiðlar auðmanna, og allir þeir blaðamenn sem selt hafa þeim sálu sína.

En almenningur á að fagna þessu þarfa framtaki Svía, og Finna, og óska þess líka að Danir og Norðmenn fylgi í kjölfarið.

 

Gleymum aldrei að ICEsave/AGS pakkinn þýðir að evran verður á bilinu 170-220 krónur, fast í 14 ár, til þess að hægt sé að hafa vöruskiptaafgang upp á 160-180 milljarð árlega.  

Gleymum því aldrei að greiðslubyrði ríkissjóðs verðu á bilinu 60-70% ef atlaga auðmanna að Íslenskum almenningi nær í gegn. 

Gleymum því aldrei að aðeins eitt land í nútímasögu hefur lagt slíkar þrengingar á þegna sína og það var Rúmenía undir stjórn illræmdasta einræðisherra Evrópu frá stríðslokum.  

Hann var illmenni og aumingi sem níddist á þjóð sinni.

Aðeins illmenni og aumingjar fórna lífi meðbræðra sinna til að leyfa auðmönnum að fífla krónuna.

Hingað til hélt ég að fólk réði á Íslandi, og það héldu bræðraþjóðir okkar líka á Norðurlöndunum.  Þegar þær sáu að nýr hryllingur í anda Ceausescu Rúmeníuforseta var í uppsiglingu hér í Norðurhöfum, þá notuðu þeir ICEsave sem afsökun til að bjarga almenningi Íslands frá böðlum sínum.

Hafi þeir mikla þökk fyrir.

Ekki hafa íslenskir stjórnmálamenn þann manndóm  að berjast gegn kúguninni.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Sænsk lán háð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög athyglisverð nálgun á lánafíkninni sem við Íslendingar höfum verið haldnir.

Ég er einn þeirra sem hef aldrei skilið hvernig við eigum að geta komist út úr kreppunni með því að taka stærri lán ?!

En hvernig er það ef við fáum þó ekki einhver lán. Getum við þá samt borgað stóru afborgarnirnar af stóru lánunum sem eru á gjaldaga árið 2011 ?

Már (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 22:32

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Ísland á að leita til Rússa, Þýskalands, Kínverja og Indverja um lán, Norðmenn, Danir, Svíar og Finnar hafa ekki kjark og hreinlega þora ekki að lána okkur peninga því þeir eru lafhræddir við heimsveldið Bretland sem ruplaði og rændi nýlendum í mörghundruð ár muni berja á þeim ef þeir rétta okkur aðstoð fyrr en þeir eru búnir að handrukka okkur fyrir eitthvað sem þeir komu sér sjálfir í með lélegu eftirliti og ESB regluverki sem brást gjörsamlega, fari þessar frændþjóðir andskotans til.

Sævar Einarsson, 8.3.2010 kl. 23:16

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Við þurfum ekki fleiri lán, framtíðarvelferð verður aðeins reist á bjargi eigna, ekki sandi skulda.

Már Guðmundsson sagði í dag að við þyrftum ekki lánin, við ættum fyrir stóra láninu.  Enda gæti Seðlabankinn aldrei fullyrt að við réðum við að endurgreiða AGS, og borga IcESave, sem hvorutveggja er hrein viðbót upp á hundruð milljarða, ef við gætum ekki staðið í skilum með núverandi lán.

Og þetta miðast við að ekkert sé gert til að endurfjármagna hluta þessara lána.  En sanngjörn endurfjármögnun þjónar hagsmunum lánveitandans.  Sem nota bene fær ekkert af þeim peningum sem eiga að fara í IcEsave.

Við þurfum aðeins fjárhagsaðstoð ef útflutningsgreinar okkar hrynja, og slíkt hefur ekki gerst svo vitað sé.  

Óttinn við stóra gjalddagann er aðeins hræðsluáróður, settur fram til að plata þjóðina til að skuldsetja sig til andskotans, og þá fær hið alþjóðlega  fjármagn öll völd hér.

Draumur burgeisa, en martröð almennings.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2010 kl. 23:45

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Útflutningsgreinar okkar eru í blóma lífsins, tekjur af fiski og áli ásamt öllu öðru er í hæðstu hæðum svo við þurfum enginn lán. Drögum saman seglin í innflutningi, verslum íslenskt í nokkur ár og málið er dautt.

Sævar Einarsson, 9.3.2010 kl. 00:29

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Steindautt,

Kveðja.

Ómar Geirsson, 9.3.2010 kl. 00:38

6 identicon

Ég er með.

Ferðaiðnaðurinn er að gera okkur góðan greiða líka núna.

Spurning að fá fleiri með á þessa einföldu lausn.

Már (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband