Þið eruð ekki guðir.

Íslenskir stjórnmálaforingjar telja sig hafna yfir lög og reglur. 

Þeir telja að þeir hafi rétt til að semja um ólöglegan skatt til breta og Hollendinga.  Að ICEsave deilan snúist aðeins um krónur og aura, þeim þykir vaxtaálagið og hátt, en ef það er hægt að fá tilsökun, þá sé samningur i höfn.

Eða svona skil ég þessa frétt.  Sé það misskilningur, þá væri það gott að fá rökstudda leiðréttingu þar á.

En aðeins guðir eru hafnir yfir lög, lögin eru hornsteinn réttarríkisins.  Og engin lög, hvorki íslensk eða evrópsk leyfa þessa svikasamninga.  Vegna þess að úr réttmæti krafna breta og Hollendinga hefur aldrei verið skorið, og þú greiðir ekki öðrum þjóðum skatt, bara vegna þess að þær krefjast þess með hótunum.  Láti þjóðin undan hótunum þeirra án þess að réttbærir dómsstólar hafi úr því skorið, þá hefur hún um leið fyrirgert rétti sínum til sjálfstæðis. 

Og við þurfum ekki að hræðast dómstóla EES, þeir dæma eftir þeim lögum og reglum sem Evrópskt réttarfar byggist á.  Og ekkert í löggjöf Evrópu leyfir slíka kúgun sem bretar og Hollendingar sýna íslensku þjóðinni. 

Evrópa er réttarríki.  Evrópa er samfélag siðaðra þjóða.

Breta og Hollendingar gera kröfur sínar á hendur íslenskri þjóð á grundvelli samningsins um EES.  Þess vegna þurfa þeir að fara eftir þeim réttarúrræðum sem EES samningurinn kveður á um. 

Engin önnur leið er lögbundin, engin önnur leið er sáttarleið.

 

ICEsave deilan snýst um þessi grundvallarmál.

1.  Hvort það megi breyta lögum eftir áef það hentar valdinu í Brussel.

2.  Hvort reglumeistara ESB megi setja á ótakmarkaða ríkisábyrgð inn í reglur sínar, sem ef illa fer, geta gert heilu þjóðirnar gjaldþrota.  Eyðilagt lífskjör almennings í aðildarríkjum, eyðilagt samfélagsgerðina, eyðilagt velferð almennings.

3. Og ef dómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að slíkt megi, þá þarf hann að útskýra hvort það megi setja slíka ábyrgð á með orðinu EKKI ríkisábyrgð og án þess að taka skýrt fram hvernig einstök aðildarríki geti varist þessari ábyrgð eða takmarkað hana. 

Allt eru þetta grundvallarspurningar sem koma hinni hugsanlegri ábyrgð íslensku þjóðarinnar ekkert við.  Málið er allt stærra og alvarlega en það.

Það má aldrei gleymast að ICEsave ábyrgðin þurfti ekki að vera 650 milljarðar með einhverjum eignum á móti, hún gat verið 6.500 milljarðar með veðum í verðlausum hlutabréfum eftir fall hlutabréfamarkaðarins.  Upphæð sem er algjörlega ómöguleg fyrir smáríki eins og Ísland að greiða.

Og ef hún væri samt lögleg, þá yrði Evrópu/EFTA dómurinn að útskýra hvaða innheimtuúrræði væri þá til staðar.  Ætti að bjóða upp eigur almennings í þeim ríkjum  þar sem stjórnmálamenn trúðu því að Ekki ríkisábyrgð þýddi Ekki ríkisábyrgð?  Og ef eigur almennings dygði ekki til, hvað ætti þá að gera????

Allt grunnspurningar sem þarf að svara.

Og í samfélögum manna þá svara dómstólar þessum spurningum, ekki geðþótti stjórnmálamanna.

Stjórnmálamenn eru ekki guðir.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Jafnvel gagntilboð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 446
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 385
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband