Leki á viðkvæmum tíma.

Um hvað er verið að semja út í Bretalandi???

Núna hefur Frjálslyndi flokkurinn lekið í Times skjali þar sem Darling  segir að "fyrir liggi skrifleg staðfesting íslenskra stjórnvalda um að þau munu standa við skuldbindingar sínar í samræmi við evrópskar reglur um innistæðutryggingar".

Það lá sem sagt aldrei fyrir yfirlýsing um ríkisábyrgð á Tryggingasjóð innstæðna.  Árni Matthíasson var sem sagt ekki misskilinn út í London þegar hann sagði í sínu fræga símaviðtali við Darling að "íslensk stjórnvöld myndu standa við skuldbindingar sínar í samræmi viðevrópskar reglur um innistæðutryggingar"

Vissulega finnst treggáfað fólk á Íslandi sem ennþá reynir að nýta áhrif sín og tengsl á fjölmiðlum auðmanna til að breiða út þá staðleysu að evrópsk reglugerð ætlist til ríkisafskipta og ríkisábyrgðar.  Miðað við pólitíska fortíð þessa fólks þá mætti halda  að það væri ennþá að kynna sér lög og reglur Sovétríkjanna sálugu.

En allir sem eru læsir vita að Ekki þýðir ekki og evrópska regluverkið kveður skýrt á um að tryggingasjóirnir séu einkareknir, fjármögnun þeirra er á hendi fjármálafyrirtækja, en skylda ríkisvaldsins nái eingöngu til að stofna slíka sjóði og sjá til þess að fjármálafyrirtæki séu aðilar af þeim. 

Svo ég vitni í bretanna sjálfa þá sagði Richard Portes, forseti Royal Economic Society að "The institutional and regulatory framework appears highly advanced and stable. Iceland fully implementsthe directives of the European Union's Financial Services Action Plan (unlike some EU member states). ".  Skýrar er ekki hægt að orða að íslensk stjórnvöld hafi staðið við sínar skyldur. 

Og íslensk stjórnvöld gerðu meira en það, þau hættu á reiði auðmanna og hins alþjóðlega fjármálaauðvalds með því að gera innstæður að forgangskröfum.  Eitthvað sem þeim bar ekki skylda til samkvæmt "evrópskar reglur um innistæðutryggingar".

 

Þess vegna spyr ég aftur; Hvað eru íslenskir samningamenn að gera út í London?????  Sjálfur Alistair Darling viðurkennir að íslensk stjórnvöld hafi aðeins lofað að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar samkvæmt EES samningnum, þau hafi ekki lofað af góðsemi sinni að gera íslenskt þjóðfélag gjaldþrota svo hann gæti hindrað óróa á breskum fjármálamarkaði

"In coming to this decision I have taken into account the serious crisis of confidence among banks and their customers"

Enda hafa íslensk stjórnvöld ekki neitt umboð til slíkra góðmennsku.  Það gilda lög og reglur á Íslandi.

Það að Darling hafi í ósvífni sinni kallað þennan stuðning við breska fjármálamarkað "lán til Íslands", er rógur og lygi af svörtustu sort.  Á Bretlandi hafa menn skýra meiðyrðalöggjöf sem bannar mönnum svona lygar á opinberum vettvangi.

Það að Darling hafi síðan skipulagt efnahagslega aðför að Íslandi til að þvinga stjórnvöld þar til að greiða hið meinta lán, sem íslensk stjórnvöld hafa aldrei skrifað upp á, og Darling sjálfur viðurkennir að þau hafi aldrei kannast við, það er ólögleg fjárkúgun og yfirgangur sem varðar líka við bresk lög.

Bretland er jú réttarríki.

Þess vegna spyr ég aftur; Hvað eru íslenskir samningamenn að gera út í London???

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Deildu um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Erindið er bara að hrósa þér fyrir þessa gullnu setningu þína um gamla Allaballa stjórnar-liðið:

"Miðað við pólitíska fortíð þessa fólks þá mætti halda að það væri ennþá að kynna sér lög og reglur Sovétríkjanna sálugu."

Maður verður að passa sig á að frussa ekki í hlátur-kastinu.  En hláturinn lengir lífið.  Takk fyrir.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 20:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekkert að þakka Pétur, mín var ánægjan.

Því miður var uggur minn réttmættur um eitthvað göruggt, mér sýnist að áróðursmaskína Samfylkingarinnar sé að testa liðið.  Smá tilslökun í viðbót, og þá á að selja okkur sigurinn mikla.  

Lætur þjóðin glepjast????

Tel að þeir vanmeti hana en maður veit aldrei, spurning um sjálfsmorðshvöt Sjallanna.  

Nú, þá er bara að slást, út um friðinn eins og fyrri daginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.2.2010 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 2646
  • Frá upphafi: 1412704

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 2310
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband