3.2.2010 | 00:20
Félagshyggja snýst um fólk, ekki peninga.
Þess vegna Ögmundur minn ert þú í vitlausu liði.
Þú styður stjórn sem styður peninga. Og ykkar einu uppklapparar eru sömu mennirnir og hönnuðu útrásina. Og voru langt komnir með að innleiða þá hugmyndafræði að allt mætti einkavæða, og allt væri falt ef hægt væri að setja á það verðmiða. Meira að segja íslensk tunga fékk verðmiða.
Varst þú Ögmundur, allan tímann sem ég tók á mark á orðum þínum, varst þú þá að vinna fyrir velferð auðmanna, eða sparfjáreigendur i Bretlandi? Var það draumur þinn að amerískir vogunarsjóðir yrðu kjölfestufjárfestar í hinu nýja bankakerfi???
Var það draumur þinn að ríkissjóður greiddi 80 milljarða á þessu ári í vexti á sama tíma sem þú átt ekki 2-3 milljarða til að verðtryggja bætur öryrkja?? Hefur þú prófað að láta enda ná saman á slíkum tekjum??? Veist þú hvað það heggur stór skörð í ráðstöfunartekjur okkar þegar börnin okkar þurfa að fá pensilínskammt???? Eða fara til tannlæknis????
Ef þú veist það, af hverju ætlar þú þá að styðja ríkisstjórn sem ætlar að borga 160 milljarða í vexti á næsta ári???? Hvar ætlar hún að fá þá peninga????? Ég veit það ekki, en ég veit að það er ekki hjá því fólki sem þið borgið stórfé fyrir að flytja málstað breta í íslenskum fjölmiðlum. Og ég veit að það er ekki hjá þeim ofureftirlaunaþegum sem vita að 60% greiðslubyrði ríkissjóðs er ekki tekin af þeirra réttindum, dómstólarnir sjá til þess. Ég hef frekar grun um að þessi peningur verði tekinn frá mér og mínum, fólkinu sem þú lofaðir að styðja í gegnum súrt og sætt. Alþýðu Íslands.
Þú segir að ICEsave sé ekki flokkspólitískt mál, þú kallar eftir samstöðu.
Samstöðu um hvað?? Að láta undan fjárkúgun stórþjóða, að samþykkja að kúgun og ofbeldi séu hin nýju viðmið í samskiptum ríkja á 21. öldinni???? Hvað heldur þú að heimsfriðurinn haldi lengi með þeim viðmiðum???'
Og þú kallar eftir samstöðu um óréttlæti, því óréttlæti að öllum þyki það sjálfsagt að almenningur borgi skuldir höfðingja og auðmanna. Heldur þú Ögmundur Jónasson að til dæmis að bandaríska þrælastríðið hefði átt sér stað ef réttlætið hefði kallað eftir samstöðu með þrælaeigendum????
Réttlátur málstaður kallar aldrei eftir samstöðu með óréttlæti. Það kallast forsendur siðmenningar. Og það er siðmenningin sem gerir okkur kleyft að lifa hér á jörðu í þokkalegum friði.
En sá friður helst ekki lengi ef hin viðteknu norm eru samstaða með óréttlæti, með peningapúkum, ekki fólki, ekki saklausum börnum sem eiga sama rétt til menntunar og þroska eins og okkar kynslóð.
Aðeins lítilmenni fórna börnum sínum, aðeins lítilmenni kalla eftir samstöðu með illsku og óréttlæti. Og þar sem þú ert ekki lítilmenni Ögmundur Jónasson, þá verður þú að horfast í augun á þeirri staðreynd að einhvers staðar hefur þú týnt sjálfum þér. Og ég vil ráðleggja þér að fara strax að leita þar sem síðast sást til þín. Hvort sem það var á þingi BSRB, í sjónvarpssal þar sem þú talaðir gegn græðgi og siðblindu, eða á framboðsfundi flokks þíns sem einu sinni kenndi sig bæði við félagshyggju og græna framtíð.
Einhvers staðar þarna úti ertu, og í guðanna bænum reyndu að finna sjálfan þig.
Því ICEsave er dauðans alvara.
Og ekki sú eina sem mun herja á landsmenn ef þú finnur ekki sjálfan þig.
Engin þjóð lætur ameríska vogunarsjóði stjórna bönkum sínum. Engin þjóð endurfjármagnar skuldir sínar með skammtímalánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Blóðlituð sporin hræða.
Og þegar þú varst þú sjálfur, þá sást þú þessi spor.
Og kallaðir eftir samstöðu gegn þessum ógnaröflum.
Ögmundur, það hefur ekkert breyst.
Réttlætið krefst samstöðu um fólk, ekki peninga.
Þeir hugsa um sig, en fólk þarf forystu.
Eigi má sköpum renna.
Kveðja að austan.
Gegn hagsmunum Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 12:03 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér!
Svona rökræða þeir fólk og efnahag og sem eru á móti Íslandi:
"Bara að það sé til nóg af peningum, þá verður fólk óþarfi."
Er einhver virkilega að trúa svona rugli...
Óskar Arnórsson, 3.2.2010 kl. 00:28
Menn hafa lengi velt fyrir sér hver hafi verið í hlutverki "economic hitman" hé á íslandi. Nú held ég að það liggi ljóst fyrir. Það er Þórólfur Matthíasson. Er hann að taka þetta upp hjá sjálfum sér af hugsjón, þjóð sinni til góða, eða er hann á mála hjá einhverjum. Hver bað Þórólf um greinina. Það er stóra spurningin í dag. Var það Jóhanna, eða voru það önnur og annarlegri öfl. Lokið þennan mann inni.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.2.2010 kl. 00:56
Hann er einn af mörgum "skyttum" efnahagsterroristaanna Jón Steinar. það þarf að fara að skjóta skarpt tilbaka á þetta fólk...það er ekki hægt að sitja geispandi undir svona skothríð endalaust...
Óskar Arnórsson, 3.2.2010 kl. 01:04
Sæll Ómar, kíkkaðu á grein Ögmundar á heimasíðu hans. Þar kallar hann skrif Þórólfs níðskrif! Það eru stór orð um helsta hagfræði-postula RÚV-Samfylkingarinnar og Steingríms. Ég held að það sjóði í fleirum en okkur Ómar núna. Ég held að þjóðar níðskrif Þórólfs sé kornið sem fylli mælinn. Ég held að nú sjóði uppúr og þá verður það ekki bara eitthvað búsáhalda-hringl.
Jón í aths.nr.2 hittir naglann beint á höfuðið, þegar hann vísar til Þórólfs Matthíassonar sem "economic hitman", og þannig böðull er skv. allri skilgreiningu á mála hjá þjóðar-fjandsamlegum öflum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 01:30
Fín hugvekja.
Ég vil þó halda því til haga, að Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir eru vonarstjörnur Íslands í dag. Þarna fer fólk sem lætur ekki blint flokksræði og kúgun svipta sig gagnrýninni hugsun og eigin sannfæringu. Fyrir það eiga þau heiður skilinn. Ögmundur er líklega eini ráðherra lýðveldissögunnar sem hefur skilað slíkum stól af prinsippástæðum. Það er pínu skrítið að hugsa til þess, að fyrsta hreinræktaða vinstri stjórnin sem tekst að mynda hér á landi, hafi selt öll prinsip vinstri- og jafnaðarmennsku fyrir valdastóla sína...
Björn Þorri Viktorsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 01:40
Þetta eru staðreynir. Frá upphafi siðmenningar hafa þrælahaldararnir alltaf litið á híbýli og neyslu þrælanna sem aðalkostnaðinn.
Framfærsla fólksfjölda stórborga í ljósi auðlinda skorts er grunnur allra Hagfræðikenninga og enginn Hagstjórnfræði á öðrum grunni eru kennd.
Í kreppunni er gott að losna við þess óarðbæru hugmyndafræðinga. Það hefur aldrei verið þörf fyrir þá á Íslenska þjóðarheimilinu. EU stýrilagaregluverkið er byggt á sama grunni.
Þeir hafa of lítinn stærðfræði og eðlisfræðigrunn að mínu mati eða sagnfræðigrunn eða reynslu grunn að loknu námi.
Er ætlað að læra utan að tilteknar staðlaðar formúlur vandamálagrunnarins til að útskýra fyrir t.d. fiski og jarðfræðingum sem gætu verið kosnir til að stýra fjármálum þjóðarheimilisins. Það gilda nákvæmlega sömu reglur um ráðherra og hershöfðingja og kallinn í brúnni ef vel á að fara. Að geta búið til formúlurnar jafnóðum og taka sjálfstæðar ákvarðanir m.a. Það fiskar enginn af viti með messan í brúnni segjum kokkinn.
Íslendingarnir sem voru svo fljótir að bjarga sér í kreppum. Þeir unnu ekki í skólum og bönkum. Þeir unnu að verðmæta sköpum. Gátu unnið hraðar og lengur á minna kaupi.
Þetta er ekki nema 18% af þjóðinni í dag og stórhluti útlendingar á lághraðafæriböndum.
Þeir sem skilja ekki hvernig peningar verða til trúa tölum í bókhaldi.
Það er búið að selja öll hærri prinsip líka. Það voru nefnilega mjög líkar grunnforsendur í öllum flokkum hér á Íslandi.
Júlíus Björnsson, 3.2.2010 kl. 05:40
hægri
Júlíus Björnsson, 3.2.2010 kl. 05:42
Góð færsla Ómar. Það þarf að berjast gegn þessum öflum með kjafti og klóm og fleirru ef þörf krefur. Hvernig getur þetta fólk sem einmitt sagðist standa með fólkinu, var gegn ESB, sagðist munu reisa hitt nýja Ísland með gegnsæji að leiðarljósi. Skipaði svo sama fólkið og olli þessu hruni í skilanefndir bankana í skjóli nætur, tala svo um að það sé erfitt að koma í veg fyrir að útrásar gosar nái að fá fyrrtækin aftur. Hverslags stjórnun er þetta?. Svo þegar á reyndi fór það bara í frí þegar greiða átti atkvæði um grundvallar mannréttindi íslenskra skattgreiðenda. Það er kominn tími til eins og þú segir að Ögmundur vakni og segi það sem segja þarf og geri það sem gera þarf. Eða fá nýja byltingu. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna takk fyrir og lifi lýðræðið.
Elís Már Kjartansson, 3.2.2010 kl. 07:44
Það er rétt sem þú segir Ómar, félagshyggja snýst um fólk, ekki peninga - eða á allavega að gera það.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.2.2010 kl. 09:32
Takk fyrir innlitið.
Smá kvittun áður en ný átök hefjast. Vil aðeins minna á að þessi hugvekja er sett saman til að minna Ögmund á um hvað stjórnmál snúast, eða ættu að snúast.
Vissulega hefur hann haldið sjó, en svona stjórn hafa ekki einu sinni hægri menn alið af sér, þó þeir hafi daðrað við mannhatur nýfrjálshyggjunnar, og það er engin réttlæting fyrir Ögmund eða aðra vinstri og félagshyggjumenn að styðja hana.
Hún nýtur ekki einu sinni stuðnings Frjálshyggjufélags Reykjavíkur hvað þá annað, hún er bastarður sem hefur það eina markmið að endurreisa hið gamla gjörspillta þjóðfélag auðmanna. Og þau öfl sem Jón Steinar vitnar í eiga að sjá um framkvæmdina. Og þessi bastarður á ekkert sameiginlegt með heilbrigðum kapítalisma eða neinu öðru því sem hefur verið tengt við markaðshagkerfi.
En svona þjóðfélög þekktust til forna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.2.2010 kl. 10:31
Blessuð Elma.
Var ekki búinn að lesa innslag þitt þegar ég skaut þessu inn hér að ofan.
Mörg orð í pistlum mínum hafa vegið harkalega að félagshyggjufólki, en það er vegna þess að mér misbýður mjög hvernig það lætur auðmenn og Leppa þeirra spila með sig. Félagshyggja er ekki orð, hún er athafnir og gjörðir.
Þess vegna er núverandi stjórn ekki félagshyggjustjórn, hún er versta hækja auðmanna sem vestræn stjórnmálsaga þekkir. Ekki einu sinni Margréti datt í hug að láta ameríska vogunarsjóði reka breska bankakerfið þegar hún var sem verst í frjálshyggju sinni.
Og enginn stjórnmálamaður, nema keyptur, borgar auð þjóðar sinnar úr landi til að þóknast erlendu auðvaldi. Grátlegust er sú röksemd að núverandi stjórn verði að gera þetta vegna þess að íhaldið var búið að semja um það. Til hvers gera menn byltingar ef þeir eru alltaf jafnbundnir að gjörðum hins spillta auðvalds sem þeir voru að bylta?
Sem betur fer þá þekktu gömlu mennirnir ekki til þessa byltingaranda, annars værum við ennþá að taka ofan fyrir höfðingjum, þakkandi fyrir hvern þann brauðmola sem þeir réttu okkur fyrir vinnuframlag okkar.
Og það er illa komið fyrir bænum hans Bjarna að þar skuli vera í dag aðalvígi Auðmannsleppa. Svona étur byltingin börnin sín.
En ekki alla, þess vegna þótti mér mjög vænt um þetta innslag þitt Elma.
Kveðja úr nágrenninu.
Ómar Geirsson, 3.2.2010 kl. 10:42
Flottur pistill, Ómar, og gott að þú kallar eftir Ögmundi. Það er ekki nokkur leið að skilja að hann skuli styðja þessa stjórn þrælahaldara, sem ólmir vilja gefa skattpeningana okkar úr landi og hlýða fjárkúgurum, Bretum og Hollendingum. Kúgurum sem munu bíða þess að börnin okkur verði líkar þrælar þeirra. Hvar er allt fólkið í landinu??? Getur verið að það hafi allt sofnað??? Og ég endurtkek: Það verður að draga þetta Icesave-lið burt frá völdum. Vaknið, þið sem eruð enn sofandi! Við berum enga ábyrgð á Icesave! Ættum við ekki að senda pistilinn til hans, svo hann lesi hann örugglega?
Og Jón Steinar, ég get kallað nokkra Íslendinga ´Economic Hitman´ og Þórólfur Matthiasson er bara einn af þeim. Nokkrir slíkir hafa farið mikinn: Þorvaldur Gylfason sagði í RUV að það væri HOLLT FYRIR OKKUR að borga Icesave. Hann skrifar áróður endalaust um Icesave-skuld okkar í dagblað einnar ryksugu bankanna. Og svo er Jón B. Hannibalsson með sinn eymdarlega málflutning, sem Sigurður Líndal hefur þó kaffært með öllu. Ómar Valdimarrsson hefur skrifað um SKULDIR OKKAR um allan heim í tonnavís. Þorsteinn Pálsson er einn. Og loks Jóhanna Sig. og Steingrímur Joð, sem og allur Icesave-hópur stjórnarliða og litlu útsendararnir í Moggablogginu. Getum við ekki kallað þau öll ´Economic Hitmen´? Lokum þau öll inni.
Elle_, 5.2.2010 kl. 20:57
Blessuð Elle.
Ég greip tækifærið og setti inn annan tón, hugsanlegur möguleiki að Ögmundur lesi athugasemdir við frétt um hann sjálfan.
Vandi Ögmundar er um leið vandi íslensku þjóðarinnar, hann skynjar ekki sinn vitjunartíma. Eftir hrunið 2008, þá eru víglínur að riðlast í pólitíkinni, og í raun eru bara tvær fylkingar í dag, önnur sem vill framtíð, hin sem lætur ábyrgðarmen Hrunsins spila með sig, áfram eins og ekkert hafi verið að þeirra dómgreind fyrir Hrun.
Og jafnan er stemmd af með blóðfórnum, en þetta lið mun alltaf hafa sitt á þurru, stjórnkerfið mun alltaf þiggja sín "samkeppnisfæru" laun. Það þarf aðeins að blekkja landsmenn svo þeir greiði atkvæði með óttanum, ekki sannfæringu sinni.
Og það tekst ef enginn andæfir.
Og ég er að kalla eftir andófi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.2.2010 kl. 21:53
Borga Icesave er synda aflausn fyrir lánadrottna og matsfyrirtæki ýmis Íslenskra aðila m.a.
Þegar byrjað var að spenna hér upp fasteigaverð umfram nýbyggingarkostað frá 1998 og viteyringslega frá 2004 þá hækkuð tildæmis eignir alþjóðaendurskoðunar útibúa hér um um 50%. 10. milljarðar í eigunum breytast í 15. milljarða, hraði nýbygginga varð ótrúlegur.
Hærri höfuðstóll skapa hærra lánshæfi, sem eykur fjármagn í daglegum rekstri sem eykur tekjur stjórnenda, sem skilja ekki samhengið.
Þessa reynslubolta sem geta ekki skilið formúlur verður að afskrifa. Þetta mun aldrei gerast hér aftur þegar IMF hefur lokið sér af enda gagnrýndu starfsmenn AGS þetta og bentu á gallanna við fateignverðbréfakerfi Ísland öll árin 2000 til 2007. Áhættuna ef ekki yrði hægt að tryggja [til eilífðar] reiðufé í framtíðinni.
Hagstjórnarfræðingar á Íslandi fylgjast þeir ekki með því sem er að gerast hjá hjá IMF frá degi til dags, sem undirbýr sig að vera til taks þegar þar að koma á viðskiptajöfnuðu milli stríðandi Ríkja. Gengis stilling.
Dæmi um hagvöxt Ríki mjög einhæft byggir gengi gjaldmiðil síns á heimsmarkaðsverði hrísgrjóna. Launþegi er í réttu hagvaxtarhlutfalli við Heildartekjur Ríkisins.
Launa á dag 10 grjón hækka í 11 grjón, mun það tákna 10 % hagvöxt í hlutfallslegu samræmi.
Þjóðverji með 58.000 US tekjur þar að hækka um 5.800 US til að hagvöxtur sé hlutfallslaga sá sami.
3% hagavöxtur af ný tekjunum 34,000 US eru 1020 US.
15% hagvöxtur er það sem við þurfum í þeim skilningi er við samþykkjum nýja gengið.
Hagfræðingar hér er hvorki góðir stærðfræðingar, eðlisfræðinga eða með mikla félagslega reynslu að mínu mati, í samræmi við þröngsýna fáfræði ályktanir þeirra.
Júlíus Björnsson, 5.2.2010 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.