30.1.2010 | 08:56
Hetjulega mælt hjá Ólafi
Vissulega eru fyrrverandi bandamenn okkar, og meðlimir í sama varnarbandalagi, að kúga þjóðina með svívirðilegum hætti.
Og vissulega vill íslenska þjóðin axla sinn hluta byrðanna.
Og hún hefur gert það. Hún setti það inn í neyðarlögin að innstæður hafi forgang, vitandi að það myndi kosta hana hefnd alþjóðlegra fjármálafursta. Spottar þeirra hafa örugglega komið nærri þegar atlagan að Íslandi hófst, bæði hér innanlands og utan.
Halda menn til dæmis að stjórnmálamenn okkar séu svo skyni skroppnir að þeir skilji ekki út á hvað réttarríki gengur??? Eða það sé fræðilegur möguleiki að innan heils stjórnmálaflokks, Samfylkingarinnar, sé bara fólk sem er ekki læst á einföldustu lagatexta, eins og til dæmis þennan:
"a) tryggja að EFTA-ríkin standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum og samningi þessum;
c) hafa eftirlit með beitingu annarra samningsaðila á EES-samningnum."
Svo ég vitni í lög og reglur ESA, eftirlitsstofnunar Evrópu. Halda menn að það sé einhver tilviljun að íslenska stjórnkerfið láti eins og ESA og EFTA dómurinn sé ekki til. Að þau hafi ekki gætt betur hagsmuna íslensku þjóðarinnar að þau hafi aldrei haft samband við ESA og beðið stofnunina um áliti á íslensku lögunum og lögmæti krafna breta. Ef það er gert, þá fer dómstólakerfi EFTA/ESB sjálfkrafa af stað.
Nei, íslenska þjóðin tók mikla áhættu með setningu neyðarlaganna og ekki er ennþá bitið út með hefnd auðmanna og fjármálafyrirtækja. Á einni nóttu, innanlands, gengu allir fjölmiðlar landsins í lið með bretum og Hollendingum í þeirri fjárkúgun sem Ólafur lýsir svo vel í þessu viðtali, og slíkur umsnúningur á einni nóttu hefur alltaf með peninga og áhrif að gera. Að halda því fram að Ísland sé svo mikið örríki að lögmál lífsins gildi ekki þar, halda hvorki vatni eða sjó.
Það vinnur enginn gegn þjóð sinni nema hann hafi af því hagsmuni eða tekjur.
Og það er enginn ólæs, þó hann þykist vera það.
Íslenska þjóðin hefur tekið á sig sínar byrðar, og hún mun leysa úr málum eftir lögum og réttlæti. Það er gæfa þjóðarinnar að hún skuli hafa mann sem hefur kjark til að orða það sem við blasir og fordæma þau hryðjuverk sem á þjóðinni hafa dunið.
Og við megum aldrei gleyma að þessi orð Ólafs Ragnars eru ekki einskis nýt. Það gilda lög og reglur í heiminum. Þess vegna er Tony Blair núna í stúku sakbornings fyrir breska þinginu, spurður um blekkingar og lygar, af svipuðum toga og eftirmaður hans Gordon Brown beitti gegn Íslandi.
Vissulega er glæpur Blair af öðrum skala, en vinnubrögðin eru þau sömu. Fantur á vegum mafíunnar notar alltaf sömu takta, hvort sem hann er að ræna ís af ungabarni eða heimta skatt af fyrirtækjum.
Tungumál ofbeldismanna er allstaðar það sama.
Og lýsing Ólafs er skörp og mun veikja mjög stöðu þess fólks sem þykist vera ólæst á alþjóðasamninga og ófært um að verja þjóðina gegn ofbeldismönnum.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur sýnt fram á að það eins sem þarf er vilji til að gera það sem rétt er.
Vilji til að verja þjóðina.
Kveðja að austan.
Það er verið að kúga okkur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 12:15 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 447
- Frá upphafi: 1412809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 386
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Húrra húrra húrra!
Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 09:37
Ólafur hefur staðið sig afburða vel og meira að segja náhirð íhaldsins getur ekki orða bundist. Mörgum finnst nú samt ástæða til hnýta því aftan við lofið að loksins sé hann farinn að vinna fyrir kaupinu sínu (sem þeir sjálfir hafa aldrei gert) Ólafur Ragnar býr að mikilli reynslu í pólitískum átökum, er þekktur út um allan heim og nýtur meiri virðingar umfram en nokkur annar tignarmaður íslenskrar stjórnsýslu.
Ástæðan er einföld. Ólafur býr að meiri vitsmunum en þeir pólitísku andstæðingar hans sem hafa aldrei þolað hann og ekki fundið önnur ráð til að veita reiði sinni útrás en að brúka um hann orðbragð á menningastigi vandræðabekks í barnaskóla.
En kíktu inn á bloggið mitt og skoðaðu aths. nr. 15
þakka góða færslu.
Árni Gunnarsson, 30.1.2010 kl. 10:31
Takk Árni.
Og takk fyrir ábendinguna, það mætti halda að þú væri ættaður frá Jóni Eldklerk, þeim mæta forföður mínum, þvílíkur er kraftur þinn og orðkyngi.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 30.1.2010 kl. 11:08
Á meðan vaða flugfreyjan og óútskrifaður jarðfræðineminn út um lönd fullyrðandi að við skuldum Bretum og Hollendingum þó svo að engin hefur getað sýnt fram á slíkt, og Evrópulög segja allt annað.
Hvenær á að gera eitthvað í að þau verði látin standa fyrir máli sínu fyrir framan landsdóm, og dæmd eins og stjórnarskrá segir til um ma. eins og hér má sjá?
X. kafli. Landráð.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
1)L. 82/1998, 21. gr. 2)L. 47/1941, 1. gr.
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
1)L. 82/1998, 23. gr.
Er ekki komið mikið meira en nóg af þessum landráðstilburðum?
Mbk.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 13:15
Eins og forsetinn sýnir þjóðinni að hann er Íslendingur fyrst og fremst og útilokar fyrri pólitískar skylmingar og flokkhollustu frá skynseminni í Icesave málinu, því meira tryllist fjóshaugsbúinn Jóhann Hauksson (sem kallar sig blaðamaður) vegna þess möguleika að Íslendingar nái vopnum sínum og lögmætum rétti í Icesave deilunni.
Hjá Jóhanni snýst málið um eins og hjá allt of mörgum illa gefnum um líf eða dauða pólitísks sorpshaugs ríkisstjórnar stjórnarflokkanna. Það líf er meira virði en líf barnanna okkar og sjálfstæðis lands og þjóðar. Jóhann Hauksson er gæfulaus maður í starfi. Sem málsvari Baugsmanna og kaupakarl á Baugsfjölmiðlum, sem gekk það langt að vera með 2 tíma morgunþátt á hverjum degi til að rakka niður meinta óvini Baugsveldisins. Hann er höfundar af nánast öllum greinum stórveldisins sem byggjast á árásum á nafngreint fólk í skjóli ónafngreindra heimildarmanna. Greinar sem ekkert sanna nema hatur hans og launagreiðendanna, heldur eru til þess ætlaðar að reyna að koma sem verstu höggi undir beltisstað á meinta Baugsóvini. Enn er hann á launaskrá þeirra og leppa. Eitt sinn var útrásarblaðasnillingur Baugsveldisins nefndur af góðum manni, "endaþarmur íslenskrar blaðamennsku". Þá nafnbót er hann löngu búinn að missa til annars enn verri sem metur líf ríkisstjórnarinnar meira en þjóðarinnar. En vissulega á hann sér þá málsbót, að ekki fer þar beint gangandi gáfnaundur eins og slímseta hans í Sifri Egils og uppstandsgrínstíll hefur sýnt afar skýrt. Hvenær fremja menn landráð, og hvenær fremja menn ekki landráð?
30. janúar 2010
FORSETINN MEÐ RÍKISSTJÓRN Í GÍSLINGU
Jóhann Hauksson
Maðurinn sem taldi sér skylt að stöðva yfirtöku Davíðs Oddssonar á helstu valdastofnunum íslenska þjóðfélagins árið 2004 er nú genginn í lið með Davíð og talar máli hans og stjórnarandstöðunnar sem hefur það eina markmið að fella ríkisstjórnina.
Líkt og Davíð gerði í valdatíð sinni talar þessi maður um hagsmuni íslensku þjóðarinnar og kveðst á erlendum vettvangi tala fyrir Íslendinga.
Þegar hann gerir sig breiðan í nafni þjóðarinnar á sjónvarpsskjá erlendis er hann í raun málaliði stjórnarandstöðunnar og Hádegismóra.
Þessi maður heitir Ólafur Ragnar Grímsson og er forseti Íslands. Hann hefur afhjúpað nú að hann hafði ekki aðeins áhuga á að koma á beinu vaxtalýðræði hér á landi heldur hefur hann áhuga á að taka sér sæti inni á miðju stjórnmálanna veifandi því að hann sé þjóðkjörinn.
Hann talar máli Davíðs Oddssonar Hádegismóra, Bjarna Benediktssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Ögmundar Jónassonar og órólegu deildarinnar í VG.
Hann heldur ríkisstjórninni í gíslingu.
Hann veit að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa engann áhuga á öðru en að fella ríkisstjórnina.
Forsetinn vinnur gegn áætlunum ríkisstjórnarinnar.
Hann hjálpar Sjálfstæðisflokknum að hámarka tjón þjóðarinnar öðru sinni á tveimur árum.
Hann gerði Icesave að sínu eigin hjálpræði.
Feitletrun mín. Nú er undirritaður ekki fésbókarnotandi, sem er skilyrði þess að svara fjósskrattanum. Er óskandi að einhver sem hefur aðgang að slíku og hugsar þessum brókarsýrupenna kennslustund í að Icesave er öllum flokkum og mönnum merkilegri. Icesave er lífsspursmál lands og þjóðar. Umræða um hvenær gerast menn landráðamenn á ekki að vera eitthvað sem má ekki taka eða vera feimnismál. Loksins þegar hún verður á dagskrá, þá er hættan sú að það er orðið allt of seint.
Einhver umræða er um ágæti skrifa Baugspennans, sem svarar þessu ma. að einstakri greind:
"Röflið um Icesave er þóknanlegt öðrum hagsmunum en þeim sem sem í veðri er látið vaka af Davíð, Ögmundi og Ólafi Ragnari. Iceave er aukaatirði fyrir þjóðina en aðalatriði fyrir hrunverja; stærsta smjörklípa sögunnar."
http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2010/1/30/forsetinn-med-rikisstjorn-i-gislingu/
Hér má sjá umræðu um ágæti framtaks forsetans fyrir mikinn meirihluta þjóðarinnar:
http://eyjan.is/blog/2010/01/30/forsetinn-a-cnn-thad-er-verid-ad-kuga-okkur-bretar-unnu-fjarhagsleg-hrydjuverk-gegn-islandi/
Mbk, þó svo að mér er nóg boðið.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 15:01
Blessaður Guðmundur.
Jóhann Hauksson hefur dagað uppi í sínum hemdarþorsta.
Og hann virkar ekki sem áróðursmaður. Hann hamrar á því sama, hlustar ekki á mótrök, og því ekki svar gegn þeim. Alltí lagi í trúarsöfnuði, en ekki þar sem er verið að berjast um sálir á einskismanns landi.
Fleiri sálir fylgja okkur að málum, og þó erum við fjölmiðlana á móti okkur. Morgunblaðið er laskað því svo margir hlusta ekki eftir að Davíð fór þar inn. En aulaskapur Jóhanns og félaga á Baugsmiðlum er slíkur að þeir hafa tapað sínu stríði. Það er svo erfitt að verjast þegar þú afneitar öllum staðreyndum málsins, en treystir á eðlislæga heimsku samherja þinna í uppklapp.
Glötuð taktík því það eru svo fáir sem þjást af eðlislægri heimsku.
En ég endurtek, það er augljóst að íhaldið og framsókn ætla að svíkja, þar er hin raunveruleg ógn. En hvort þeir fyrirgeri þá endanlega sínum trúverðugleika, það á eftir að koma í ljós.
Aðeins ákaflega grunnhyggnir menn fatta ekki taktík Ólafs, hann endurheimtir sína æru með því að standa með þjóðinni gegn fjármálaelítunni, og það mættu fleiri hafa í huga.
Ég hef ekki séð ennþá alvöru menn leggja í þá Sigurð og Jón Steinar, segir allt sem segja þarf um dómstólaleiðina. Og þar eigum við að halda okkar striki.
Og á því striki mun orrustan vinnast. En það þurfa kannski fleiri að fatta það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2010 kl. 16:26
Heill og sæll Ómar
ÓRG er að gera góða hluti núna. Af hverju flykkir 4-flokkurinn ekki með forsetanum og þjóðinni? Hverra erinda gengur 4-flokkurinn?
Við höfnum því að borga óreiðu-skuldir íslenskra einka-vina-væddra fjár-glæpamanna, sem enn fá að valsa óáreittir um allt valdakerfið og stofnanir ríkisins.
Hvers konar þingmenn vilja ganga erinda fjár-glæpamanna, en gegn forseta og þjóðinni?
Við segjum auðvitað NEI, þingmenn allir hljóta líka að gera það...að lokum. Eða vilja einhverjir þingmenn beinlínis ganga gegn forsetanum og þjóðinni?
Við segjum öll NEI!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 16:29
Blessaður Pétur.
Er þetta ekki bara grafarþrá???
Og þeir grafa hana sjálfir.
En eftir grein þeirra Sigurðar og Jón Steinars þá er það kristaltært í mínum huga að fjórflokkurinn er saman í plottinu. Ef það væri vilji fyrir dómstólaleiðinni, þá hefðu íhaldið birt efnisatrið greinar þeirra sem þingsályktunartillögu eða annað slíkt sem hefði rofið kyrrstöðuna. Það að þeir félagar skyldu neyðast til að benda á augljós sannindi opinberlega, í grein sem má alveg lesa úr mjög harkalega gagnrýni á flokk þeirra, þá er eitthvað mikið að.
Þetta eru jú ekki smáfuglar eins og við Pétur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2010 kl. 16:39
Sæll Ómar.
Já, Jóhann er fullkomlega úti á túni í þessu áróðurstríði, og fer versnandi. Sem er gott mál. Segir að hann er búinn að gera sér grein fyrir að hann er búinn að gjörtapa fyrir miklum meirihluta þjóðarinnar, og þá er allt gert til að skemma sem mest. Næsta skref hlýtur að klæðast sprengjuvesti og storma í Valhöll. Þetta er liðið sem kallar síðan eftir samstöðu þjóðarinnar. En þá náttúrulega með minnihlutanum.
Ég hef aldrei samþykkt þessa deilu sem flokkspólitíska. Hún er mun merkilegri og verðmætari en svo. Þessir flokkar mega mín vegna fara til andskotans, ef það þarf til að réttur þjóðarinnar fái að sigra. En það eru engir nema stjórnarliðar, þas. 30% af 50% sem kusu stjórnarflokkana sem telja sinn málstað vera best borgið á slíkum óþverra nótum. Sammála að núna bendir allt til að íhaldið og framsókn eru í einhverjum hrossakaupum. Að skilja eftir Hreyfinguna og þá Þráinn heima fyrir fundarferðina dularfullu vara afar lélegt. Kominn tími til að stoppa pólitíska drulluslaginn, með að þjóðin fer að heimta utanþingstjórn, og að í alvöru verði farið að gera kannanir um slíkt. Fyrr fara þessir pólitísku pappakassar ekki að skilja að þjóðinni er full alvara með þjóðaratkvæðagreiðslu og að Icesave málið verði leyst fyrir dómstólum, sem það átti heima og hvergi annarsstaðar. Síðan er hægt að skoða samningsmöguleikann.
Hvernig er hægt að misskilja þegar einhverjir 3 eiga í deilum, að þeir 2 sem telja sig vera hlunnfarna, harðneita að málið fari fyrir dóm? Hversu heimskur væri sá sem lætur þá telja sig trú um að það skuli alls ekki gera? Slíkt gerist varla nema þá í glæpa og dópveröldinni.
Mbk.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 18:54
Sæll Ómar
Glöggur ertu eins og alltaf. Já, það var þetta með grafarþögn flokkanna og hálkuna á bakka grafarinnar!
En munum þá, að við smáfuglarnir þurfum ekki að óttast að detta ofan í grafarpytt þeirra, því við höfum vængi og gefumst aldrei upp!
Með bestu kveðju
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 19:02
Guðmundur þú skalt borga ekki geri ég það! Það sér hver heilvita maður að stjórnin er ekki að standa með þjóð sinni! hún ætti að fara frá strax.
Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 22:55
Sigurður. Og þú vilt að ég borgi? Þá þarf ég að taka einn stærðar Steingrím á málið ef ég ætla að borga og legði til að einhver annar gerið það. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 23:04
Blessaðir félagar.
Guðmundur, það er langt síðan að ég fattaði að málið væri flóknara en svo að utanþingsstjórn dygði til. Sjálfur talaði ég fyrir þjóðstjórn, en um það sem þyrfti að gera, sem ég hélt að blasti við öllum. En sumum er það ekki augljóst að eina hlutverk slíkrar stjórnar er að slá skjaldborg um fólkið í landinu, vernda heimili þess og atvinnu. Og síðan eru sérfræðingarnir þjónar þeirra stefnu.
En félagshyggjan hélt áfram á þeirri braut að slá skjaldborg um auðmenn og þjóna þeirra. Og sérfræðingarnir maður minn, já sérfræðingarnir.
Flestir af þeim vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þó blóðfórnir almennings sé breyta í haglíkani þeirra. Ekki mjög ósvipuð hugmyndafræði eins og hjá Aztekum forðum sem héldu sólinni á lofti með mannshjörtum.
Ég hef engan áhuga á slíkum sérfræðingum, nema þá hugsanlega til að skemmta börnum með hryllingssögum.
Og í ICEsave deilunni sá ég það endalega hina faglegu dómgreindarskerðingu sérfræðinganna. Þeir vildu allir sem einn borga bretum, og kváðu það vera alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Fyrstu mánuðina voru það aðeins tveir lögfræðingar sem héldu sig við staðreyndir málsins, og við vorum innan við 10 bloggarar sem lásu greinar þeirra og reyndu að breiða út boðskap þeirra.
Ef utanþingsstjórn sérfræðinga hefði ráðið, þá værum þegar orðnir að formlega þrælum breta, undir umsjóna þrælareka Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Málið er flóknara en svo að við getum hengt alla vonsku heimsins á fjórflokkinn, "álitsgjafarnir" benda allir á breiðu leiðina til helvítis.
Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá segir sagan að þeir sem lifa af á erfiðleika tímum eru þeir sem hafa leiðsögn (forystu) og hugmyndafræði um hvernig þeir eigi að bjargast.
Nærtækast dæmið er sú skýring að við tölum ekki allir þýsku og segjum Heil áður en við bjóðum góðan daginn. Bretar áttu aðeins hergögn á eina herdeild eftir að meginn her þeirra neyddist til að synda yfir Ermasundið og skilja allan sinn búnað eftir á ströndinni Frakklandsmeginn. Og þeir áttu flugmenn í nokkurra vikna bardaga. Þegar þeir voru farnir þá yrði flotinn að flýja á haf út.
Hvað sögðu sérfræðingarnir?????
Svarið er mjög einfalt. Dæmið er vonlaust. Það var ekki flóknara en það, öll barátta var tilgangslaus en hugsanlegur möguleiki á ásættanlegum friðarskilmálum.
Það var tvennt sem breytti þessu. Það fyrra var andstæðingur sem var mjög ógeðfelldur, og forysta. Hugmyndafræði (siðmenningin í húfi) og Winston Churchil.
Ég tel að við höfum hugmyndafræðina, reyndi sjálfur að orða hana í nokkrum pistlum í vor undir sagnabálkinum Guð blessi Ísland en Churchil er dauður. En sérfræðingarnir sem telja alla baráttu fyrir meðbræður sína, vonlausa, þeir lifa góðu lífi, fjölga sér reyndar eins og púkar í skranhaugi.
Fjórflokkurinn er ekki vandamálið sem slíkt, hann gerir aðeins það sem hann kann best. En þjóðina skortir Sýn og vilja til að láta þá Sýn rætast.
Ég orðaði þessa einföldu Sýn á þann hátt að það þyrfti aðeins eitt markmið til að vinna eftir.
Og það markmið var að við öll, þjóðin öll, strengdi þess heit að eina syndayfirbót hennar gagnvart því að hafa látið þessar hörmungar gerast (þetta er reyndar nýtt orðalag) væri að enginn myndi farast vegna þeirra. Að missa einn, hvort sem það væri í gröfina, hyldýpi vonleysis, drykkjusýki eða geðveiki, það væri einum of mikið.
Óraunhæft????
Ja, þú kemst ekki á toppinn nema að þú stefnir þangað, og þó þú komist ekki, þá veistu að þú hefur reynt þitt besta til þess, og hafir ekki undir neinum öðrum kringumstæðum getað náð lengra.
Þetta er með öðrum orðum hugsanaháttur samstöðunnar sem fólk sýnir hvort öðru á hamfaratímum.
Hagfræðilega ómögulegt???? Af hverju??? Þarf alltaf að drepa fólk til að hagkerfi gangi???
Hagfræðingar vita mikið um margt, en þeir eru þjónar samfélagsins, og þeirra hlutverk er að finna hina bestu leið að þessu marki, hvort sem það er skjaldborg um heimili eða velferð, atvinnulíf eða takast á við erlendar skuldir. Og þegar fólk veit að það er með, þá eyða menn ekki orku sinni að berjast gegn því sem þarf að gera. Og þeir sem höfðu hag af hörmungum, þeir voru í sárum, með mikla sekt á bakinu, og gátu ekki skipulagt andstöðu. Máttu frekar þakka fyrir að vera ekki settir tafarlaust inn.
Og svo þarf bara að gera það sem skynsamlegt er. Til dæmis i ICEsave deilunni að kalla eftir lögum og reglu, og sjá til þess að EES samningurinn haldi. Bjóða síðan upp á sameiginlega lausn siðaðra þjóða. Þó andstæðingar okkar séu villimenn í anda, þá gátu þeir ekki fundið flöt á andstöðu við réttarríkið og siðmenninguna. Eftir fjármálahrunið þá er villimennska og græðgi ekki "Inn". Raunverulega andstaða við lög og rétt var aldrei til staðar, ekki nema hjá Samfylkingunni, því hún fékk þá meinloku að fjárkúgun breta væri leiðin að hjarta ESB.
Og félagar, til hvers er ég að tala um þetta núna???
Aðeins að árétta að við eigum andstæðinga í IcEsave deilunni. Þeir heita eitt í dag, annað á morgun eftir því sem vindar blása í pólitíska plottinu, en það skiptir ekki máli. Stríðið er alltaf hálf vonlaust ef við krossfestum fjórflokkinn, af einni mjög góðri ástæðu. Hann nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar.
Þess vegna krossfesti ég breta. Þeir kjósa ekki á Íslandi.
Og þeir sem taka málstað þeirra, eru óvinir augnabliksins, en okkar sigur byggist á því að láta okkar rök sigra, að gera bretavinum ókleyft að halda uppi vitrænni vörn. Og það er okkur að takast.
Vissulega gagnrýnir maður þá hart sem hlaupa út undan sér, en leiðsögnin verður alltaf að felast í dæmisögunni um Týnda soninn. Það vantar nefnilega alltaf liðsmenn og í stríði eru menn liðsmenn ef þeir miða byssunni í sömu átt. Og órói í skotgröfum sem stafar af þrasi um táfýlu náungans, er aðeins til þess fallinn að menn hætta að miða á óvininn og verjast honum.
Ég veit ekki hvað fjórflokkurinn er að hugsa, svona fyrir utan Samfylkinguna, en við verðum alltaf að gera þeim kleyft að koma aftur heim í sauðaveislu. Besta leiðin til þess er að hinn almenni flokksmaður þrýsti á forystumenn sína að standa með þjóð sinni, ekki pólitísku elítu Evrópu, og aðeins nauðvörn hins almenna félagsmanns, sem til dæmis stafar af ótta við krossfestingu, fær hann til að bakka upp foringjanna sem eru í teboði í útlöndum.
Og núna sló ég mörg fyrri met í langlokum, og get því aftur haldið í hýðið með góðri samvisku. Ég er búinn að vekja athygli á EES samningnum og þeim leiðum sem hann krefst að séu farnar til að leysa svona ágreining. Nógum margir hafa lesið pistla mína síðustu daga þannig að rökin hljóta að lifa.
Næsta skref er málsmetandi maður sem skrifar meitlaða grein í Morgunblaðið, þar sem hann fer yfir ESA/EFTA/ESB dóms leiðina. Að stuðla að því er ekki á mínum valdi. En það er á mínu valdi að láta ekki lækninn enn einu sinni sprauta mig í bakið, og fara síðan upp í tölvuherbergi til að frelsa heiminn.
Það er ekki þannig að ég sé ekki læs. Og það er langt síðan að ég las þessi sannindi, og hef ekki þá afsökun að ég skilji þau ekki.
En þjóðin mun sigra IcEsave stríðið.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 30.1.2010 kl. 23:22
Frábær Ómar, að vísu langt eins og þú segir, en "Stríð og friður" er líka löng saga:)
Mér finnst dýptin mikil hjá þér, en hegg þó aðallega eftir "Þarf alltaf að drepa fólk til að hagkerfi gangi???" Því miður er það svo að heims-kapítalisminn er í reynd sama og stríðs-kapítalisminn og við vitum út á hvað hann gengur. En erinda hans velja þeir að ganga, hinir aumu valda-potarar "Og sérfræðingarnir maður minn, já sérfræðingarnir". En þeir skreyta það með skinhelginni og glansmyndum í hrönnum. Í Róm til forna höfðu þeir "brauð og leiki" með!
Og auðvitað ráðumst við á helgislepjuna og blekkingarnar, en við sigrum vafalaust ekki heiminn frekar en Steinn Steinarr, en ég er jafnviss og þú Ómar, að við vinnum Icesave stríðið og með skítléttum leik...ef þjóðin stendur öll saman og segir dúndrandi NEI, helst 100% NEI, af því að ég geri þá kröfu til allra landsmanna að þeir segi NEI!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 02:08
Já við Nei.
Baráttukveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.1.2010 kl. 11:11
Frekar ósmekkleg notkun á Steini Steinarr. Ekki þó við öðru að búast enda vaða menn ekki í vitinu hér.
X (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 13:20
Blessaður X minn.
Bö, bö.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.1.2010 kl. 13:51
Já Ómar það er erfitt að gera þessum gáfumönnum til geðs en við gerum okkar besta og meira verður ekki krafist af okkur.
Þetta er þrælmagnaður pistill og á mörgu drepið. Reyndar hef ég nú aldrei séð Ólaf Ragnar í stöðu ærulauss manns. Á mörgu hefur hann flaskað af klaufaskap og mér hefur alltaf þótt ljóður á honum að í annars ágætum ræðum hefur hann verið óþarflega rausnarlegur á upphafin lýsingarorð á hástigi.
Samfélag okkar er komið að lokastigi upplausnar og þá er voðinn á næsta leiti. Ég óttast það nú að líkt og fyrri daginn komist þær fréttir ekki gegn um skothelt gler fílabeinsturns sjálfumglaðra stjórnmálamanna fyrr en um seinan.
Árni Gunnarsson, 31.1.2010 kl. 19:10
Blessaður Árni.
"Reyndar hef ég nú aldrei séð Ólaf Ragnar í stöðu ærulauss manns"
Árni, ég hef aldrei borið á móti því að ég er í áróðursbloggi, sem vissulega hefur haft það markmið að höggva mann og annan í ICEsave deilunni. Stundum hefur margt sterkt verið sagt, en ég hef rökstutt forsendur mínar, og verið tilbúinn að mæta andsvörum. Og þegar menn hafa sleppt því að byrja að kalla mig hálfvita, þá hef ég oftast verið málefnalegur í mínum andsvörum.
En áróðursblogg lítur sínum lögmálum. Og það eru alvarleg mál sem knýja mig áfram. Ef einhver til dæmis hefur lesið mitt blogg frá a-ö þá veit hann að það hefur verið mér mjög erfitt að veitast svona að Steingrími Joð, og það er vegna persónulega kynna þar sem ég veit að hann er góður maður og gegn. En ICEsave málið er alvarlegt, og minn styrkur er kvikindisskapurinn þannig að margt er sagt sem er á mörkunum, og kannski aðeins þar yfir.
Reyndar tel ég tel mig aðeins hafa farið yfir þessi mörk þegar ég agnúast út í Össur, en þegar Ólafur samþykkti lögin í haust, þá var ég ekki beint jákvæður, en taldi mig rökstyðja mitt mál. Að mínum dómi er jú ICEsave glæpur gegn þjóðinni. En ég gerði upp þessa neikvæði mína við þig í andsvari í byrjun þessa mánaðar eftir að Ólafur vísaði ICEsave frumvarpinu til þjóðarinnar. Hvort sem það andsvar var nógu heiðarlegt eður ei, má guð vita, en forsendur mínar í andstöðunni eru sterkar og í flestum löndum eru menn skotnir fyrir að reyna að koma 2/3 þjóðarframleiðslunnar í hendur óvinaþjóða. Hafi ég misst það út úr mér að eitthvað vantaði upp á æru Ólafs, þá verður það að skoðast í því ljósi.
Svona að það sé alveg á hreinu af hverju skrif mín eru eins og þau eru.
En í dag, ég hef farið yfir pistil minn, sem og andsvör mín, og ég sé ekki hvar ég hef dregið æru Ólafs í efa. Taldi reyndar að það þyrfti ekki að hafa mörg orð um styrk hans gjörða "Vilji til að verja þjóðina." Tel reyndar þessi orð vera sæmdarorð sem segja meira en langt mál um það sama.
Og ég er ekki að hjóla í galla Ólafs, eða það sem vantar upp á málflutning hans. Tel reyndar að það þurfi dóm frá EFTA til að hann geti tekið sterkar til orða um hinar meintu IcEsave skuldbindingar. En magnaðri lýsingar á kúguninni hefur enginn málsmetandi maður látið út úr sér fyrr og þar kemur styrkur Ólafs svo vel í ljós. Enda hef ég aldrei frýjað manninum vits eða þekkingu, þó ég sé ekki ennþá búinn að fyrirgefa honum aðförina að Gvendi Jaka.
En þeir sem ná toppnum hljóta alltaf að vera umdeildir. Og Ólafur kaus ungur að vera umdeildur í stað þess að vera sammála næsta manni.
Hann er svona öfugur framsóknarmaður á við Steingrím Hermanns.
En ágætur Hriflungur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.1.2010 kl. 20:39
Það skiptir engu máli hver er fulltrúi í stjórn í dag. Stefnumörkunardagskráin er tæmd miðað við farvegin sem samið var um í árdaga.
Stýrilagaregluverk fyrir áfangi kostnaði svikna þjóðarsátt. Síðar áfangi undir merkjum AGS, lækka verðmæta sköpun á mann í landinu um 30% frá og með ára mótum spá IMF heldur til 2014. Þegar launalækkanir efri millistétttarinnar [sem gleymdi m.a. þjóðarsáttinni] eru komnar á fullt lækkar hennar hluti í kostnaði varanna í neyslu körfunni. Kallast á hagstjórnarmáli hagvaxtaraukning: það er þessi lækkun á vöru verði.
EU stjórnar hér öllu óháð flokkum.
Margar hliðar eru á öllum málum, og Ólafur getur lært og hefur sambönd og ætlar alveg örugglega ekki að sökkva með trúðunum á alþingi sem geta ekki hugsað sjálfstætt. Samber að þeir vísa alltaf í fræðinga, og þurfa alltaf fleiri og fleiri aðstoðarmenn. Þótt EU stofnanir semji flest lög.
Menntkerfið hér í öllum jöfnuðum gleymdi að það er nauðsynlegt fyrir allar hjarðir að samkeppni um foringjastöðurnar byrji snemma í stað að framleiða eintóma sauði síðust 50 ár. Maður þekkir asnanna á eyrunum. [Þeir heyra ekki eru staðir í anda stöðugleikans]. Eða dæla ritalýni í ungviðið.
Fullkomnun stöðuleikans endar með stöðnun. Það á aldrei að semja um þann hrylling.
Forseti hefur enga merkingu á smá eyju sem lafir á ráðstjórn Meginland. Utanríkisþjónustan verður sameiginleg. USA er byrja að laga sig að nýjum hirðsiðum, þegar það heimsækir undirríkinn.
Júlíus Björnsson, 2.2.2010 kl. 04:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.