Hver er Per Sanderud????

Hvað leynimaður er það???

Hjá hvaða leynistofnun vinnur hann?????

Íslenskir stjórnmálamenn vita ekki svarið en það veit norska pressan. 

Per Sanderud er forstjóri ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.  ESA hefur það lögbundna hlutverk samkvæmt EES samningnum að

"a) tryggja að EFTA-ríkin standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum og samningi þessum;

c) hafa eftirlit með beitingu annarra samningsaðila á EES-samningnum."

Í viðtali við Norsku fréttaveituna ABCNYHETER koma fram mjög athyglisverðar upplýsingar hjá Per Sanderud.  Hann fullyrðir að ESA geti ekki gengt þessu lögbundnu hlutverki sínu nema ef íslensk stjórnvöld leggi fram formlega kröfu þar um.  Öllum er ljóst hver niðurstaða ESA er, því lögin eru skýr, og ljóst að reglur Íslands uppfyllti þau. 

Kröfur breta og Hollendinga eru því með öllu ólöglegar.

Hvers vegna halda menn að Per Sanderud taki það skýrt fram að "Island har imidlertid ikke fått noen negative signaler så langt om sitt lovverk."

Allir með lágmarks dómgeind skilja af hverju Per er að taka þetta fram.  Hans hlutverk er jú að  "tryggja að EFTA-ríkin standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum og samningi þessum;"

Það er það sem Per Sunderud hefur gert.  Þess vegna hafa engar kvartanir borist frá löglegum eftirlitsstofnunum EES. 

Hvað gengur íslenskum stjórnmálamönnum til að vinna svona gegn lögum og reglum EES samningsins, og þverbrjóta um leið íslensku stjórnarskrána sem bannar svona nauðungargjörninga???

Hvers vegna hefur enginn þingmaður, enginn þingflokkur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem krafist er að stjórnvöld virði lög og reglur EES í ICEsave deilunni.  Við erum jú krafin um þessar fjárgreiðslur með tilvísun í þennan samning.  Og síðan má ekki fara eftir honum. 

Krafa gagnaðilanna er augljóslega röng, og á sér enga stoð í lögum og reglum ESB.  Það eina sem þeir fara rétt með er að Ísland er aðili að EES.  En samt má ekki fara eftir þeim samningi þegar kemur að þeim réttarfarsleiðum sem samningurinn hefur til að skera úr um ágreiningsefni og "beitingu annarra samningsaðila á EES-samningnum",

Hvað gengur íslenskum stjórnmálamönnum til að halda ekki uppi lögbundnum vörnum fyrir þjóð sína?????

Ekki ætla þeir að greiða þessa peninga.  Ekki hafa þeir afsalað sér launum sínum og fríðindum til að safna upp í hina ólöglega kröfu breta.  Ekki hefur eftirlaunahjörðin, sem jarmar í sífellu málstað breta í íslenskum fjölmiðlum, fólk eins og Jón Baldvin Hannibalsson, Þorsteinn Pálsson, Jón Sigurðsson og Kristinn H. Gunnarsson, ljáð máls á því að ríkið borgi súpereftirlaun þeirra í tryggingasjóð innstæðna.

Nei,  aðrir eiga að borga.  Og fólk getur hringt upp í Öryrkjabandalagið og spurt fólk þar af hverju það var að leggja blómsveig á Austurvöll.  Og þeir hjá Félagi eldri borgara geta líka upplýst hverjir eiga að borga.

Það er yfirgengilegt hvað íslenska þjóðin er rænulaus í þessu máli og lætur endalaust traðka á grunnréttindum sínum.

ICEsave deilan snýst ekki um vaxtakjör.

Hún snýst um manndóm og æru þjóðarinnar.  Að erlendir lýðskrumarar geti ekki komið sína vanda heima fyrir á saklausa nágrannaþjóð sem hefur sér það eitt til saka unnið að hafa tekið upp hið samevrópska regluverk.  Þeir hafa komist upp með að kúga þjóðina, ata hana skít og auru í hinni alþjóðlegu pressu, bara vegna þess að við erum svo miklar mannleysur að hafa í forsvari þjóðarinnar fólk, sem talar máli hinna erlendu ofríkismanna.

Vissulega má deila um margt, en aðeins lögbundnir dómstólar hafa þann rétt að fella dóm um ágreiningsefni, að þeir hafa rétt til að segja hvað er rétt og hvað er rangt samkvæmt lögum.

Þess vegna er talað um réttarfar.

Og það verður engin sátt  í ICEsave deilunni fyrr en stjórnmálamenn okkar taka upp tólið og hringja í Per Sanderud. 

Og fái réttlátan dóm í deilu Íslendinga og fjárkúgarana.

Saklaus þjóð þarf ekki að óttast þann dóm.

En þurfa gjörspilltir stjórnmálamenn það????

Kveðja að austan.


mbl.is Rætt við Bos og Myners
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Ómar, er ég sammála þér hérna og maður er ekki alveg að skilja þessa stöðu, en þjóðin á rétt á að kjósa og eftir ákvörðun Forsetans þá hefði ég haldið að þetta Icesave mál væri í frosti eins og maður myndi segja þar til að niðurstaðan úr henni lægi fyrir. Eins og staðan er í dag þá á ekkert annað að koma til greina en dómsstólaleiðin fyrst, svo á að setjast niður ef ástæða þykjir til og tala saman. Eins og þú segir þá á saklaus þjóð ekki að þurfa óttast neitt. Þessi uppákoma núna þarf ekki í sjálfu sér að verða slæm ef Bjarni B. og Sigmundur Davíð halda sig við sín orð um að dómstólaleiðina eigi að fara svo við vitum hver okkar staða er í þessu. En af hverju Hreyfingin er ekki með í þessu er ég ekki alveg að skilja, en útskýrist vonandi fyrir okkur.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.1.2010 kl. 10:39

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ingibjörg.

Leiðir réttarríkisins er sú eina sem siðmenntað þjóðfélag getur farið.  Og þar er ekkert val.  

En bæði Sigmundur og Bjarni tala eins og það sé val.

Og þeir eru samábyrgir í þeim glæp gegn íslensku þjóðinni að ekki skuli fyrir löngu búið að fá réttarniðurstöðu í málinu.  

Bretar komust upp með að ræna þjóðina æruna, og þeir sem treystu sér ekki að berjast gegn því, áttu að segja af sér.  

Bestu vaxtarkjör í heimi geta aldrei komið í stað ærunnar.  

Og þú semur ekki um siðmenninguna.

En veit ekki með Hreyfinguna, stundum virðist hún skilja grundvallarlögmál deilunnar, en svo fer hún að tala um vexti.  

Kallast þetta ekki taktleysi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 10:45

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábær grein hjá þér, Ómar, og afar þarft, að þú vekur athygli á þessu.

"Hvers vegna hefur enginn þingmaður, enginn þingflokkur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem krafist er að stjórnvöld virði lög og reglur EES í ICEsave-deilunni." – Þú spyrð eins og drengurinn í ævintýri Andersens um keisarann berrassaða!

"Hvað gengur íslenskum stjórnmálamönnum til að halda ekki uppi lögbundnum vörnum fyrir þjóð sína????? – Ekki ætla þeir að greiða þessa peninga. Ekki hafa þeir afsalað sér launum sínum og fríðindum til að safna upp í hina ólöglega kröfu breta. Ekki hefur eftirlaunahjörðin, sem jarmar í sífellu málstað breta í íslenskum fjölmiðlum, fólk eins og Jón Baldvin Hannibalsson, Þorsteinn Pálsson, Jón Sigurðsson og Kristinn H. Gunnarsson, ljáð máls á því að ríkið borgi súpereftirlaun þeirra í tryggingasjóð innstæðna. – Nei, aðrir eiga að borga ..."

Þú birtir mönnum sannleikann og kemur við kaunin á þeim seku!

Ég tek undir hvatningu þína að fá þurfi "réttlátan dóm í deilu Íslendinga og fjárkúgaranna". Þetta vilja Sigurður Líndal og Jón Steinar Gunnlaugsson, í raun að gera það sama og Jón forseti Sigurðsson hamraði á: að við fáum að njóta laga og réttar í málum okkar. Aldrei að víkja!

Heill þér, baráttumaður.

Jón Valur Jensson, 29.1.2010 kl. 10:57

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón Valur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 11:36

5 identicon

Snilldarskrif að vanda.  Þegar forráðamenn þjóðarinnar taka þá stefnu að gæta ekki hagsmuni þjóðarinnar, heldur Breta og Hollendinga, getur ekki annað en illa farið.  Annarsvegar vegna haturs á einum stjórnmálaflokki, til að getað kennt þeim um allt sem miður hefur farið, og hinsvegar nauðga þjóðinni gegn hennar vilja í ESB í trausti þess að hún sjái enga aðra leið vegna fátæktar og eymdar.  Nákvæmlega ekkert kemur lengur á óvart, og ekki heldur druslugangur stjórnarandstöðunnar.  Forsetinn, af öllum, hefur einn frammámanna sýnt hvernig á að taka á málum í alþjóðadeilum, ef árangur á að nást.  Allir þekkja útreiðina sem hann hefur fengið frá hagsmunagæsluliðum Breta og Hollendinga, ríkisstjórninni og geltandi og ýlfrandi hýenunum á hennar vegum.  Sem eru ansi margar og háværar, og full ástæða að halda til haga hverjar eru.

Og varla láta þau þar við sitja.  Það á eftir að verða heldur betur sirkus loksins þegar skýrslan svarat kemur út.  Þegar stjórnarliðar fara að reyna að hvítþvo sig og eigendur sína, með að kenna rannsóknarnefnaramönnum að hafa ekki hundsvit á því sem þeir voru að gera og allt er Sjálfstæðismönnun að kenna.  Hvernig sem fer, hljóta stjórnvöld að vera löngu búin að þverbrjóta lög með að gæta ekki hagsmunum og bregðast skildum sínum við þjóðina, sem er lagaleg ábyrgð sem má aldrei fella niður í einhverjum hrossakaupum flokkanna á milli.  Ekki heldur einhver þinghelgi.  Hvar eru lagaspekingar til að rannsaka þá hlið mál þangað til að lengra er haldið?  Stjórnvöld hljóta að vera búin að fyrirvera öllum rétti sínum  í áframhaldandi lausn deilunnar með margsannaðri hagsmunagæslu sinni fyrir Breta og Hollendinga.  Mótaðilarnir myndu örugglega skilja og virða ef þjóðin tæki málin í sýnar hendur og að frá gangi mála kæmu aðilar sem hún treysti.   Sjálfsagt yrðu þeir guðs lifandi fegnir að losna við þess rugludalla.

Í viðtali á ÍNN sagði Lárus Blöndal hrl. sá sem hefur rannsakað Icesave lagahliðina með Stefáni Má Stefánssyni lagaprófessor mest allra, að einhverjar skaðabætur í Icesave málinu eiga að greiða, þá benti afar margt til að þær ættu að fara til Íslendinga.  Hann sagði ma. að þar sem stjórnvöld hafa ítrekað haldi því fram að þau hafi afar sannfærandi lagaálit innlend sem erlend sem sýndu og sönnuðu að kröfur Breta og Hollendinga eru reistar á afar sterkum lagarökum.  Lárus og Stefán hafa ítrekað beðið um þessi álit til rannsóknar, en ekki virtir viðlits.  Samt hefur átt að vera löngu búið að samþykkja samningshroðann og þá án álita lögmanna sem telja að okkur ber enga lagaleg skylda að greiða neitt umfram það sem lög segja og engin ágreiningur er um. 

Mbk.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 18:26

6 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Frábær grein, hún er en einn naglinn í líkistu Icesave spunans.

Það stendur satt að segja ekki steinn yfir steini í "röksemdafærslu" Icesave manna lengur. Eina sem heyrist frá þeim núorðið er; "íslendingar mega ekki einangra sig frá alþjóðasamfélaginu" eða "við verðum að standa við skuldbindingar okkar".

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 29.1.2010 kl. 21:59

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Vissulega sammála honum Lárusi eins og alltaf áður.  Enda er hann einn af Vörðum Íslands.  

Það gilda lög í landinu, og eins og ég rakti lauslega hér að ofan í tíma pistli mínum, þá geta lögbrjótar oft keypt sér tíma, en tími laga og réttar nær alltaf í skottið á þeim að lokum.

En það sem skelfir mig, og fékk mig út úr hýði, það er sú staðreynd að vörnin er svo augljós en enginn stjórnmálamaður vill fara eftir henni.  Hvað er verið að fela??  Hvað óttast menn???

Á þetta bentu þeir Sigurður og Jón Steinar, og þó menn læsu úr þessu gagnrýni á núverandi stjórnvöld þá var þessi setning " Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa á undanförnum misserum lagt því lið á einn eða annan veg að Íslendingar tækju skuldbindingar þessar á sig án undanfarandi dóms um að þjóðinni sé það skylt að lögum." bein árás á flokk þeirra Sjálfstæðisflokkinn.

Vegna þess að þessi deila væri löngu úr sögunni ef Sjálfstæðismenn nytu aðstoðar löglærðra manna (eða læsu pistlana mína) um réttu skrefin í varnarbaráttu þjóðarinnar.  Þeir áttu fyrir löngu að vera búnir að virkja EES samninginn, fyrst með þingsályktunartillögu, og síðan beina málssókn gegn stjórnvöldum, ef stjórnvöld hefðu gengið beint erinda breta og vísað þingsályktunartillögunni frá.  

Slíkt varðar við lög, lög um landráð.  

En málarekstur fyrir íslenskum dómi kemur sjálfkrafa málinu til ESA og EFTA dómsins.  Eins held ég, þó ég geti ekki alveg svarið fyrir það en aðrir aðilar en ríkisstjórnir landa mega vísa ágreiningsefnum til ESA.

Ég er ekki í aðstöðu hér næstum því út í ballarhafi að orða nákvæmlega hvernig ESA virkjast á sem bestan hátt, en það er fulljóst að ríkisstjórnin getur ekki staðið í vegi fyrir því að lögin hafi sinn gang.  

Þetta er jú ekki einræðisstjórn.  

En ef allir eru samsekir um glæpinn eins og Sigurður og Jón Steinar benda á, þá er níðst á þjóðinni.

Ljótu kallarnir eru sem sagt víðar en í Samfylkingunni.  

Þess vegna hóf ég þessa atlögu með pistli mínum um þjófa á nóttu.

Jafnvel 5 ára barn er  læst ( af það kann að lesa) á hinar einföldu reglur EES um réttarágreining.  Enginn er svo vitlaus að hann skilur þær ekki, afsakaðu nema hugsanlega starfsmenn Spegilsins, og því hljóta einhverjar annarlegar hvatir að baki búa.

Og við þurfum að vekja athygli á þeim.  Því ICEsave er ekki flokkspólitík.

ICEsave snýst um tilveru okkar sem þjóðar, og kemur ekki flokkum eða pólitík neitt við.  

Það þarf að gera það sem rétt er.  Og okkur ber öllum skylda til þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 22:30

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Benedikt.

Og þær röksemdir hafa allar verið hraktar, en ef þessi orrahríð heldur áfram, það er ef íslensku stjórnmálamennirnir berja höfðinu ennþá í stein með að neita þjóð sinni um úrskurð dómstóla, þá gæti verið gaman að taka syrpu á þessi rök, en þá þyrfti umræðan að vera opinber svo einhverjir læsu pistlana.  

Ég er ekki lesinn nema ég fréttatengi mig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 22:33

9 identicon

Já að hugsa sér.  Þetta lið var að ráðast á Jón Steinar að leyfa sér að tjá sig um Iceave.  Hæstaréttardómarinn..!!!  Hann gengi erinda Davíðs sem réði hann.  Þetta lið er svo fullkomlega út í hött í ofbeldinu fyrir Breta og Hollendinga, að mér er til efa að nokkurtíman eigi eftir að gró það svöðusár á milli mikils meirihluta þjóðarinnar og síðan hinna.  Og satt að segja er ég ekki viss um að það geri nokkuð til sem komið er.  Hvers vegna í ósköpum hefur þingið ekki kallað til dómara til að hreinlega meta hvað á að gera varðandi ákveðna lagahluta málsins sem vafi leikur um?  Stjórnvöld hafa tjaldað lögmönnum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa unnið að gerð Icesave samninganna og eða eru á launaskrá hjá ríkinu, til að tjá sig um ágæti sinnar eigin vinnu.  Hvar í veröldinni yrði slíkur óheiðarleiki samþykktur?  Að neyða fólk sem er á framfæri stjórnvalda til að tjá sig um málið.  Hvenær hafa þau lagt fram eitt einasta lögfræðilegt atriði metið af hlutlausum aðilum?  4 flokkarnir líta allir afar illa út í þessu máli, og segir hugur að ferð 3. formannanna viti ekki á gott.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 23:40

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Jú, við græðum sárin, eftir sigur.  Verðum að gera það eins og margt annað sem skyldan bíður.  Mundu þau orð þegar þar að kemur, að þetta stríð er aðeins fyrstu gárur á öðru og verra sem eftir á að koma.

Teiknin eru augljós og blasa við öllum, þarf ekki Churchil til að sjá þau núna.  Svona jafn augljóst og að verjast atlögu bretanna.

En svona til að fyrirbyggja allan misskilning, þá geri ég mikinn greinarmun á framgöngu fyrri stjórnar og núverandi,  til  dæmis finnst mér Ingibjörg hafa náð nokkuð vel að hreinsa æru sína með minnisblaði sínu til Alþingis núna rétt fyrir jól.  

Og vissulega tók Sjálfstæðisflokkurinn loks þá ákvörðun að verjast Svavarssamningnum, bæði þeim fyrri og hinum síðari.  En skásti samningurinn var samt því marki brenndur að vera ólöglegur.  Á það benti ég strax í pistli mínum að "IcEsave væri ekki val", og fylgdi því oft eftir.  Var sjálfsagt talinn mikill öfgamaður fyrir vikið.  

En þeir Sigurður og Jón Steinar bentu nákvæmlega á sama hlutinn og ég hef verið að segja, sama hugsun bjó þar að baki.

Og það er görugt að stjórnmálamenn okkar upp til hópa skuli ekki hafa fattað þá staðreynd.  Ekki einu sinni Hreyfingin hefur reynt að fá sér annað líf með því að leggja fram þingsályktunartillögu um hina löglegu leið ICEsave deilunnar.  Og ekki er hún að eltast við spillingu fortíðarinnar.

Er þetta málið að fólk þorir ekki að standa gegn fjöldanum og almannrómi hans????  Að sigla á móti straumnum?????   Veit ekki svarið en skrýtið  er það.

Og það er ótrúlegt að allir gamlir fjandvinir Davíðs, sem þó mættu í afmælisveisluna og mærðu hann sextugan, að þeir skuli alltaf eigna kallinum allt gott og alla heiðarlega varnarbaráttu þjóðarinnar.  

Meira að segja Egill Helgason og Alain Lipietz voru á hans vegum samkvæmt einu gáfuandsvarinu sem ég fékk við Lipietz pistlum mínum.

En það er eins og fólk skilji það ekki að sannleikurinn á sitt sjálfstætt lif.  Fólk getur minnst á hann, vitnað í hann, en það getur aldrei eignað sér hann.  Ekki einu sinni fjandvinur þess, Davíð Oddsson.

Og það segir enginn Sigurði Líndal fyrir verkum.  Hann hefur hvort sem er kennt öllu þessu liði á einn eða annan hátt, eða þá vinum þess.

En ég vona að þessi törn mín hafi gefið ESA leiðinni vængi, og hún verði ekki þögguð niður með þöggun heimskunnar.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 30.1.2010 kl. 00:00

11 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ómar,

það er í raun með ólíkindum að einn sterkasti talsmaður Íslands heitir Thomas Vermes og er blaðamaður á norska netmiðlinum ABC nyheter. Hann hefur unnið frábært starf og veit meira um Icesave en 95% íslensku þjóðarinnar. Ég mun hitta hann í næstu viku og mun örugglega flytja honum miklar þakkir frá okkur Íslendingum. Ef einhver útlendingur á skilið Fálkaorðuna þá er það hann.

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.1.2010 kl. 00:43

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Já, þetta er ótrúlegt að allt skuli koma að utan þessa dagana.  Nema að Ólafur virðist standa sig.

Maður spyr sig í hvaða stöðu þjóðin væri í dag ef hún ætti blaðamenn sem kynnu sína vinnu.  

Allavega væri ICEsave málið úr sögunni og það væri fyrir löngu búið að taka á vanda heimilanna.  Og enginn væri svo vitlaus að taka risagjaldeyrislán svo hægt sé að endurtaka 2007.

Upplýst umræða er nefnilega lykilatriði lýðræðisins og skortur á henni er stóra skýring þess hvernig fór fyrir okkur, og þeirri staðreynd að núna stefnum við beint úr öskunni í eldinn.

Já, þú mátt svo sannarlega skila kveðju frá Íslendingum til Thomas.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2010 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband