Að svíkja þjóð sína í tryggðum.

Eins og þjófar á nóttu héldu íslenskir stjórnmálaforingjar til Hollands. 

Til að semja um hagstæðari vaxtakjör að sögn.

Snérist þá ICEsave deilan aðeins um vexti???

Var sem sagt allt í lagi hjá Hollendingum og bretum að ljúga upp á þjóðina skuld og hafa af henni æruna með stanslausum rógburði um svik á alþjóðlegum skuldbindingum???

Hver gaf þessum mönnum þann rétt????

Hver gaf þeim þann rétt að semja sig framhjá fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu????   Hvaða sameiginleg myrkraverk þola ekki dagsljósið??  Myrkraverk sem fær formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar  að svíkja eiða sína að vernda stjórnarskrá Íslands???

Skilja þessir aumkunarverðu menn ekki þessi orð Sigurðar Líndal og Jóns Steinar Gunnlaugssonar???

 

"Samt hefur ekki tekist að leiða málið til lykta hér innanlands. Ástæðan fyrir þessu er að öllum líkindum fyrst og fremst sú, að íslenska þjóðin er ósátt við að á hana verði lagðar hinar þungu fjárhagsbyrðar án þess að hún hafi fengið að njóta réttar til úrlausnar um skylduna til þess fyrir hlutlausum dómstóli, sem lögsögu hefur í málinu. Við blasir að aldrei muni nást nein sátt um málið á Íslandi nema að undangengnum slíkum dómi. Minnt skal á að rétturinn til dómstólameðferðar er varinn af íslensku stjórnarskránni, mannréttindasáttmála Evrópu og raunar gildir hann einnig hjá þeim ríkjum sem við höfum deilt við í málinu."

 

Hvað er svona flókið við leiðir réttarríkisins sem þessir menn skilja ekki????

Eru þeir ekki læsir á þá milliríkjasamninga sem Ísland hefur undirritað???

Hvað er það í þessum orðum um réttarfarsleið EES samningsins sem þeir skilja ekki????

 

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA

5. gr.

 

a) tryggja að EFTA-ríkin standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum og samningi þessum;

c) hafa eftirlit með beitingu annarra samningsaðila á EES-samningnum.

 

Hvernig geta þessir menn lesið út úr þessum texta að þarna standi að Hollendingar, eða bretar, eigi að hafa eftirlit með framkvæmd EFTA ríkja á EES samningnum????  Að það sé síðan þeirra að kveða upp úrskurð og ákveða vexti??????

Og trúa þessir menn Lygaveitu Ruv þegar hún fær barnungan stelpukrakka til að fullyrða að EES samningurinn ráði ekki yfir réttarfarsleið til að takast á við réttarágreining við ESB ríki???  Er hægt að segja þeim hvaða fávitahátt sem er????

Eru þeir ekki læsir?????

 

34. gr.


EFTA-dómstóllinn hefur lögsögu til að gefa ráðgefandi álit varðandi túlkun á EES-samningnum.

 

Hvað er svona rosalega flókið að biðja EFTA dóminn um að gefa þetta ráðgefandi álit fyrst að Hollendingarnir og bretar vinna að framgangi fjárkúgunar sinnar utan laga og reglna?????

Halda menn að í eina mínútu að þeir gætu haldið þessum málarekstri áfram eftir að slíkt ráðgefandi álit dómstóls EFTA ríkjanna liggur fyrir???

Hvar er vitið sem guð gaf þessum mönnum???

Er þetta ærulausir menn sem skilja ekki tilgang þess að þjóðin fái uppreisn æru???

Hvað gengur þeim til???

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vextir á lánunum lækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

við eigum ekki að greiða neina vexti! ef satt reynist heimtur af eignasafni LB dekki þetta 100% þá er eðlileg krafa að við skiptum með okkur áhættunni vaxtalaust, sem í sjálfu sér er sanngjörn lausn ef haft er í huga að eina eðlilega leiðin í þessu er að fara dómsstólaleiðina ef UK og NL gefa sig ekki.

Birgitta Jónsdóttir, 29.1.2010 kl. 07:41

2 Smámynd: Jón Lárusson

Það kom berlega í ljós, eftir að forsetinn hafnaði að skrifa undir, hvað lýðræðið er ódýrt hjá sumum. Hvernig Bjarni Ben umpólaðist slíkt að Ragnar Reykás gæti verið stolltur af, var bara ótrúlegt. Málið er að flestir þingmenn eru ekki inni á þingi til að gæta hagsmuna almennings. Þeir gæta hagsmuna annarra. Þeir vilja ekki setja fordæmið og halda þjóðaratkvæði, því það kemur til með að draga úr völdum þeirra.

Það eru bara tveir málaflokkar sem hafa náð að sameina þingheim. Hærri laun og fríðindi til þeirra sjálfra og svo hræðslan við að almenningur fái séð það vald sem hann hefur.

Birgitta, það verða ekki neinar 100% heimtur. Að öllum líkindum erum við að sjá seinna skotið koma og þá munu verðmæti eigna bankanna erlendis minnka enn frekar. Þeir sem taka á sig ábyrgð eiga ekki að gera það með því hugarfari, nær skuldarinn að borga, heldur ber ábyrgaðaraðilanum að líta svo á að hann sé tilbúinn að greiða alla upphæðina með vöxtum. Það er ekki flóknara en það.

Ert þú við tilbúin að greiða alla upphæðina óskipta með vöxtum? Svarið við þessari spurningu er það sama og þú átt að krossa við á þjóðaratkvæðaseðlinum.

Jón Lárusson, 29.1.2010 kl. 08:34

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda þér á að við höfum verið með þessi mál í gerðadómi sbr.´

Dómstólaleiðin.

Þar segir að á fundi í ráðherraráði ESB skipuðu fjármálaráðherrum og ráðherrum efnahagsmála þann 4. nóvember 2008 hafi verið gerð tilraun til þess að ná samkomulagi á milli deiluaðila um að leggja Icesave-málið í gerðardóm. Í greinargerðinni segir orðrétt að „ákveðið var að skipa gerðardóm með fulltrúum tilnefndum af ráðherraráði ESB, Framkvæmdastjórn ESB, Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA (sem væri tilnefndur af Íslandi), en Seðlabanki Evrópu skipaði oddamanninn."

Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, sat fundinn fyrir Íslands hönd og og samþykkti gerðardóminn. Hann hafði ekki umboð frá Alþingi til að samþykkja hann.

Íslendingar hætta við en gerðardómur segir okkur að borga

Þegar í ljós kom að umboð dómsins til að skilgreina skuldbindingar Íslands væri mjög víðtækt, að dómnum væri ætlaður mjög skammur tími til að komast að niðurstöðu, og að niðurstaðan væri bindandi, var það mat ríkisstjórnarinnar að Ísland gæti ekki fallist á þessa málsmeðferð. í greinargerðinni kemur hins vegar fram að „hinir fulltrúarnir komu engu að síður saman og gáfu samdóma álit eftir sólarhringsskoðun um að íslenska ríkinu bæri að ábyrgjast greiðslu lágmarkstryggingar samkvæmt tilskipuninni dygðu eignir Tryggingasjóðs ekki til. Ísland hefur ekki viðurkennt þessa niðurstöðu sökum framangreindra annmarka á málsmeðferð en hún talar sínu máli."

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.1.2010 kl. 08:59

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Birgitta.

Vissulega þarf að semja ef sameiginlegur dómstóll EFTA/ESB kemst af þeirri niðurstöðu að leikreglur réttarríkisins gildi ekki þegar hagsmunir fjármálakerfisins er annars vegar.  En ég hef enga trú á því að svo sé.  Ef lögum er breytt eftir á, að Ekki, sé túlkað sem Ekki Ekki, og það talið fela í sér ótakmarkaða ríkisábyrgð, án þess  að í fyrsta lagi sé um skýrt orðalag í lögum sem og í öðru lagi að ekki séu settir inn varnaglar sem gera einstökum aðildarríkjum kleyft að losna undan ábyrgðinni á löglegan hátt (þau þurfa þá fyrst að vita af henni), að þá standast ekki aðrir dómar og dómsfordæmi ESB dómsins.  Vegna þess að hagsmunir gætu alltaf breytt áður þekktum staðreyndum, með öðrum orðum væri komið á geðþóttavald, ekki réttlæti (justice).

En þá semjum við á þeim nótum sem þú ræðir, eftir eðli málsins og eftir þeim alþjóðalögum sem um málið gildir.  Burt séð frá réttmæti krafna breta, þá er aðferðarfræði þeirra ólögleg eins og Ragnar Hall og fleiri hafa bent á.  Og þeir höfðu aldrei rétt til að greiða út sínar innstæðutryggingar og kalla það síðan lán til íslenska tryggingarsjóðsins sem íslenska ríkið eigi síðan að ábyrgjast.  Slíkt er alltaf lögleysa.

En dómstólaleiðin svokölluð er ekki umsemjanleg, hún er skýrt ákveðin í EES samningnum og hana ber að fara.  Komi upp ágreiningur þá ber ESA að skera úr um hann.  Og í svona grundvallarmáli þá myndi ESA leita til EFTA dómsins, sem aftur myndi leita til ESB dómsins.

Enginn maður, jafnvel þó hann sé fulltrúi á Alþingi Íslands, hefur rétt til að hundsa þessa lögbundnu leið, þó breta séu með hótanir.  Einmitt þess vegna er það svo brýnt að virkja réttarríkið.  Vilji Alþingi fara hina svokölluðu samningsleið, þá þarf fyrst að segja upp EES samningnum og breyta stjórnarskrá Íslands þar sem svona eftirá skattur yrði leifður.

Og hvað er að óttast???

Af hverju er þingmenn Hreyfingarnar ekki búnir að kalla eftir þessu áliti ESA????  Það er enginn sem bannar ykkur það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 10:59

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Takk fyrir þarft innlegg.

Ég held að Birgitta sé að meina eitthvað mun skárra en nú þegar er boðið upp á.  Og vissulega ef við fáum á okkur dóm, þá má spá í sanngjarna lausn.

En þetta með innheimtu eigna Landsbankans er dálitið spúkí.  Það er til mjög einfalt lygapróf til að athuga hvort fólk trúi þessum meintum heimtum.  Segjum að 75 milljarðar standi eftir, auk vaxta.  Nú er vaxtagreiðslan ólögleg og hrein landráð að samþykkja hana.  Það voru jú bretar og Hollendingar sjálfir sem ákváðu upp á sitt einsdæmi að borga þetta út.  Hafa því enga lagalega kröfu á hendur íslenskum stjórnvöldum að þau útgjöld sem lán á vöxtum.  Og það er augljóst mál að þeir Alþingismenn sem samþykkja vexti á hið meinta lán, munu fá á sig landráðadóm í framtíðinni þegar þjóðin nær aftur völdum af leppum breta.  Því þá verður dæmt eftir lögum landsins..

En lygaprófið, svo ég haldi mig við efnið, það er mjög einfalt.  Íslenska ríkið tekur á sig þessa 75 milljarða, en hinir sem trúa á þetta 90% innheimtuhlutfall, þeir gangast í sjálfsskuldarábyrgð fyrir restinni.

Þá er málið dautt.

Ef þeir trúa, þá taka bretar nöfn þeirra gild.  Trúi þeir ekki, þá er lygi þeirra og blekking dottin upp fyrir.  Og loks hægt að ræða málið eins og annar aðilinn láti ekki eins og hann sé alvarlegar greindarskertur.  Sem þetta fólk er ekki.

En þjóðin fær ekki æru sína fyrr en breta eru dæmdir ofríkismenn og fjárkúgarar.  Síðan á að lögsækja alla þá stjórnmálamenn sem töluðu um "alþjóðlegar skuldbindingar".  Þeirra víti mun verða öðrum skrumurum til varnaðar þegar næst verður vegið að saklausu fólki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 11:12

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ekki ætla mig það mikið fífl að þú getir slengt þessu fram hér.  

ICEsave málið er grundvallarmál, tekur á grundvallarþáttum Evrópskrar löggjafar, og er því ekki sem slíkt einkamál Íslendinga.  Deilan snýst um hvað má, og hvað má ekki.  Má setja á ótakmarkaða ríkisábyrgð án tillits til þeirrar afleiðingar sem það getur haft á heilu þjóðfélögin ef mjög illa fer.  

ICEsave ábyrgðin var upp á 650 milljarðar.  En hún gat líka verið upp á 6.500 milljarða, eða 65.000 milljarða.  Það sjá það allir í hendi sér að slíkt getur ekki staðist því þá er um endalok þjóðríkja að ræða, og enginn, hvorki viðkomandi þjóðþing, eða alþjóðlegar yfirstofnanir, hafa þann rétt að rústa líf og lífsskilyrðum almennings í einstökum þjóðríkjum.  

Ef menn telja sig hafa þann rétt, þá krefjast lög, önnur lög að ríkisábyrgðir séu skýrt orðaðar á skýru lagamáli,  ekki með orðalaginu Ekki ríkisábyrgð.   

Og þegar um skýra ríkisábyrgð er að ræða, án þess að um efra þak sé að ræða, þá verður að vera skýr lagaheimild um hvernig einstök aðildarríki geti takmarkað hana með einhverjum hætti.  Með örðum orðum þá þurfa einhverjar varnir að vera til staðar.

Á öllum þessum málum þarf að taka því ef dómurinn er á A4 blaði eins og þessi gerðardómur sem þú ert að vísa í, þá er öll réttarlöggjöf Evrópu í uppnámi.  Því dómurinn, hver sem hann er þarf að standast aðra löggjöf, og hann þarf líka að útskýra af hverju ekki var gripið til aðgerða að hálfu lögbundinna eftirlitsstofnana fyrst að íslensk löggjöf kvað á um einkarekinn tryggingasjóð.  Því ef hún var röng samkvæmt Evrópskum lögum, þá skapar eftirlitsleysið skaðabótarábyrgð, Ísland var jú í góðri trú með sína löggjöf.

Gerðardómurinn tók ekki á neinum af þessum þáttum, sagði aðeins að fyrst að pening vantaði, þá væri það á ábyrgð íslenska ríkisins. Punktur.  Þetta er ekki lögfræði, þetta er fyrirfram gefin niðurstaða sem var ákveðin til að róa fjármálamarkaði.  En vesalings mennirnir áttuðu sig ekki á hinum meiri hagsmunum sem þeir voru að brjóta og ég rakti hér að framan.  

Réttarríkið Evrópa er meira virði en ólögleg krafa breta og Hollendinga.

Og íslensk stjórnvöld á þessum tíma höfðu engan rétt til að fela þessari lögfræðinganefnd embættismanna ESB þau völd að úrskurða um réttmæti krafna breta.  Það verða allir að fara eftir lögum og lögin eru skýr um þá leið sem á að fara í máli eins og þessu.

Ákvæðið um gerðardóm á ekki við í þessu tilviki.  

Vegna þess að þetta er ekki deila milli tveggja aðila.  Hvað þá milliríkjadeila.  

Einhliða árás er aldrei deila, einhliða krafa framhjá lögum og reglum er aldrei deila.

Krafa breta og Hollendinga var einhliða tilraun til fjárkúgunar vegna þess að þessar þjóðir virtu ekki þær lögbundnu leiðir sem EES samningurinn kveður á um.  Og ég rakti hluta af þeim lagatexta sem um ræðir, en hef gert það áður í mun ýtarlegu bloggi.  Nenni ekki að endurtaka mig, textinn hér að ofan er skýr, og sambærileg dæmi um svona vinnugang er velþekkt úr sögunni.  

Og Magnús, ég er læs, og kann söguna ágætlega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband