Eins og þjófar í skjóli nætur.

Íslenskir stjórnmálaforingjar telja sig hafna yfir leikreglur réttarríkisins.

Þeir telja sig geta samið við breta og Hollendinga framhjá lögum, framhjá dómstólum.

Þeir eru eins og börnin sem  langar  í eitthvað og taka það.

Eða mennirnir sem vinna í skjóli nætur við að taka annarra manna eigur.

Íslenskir stjórnmálaforingjar læddust til Hollands til að bjóða þarlendum íslenska skattpeninga, sem friðþægingargjöf, svo þeir láti af árásarstefnu sinni.

Árásarstefnu sem er ólögleg og á skjön við allar alþjóðareglur.

Íslenskir stjórnmálaforingjar hafa ekki rétt á að semja við þessa árásarseggi um eitt eða neitt á kostnað saklaus þriðja aðila.  Þeir yrðu ekki sáttir ef sakborningar hjá héraðsdómi Reykjavíkur vísuðu í þeirra eigur til fullnustu sektargreiðslna.

Eins er það með fé íslenskra skattborgara, því má aðeins ráðstafa eftir lögum og reglum.  Eins er það með þjóðir á evrópska efnahagssvæðinu, þær geta ekki bankað upp hjá nágrannaþjóðum sínum og sagt að þær skuldi sér stórfé.

Þannig eru ekki leikreglur réttarríkisins.

Og þetta skilja allir nema þeir sem læðast um eins og þjófar á nóttu.

Til þess að reyna stela annarra manna eigum.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Utan til funda vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eitthvert formsatriði til að getað sagst að stjórnarandstaðan hafi fengið að vera með.  Skiptir engu máli ef það dugar fyrir Jóhönnu og stjórnvöld að senda bara Steingrím til að gæta hagsmuni Breta og Hollendinga.

Mbk.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 19:55

2 identicon

Ómar, ég hegg eftir því eins og þú að í fréttinni segir, "Mikil leynd..." og "..þögulir sem gröfin..." Þetta má með sanni segja að séu einkunnarorð íslenskra ráðamanna gagnvart sínum umbjóðendum.

Þögn og leynd munu einnig vera, fyrir algera tilviljun auðvitað, einkunnarorð mafíunnar, "Cosa Nostra."

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 21:51

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Af hverju má ekki berja neinn? Ég hugsa venjulega aldrei svona enn nú gerist það æ oftar. Lýðræðið er sprungið fyrir löngu og menn gera bara það sem þeim sýnist. Alla vega þeir sem stjórna lögunum. Málið er bara að þeir eru svo margir sem þyrfti að berja, að maður myndi aldrei vita hvar ætti að byrja...er ekki hægt að safna fyrir verkefnum fyrir Cosa Nostra og láta þá þrífa þetta rugl upp allt saman?

Óskar Arnórsson, 28.1.2010 kl. 22:02

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því miður minnir þessi utanför flokks-foringjanna á það ákvæði Gamla sáttmála frá 1662, sem bannaði utanstefnur. Þar segir:

 

Utanstefningar viljum vér aungvar hafa, utan þeir menn, sem dæmdir verða af várum mönnum á Alþingi í burt af landinu.

 

Mér finnst lítið leggjast fyrir þessa “foringja” að þeir skuli láta kalla sig til fundar við fjármálaráðherra Bretlands og Hollands. Ekki bætir það fyrir, að þeim er mætt báðum saman, því að segir umheiminum að við eigum engra kosta.

 

Þvert á móti er staða okkar sterk, bæði heima og erlendis. Málstaður okkar fær hljómgrunn hjá stöðugt fleirri erlendum sérfræðingum á sviði laga og hagfræði. Fjöldi einstaklinga er að gera útlendingum grein fyrir sterkri réttarstöðu okkar.

 

Reglur Evrópusambandsins sjálfs taka af allan vafa um að ábyrgð af útibúum Landsbankans var hjá fjármáleftirliti Bretlands og Hollands. Seðlabanka Íslands og Fjármáleftirlitinu Íslendska kom ekkert við það eftirlit. Þessar stofnanir höfðu nóg með sín verk hér heima. Ég minni á glöggskyggni Evu Joly, þegar hún sagði í frægri dagblaðsgrein sinni, frá 01. ágúst 2009:

 

Hvernig er hægt að ímynda sér að 40 manns í Reykjavík hafi getað haft virkt eftirlit með starfsemi banka í hjarta fjármálahverfisins í Lundúnum? Það er raunar athyglisvert að evrópskar reglugerðir sem fjalla um fjármálasamsteypur virðast greinilega gera ráð fyrir að aðildarríki ESB sem heimila starfsemi slíkra fyrirtækja frá þriðja landi verða að fullvissa sig um að þau séu undir jafn miklu eftirliti frá upprunaríkinu og kveðið er á um í evrópskum lögum.

 

Þarna er Eva joly að gefa í skyn, það sem ég síðar fullyrti að væri rétt og Alain Lipietz staðfesti með glæsilegri framgöngu sinni hjá RUV. Ábyrgðin á Icesave-klafanum er öll hjá Bretum og Hollendingum.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.1.2010 kl. 23:28

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verst að þeir sem nú eru í stjórnarandstöðu sáu þetta ekki fyrr en ný ríkisstjórn tók við. Þrælbölvað líka að Steingrímur sem nú berst fyrir fullnustu tveggja samninga í sama farvegi skyldi telja þjóðinni trú um að til þess að gangast undir nokkrar skuldbindingar af þessum toga fyrir hönd þjóðarinnar yrði fyrst að ganga af honum dauðum.

Í mínu tilfelli er það verst að þeir stjómálamenn sem ekki hafa haft tvær skoðanir á þessu máli hafa haft á því þrjár skoðanir. Og ég stend frammi fyrir sjálfum mér og spyr þeirrar algildu spurningar: "Hvort er ég heldur hann sem eftir lifir eða hinn sem dó?" 

Árni Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 23:47

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Vil aðeins minna á að leið réttarríkisins, sem utanstefna hin nýrri ætlar að hafa af okkur, að hún er ekki bara spurning um krónur, hún er líka spurning um æru. 

Röngum sakargiftum var logið upp á þjóðina, og hún þarf að endurheimta hana.  Þess vegna verður málið að fara fyrir dóm.

En Árni, við erum lifandi, það er það sem skiptir máli í mínum huga.  Þeir stjórnmálamenn sem vilja lifa áfram með þjóð sinni, munu ganga til liðs við hana áður en yfir líkur.  

Það eitt skiptir máli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 00:21

7 identicon

Hef vægast sagt afar vonda tilfinningu fyrir ferð þessara þriggja formanna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband