26.1.2010 | 00:17
Vitið þið ekki hvað er verið að gera þjóðinni??
Ef ICEsave ríkisstjórnin nær fram sínu ætlunarverki að afhenda Alþjóðagjaldeyrissjóðnum öll völd, þá er þessi niðurskurður aðeins byrjun þess sem koma skal.
Nái hún til að blekkja þjóðina til að sættast á ICEsave samningana hina síðustu, kannski með lægri vöxtum en sömu áhættu, þá verður allt skorið niður sem hægt er að skera niður. Það fé sem afgangs verður fer í að halda grunnþjónustu velferðarkerfisins við.
Nái ICEsave stjórnin því markmiði sínu að taka lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að fleyta krónunni, sem er fínt orð yfir að borga út erlenda eigendur (a la útrásarvíkinga) krónubréfa á yfirverði, þá verða skammtímaskuldir þjóðarinnar það háar að allt efnahagslegt forræði okkar er úr sögunni.
Þá er aðeins eitt ráð til að standa í skilum, það er að virkja allt sem hægt er að virkja, og meira til.
Leggja af allan innflutning nema á brýnustu nauðþurftum.
Hvað halda menn að rúmlega 60% greiðslubyrði af tekjum ríkissjóðs þýði???
Hvað halda menn að það kosti í lífskjaraskerðingu að ná 160 milljarða vöruskiptajöfnuði?????
Halda menn að Lilja Mósesdóttir, best menntaði hagfræðingurinn á þingi, sé að skrifa greinar gegn þessum hrylling af gamni sínu?????
Hana langi svo mikið til að vera Trójuhestur fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórnarinnar???
Afneitunin á þeim staðreyndum sem við blasa er svo skelfileg, að hún minnir á son heróínsjúklingsins, sem þarf að fá sér sprautu til að prófa, til að athuga hvort hann fari jafn illa út úr fíkninni og faðir hans.
Þetta er svo sorglegt allt saman að það er ekki annað en hægt að vorkenna þessu liði sem mætir í Háskólabíó til að mótmæla. Hverju heldur það að það skili???? Að það fái sérmeðferð því það hafi stutt ICEsave stjórnina með ráðum og dáðum eins og aðrir menningarvitar landsins????
En það er sama hvað mikinn velvilja ráðherrar ICEsave stjórnarinnar lofa þeim. Eftir að svikin við þjóðin eru innsigluð, þá munu þeir ekki ráða neinu. Þeirra eina hlutverk verður að skrifa undir þá pappíra sem landsstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins afhendir þeim til undirskriftar.
Og þegar hann sér að enginn trúir þeim eða treystir meir, þá verður þeim hent eins og hverjum öðru skrani. Og íhaldið mun aftur taka við völdum.
Vinstri menn sem svíkja málstað sinn og hugsjónir eru hvort sem er eins og hvert annað rusl sem enda á öskuhaugum sögunnar með öðru illþefjandi dóti sem hefur brugðist skyldum sínum og æru.
Það er öruggt að bylting Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun éta börnin sín.
Og íslensk kvikmyndagerð mun kannski öðlast nýtt líf þegar svikin verða mynduð og afleiðingar þeirra kynntar fyrir heimsbyggðinni sem víti til að varast.
Það er ekkert svo slæmt að ekki megi hafa eitthvað gott úr úr því.
Kveðja að austan.
Fordæmislaus niðurskurður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll austmaður.
Góður pistill hjá þér að vanda. Er þessi meðfylgjandi texti ekki eins og þú hefðir viljað getað best skrifað núna á lokasprettinum gegn voðaverkinu sem Samfylkingin og Vinstri grænir eru staðráðnir í að fremja gegn landi og þjóð, gegn vilja mikils meirihluta landsmanna og eigin kjósenda?
Hver ætli hafi skrifað þessi fleygu orð, og það fyrir góðu ári síðan?
Vísbending 1. - Sá og hinn sami ku vera óútskrifaður jarðfræðinemi.
Vísbending 2. - Sá og hinn sami hótaði borgarastyrjöld ef Icesave yrði samþykkt, en skipti um skoðun vegna þess að hann hefði ekki kynnt sér málið til hlítar að eigin sögn.
Vísbending 3. - Sá og hinn sami er formaður stjórnmálaflokks og ráðherra.
Mbk.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 01:07
Ég vona að við þjóðin höfum vit á því og góðan meirihluta þegar kemur að því að kjósa á móti IceSlave. Mér virðist í samtölum mínum við fólk að flestir séu á móti því að samþykkja IceSlave samninginn, sem betur fer.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.1.2010 kl. 01:13
Komið þið sælir; Ómar, og Guðmundur 2. !
Ef eitthvað er; ertu bara nokkuð bjartsýnn, á framvinduna, Ómar minn.
160 Milljarða vöruskipta jöfnuður; + eða - einhverjar krónur, breyta engu, til eða frá. Kaffibætir (Export); hvað þá kaffið sjálft, eða þá salernispappír, yrðu slíkar munaðarvörur, að fólk myndi slást um þær, blóðugum slagsmálum.
Ef eitthvað er; þykir mér þú vera, jah;; full bjartsýnn, á framvinduna.
Tilvitnanir; okkar ágæta Guðmundar 2., hitta vel í mark, sýnist mér, einnig.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem ætíð /
Óskar Helgi Helgason
p.s. Umrenningur; bað mig fyrir kveðju, ef ég sendi þér línur - við hittumst, stöku sinnum, og eigum gott spjall, að jafnaði.
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 01:18
Guðmundur, ég myndi giska á Steingrím sem ég trúi ekki öðru en að fari að fá borgarastyrjöldina sína upp í fangið
Og þar sem ég er byrjuða að skrifa í athugasemdakerfið verð ég auðvitað að nota tækifærið og þakka þér, Ómar, fyrir þína jarðbundnu og kraftmiklu pistla!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.1.2010 kl. 02:47
Blessaður Guðmundur.
Þessi orð voru sem ljós í myrkrinu þegar þau voru skrifuð. Þá var ljóst að Hrunstjórnin var að falla, og eitthvað nýtt tæki við. Og ég taldi að hvað sem það yrði, þá væri ekki hægt að ganga fram hjá þessum orðum Steingríms. Ekki nema menn vildu að VG færi yfir 40% í fylgi.
Þá var ljóst að Sigmundur myndi beina Framsóknarflokknum gegn ICEsave, og ESB andstæðingar íhaldsins höfðu ekkert á móti deilumáli við Brussel, þar að auki langaði því ekkert að þurrkast út i næstu kosningum.
En Steingrímur fór á taugum. Féll í þá grundvallargryfju að trúa ekki á sína vígstöðu. Vígstöðu sem hann hafði með lagni og þrjósku byggt upp á 10 árum. Og samdi við djöfulinn um völd, gegn því að selja sálu sína.
Og við eigum engan Sæmund fróða til að skakka leikinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2010 kl. 06:36
Blessaður Óskar.
Skilaðu kveðju til Umrennings.
Já ég er bjartsýnn ef þetta væru mínar eigin tölur, en þetta eru tölur fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans. Vildi vera svona hlutlaus einu sinni, eða fræðilegur með því að halda mig við "fræðilegar" tölur "hlutlausra" aðila.
En sjálfur er ég að vara við raungeringu goðsagna, að sjálf Hávamál öðlist ekki sjálfstætt líf á næstu árum. Vil halda þeim sem goðsögnum, ekki áhrínsorðum.
Og það eru dökk ský við sjóndeildarhringinn Óskar. ICEsave er aðeins fyrsti skýjaflókinn sem við blasir.
Svona dökk ský hafa sést áður, og hingað til hefur stormur skollið á.
Það er allavega full ástæða til að gera vindklárt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2010 kl. 06:48
Takk fyrir innlitið Jóna og Kolbrún.
Ég óttast mest þriðju leiðina, hin söguleg svik stjórnmálamanna um "mýkri" ICEsave samning. Þó er mjög erfitt að ganga gegn rökum þeirra Sigurðar og Jóns Steinars um hina nauðsynlegu forsendu sáttar. Að réttarríkið sé virt.
Og orð þeirra Bjarna og Sigmundar í Morgunblaðinu í dag vekja mér ennþá ugg. Þeir halda að þeir þiggi vald sitt frá guði, ekki lögum. Og geti því samið. Að vísu samið um eitthvað sem er ásættanlegt að þeirra mati, en samið samt.
En þú semur ekki um lögbrot. Það er dómstóla að dæma. Á þeim grunni á síðan að semja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2010 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.