Fyndinn krakki.

 

Þegar Eysteinn Jónsson settist barnungur á þing, varla farinn að raka sig, þá bar öllum saman á þingi, að meðalaldur Alþingis hefði hækkað um einhverja áratugi.  Slík var málafylgja Eysteins, slík var alvara hans.

Æskan er ekki alveg að gera sig í dag.

Hún er jafnvel látin stjórna nefnd, þó er hvergi skjalfest að fóstra hafi verið ráðin til að passa uppá krakkann.

 

Svona er arfleið þeirra Ólafs og Geirs í dag.

Liðin er sú tíð að vit og þekking var vegin og metin í þessum ágæta kristilega íhaldsflokki.

Minning þeirra Ólafs Björnssonar og Jónasar Haralz, mannanna sem lögðu drög að viðreisn Íslands, er fyrir löngu hólfuð í geymslu sem kennd er við Óminni.  Nefni þá félaga því einu sinni var vit og þekking  metin innan flokksins.

Og þeir yngri lærðu af þeim eldri.

Þá var frasinn hornreka, það þurfti rök til að halda íhaldsóværunni í skefjum.

 

Það var þá, í dag situr þjóðin upp með krakka sem alltí einu áttaði sig á að unglingar væru fækkandi, og það biði uppá góð tækifæri.

En krakkinn gat ekki sagt frá í hverju hin góðu tækifæri væri fólgin.  Enda lögð sú lína í munn að börn mæli ekki gegn gróða hinna fullorðnu, hinna útvöldu sem fjármagna flokkinn.

Það var eins og einhver bráðavandi, annar en sá að flokkshollur maður sá fram á holu í tékkhefti sínu, hafi skyndilega dúkkað upp, nákvæmlega þremur vikum eftir að núverandi ríkisstjórn einkavina fékk völdin.

Eins og Illugi Gunnarsson hafi ekki verið starfi sínu vaxinn, að hann hafi ekki vitað af hinn mjög svo snöggu fækkun nemanda, og ekki skorið niður í tíma til að mæta þeirri fækkun.

Eins og Illugi hafi talið að þá myndi fjárveiting per nemanda leita aftur í það jafnvægi sem kreppustjórn AGS, kennd við þau Jóhönnu og Steingrím, hafði riðlað með því að láta krónutölu standa í stað, þó nemendum fjölgaði mikið.

 

Því Illugi var ekki barn.

Hann var ráðherra.

Kannski ekki einkavinaráðherra, enda var honum vikið úr pólitík, en hann var fagráðherra.  Aðeins rætnar tungur halda öðru fram.

 

Það er sök sér að börn, sem eru nýbúin að læra að lesa, og hafi því eðli málsins vegna, ekki lesið neitt sem kalllast saga, og getur upplýst barnið um atburði sem áttu sér stað á meðan það var í símanum, viti ekki neitt.

Og það hvarflar ekki að neinum að fela þeim trúnaðarstörf.

Þó það væri ekki annars en til að losna við barnahjalið.

 

Kristján Þór hafði af einhverjum ástæðum ekki tök á að hætta að vera ráðherra.

Hann greiðir hátt gjald, hann sér um ákveðin skítverk fyrir fjölskylduhlutafélagið.

Og það er greinilega ekki langt síðan að hann fékk tilkynningu um að núna ætti að sameina skóla til að bjarga fjárhag vildarvinar.

Sem reyndur stjórnmálamaður þá reynir Kristján ekki að tjá sig um eitthvað sem í raun er ekki hægt að tjá sig um.  Hann annars vegar fékk innflytjanda til að segja eitthvað sem hún greinilega hefði þurft annan þýðanda en Gúgla frænda til að upplýsa sig um, og hann fékk krakkann til að tala um tækifæri.

Eins og eitthvað annað væri í stöðunni að hjálpa vildarvini.

 

Enda hvernig ætti Kristján að geta útskýrt fyrir fólki að fækkun nemanda myndi draga úr þeim vanda að fjölgun nemanda væri ekki mætt með auknum fjárveitingum. 

Eitthvað sem fyrirrennari hans og samflokksmaður fékk svo iðulega að heyra.

Eða reyna að setja það í samhengi að enginn vissi neitt fyrir örfáum vikum síðan, en töflur um fjölda nemanda hafi legið fyrir alveg frá því að blessið börnin voru getin, að núna sé rosaleg greiningarvinna í gangi til að meta kosti og galla hinnar fyrirhugaðar sameiningar.

Kristján er það reyndur að honum dettur ekki í hug að reyna að klæða flokkspólitíska ákvörðun í þágu vildarvinar í einhvern faglegan búning, sem öllum er ljóst að er blekking ein. 

Hann veit eins og er að þögnin er hans eina skjól.

 

En gleymdi fyndna krakkanum sem afhjúpar allt.

Og heldur að fyrirfram ákveðin niðurstaða byggist á eftirá faglegum rökum.

 

Sussum sei.

Hann er ávísun á aukin ríkisútgjöld.

 

Það vantar fóstrur á þing.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Tækifæri geti falist í sameiningunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arður og við lokum.

 

Lokum og læsum, gefum skít í það samfélagi sem var bakland uppbyggingar okkar.

Því arðurinn knýr reksturinn áfram, ekki starfsfólk, ekki það samfélag sem í áratugi hefur skilað okkur hagnaði og hagsæld.

Það var þá, það er ekki í dag.

 

Í dag, þá greiðum við ekki út arð, ef við gætum ekki ýtrasta aðhalds, ef við nýtum ekki hvert tækifæri til að hagræða, til að straumlínulaga rekstur okkar.

Það erum við sem eigum kvótann, ekki byggðarlagið, ekki starfsfólkið sem vann verðmætin.

 

Og ef þið efist, spyrjið þá ráðherra.

Spyrjið þá ríkisstjórnina.

 

Arður okkar er þeirra tekjur.

Þau slá ekki á höndina sem fæðir þau.

 

Við fjárfestum ekki í stjórnmálamönnum til þess að þeir mæli gegn þeirri hagkvæmin sem hið góða fiskveiðistjórnarkerfi hefur skilað okkur.

Arður verður ekki til að sjálfu sér.

 

Arður er fjárfesting.

Kveðja að austan.


mbl.is HB Grandi greiðir 1,8 milljarða arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk er fífl.

 

Og fólk er fávitar, allavega þeir sem kjósa yfir sig aftur og aftur status Kó.

Og þá er ég ekki að meina hljómsveitina, þó það sé föstudagur, og alveg tilefni til að hækka í græjunum.

 

Hvað þá að ég sé að gera lítið úr fólki.

Vissulega er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að brenna flestar brýr að baki sér, en það var alltaf góður bissness.  Það er fyrir vildarvini flokksins.

Og seint verður því haldið fram að Bjarni hafi ekki haldið haus, þó öll spjót stæðu á fjármálabrask fjölskyldu hans.

 

Við búum við lýðræði, og við kusum.

Og fengum þá ríkisstjórn sem við vildum, sérstaklega fékk fólkið á móti þá stjórn sem það kaus.  Seint mun finnast sá maður sem opinberlega heldur því fram að hann hafi kosið gegn auðráni og sjálftöku, og kosið Viðreisn og Bjarta framtíð.  Ekki vegna þess að fólk kann að skammast sín, það kann það örugglega, heldur vegna þess að vandfundinn er sá vitleysingur sem lét blekkjast að kerfisflokkar væru ekki kerfisflokkar.

Enda ekkert að því að kjósa slíka flokka, að afneita þeim hinsvegar ætti allavega að kosta viðkomandi kaup á galandi hana.

 

Ríkisstjórnin er það sem hún hefur alltaf sagst vera.

Hvorki betri eða  verri miðað við rætur þeirra einstaklinga sem hana skipa.

Og það er nákvæmlega ekkert að því að einkavæða menntakerfið, það er ef vilji til þess lá fyrir þegar kosið var.

Og sá sem kýs frjálshyggjuflokka, og vælir síðan yfir einkavæðingu, hann ætti virkilega að athuga sinn gang.  Til dæmis að læra að lesa.  Og lesa síðan um stefnu þess flokks sem hann kaus.

 

Kannski ólæs, en kjósandi fjölskyldufyrirtækisins sem við köllum ríkisstjórn Íslands, er kjósandi sem vissi hvað hann var að kjósa.

Og þó meirihluti fjölskyldunnar hafi verið tæpur, jafnvel ótæpur, þá hefur hún meirihluta þingsæta sér að baki.

Og munum að hún laug aldrei, allt hennar fjármálabrask lá fyrir þegar kosið var síðastliðið haust.

Enginn var blekktur og lýðræðið kvað upp sinn dóm.

 

Ekki vegna þess að fólk er fífl, fólk er fólk.

En það sama fólk, sem kaus núverandi ríkisstjórn, það situr undir því ámæli að það sé fífl.

Ekki frá andstæðingum núverandi ríkisstjórnar, heldur frá þeim sem ávinnings njóta, og geta ekki sagt satt orð, heldur fabúlera út og suður, sem krefst þess að þeir sem trúa, séu fífl.

 

Þessi frétt er dæmi þar um.

Það féll ekki loftsteinn á landið, heldur urðu bæði ráðherra, sem og hagsmunaaðilar sem fjármagna flokkinn, gripnir sömu hugljómuninni á sama tíma.

Það er sniðugt að einkavæða, og svo liðu nokkrir dagar, og svo bara einkavætt.

Bara alveg óvart.

Eða eins og sá sem flokkinn fóðrar sagði, "Þetta er ekki að ég sé að gleypa yfir. Ráðherra fól okk­ur það verk­efni að skoða þetta og við kom­umst að þeirri niður­stöðu að þetta væri fýsi­leg­ur kost­ur.“".  Og tók það fram að þessi hugljómun hefði fyrst birst á himnum eftir að fjölskyldufyrirtækið var sett á koppinn, eða í febrúar á þessu ári.

 

Afhverju menn segja ekki satt, af hverju menn tala ekki mannamál, það er spurning sem kjósendur núverandi ríkisstjórnar þurfa að svara.

Það gín enginn við þessu bulli nema þeir.

Þeir eru hin meintu fífl sem þarf að fóðra á fíflafóðri.

Þeir sitja uppi með fyrirlitninguna að vera talin fífl af fólkinu sem ávinnings nýtur af lýðræðislegum rétti þess að greiða atkvæði í lýðræðislegum kosningum, og þau atkvæði voru greidd eftir bestu samvisku.

 

Þetta fólk kaus fjölskyldufyrirtækið, og það var réttur þess að gera svo.

Af hverju er því ekki sagt satt að það sé góður bissness að fá áskrift á öruggar tekjur skattgreiðanda, og spurningin um einkavæðinguna var aðeins spurning um hvenær var lag.

Að þetta sé stefna fjölskyldunnar, að þetta sé stefna flokksins, og um það ríki sátt innan hans.

 

Restin að þjóðinni, við sem erum ekki hrifin af einkavinavæðingu fjölskyldunnar, við urðum undir í kosningunum.

Og við látum ekki blekkjast af þessu gaspri.

Við erum ekki fífl.

Við erum minnihluti.

 

Við þurfum ekki svona órök.

Við þurfum ekki svona staðleysur.

 

Það þarf þess enginn.

Einkavinurinn hlýtur að gera þegið gjöfina, eða réttara sagt uppskorið ávexti fjárfestingar sinnar í fjölskyldufyrirtækinu, án þess að lítillækka vitsmuni fólks.

 

Hann náði sínum bita af kökunni.

Fyrir opnum tjöldum.

 

Hann ætti að njóta.

Ekki vanvirða.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Verið í vinnslu síðan í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnvart lofslagsvánni er aðeins ein fær leið.

 

Og það er samstillt átak heimsbyggðarinnar að losa sig við þá hugmyndafræði sem engu eirir, ekki einu sinni lífinu sjálfu, sjái hún í eyðingunni hina minnstu gróðavon.

Fyrsta skrefið er að losa sig við þá stjórnmálamenn sem hjáguðinn Mammon dýrka, og telja hann æðri öllu, sið, mennsku og mannúð.

Það breytist ekkert á meðan þeir fara með völdin, sama hvað fólk fyllir margar ráðstefnusali eða flokkar mikið sorp.

 

Ef ríkisstjórn Íslands meinar orð af hinum hástemmdu yfirlýsingum sínum, þá sýnir það orð í verki með því að segja af sér, öll sem ein, nema Björt mætti kannski sitja áfram, því hún virðist einlæg.

En kemur engu í verk í þessari ríkisstjórn Mammonsdýrkenda.

Nema náttúrulega að fá að halda einn og einn blaðamannafund, og eyða einhverjum trjám til að hægt sé að skrá niður innantóm loforð og einskis nýtar yfirlýsingar.

 

Það dugði ekki að fara í jóga til að stöðva nasismann á sínum tíma, jafnvel þó það sé mannbætandi í eðli sínu, og bætir örugglega heiminn ef nógu margir ástunda slíka iðju.

Illt er aðeins með illu út rekið.

 

Drepsóttir eru drepnar, annars drepa þær.

Gagnvart Svörtu pestinni er ekkert val.

 

Það er hún, eða við.

Kveðja að austan.


mbl.is Ýttu úr vör áætlun í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarna siðmenningarinnar, kjarni mennskunnar.

 

Má lesa í þessum orðum hinnar 16. ára gömlu hugrökku stúlku sem bauð hatrinu byrginn;

"Hún seg­ist hafa sagt hon­um að ríkj­um beri skylda að aðstoða þá sem eru að flýja stríð og átök og í slík­um til­vik­um eigi landa­mæri að víkja. ".

Byggist á boðorðinu eina, þú skalt gæta náunga þíns, og það sem meira er, þú átt að elska náungann þinn eins og sjáfan þig og eins og guð þinn.

 

Þetta er kjarni þess stríð sem háð er um allan heim í dag.

Við ómennskuna, sem knúin er áfram af illskunni í sinni tærustu mynd.

 

Ómenni fara víða með völd.

Og á fleiri stöðum reyna þeir að brjóstat til valda.

 

Siðmenningin veltur á gengi þeirra.

Kveðja að austan.


mbl.is Stúlkan sem bauð rasista birginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpur Obama.

 

Sem hið svarta íhald getur ekki fyrirgefið honum, er að hann sagði að fátækt fólk væri fólk.

Og það ætti rétt á heilbrigðistryggingu.

 

Slíkt er ekki hægt að fyrirgefa.

Slíku þarf að steypa fyrir ætternisstapa.

Því fátækt fólk á að éta það sem úti frýs.

 

Það sem meira er, Trump á sér marga bræður.

Marga skoðanabræður.

 

Og þeir fara víða með völd.

Kveðja að austan.


mbl.is Ætlar að „gera út af við“ Obamacare
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. maí 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband