Þjófræði á sér margar myndir.

 

Ein af þeim er gífurlegir fjármunir á aflandssvæðum.

Sem er svona ígildi fjársjóðseyja sjóræningja í gamla daga.

 

Önnur eru stjórnvöld sem telja gullkisturnar á fjársjóðseyjunum  hinn eðlilegasta hlut, jafnvel dæmi um heilbrigði efnahagslífsins.

 

Sú þriðja er ríkisstjórn þar sem gullkistueigendur eru í hópi ráðherra.

Sem gilti um síðustu ríkisstjórn, og mun gilda um þá næstu.

 

Síðan er það sú fjórða og sú fimmta, og í verstu tilvikum þjófræðis duga puttar beggja handa ekki til, ekki heldur að tánum sé bætt við, ekki heldur að heill strætisvagn sé fenginn til að aðstoða við upptalninguna.

 

Hvort við Íslendingar þurfum heilan strætisvagn til að telja, skal ekki metið hér.

Ekki skal heldur lagt mat á hvenær þjófarnir stálu lýðræðinu.

Ekki heldur gerð tilraun til að meta hvenær þjóðin reynir að endurheimta lýðræði sitt úr þjófa höndum.

 

Þetta er eins og með offitusjúkling, sem telur Burgerking mat bestan.

Nema þegar hann rífst við sjálfan sig um að Dominos pizzan slái burgeronum við.

Líkur þess að hann taki upp hollan lífsstíl á morgun eru ekki miklar.

Líklegra er að sjúkrabíllinn sæki hann áður, ef hann þá kemst í slíkt farartæki.

 

Þó er vonin stærri í hans tilviki, um það eru mörg dæmi.

Hann veit eins og er að þetta á ekki að vera svona, það bíður eitthvað betra handan við hornið.

Til dæmis framtíð.

 

Íslenska þjóðin er hins vegar sátt við sinn Burger, og sína Pizzu.

Enda vel fóðruð að kolvetnaríkum ferðamönnum sem halda uppi kolvetnaríkri neyslu.

 

Þó innviðirnir séu eins og hjarta og æðakerfi offitusjúklingins, þá duga þeir meðan þeir duga.  Það er jú alltaf hægt að fá sér aðra Pizzu, fleiri ferðamenn.

Fjársveltir skólar, myglað heilbrigðiskerfi, vegakerfi sem komið er fram yfir síðasta söludag, skiptir ekki máli, ný ferðamannapizza reddar hagtölum.  Reddar kolvetnaneyslunni.

Þó skyndibitafóðrarinn fitni, það er veski hans, þá er ekkert að því að hann flytji gróðann úr landi, hann reddar jú svo góðum skyndimat.  Hann fóðrar vel.

 

Enda til hvers er lýðræði, til hvers þarf að bjóða uppá íslenskan mat, íslenska framleiðslu, til hvers að sækja í heilbrigði og hollustu.

Er grænmeti hvort sem er ekki fyrir kanínur, og frelsið fyrir auðmenn.

Ekki kvarta kanínurnar og hví ætti þá fólk að kvarta þegar auðmenn eru frjálsir.

 

Búum við ekki í frjálsu þjóðfélagi þar sem menn mega það sem þeir vilja?

Er eitthvað að Burger borgaranum???

 

Nei, þjófræði á sér margar myndir.

Og sú alvarlegasta er uppgjöf fólksins.

 

Hún er mesta meinið.

Verri en þessar krónur á aflandseyjum.

 

Því hún mun engu breyta.

Kveðja að austan.


mbl.is Allt að 810 milljarðar á aflandssvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 998
  • Frá upphafi: 1321550

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 837
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband