Myglað Ísland

 

Vanvirðir eldri borgara þessa lands.

Það viðheldur heilbrigðisstofnunum sínum í stöðugu fjársvelti og notar eitthvað fjármálahrun sem réttlætingu þess að myglan sé að yfirtaka byggingar og innviði heilbrigðiskerfisins.

Eða hvað útskýrir hið algjöra afskiptaleysi sem lýst er í þessari frétt.

 

Peningaskortur, fátækt samfélagsins??

Nei, þjóðin hefur aldrei verið ríkari.

 

Aðeins mygla hugarfarsins útskýrir að samfélag okkar er orðin féþúfa gírugra fjármálamanna og minnst af þjóðarauðnum fer til samfélagslegra þarfa.

En stærri hlutinn í vasa fjármagns og auðs.

 

Og aðeins myglað fólk styður þá stjórnmálamenn sem sjá ekkert athugavert við kerfið, nema það þó helst að þeir veiti of miklum fjármunum í það.

Þrátt fyrir innan við 30% fylgi þá er tangarhald þeirra á á þjóðfélaginu algjört, þökk sé velheppnaðri fjármálafléttu að láta hluta ættarveldisins bjóða fram "andófsflokk" gegn hina sama ættarveldi.

Líkt og þann klofa að láta vinstri höndina fara í sjómann við hægri höndina, og vita ekki fyrirfram hvor fari með sigur.

 

Mygla er því miður ekki bara bundin við byggingar.

Hún getur lagst á fólk, og yfirtekið huga þess og vilja.

Hættir þá að vera bara heilbrigðisvandamál, heldur verður að þjóðarvá.

 

Hversu mikil sú vá er mun skýrast um helgina.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Orðlaus vegna afskiptaleysis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valsmenn meika þetta.

 

Þeir lokuðu fyrst neyðarbrautinni, og núna náðu þeir að hrekja formann KSÍ úr embætti.

Hver efast um mátt peninganna???

Kveðja að austan.


mbl.is „Þetta er bara komið gott“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband