Gosi segir.

 

Það er búið að kjósa, og þar með gilda prinsipp ekki lengur.

Fellur  um leið á rökfærslunni því Bjarni vísvitandi leyndi skýrslu fyrir kosningar um aflandsfélög og er því í sömu stöðu og Sigmundur.

Að hafa platað í stað þess að segja satt.

 

En það sem Gosi vildi sagt hafa, því ekki vill Gosi hafa nef sem kemst ekki fyrir í ráðherrastól, er að á stöðu Bjarna og Sigmundar er einn grundvallarmunur.

Sem er að Bjarni vill mynda ríkisstjórn með Gosa.

Og Gosi vill verða ráðherra.

 

Og af hverju sagði Gosi bara ekki satt í upphafi??

Sagði eins og er að þetta er alltaf spurning um völd.

Og hver vill ekki verða ráðherra??

 

En málið er ekki svo einhlítt.

Ef Gosi hefði sagt satt.

Þá héti hann ekki Gosi.

Heldur Óttar.

 

Sem er reyndar fínasta nafn.

En hvaða skáldsagnarpersóna heitir Óttar?

Hvaða bókmenntabóhem vill heita svo hversdagslegu nafni?

Og þjóðskrá er eins og stífur Brussel skriffinni þegar rætt er um nafnabreytingu.

 

Er þá ekki bara betra að heita Gosi?

Spyr sá sem ekki veit.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir mun á stöðu Sigmundar og Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðurkjördæmi ber sök.

 

Að láta hæfan mann leiða listann, og sá hefur ekki ennþá lært að skríða fyrir formanni sínum.

Og til að kenna honum þá lexíu var líklegast vanhæfasti þingmaður flokksins gerður að ráðherra.

Geri aðrir formenn betur.

 

Þetta kallast að sýna vald sitt.

Reyndar í eigin þágu.

 

En var hugmyndafræðin á bak við sjálfstæðistefnuna ekki hvort sem er bara útópía?

Skiptir ekki öllu máli að græða??

 

En Bjarni þarf ekkert að óttast.

Hann getur treyst sínu fólki.

 

Að kvaka og gagga.

Sem sannar hans mál að sjálfstæðisstefnan er in memory.

 

Því hún krefst jú sjálfstæðra manna.

Kveðja að austan.


mbl.is Suðurkjördæmi gríðarlega mikilvægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er til fínna orðalag um ætlaða lygi??

 

En að segja, "ekki þarf að efast um góðan ásetning".

En háleit markmið stjórnarsáttmála getur strandað á takmörkuðu fjármagni.

 

Af hverju getur stjórnmálafræðingurinn ekki talað mannamál?

Annað hvort ætla menn að gera hlutina eða ekki, fjárhagurinn er ekkert leyndarmál.

 

Ef eina sem þarf til að semja stjórnarsáttmála er að fara á hugarflug, þá eiga menn að fara alla leið.

Segja í einni setningu; "við ætlum allt, og reisa eina geimstöð líka".

Stjórnarsáttmáli er markmið en markmið án jarðtengingar er bull, og ef slíkt bull kemst í stjórnarsáttmála, þá er einfaldlega verið að ljúga að fólki.

Sem vissulega hefur verið gert áður, en það afsakar ekki að gera það aftur.

Það er nefnilega mikil misskilningur að dómsstólar taki vægar á síbrotamönnum, það virkar ekki til refsilækkunar að þetta sé í þriðja sinn sem viðkomandi braust inn, þvert á móti, það sýnir einbeittan brotavilja.

 

Er mál að linni?

Er tími til kominn að loka á þá meðvirkni sem skapar hina síljúgandi stjórnmálamenn??

Við skyldum ætla það.

 

Og við höfum enga ástæðu til að ætla að núna sé vísvitandi verið að skálda í skýin.

Það sem er sagt, hlýtur að standa.

Enda kláruðu Viðreisn og Björt Framtíð lygakvóta sinn í aðdraganda kosninganna.

 

Þess vegna á frétt frá þessum sjónarhóli ekki rétt á sér.

Hún er að ætt stjórnmálskrifa sem ætluð er að rægja, sem er ætluð til að lauma þeirri hugsun að lesendum að ekki sé líklegt að efndir fylgi orðum.

Og slíkt gerir ekki fréttamiðill, til þess erum við hin ef við kjósum svo.

Einhver verður að halda sig við hlutleysið.

 

Tíminn sker úr.

Tíminn dæmir.

 

Sporin hræða, það er vissulega rétt.

En leyfum stjórninni að tölta fyrstu metrana áður en spáð er í hvort þau spor séu þekkt.

 

Því það er jú alltaf möguleiki á hinu.

Heiðarleika, stefnufestu, samræðu við þjóðina sem byggist á staðreyndum og svo framvegis.

 

Það gæti alveg verið.

Alveg satt.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Getur strandað á takmörkuðu fjármagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni og dvergarnir 5.

 

Kannski ósanngjarnt að nota þessa nafngift um Kristján Þór, hann er sannarlega sterkur leiðtogi i sínu kjördæmi en hann er hlýðinn, og ljóst að hann gengur ekki með formanninn í maganum.  Það er því óþarfi að smækka hann með því að halda honum fyrir utan ríkisstjórn.

Guðlaugur Þór er það skaddaður úr fortíðinni að hann mun aldrei ógna formannsstólnum.

Restin af ráðherrum flokksins eiga upphefð sína Bjarna, ekki eigin frama eða styrk.

Nýliðinn er athyglisverður, gæti bjargað ásýnd ráðherraliðs flokksins.

 

En eftir stendur að svipmiklir þingmenn með sterka pólitíska stöðu voru ekki valdir ráðherrar.

Áberandi er hvernig sterkasta landsbyggðarkjördæmi flokksins er hlunnfarið, en þar er einmitt í forystu maður sem hefur allt sem þarf til að verða sterkur foramaður..

Og hann er ekki beintengdur fjármálabraski eða fjármálabröskurum.

Síðan er það óskiljanlegt hvernig hægt var að ganga framhjá Brynjari fyrst að Ólöf treysti sér ekki í ráðherrann.  Það ætti að vera nóg að forsætisráðherra hafi aðstoðarmann og bílstjóra, þó hann skipi ekki líka töksuhaldara sem ráðherra.

 

En sjálfstæðismenn láta sér gott líka, þeir kvaka, og mér sýnist líka að þeir séu að æfa sig að gagga, ennþá reyndar ekki ljóst hvort gaggið sér frá tófu komið eða hænu.

Til sjálfstæðis þeirra hefur ekki sést frá því að Davíð reif þá uppá eyrunum á landsfundinum 2009 þegar fjármálaelíta flokksins ætlaði að láta þá samþykkja aðildarumsókn að ESB.  Í þingsalnum heyrðist aðeins kvak, og reyndar var einstaka framsýnn landsfundargestur farinn að æfa sig á gaggi.  En uppréttir menn gengu út eftir ræðu Davíðs, talandi mannamál.

Sjálfstæðismönnum er reyndar vorkunn, ritstjóri Morgunblaðsins fer ekki gegn ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, jafnvel þó hún lúti meirihluta Segjum Já við ICEsave.  Vanþóknun sína getur hann aðeins sýnt með því að þegja, og skrifað einhverja litla lofgjörð í anda stjórnarsáttmálans sem er augljóslega skrifaður af sama almannatengli og skrifar ræður Dags B. Eggertssonar.

Davíð reyndar gat það ekki, hann skrifaði um hina miklu heimsfrétt, óróann á Spáni.  Og var þá ekki að vara sólalandarfara á óstöðugu veðurfari. 

 

Innan úr kvakinu og gagginu heyrist ein og ein setning sem með hjálp túlka má koma á mannamál, eins og hvaða máli skiptir litleysið og stefnuleysið, foringjaræðið og fjármálavafstrið, við erum sko ennþá stærsti flokkurinn.  Og við stjórnum, er það ekki???!!?

Enginn veit hvað gerðist undir borðum sem fékk Birgittu til að eyðileggja sigurmöguleika Pírata, en það breytir því ekki að 30% flokkurinn á Birgittu allt að þakka að hann er ekki 20% flokkur.  Samt má ekki gleyma að flokkurinn er 20% flokkur í Reykjavík, áður höfuðvígi flokksins með allt að 60% fylgi þegar stjórnmálaforingjar stýrðu flokknum en ekki fjáraflamenn.

Það er landsbyggðin sem bjargar þingfjölda flokksins, sem og gamla fólkið.  Sem er ennþá að kjósa Ólaf, Bjarna, Geir og Davíð.  Hæfir reyndar skel kjafti því fjáraflafólkið launar því með því að siga ómenguðu frjálshyggjufólki á hagsmuni þess.

 

Birgitta dugði vissulega ekki til að bjarga flokknum svo ekki yrði framhjá honum gengið við myndun ríkisstjórnar, en leikfléttan með Benna frænda sá um restina.  Ásamt því að Já Ísland kippti í spotta Bjartrar framtíðar.

Skítaredding, en skítareddingar bjarga ekki stöðu flokksins til lengri tíma.

Og það er ljóst að ráðherraval flokksins gerir það ekki heldur.

Sviplaust, laust við karakter.

Litlu flokkunum er gefið eftir sviðið.

 

Hvað sem sagt er um Benna frænda, þá er hann skemmtilegur og eftirminnilegur.  Það veit orðið hvert mannsbarn hver hann er.

Það sama verður sagt um Óttar Proppé, og Þorgerður Katrín er glæsileg í alla staði.  Sterk kona og sterkur stjórnmálaleiðtogi.  Björt Ólafsdóttir er minna þekkt, en virkar allavega ekki fráhindrandi.

Þetta er fólkið sem fær sviðsljósið.

 

En dvergarnir, jæja hver man eftir þeim?

Þeir voru hins vegar ekki í framboði síðast þegar ég vissi, þeir hjálpuðu aðeins henni Mjallhvíti. 

Sem allir muna eftir

 

Hvort Bjarni sé Mjallhvít verður að koma í ljós.

Sterkasti stjórnmálaleiðtogi Íslands í dag. 

Væri líka einn af þeim sterkari þó einhver væri samkeppnin.

 

Næstu dagar og vikur munu reyna á hann.

Margur óskar þess að honum mistakist, en spyrja má hvort eitthvað betra tæki við?

Væri ekki heilbrigðara fyrir þjóðfélagið að það væru þá málefnin sem myndu fella hann en ekki fjölmiðlafárið?

Væri ekki betra að átakalínur snérust um grunngildi en ekki froðu, þar sem allt virðist enda með sömu stefnunni, að gera þá ríkari ennþá ríkari, og þá fátæku fátækari.

 

Um margt er lag í dag, og það er vilji til góðra verka.

Um það eigum við ekki að efast.

 

Látum verkin dæma.

Ekki óttann, ekki fyrri spor.

 

Eitthvað verður að breytast.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Sjö nýliðar í ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 120
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 1114
  • Frá upphafi: 1321666

Annað

  • Innlit í dag: 82
  • Innlit sl. viku: 915
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband