Vill Morgunblaðið að ríkisstjórnin tóri fram yfir Nýja árið???

Og að drápsklyfjar ICEsave verði lagðar á þjóð okkar????

Eru einhverjir kaldlyndir refjasmiðir að brugga sína skítuga kokteila???

Hentar það forystu Sjálfstæðisflokksins að Vinstri flokkarnir grafi sína gröf????

Ég vona að svarið við öllum þessum spurningum sé Nei.  

Ég skil vel rök slíkra atburðasmiða, núverandi skurðgröftur kemur Sjálfstæðisflokknum til góða.  

En hann er líka um leið gröf þessarar þjóðar, og enginn jarðar sína þjóð fyrir valdastóla.  Nema náttúrulega Steingrímur Joð Sigfússon.  Hann er líka frá einhverjum óbyggðum þar sem allt mannlíf var frosið 9 mánuði ársins.  Slíkt telst ekki með.  Skiljanlegt  að maðurinn geri allt fyrir il valdastólsins.

En af hverju þessi formáli hjá mér????

Sé menn ekki búnir að fatta svarið, þá skal ég útskýra mál mitt.

 

Hver gerir svona fréttaskýringu um hreinræktað níð um ungann mann???????

 

Vissulega  hef ég sagt ýmislegt um Ásmund Einar, og ekki allt fallegt.  Og vissulega er stundum hlutirnir sagðir á þessu bloggi sem mætti flokkast undir níðskrif, eða af þeim ættbálk.

En það eru takmörk fyrir öllu sem hægt er að segja um fólk.

Og það segir það enginn um ungann mann í blóma lífsins að hann kjósi að fórna framtíð þjóðar sinnar til að bjarga ríkisstjórnarþátttöku síns eigin flokks.  Slíkt er einfaldlega ekki gert, eða borið upp á annað fólk.

Ríkisstjórnir koma og fara, líftími þeirra nær sjaldnast tíu árum.  En það tekur hundruð ár fyrir þjóðir að myndast, þroskast og fá sín sérkenni.  Líftími einnar ríkisstjórnar er eins og eitt örlítið andvarp út í eilífðina miðað við aldur þjóða.  

Og menn bera það upp á Ásmund Einar að hann fórni íslenskri þjóð fyrir flokk sinn.  Flokk sem á hugsjónir og rætur í andstöðu við allt það sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir. 

Fyrir valdafíkn örfárra einstaklinga sem hafa svikið allt, hugsjónir sínar, æru og mannorð til að fá að sitja örfá mánuði í viðbót á valdastóli, eða þar til að þessir nytsamir einfeldningar hafa gegnt hlutverki sínu, og hið erlenda auðvald lætur þá sigla sinn sjó að ströndum öskuhauga sögunnar, þar öllum gleymdir.  Það er ef þeir heppnir, annars mun níðstöngin halda nafni þeirra á lofti um langa tíð.

 

Fólkið sem sveik.

 

Og  þetta á að vera metnaður hins unga bóndasonar úr Dölunum.  

Kunna menn annan er það eina sem ég get sagt.

Og svona gerir mitt góða blað ekki.

Hvar er Styrmir eiginlega?????

Hann hefði aldrei leyft svona lágkúru.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jólamaturinn hefur farið eitthvað illa í þig Ómar minn. Þú bloggar sem aldrei fyrr en ekki er nokkur jarðtenging varðandi þetta mál. Hér eru meiri hagsmunir fyrir minni hafðir að leiðarljósi. Ekki gott mál en verður að taka á.

Sigurður Már (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 21:25

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Gott hjá þér Ómar, það eru svo margir góðir punktar komnir frá þér í dag og hafðu þökk fyrir að leggja þig að þessu. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 21:38

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður, gaman að heyra í þér.

Hvað á maður að segja um svona fullyrðingu "Hér eru meiri hagsmunir fyrir minni hafðir að leiðarljósi"???

Að Mandra í þessum stíl var kyrjuð yfir hausamótum þess ógæfumanns sem reyndi að sprengja meðbræður sína í loft upp núna á dögunum.  Hann trúði því að margt væri réttlætanlegt fyrir "meiri hagsmuni".  Og líka minnir mig að forystumenn Rauðu Khemranna hafi þulið þessa þulu yfir því unga fólki sem svo ötullega drap sína meðbræður vegna hinna "meiri hagsmuna".   Því staðreyndin er sú Sigurður að margir misindismaðurinn hefur einmitt notað þessa röksemd til að réttlæta óhæfuverk sín.

Og þér til glöggvunar, og öðrum þeim sem trúa svona Möndru, þá eruð þið, eða ykkar leiðtogar engir guðir.  Þið hafið engan þann rétt að ráðskast svona með líf og limi ykkar meðbræðra.  Þið hafið ekki hugmynd um hvort hinir meintu "meiri hagsmunir" séu meiri en þeir hagsmunir sem þið fórnið.  

Og jafnvel svo væri, þá gefur það ykkur engan rétt til að brjóta lög og reglur og ákveða upp á ykkar einsdæmi að minni hagsmunum sé fórnandi.

Þið eruð ekki guðir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2009 kl. 00:04

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Ingibjörg.

Svona orð hvetja mann til góðra verka, og vonandi getur samhent átak margra skilað þjóðarskútunni í höfn, fram hjá ICEsave skerjagarðinum.

Vonum það besta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 1538
  • Frá upphafi: 1321546

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1311
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband