"Ekkert af þeirri neikvæðni sem er að finna út í þjóðfélaginu"!!

Sagði þingfulltrúi á þjóðfundinum.

Alvöru þingmaður, sem var neydd til að svíkja málstað þjóðar sinnar í mikilvægasta máli lýðveldisins, sagði að hún vildi frekar vera þjóðþingfulltrúi en þingmaður.  Kannski  mjög skiljanlegt því ég reikna með að enginn hafi sett þumalskrúfurnar á hana þar.

Og svo margt gott var sagt, svo jákvætt og skemmtilegt.

En ég spyr, á hvaða plánetu lifir þetta fólk?????

Í dag sagði góður lesandi þessa bloggs mér að hann yrði lítið við tölvuna þessa helgina, hann væri að flytja út úr húsi því bankinn væri búinn að yfirtaka það.  Fyrst tapaði hann fé á bankahruninu, núna fór ævisparnaður þeirra hjóna í bankahítina, skuldirnar báru þau ofurliði.  

Þessi góður maður var ekki neikvæður þegar hann sagði þetta, en það er illa innrætt þjóðfélag sem lætur svona gerast, og hæðist af örlögum þessa fólks með því að tala um neikvæðni.  

Fyrr í haust upplýsti Credit vanskilaskráari að yfir 10.000 börn ættu foreldra á vanskilaskrá.  Þeirra allra gæti beðið þessi sömu örlög og hér var lýst að framan.  Eða þá sem kannski er ennþá verra, að foreldrarnir strögluðu áfram í vonlausu skuldabasli, kannski undir eftirliti skilorðsfulltrúa ríkisins í hinni svokölluðu greiðsluaðlögun.

En auðvita er það bara neikvæðni að ræða um örlög þessa fólks, ræðum bara frekar eitthvað jákvætt, og segjum brandara, og tölum frekar um það sem okkur langar til að gera.

Örlög meðbræðra okkar er ekki okkar mál, þau eru bara neikvæðni.  Nóg komið af henni.

Að ræða hvort við viljum að bandarískir vogunarsjóðir eignist þjóðarauðinn, það er líka bara neikvæðni.  Þeir láta okkur örugglega hafa næga peninga til að byggja upp gott velferðarkerfi, og ókeypis menntun og heilbrigðiskerfi, þeir eru jú svo alltaf jákvæðir, enda eiga þeir heima rétt hjá Hollywood.

Og í Hollywood var gerð mynd sem hét Eiríkur víkingur, háðsádeila frá hluta Python hópsins.  Söguhetjur þeirrar myndar lentu víkingaskipi sínu á eyju þar sem yfirvofandi voru miklar hamfarir, og ljóst að eyjan myndi sökkva í sæ með manni og mús, nema yfirvöld hæfu tafarlausan brottflutning.

En þau voru svo jákvæð, að þau hlustuðu ekki á svona neikvæðni, ekki heldur þegar eldgosið byrjaði, ekki heldur þegar jörðin skalf, og ekki heldur þegar eyjan byrjaði að sökkva.  Og síðustu orð hins jákvæða konungs, sem gat ekki hugsað sér að vera neikvæður á neyðarstund, voru líka mjög jákvæð:

Blup, blup, blup, blup.

Svona eru orð jákvæðs manns skrifuð sem talar sín síðustu orð með munninn fullan af sjó., Blup, blup.

Ég get ekki að því gert að mér finnst svipuð jákvæðni í gangi hjá stórum hluta hinnar vinstri sinnuðu kjaftastéttar; blup, blup, blup.

En þegar ég hugsa um allt það góða fólk sem er að missa húsin sín og eigur í hendur á ábyrgðarmönnum Hrunsins, þá fyllist ég mikilli skömm á svona jákvæðni.  Það er ekki bara veruleikafirringin, ekki bara skorturinn á þeim manndóm sem þarf til að verjast illþýðinu, ég skammast mín fyrir þann skort á samkennd sem fólk á að sýna þeim meðbræðrum okkar sem þjást vegna gjörða bankamanna okkar, sem þjást vegna þess að stjórnvöld sviku öll sín loforð að koma þessu fólki til bjargar.

Og það er eins og hinu jákvæðu sé alveg sama.

Þau hafa allt sitt á þurru, og þá er allt í himna lagi.  

Í svona sex mánuði eða svo.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það var ofsalega sorglegt með hann Umrenning:

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/979173/ 

"En ég spyr, á hvaða plánetu lifir þetta fólk?????"

Já, Ómar.  Og svo voða, voða jákvætt og skemmtilegt.  Og ekki neikvætt eins og hjá blessuðu fólkinu eins og Umrenningi sem var kastað út úr húsi nánast og út á götu fyrir glæpabanka og glæpamenn.  Hann á að fá skaðabætur.  Það ætti að vera krafa.   

Ljótt að heyra Guðfriður Lilja hvað það er miklu, miklu jákvæðara og skemmtilegra fyrir þig.  Ómar, ég vorkenni ekki Guðfríði.  Það er engin afsökun að fullorðin manneskja láti heilaþvo sig til að níðast á börnum, foreldrum og gamalmennum þessa lands með Icesave-þrælasamningi næstu öld.  Og honum Umrenningi.  Guðfríður Lilja ætti að segja af sér að mínum dómi því hún er jafn-óhæf og svikul og þorri hinna í stjórnarflokkunum.  

ElleE (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 00:44

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ætli bankarnir reyni að flytja íbúðir og hús til Noregs og selja þau þar. Það væri kannski hægt að nota vörubílana sem eru sendir þangað og seldir fyrir slikk flytja eitthvað af svona húsnæði með sér, svona til að tryggja það að fyrri eigendur sem eru kannski búnir að greiða af lánum tvöfalt upphaflegt verðmæti eignanna eignist þær örugglega ekki aftur.

Kannski að bankar og fjármálastofnanir og/eða tengdir aðilar séu búnir að stofna fyrirtæki erlendis til að yfirtaka svona eignir fyrir peninga sem þeir hafa búið til fyrir gengismun á evru og krónum sem ekki hafa skilað sér heim.... sumir finna jú alltaf leiðir til að arðræna aðra.....

Ómar Bjarki Smárason, 15.11.2009 kl. 01:19

3 identicon

Ætli þjóðfundurinn hafi ekki tekið neina afstöðu til Icesave? Hef ekkert frétt af því en það hlýtur bara að vera ef framtíðin hefur verið rædd. Það er skelfileg framtíð ef við þurfum að berjast við Icesave afborganir næstu áratugina.

Soffía (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 13:01

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Já, þetta er hálffirrt alltsaman.  En ég sé á viðbrögðum við öðrum þjóðfundarpistli mínum að fólk vill róa, standa saman og róa.

Og ég borgi skuldirnar.

En ég fer ekki ofan af því að í öllum alvöruríkjum væri búið að rannsókna þær ógnir sem Guðfríði Lilju var hótað með.  Kannski er lítil frændi lokaður inn í kofa upp í fjalli, eins og tíðkast í Kólombíu, eða þé hestshöfuð að dúkka upp í húsum eins og í Guðföðurnum.

Eina sem ég veit er að umskipti hennar byggjast ekki á heilaþvotti, heldur hræðslu.  Þetta er ekki sama manneskjan í dag, hún er ein taugahrúa, sem liggur við að tali tungum þegar hún reynir að réttlæta hringsólið og svikin við sínar hugsjónir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2009 kl. 16:43

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Þetta er spurning en hún á ekki að vera inn í umræðunni, því við eigum ekki að róa fyrir þetta fólk.

Við eigum að krefjast réttætis.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2009 kl. 16:45

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Soffía.

Nei, ICEsave var ekki rætt, ekki heldur eignarhald glæpamanna á bönkum okkar.  Eða erlendu risalánin svo hægt sé að hjálpa fátækum gjaldeyrisbröskurum.  Eða af hverju hluta af þjóðinni sé vísað á gaddinn.  Eða öll börnin sem eiga foreldra á vanskilaskrá.

Það var ekkert rætt sem skiptir máli. 

Eftir stendur hvort þetta var þjóðfundur strúta eða Marsbúa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2009 kl. 16:50

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Var þessi fundur ekki bara upphaf svokallaðra samræðustjórnmála sem drepa málum á dreif og sjá til þess að sem minnst gerist.....

En kannski er þetta það sem koma skal og líklega eru Frakkar komnir lengst á leið í svona vinnubrögðum. Alla vega tala þeir mikið og framkvæma lítið.....

Ómar Bjarki Smárason, 15.11.2009 kl. 18:51

8 identicon

Sæll Ómar.

Heiðarleiki, jöfnuður, jafnrétti og virðing. Þetta eru víst þau grunngildi sem við viljum byggja á.

Næsta skref er þá væntanlega að taka á þeim stofnunum, valdablokkum og sérhagsmunagæslusamtökum sem standa fyrir allt annað en þessi gildi.

Mér sýnist dagar líú, sa, así, sff, viðskiptaráðs, stjórnmálaflokkanna, kosningakerfissins, og miðstýringarinnar vera taldir. Að ógleymdu icesave og imf.

Það fer eflaust hrollur niður bakið á þeim sem telja sig eiga hér allt og alla, þegar þjóðin segist ekki vilja lengur byggja á sérhagsmunagildum þeirra.

En sennilega fá þeir bara bjálfahroll og glotta út í annað.

En þegar þjóðfundurinn á austurvelli verður haldin munu valdablokkirnar fá alvöru hroll.

Og þú Ómar, ásamt fleirum, hefur þegar undirbúið jarðveginn og þegar stundin rennur upp hittumst hressir og jákvæðir, og umfram allt einbeittir og yfirvegaðir.

Kær kveðja úr höfuðborginni.

Toni (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 19:27

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þjóðfundurinn sýndi okkur að grasrótin er reiðubúin ef til hennar er leitað. Þessum fundi var ekki ætlað að taka pólitíska afstöðu í deilumáli. Niðurstaðan segir ekkert um það hverju svona fundur gæti áorkað hefði hann skýrt markmið.

Árni Gunnarsson, 15.11.2009 kl. 21:41

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni, á Ögurstundu er spjallfundur út í hött.

Og takk fyrir innlitið Árni. 

Upphafið að sigurgöngu mannsins yfir jörðinni, hófst þann dag fyrir um einni milljón ára, þegar fyrsti maðurinn tók oddmjóa spýtu og bar hana fyrir sig, í stað þess að snúa óæðri endanum í ljónið og hlaupa eins og fætur toguðu í næsta skjól.  Í huga þess manns var það ekki pólitík að snúast til varnar, heldur sú löngun að enda ekki sem ljónafæða.

Mér finnst það sorglegt að hóglífi síðustu ára skuli hafa þurrkað út milljóna ára reynslu mannsins úr huga nútíma Íslendingsins. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2009 kl. 23:21

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

Hjá mér snýst þetta frekar um hugmyndabaráttu, og mér hefur oft verið tíðrætt um mannúð og mennsku.

Og þar sem þú þekkir til skrifa minna frá árdag bloggs mín, þá veistu að ég lét mig dreyma um samhljóman þjóðarinnar sem hennar sterkast vopn gegn hinu gjaldþrota Gamla Íslandi.  Langaði mjög að sjá svona samkomu eins og þjóðfundinn strax í byrjun þessa árs.

Svo þegar það gerist, þá er ég með breiðsíðuna fullhlaðna, og freta miskunnarlaust, þó ég viti mæta vel að hugurinn var góður.  Af hverju?????

Gleymdist kannski að bjóða mér?????

Eða finnst mér að tilgangurinn eigi að hæfa tilefninu??

Kannski er ég svona mikill efasemdarmaður, eða svartsýnn að eðlisfari, að ég efast stórlega að skrautskrifað skjal, þar sem á stendur heiðarleiki, dugi lítið til að seðja græðgihungur amerískra vogunarsjóða, sem mér skilst að munu fá að eiga veð stærsta hluta þjóðarinnar.

Tók ég kannski of mikið mark á Jónasi þegar ég lærði spurningu hans "Höfum við gengið til góðs?".

En, já ég hefði tekið næstu vél suður ef hópeflið hefði breyst í þjóðfund, sem hefði stefnt fólki niður á Austurvöll, til að segja, "við mótmælum öll". 

Kveðja til ykkar í borginni,

Ómar.

Ómar Geirsson, 15.11.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 120
  • Sl. sólarhring: 349
  • Sl. viku: 825
  • Frá upphafi: 1320672

Annað

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 711
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband