Vá, ef þetta er tilefni borgarastyrjaldar, þá hlýtur ICEsave

Nauðungin að kosta kjarnorkustyrjöld.

Össur leynir gögnum og íslenska samninganefndin hefur ekkert samband við þá aðila sem hafa kynnt sér rök Íslands í deilunni.

Steingrímur segir að lögfræðiálit sem hefði getað orðið mikilvægasta álit Íslandssögunnar, hefði ekki þýðingu því það hefði verið fengið í öðru máli sem kemur ICEsave ekki nema óbeint við.  Hefur greinilega séð of mörg bandarísk réttardrama þar sem innihald sönnunar skiptir minna máli en hvernig hennar var aflað.

Þjóðinni er neitað um réttláta málsmeðferð sem kveðið er á um í EES samningnum.

Allar eignir þjóðarinnar eru settar að handveði til lúkningar skuldarinnar.

Það er logið að þjóðinni. 

Hún er ekki spurð álits í mikilvægasta máli fullveldis hennar.

Hún er látin borga skuldir einkaaðila upp á hundruð milljarða.  Einkaaðila sem unnu eftir því kerfi sem EES byggði upp.

Og nauðungin er samþykkt af minnsta þingmeirihluta sem hugsast getur og um leið brýtur hún flest atriði stjórnarskrár íslenska lýðveldisins.

Og nauðungin brýtur öll alþjóðalög sem banna að almenningur landa sé látinn þjást vegna óbeinna afleiðinga alþjóðasamninga sem viðkomandi þjóðir gerðu í góðri trú.

Og íslensku þjóðinni er talið í trú um að þetta sé eðlilegasti hlutur í heimi, þegar vitað er að stærð nauðungarinnar er af þeirri stærðargráðu að aðrar þjóðir myndu hlæja ef þær væru krafnar um slíkar upphæðir.

Mér er það til efs að Samfylkingin muni geta ort nógu kröftuga Höfulausn svo hún fái haldið því  sem Egill hélt á sínum tíma, þegar þjóðin rís upp gegn kúguninni og krefst réttlætis.

Það hefur aldrei verið hollt fyrir landráðafólk að búa mjög lengi í landi sínu eftir framin landráð.

Kveðja að austan.


mbl.is Varar við borgarastyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Þetta gæti hinsvegar orðið dropinn sem fyllir mælinn held ég. Enda eru ófáir búnir að fá inn um lúgurnar undanfarið bréf frá hinum og þessum innheimtufyrirtækjum, jafnvel þó svo að greiðsla hafi eingöngu dregist nokkra daga fram yfir eindaga...

Fólk er bara alveg við það að fá nóg af þessu rugli og þeirri töfralausn að ef að það borgi meira af peningunum í skatta sem það nú þegar hefur ekki nóg af til að dekka skuldir bjargist allt hjá ríkinu...

Svolítið eins og að svelta alla íbúanna til þess að bjarga þorpinu ekki satt? Fólk er fljótt að byrja að mótmæla slíkum "reddingum".

Skaz, 7.7.2009 kl. 21:35

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Amen

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.7.2009 kl. 21:48

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Með haustinu verða hér uppþot spái ég. Engin hugguleg búsáhaldabylting.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.7.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Öll rök með styrkja málstað hollustunnar skipta máli. Gegn mótrökum hugleysingjanna. Niðurstaðan er framtíð heimilanna.

Meðan sumir sitja á gjaldeyri, gulli og USA ríkiskuldabréfum. Þá megum við hin sem áttum allt okkar í heimilinu. Fylgjast með veðandlaginu vaxa hraðar en fasteignmatið lækkar.

Peningum í umferð fækkar hraðar en verð hækkar. Aukið atvinnuleysi í kjölfarið eykur atvinnuleysið. Burt með hagræðinganna. Við vitum hvað hagsmunum þeir verja næst sínum eigin: ríkisnöðrunnar sem nærði þá á ágirnd og ól á ranghugmyndum um snilli.      

Austan kaldinn á oss blés, upp skal faldinn draga,...

Það verða brettar upp ermar og skyrpt í lófa: fyrr en síðar. 

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 23:29

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Mátti ekki vera að því að kvitta fyrir mig því ég tók orrustuna á öðrum vettvangi i dag, létti aðeins undir með Lofti og Jón Val.

En mikið er ég sammála ykkur, og þá væntanlega sjálfum mér líka.  Og "austan kaldinn" skal reka okkur áfram þar til réttlátar þjóðfélag lítur dagsins ljós.

Og mikið er ég sammála þér Skaz, hvað það er ömurlegt að hræætur Hrunsins skuli ráða hér öllu.  

Mál að linni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.7.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband