Þau skeyta hvorki um skömm né heiður.

 

Er palldómur Halldórs Benjamínssonar um forystu Eflingar.

Af hverju viðhefur hann þessi orð??, jú þau lúta ekki ólögum sem og beygja sig ekki fyrir fordæmalausri aðför atvinnurekanda og stjórnvalda að rétti verkalýðsfélaga til að nýta verkfallsvopnið til að bæta samningsstöðu sína.

 

Núna þegar stálin stinn mætast þá má ekki gleymast hver er ábyrgðaraðili þess að svona er komið í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins.

Sök Eflingar er að rökstyðja kröfur um að félagsmenn þess þurfi hærri launahækkanir en samið var um við félög Starfsgreinasambandsins.

Viðbrögð Samtaka atvinnulífsins var ekki að ræða þær kröfur, heldur hófu samtökin illvígt áróðursstríð í fjölmiðlum sem í meginatriðum beindist að persónu formanns Eflingar, að meintum fáránleik kröfugerðar Eflingar og að tengja hvorutveggja við einhver óskilgreind róttæk öfl sem áttu að eiga upptök sína í stofunni hjá Gunnari Smára Egilssyni, sem á að vera ákaflega ljótur maður því hann segist vera sósíalisti.

Hvernig þetta samræmist heiðri og góðum vinnubrögðum í kjaradeilum getur Halldór Benjamín einn útskýrt.

 

Þegar ljóst var að þessi samningatækni Samtaka Atvinnulífsins dygði ekki til að valda það mikilli upplausn innan Eflingar að félagið treysti sér ekki í verkfallsaðgerðir, þá var gripið til plans B, eitthvað sem til dæmis Guðmundur Þ. Guðmundsson gerði ekki á síðasta HM.

Plan B var að láta ríkissáttasemjara fyrirgera trúverðugleika sínum með því að misbeita valdi sínu og leggja fram starfsgreinasamningana sem miðlunartillögum með þeim fáheyrðum orðum að honum fyndist að félagar Eflingar ættu að fá að kjósa um þá.

Vegið var að verkfallsréttinum, embætti ríkissaksóknara var fórnað, kastað fyrir róða samskiptareglum milli aðila vinnumarkaðarins sem áratugirnir höfðu þróað og slípað til.

 

Ekkert af þessu hafði áhrif á heiður né skömm Halldórs Benjamínssonar, að hans dómi allavega, en að forysta Eflingar skyldi ekki í kjölfarið skríða í duftið fyrir honum, heldur verjast þessari samningatækni hans, sem er án allra fordæma í gjörvallri sögu íslenska vinnumarkaðarins, það er forkastanlegt að hans dómi.

Forystu Eflingar til skammar, hjá fólki sem skeytir hvorki um skömm eða heiður.

En að líta í eigin barm og íhuga í eina mínútu sína eigin sök, það er ekki uppá pallborðinu hjá Halldóri Benjamínssyni, ekki frekar en að virða viðurkenndar leikreglur í kjarasamningum.

 

Þessi sjálfhverfa skýrir svo margt í af hverju málum er svona komið, í að virðist óleysanlegan hnút.

Hnút sem Landsréttur getur ekki höggvið á frekar en aðrir dómsstólar.

Aðeins samningar.

 

En einhvern veginn finnst mér forysta Samtaka Atvinnulífsins ófær um það í dag.

Fyrirlitning á mótaðilunum, að lítilsvirða þá í orðum og tali, að treysta á undirróður og fimmtu herdeild Samfylkingarinnar til að grafa undan löglegri kjörinni stjórn Eflingar, reyna að nýta sér lagaklæki og jafnvel liðsinni lögreglunnar, er bara ekki vænlegt til árangurs í kjaradeilu.

Ekki nema menn vilja ekki leysa hana, heldur koma henni í þann hnút að það réttlæti inngrip ríkisvaldsins í deiluna og þá með bráðabirgðalögum.

 

En menn hafa engan heiður af svona skítataktík.

Heiðursmenn settust niður og reyndu að ná samningum.

Það tókst ekki alltaf, en þeir reyndu.

 

Skömmin var aldrei þeirra.

Kveðja að austan.


mbl.is Forysta Eflingar ætti að skammast sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar. Nei! það er rétt þau skeita ekki um skömm né heiður. Lögfræðingaslegti SA mætti á verkfallsstað í morgun til að hindra Eflingarfólk um rétt þeirra til verkfallssvörslu. Allt hér á landi sem krefst einhvers til bóta fyrir þá sem minna mega sín virðist vera varið með hörku og mannúðarleysi af því fólki sem telst til þeirra sem MIKIÐ hafa og eiga. Ég held mig enn við það að við búum á Skrýplaskeri..kveðja austur.

Ragna Birgisdóttir, 9.2.2023 kl. 13:57

2 identicon

Kjaradeila Eflingar og SA er barátta um yfirráð yfir Íslandi. Þess vegna ætti allt launafólk að líta á kjaradeiluna sem sína.

Margt ágætt í orðum þínum hér.

En það er þetta með hann Halldór...

sem heitir líka Benjamín og er Þorbergsson. Geir finnst örugglega máli skipta að Ómar sé ekki sagður vera Hansson; hann er jú, Geirsson og Halldór Þorbergsson.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 9.2.2023 kl. 14:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Esja.

Þú ert enn og aftur í sparðatíningnum, hvað er einn Hans á milli vina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2023 kl. 21:10

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ragna.

Allt mikið rétt en því miður held ég að skrípaskerin séu víða, eiginlega um allan heim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2023 kl. 21:11

5 identicon

Grjótföst grunnatriði málsins sem þú ert með þarna. 

Ég er almennt þeirrar skoðunar að sósíalismi sé pólitík andskotans, verkföll eru grábölvað fyrirbæri sem iðulega lendir á þriðja aðila, laun á Íslandi fremur há og líklega of há.

Sólveig Anna gekk fulllangt gangvart starfsfólki Eflingar með hópuppsögnum, með lögum skuli land byggja og ólögum eyða. 

Samt sammála hverju orði pistils.   Verkafólk Eflingar hefur verið skilið eftir með þann eina lögmæta kost sem því var fær og hann skyldi þó með öllum ráðum reyna að taka af þeim. 

Sólveig hefur staðið sig mjög vel í þessari síðustu orrahríð og í raun og veru verið miklu kurteisari og málefnalegri en Halldór Benjamín í sínum orðum.  Þó höll sé undir sósíalsimann. 

Það er stór þörf á almennilegri tiltekt hinu Íslenska markaðshagkerfi.  

Ef sósíalisminn er eins og vondur vírus þá ætti það að vera skylda markaðssinnanna að ganga um þjóðarlíkamann að hann verði ekki í svo slæmu heilsufarsástandi að vírusinn heltaki!

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.2.2023 kl. 21:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Ég hef nokkrum sinnum reynt að orða þessa hugsun sem þú gerir svo vel hér að ofan; "Ef sósíalisminn er eins og vondur vírus þá ætti það að vera skylda markaðssinnanna að ganga um þjóðarlíkamann að hann verði ekki í svo slæmu heilsufarsástandi að vírusinn heltaki!".  Það er illa komið fyrir einni þjóð að nýsósíalisti með vafasama fortíð skuli ná betur að skynja og greina ástandið, og fá fylgi um þá hugmynd að sósíalismi sé eina aflið sem andæfi á móti því sem ég kalla sígræðgi en vissulega má hafa önnur orð fyrir.

Því hvað sem er að, þá er aldrei svarið að leita í ruslahauga sögunnar að einhverju sem sannarlega er handónýtt, þó vegferðin hafi hafist með góðum fyrirheitum.

En varðandi þetta með hópuppsagnirnar hjá Eflingu þá skil ég alveg sjónarmið þitt, en það var með þeim sem mér varð ljóst að Sólveig Anna var alvöru leiðtogi, hún hafði tötsið sem þurfti til að ná árangri.  Skrifstofan var ormagryfja þar sem margt starfsfólk gekk beinna erinda þeirra afla sem töldu sig eiga Eflingu og gátu ekki liðið valdatöku Sólveigu, unnu gegn henni frá fyrsta degi með beinum undirróðri og málaefnalegri skemmdarstarfsemi.

Skrifstofa verkalýðsfélaga er ekki kaffistofa Samhjálpar, gangi fólk ekki í takt, eða vinna beint gegn löglegri kosinni stjórn félagsins, þá ber því fólki að víkja.  Og þar sem þetta var ekki í Bandaríkjunum þar sem mafían hefði séð um að leysa vandamálið, þá var fátt annað en hópuppsögn í stöðinni.

Því það hljóta allir að sjá að þeir sem tapa á Alþingi eiga ekki að geta breytt dómum heima í héraði.

Forystan er síðan dæmd af verkum sínum, aðeins þannig virkar lýðræðið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2023 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1319877

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband