Hvað er þessi maður að gera sig gildandi??

 

Rúinn öllu trausti, háðung þess embættis sem honum var trúað fyrir.

 

Eitt er samt að þekkja ekki sinn vitjunartíma, annað er að bæta í háðung sína, eins og að honum dugi ekki að vera athlægi flestra, heldur liggi metnaðurinn að vera athlægi allra; "Ég er að vinna eft­ir bestu sam­viskuminni laga­skyldu og mun halda því áfram.".

Vonandi þjónuðu afglöpin öðrum hagsmunum en hans bestu samvisku, ef svo er þá er leitun að öðrum eins dómi yfir sjálfum sér.

Jafnvel harðari en að hafa lög þjóðar okkar í þeim flimtingum að afgöpin séu í samræmi við lagaskyldu hans.

 

Hvernig úthrópaður maður vegna gjörða sinna, sem aðeins ranglát stjórnvöld halda hlífðarskyldi yfir, telur sig geta boðað til fundar í krafti embættis síns, er eitthvað sem seinna verður kennt í heimspeki siðfræðinnar sem dæmi um algjöra blindu eða firringu.

En of heimskt til að nokkurn tímann verði minnst á sem dæmi um algjört klúður í samningatækni.

 

En hugsanlega, fræðilega eru einhverjir meintir verkalýðsfrömuðir, sem allir sem einn eru í verkalýðsráði Samfylkingarinnar, sem myndu mæta á fund sem Aðalsteinn Leifsson boðar til, en ekki aðrir.

Hvort sem þeir eru óflokksbundnir, meintir rebellar, í Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri Grænum, svo djúp er gjáin á milli Aðalsteins og samtaka launþega í dag.

 

Enn og aftur á Mogginn mikla þökk fyrir að upplýsa almenning um atburði líðandi stundar, að fara frá rógi og níði, yfir í fréttir um þessa kjaradeilu Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins þar sem ekkert er dregið undan, og öll sjónarmið koma fram.

Því einn af hornsteinum lýðræðisins er hlutlaus fréttamennska sjálfstæðs fjölmiðils, það er sjálfstæðs í þeirri merkingu að fréttaskrif eru aðskilin frá hagsmunum eiganda, eitthvað sem ríkisútvarpið mætti hafa í huga þegar það endurvarpar háðung Samfylkingarinnar og Góða fólksins til þessarar varnarbaráttu láglaunafólks þjóðarinnar.

Þegar á reyndi hélt Mogginn sjó, en því miður er það enn og aftur ekki sagt um Ruv, þar skiptir meira máli að vega Sólveigu Önnu en að segja satt og rétt frá.

Eins og við séum að endurupplifa enn og aftur ICEsave deiluna.

 

Aðalsteinn, rúinn öllu trausti, er ekki gerð meiri háðung en að orð hans séu skilmerkilega endurtekin á öllum fréttamiðlum þjóðarinnar.

Svo má taka viðtal við Katrínu aftur og spyrja hana um þessa meintu sérfræðinga hennar sem sannfærðu hana um að afglöp hans væru í anda laga og góðrar stjórnsýslu.

Með þeirri einni spurningu; Katrín, hverjir voru þessir sérfræðingar aftur??

 

Það er ástæða fyrir því að fjölmiðlar eru múlbundnir í einræðisríkjum eins og Hvíta Rússlandi eða Rússlandi.

Það er ástæða fyrir því að beittar gagnrýnar spurningar eru ógn við ríkjandi valdhafa.

 

Það dugar að leyfa Aðalsteini að tala.

En það á ennþá eftir að spyrja Katrínu.

 

Á mannamáli en ekki Dagísku.

Og ég velti fyrir mér hvaða fjölmiðill verður fyrstur til þess??

En efa samt að það verði Rúv.

 

Á meðan; Keep on running Moggi.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Boðar SA og Eflingu á fund um atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Aumingja Aðalsteinn.

Amen úr efra.

Magnús Sigurðsson, 6.2.2023 kl. 18:31

2 identicon

Þakka þér fyrir frábær skrif. Þetta er upplýsandi fyrir umræðuna sem gjarnan fer um víðan völl. Ég hef óspart notað rök þín í umræðunni um þetta mál.

kveðja, Toni.

Anton Johannesson (IP-tala skráð) 6.2.2023 kl. 19:35

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2023 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 1524
  • Frá upphafi: 1321532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1299
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband